Illsamrýmanleg limbótilhögun.

Þessa dagana er fólk að ganga í hús og nota fleiri aðferðir til þess að safna meðmælendum fyrir framboðslistana. Engin trygging er fyrir því að söfnun meðmælenda gangi nógu vel til þess að nógu margar undirskriftir safnist til að framboðið teljist gilt. 

Við þessar safnanir undirskrifta hefur yfirleitt komið í ljós, að fjölmargir vita ekki um þær reglur sem gilda um meðmæli, og er reynslan sú, að vegna þessa geta allt að 30 prósent undirskrifta dæmst ógildar. 

Óheimilt er nefnilega að kjósandi mæli með fleirum en einu framboði og meðmæli þýða engan veginn að viðkomandi ætli að kjósa framboðið. Fjölmargir gefa upp röng heimilisföng eða kennitölur. 

Á sama tíma og söfnun meðmælenda stendur enn yfir og úthlutun listabókstafa er ekki lokið er utankjörstaðagreiðsla hafin. 

Í ofangreindu ástandi speglast tvö illsamræmanleg sjónarmið: 

Annars vegar að þeir sem eiga erfitt með að kjósa, til dæmis vegna búsetu erlendis, geti gert það nógu tímanlega; og hins vegar að þeir sem hafa framboð í hyggju, geti fengið sem lengstan tíma til þess, til dæmis vegna nýrra aðstæðna. 

Sem dæmi um það má nefna framboð Borgaraflokksins þegar hann var stofnaður. 

Kvörtunarefni Sósíalistaflokksins er síðan sú vandræðalega uppstilling, sem nú liggur frammi um framboðin.  


mbl.is Sósíalistar kvarta til umboðsmanns Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband