Google Earth er lygilega fráneygt fyrirbæri.

Fyrir um áratug tók ég einn dag í það að læra á Google Earth og skoða ýmsa hluti hér og þar á jörðinni. Mér til mikillar undrunar sást Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum vel, allar þrjár flugbrautirnar af alls fimm, sem þá voru komnar. 

Samt var þessi lendingarstaður lagður með því einu að valta eggsléttan melinn og merkja brautarjaðrana með lausum merkjum. 

Á vellinum sást "flugstöðin", gamall Econoline húsbíll skýrt og greinilega! Á myndinni mátti sjá á mannvirkjagerð við Kárahnjúkastíflu, að hún hafði verið tekin síðsumars, og einnig af því að ekki er farið að hleypa vatni í lónstæði Hálslóns.


mbl.is Gosið sést úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband