Magnaðar bækur fyrir 70 árum: "Undur veraldar" og "Kappar´".

Þetta er síðbúinn ritdómur og stendur á veikum grunni að því leyti, að það eru um 70 ár síðan bókin var lesin. Íslenska heiti hennar var "Undur veraldar" og var umfjöllunin um hæstu fjöll veraldar og glímu manna við þau sá kafli sem eftirminnilegastur er. 

Bókin kom út örfáum árum áður en þeir Hillary og Tensing komust fyrstir manna á þennan hæsta tind jarðar og var sagt frá dramatískum leiðöngrum, sem farnir voru á fjallið áður en loksins tókst að sigrast á því og leggja tindinn að fótum sér í bókstaflegri merkingu. 

Einna eftirminnilegust var frásögnin af leiðangri George Mallory og Andrew Irwine og félaga hans, sem týndust í fjallgöngunni ef rétt er munað og var sú för hulin mikilli dulúð.

Enn lifir nöfn Edwards Nortons í þessari miklu sögu. 

Stór kafli í bókinni snerist hins vera um allt annað mál;  um það, hvernig það myndi lýsa sér ef hraði tunglsins umhverfis jörðina minnkaði. 

Var það sett sem sú hugsanleg orsök af mannavöldum í framtíðinni að beisla sjávarföll jarðar í stórfelldum mæli. 

Bókin Undur jarðar og bækurnar tvær undir heitinu "Kappar"  sem gefnar voru út með nokkrum völdum Íslendingasögum á þessum árum voru góð dæmi um gildi þess að miðla spennandi fróðleik og afbragðs bókmmennum til allra aldursflokka og alþýðu manna á aðgengilegan hátt. 

Íslendingasögurnar í Köppum innihéldu enga jafn stóra sögu og Njáls sögu, en þó góðar sögur af ýmsum stærðum, svo sem Laxdælu, Grettlu og Gísla sögu Súrssonar, og ekki var amalegt hve góðar teikningar Halldórs Péturssonar voru. 

Einnig tókst mjög vel til að færa textann til nútíma stafsetningar og máls af mikilli smekkvísi. 

Þetta mætti alveg prófa aftur.  


mbl.is Erfiðasta og hættulegasta fjallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir að rífja þetta upp Þetta man ég glöggt þegar var.

Halldór Jónsson, 9.2.2021 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband