Fyrir 80 árum: Orrustan um Vyazma á endaspretti til Moskvu.

Fyrir réttum 80 árum brunuðu brynsveitir þýska skriðdrekaherforingjans Heinz Guderians á fullri ferð í Aðgerðinni Taifun í áttina til Moskvu og áttu aðeins 200 kílómetra eftir í herför, sem fram að þessu var sú stærsta og glæsilegasta í hernaðarsögunni, enn glæsilegri en leifturstríðið vorið árið áður þegar Niðurlönd, Frakkland, Danmörk og Noregu féllu á tveimur mánuðum 

Þýsku brynsveitirnar unnu frækinn sigur í tveimur orrustum á lokasprettinum til Moskvu 1941, um Bryansk, sem hófst 6. október 1941 og endaði 19 október, og um Vyazma 7. október og stóð til 14. október. 

Sigurinn í Vyazma var sérstaklega sætur, því að þar, hinn 3. nóvember 1812, hafði rússneski herinn valdið svo miklu tjóni á stórum hluta hers Napóleons, sem var að reyna að komast á nægan skrið á heimleið frá Moskvu, að það réði úrslitum um að þessi flótti Napóleons misheppnaðist og breyttist í eitthvert mesta afhroð hernaðarsögunnar. 

Battle_vyazmaMyndin hér er af orrustunni 1812 sem er í hávegum höfð hjá Rússum.

Dagana 6 til 19 október 1941var ástandið hins vegar á þveröfuga lund, tveir rússneskir herir voru umkringdir og þeim eytt, og leið Guderians og manna hans til Moskvu, aðeins 200 kílómetrar af 1800 sem höfðu verið farnir síðan 22. júní, virtist bein og greið. 

Her Guderians hafði ekki aðeins farið beint af augum langleiðina til Moskvu á tæpum tveimur mánuðum, heldur hafði Hitler skipað honum 12. ágúst, að snarbeygja þvert af leið 1000 kílómetra til Kænugarðs og framkvæma þar stærstu innilokun og ósigur hernaðarsögunnar þar sem milljónir Rússa voru sigraðir og herteknir, og fara síðan aftur til baka aðra 1000 kilómetra til að hefja að nýju brunið til Moskvu 30. september. 

Þessi ekki litli útúrdúr hafði að vísu kostað sjö vikna töf á hraðferðinni til Moskvu, en á móti komu sigrarnir stóru í Ukraínu, sem höfðu uppfyllt draum Hitlers frá Mein Kampf um yfirráð yfir "kornforðabúri" og iðnaðarframleiðslu Úkraínu. 

Miðað við fyrri hraða og yfirferð Guderians, virtist nú, í októberbyrjun, aðeins smámál fyrir hann og sveitir hans, að klára þá 200 kílómetra af alls 4000 kílómetrum sem nú tæki aðeins nokkrar vikur að klára. 

Stefni að því að staldra við fram að jólum í nokkur skipti hér á blogginu á stöðum á þessum örlagaslóðum, sem ég skoðaði í sérstakri pílagrímsferð veturinn 2006. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig minnir að það hafi verið Alfred Jodl hershöfðingi sem sagði, skömmu áður en hann var hengdur, að stríðinu hefði verið tapað Þjóðverjum í árslok 1941. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.10.2021 kl. 11:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi töf réði úrslitum í styríðpinu því veturinn náði Guderian og drap allt fyrir honum alveg eins opg Naoleoni 1812. ég hef þekkt hermenn sem voru í undanhaldinu frá Moskvu og það var skelfilegt og alger ósigur vegna kuldans

Halldór Jónsson, 8.10.2021 kl. 12:53

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Nasistafíflin skildu ekki að það Rússar eru ósigrandi á eigin landi. Þewir geta tapað orrustu en þeir vinna stríðið því landið og veðráttan er þeirra og ættjarðarástin er engu lík. Sem betur fer var Hitler idjót og allt hans lið og þetta gekk aldrei upp nema sem stök ránsferð á olíu og korni. En styrjöld við Rússland gat hann Hitler ekki unnið frekar en grenadírar Napoleons. Hvernig þeir fluttu flugvélaverksmiðjurnar austur í Síberíu í kuldanum og byrjuðu að framleiða þar er ótrúleg hetjudáð.

Halldór Jónsson, 8.10.2021 kl. 13:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Battle of Kursk, (July 5–August 23, 1943), unsuccessful German assault on the Soviet salient around the city of Kursk, in western Russia, during World War II. The salient was a bulge in the Soviet lines that stretched 150 miles (240 km) from north to south and protruded 100 miles (160 km) westward into the German lines. In an attempt to recover the offensive on the Eastern Front, the Germans planned a surprise attack on the salient from both north and south, hoping to surround and destroy the Soviet forces within the bulge. The German assault forces consisted of almost 50 divisions containing 900,000 troops, including 17 motorized or armoured divisions having 2,700 tanks and mobile assault guns. But the Soviets had surmised the German attack beforehand and had withdrawn their main forces from the obviously threatened positions within the salient. The Germans launched their attack on July 5, but they soon encountered deep antitank defenses and minefields, which the Soviets had emplaced in anticipation of the attack. The Germans advanced only 10 miles (16 km) into the salient in the north and 30 miles (48 km) in the south, losing many of their tanks in the process. At the height of the battle on July 12, the Soviets began to counterattack, having built up by then a marked preponderance of both troops and tanks. Their subsequent successes encouraged them to develop a broad offensive that recovered the nearby city of Orel (now Oryol) on August 5 and that of Kharkov (now Kharkiv, Ukraine) on August 23. The Battle of Kursk was the largest tank battle in history, involving some 6,000 tanks, 2,000,000 troops, and 4,000 aircraft. It marked the decisive end of the German offensive capability on the Eastern Front and cleared the way for the great Soviet offensives of 1944–45.

Halldór Jónsson, 8.10.2021 kl. 13:07

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guderian varð ljóst að stríðið var tapað þegar þúsundir nýrra T-34 skriðdreka, bestu skriðdreka stríðsins, birtust á síðustu stundu við Moskvu auk tugþúsunda úrvalshermanna, sem njósnarinn Richard Sorge hafði komist að að Japanir myndu gera óþarfa með því að ráðast bara á Bandaríkjamenn en ekki líka Rússa í desember. 

Ómar Ragnarsson, 8.10.2021 kl. 13:22

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Was Kursk The largest tank battle?

 

 

The Battle of Kursk was the largest tank battle in history, involving some 6,000 tanks, 2,000,000 troops, and 4,000 aircraft. It marked the decisive end of the German offensive capability on the Eastern Front and cleared the way for the great Soviet offensives of 1944–45.

Halldór Jónsson, 8.10.2021 kl. 13:53

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orrustan um Kursk var stærsta skriðdrekaorrusta sögunnar þegar hún var háð og Hitler hafði fyrirfram sagt að þetta yrði úrslitaorrusta stríðsins. Það varð hún en á annan veg en Hitler hafði búist við; eftir hana háðu Þjóðverjar stanslaust varnarstríð alla leið til Berlínar.  

Sovéska leyniþjónustan átti mjög stóran þátt í sovéska sigrinum með því að komast að því fyrirfram, hver áætlun Þjóðverja var.

Á síðustu árum hafa komið fram kenningar um að stærsta skriðdrekaorrusta sögunnar hafi verið háð milli Ísraelsmanna og Araba í einu stríðum þeirra, en það verður að teljast ótrúlegt að samanlagðar tölur skriðdreka, hermanna og flugvéla hafi verið stærri.  

Ómar Ragnarsson, 8.10.2021 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband