Fjárhagsráð átti hlut í Evrópumeistaratitli Torfa 1950.

Á árunum 1945 til 1955 glímdu þjóðir Evrópu við djúpa efnahagskreppu af völdum nýlokinnar heimsstyrjaldar. 

Í flestum löndum svo sem Þýskalandi, voru heilu borgirnar í rúst og sár skortur á nauðsynjavörum. 

Stofnun Marshallhjálpar og Kola-og stálsamsbands Evrópu voru neyðarúrræði til að komast hjá algeru hruni. 

Í öllum löndum var grimm skömmtun með tilheyrandi biðröðum. Grundvallarhráefni eins og stál, var af skornum skemmti.  Trabant var afkvæmi þessa ástands, var framleiddur úr plasti, unnu úr afgangsbómull. 

Háir innflutningstollar afbökuðu framleiðsluna og bægðu burtu vörum, sem síðar urðu sjálfsagðar. 

Þegar síðuhafi dvaldi 14 ára gamall í sex vikur í Kaupmannahöfn sumarið 1955 var Coca-Cola óþekktur drykkur þar í landi og amerískir bílar sáust varla. Danir sötruðu danskt Jolly-Cola í staðinn og einu nýju bílarnir voru Citroen braggar og litlir breskir Austin og Morrisbílar með útliti fyrirstríðsáranna.

Danirnir trúðu því ekki að amerískir bílar væru í yfirgnæfandi meirihluta í bifreiðaflota Íslendinga og að Willys jeppar væru langvinsælustu bílar landsins. 

1950 var morgunkorn á borð við Corn-flakes og Cherious óþekkt á Íslandi. Um vorið kom ný gerð af stökkskóm á markað erlendis, en Íslendingar voru með flest slíkt á harðsnúnum skömmtunarlista hjá nefnd, sem var með einræðisvöld yfir innflutningsleyfum og nefndist Fjárhagsráð. 

Þótt KR væri stórveldi þá á flestum sviðum íþrótta fékk félagið aðeins úthlutað tvennum pörumm af hinum byltingarkenndu skóm, og vegna eftirspurnarinnar var haft hlutkesti um þá. 

Torfi Bryngeirsson var svo heppinn að vinna annað skóparið, og sagði síðar, að sú heppni og hlutdeild Fjárhagsráðs í góðu gengi hans og Evrópumeistaratitli í langstökki hefði ráðið úrslitum. 


mbl.is „Hefðu átt að grípa inn í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband