Staðan erfiðari nú í nýtingu gufuafls á Reykjanesskaga en fyrir tuttugu árum.

Eyjabakkadeilan og Kárahnjúkadeilan í framhaldinu fyrir tuttugu árum vorsu svo stór mál, að Hellisheiðarvirkjun smaug í gegn og leit furðu vel út á pappírnum, 300 megavött af "endurnýjanlegri og hreinni orku."

En í raun var þetta mesta rányrkja á einum stað í Íslandssögunni, og tuttugu árum síðar þegar orkan dvínar á að fara aftur af stað til að leita í örvæntingu að fleiri möguleikum til að halda áfram með ósjálfbærnina, ekki bara á svæðum, sem heyra undir Reykjavík, heldur var flutt sjónvarpsviðtal fyrr í vetur við sveitarstjóra Ölfushrepps sem hrópaði hástöfum á 1000 megavött á sínu svæði, og var þessi tala sett tvöföld yfir allan sjónvarpsskjáinn til að auka áhrifamátt kröfunnar.

Áður hefur margoft verið lýst hér á síðunni þeirri niðurstöðu helstu sérfræðinga okkar á sviði nýtingar gufuafls, að til þess að slík orka geti talist endurnýjanleg þarf að byrja orkuvinnsluna varlega og auka hana ekki nema fullvíst sé það teljist ekki "ágeng orkuöflun" eins og þetta fyrirbæri hefur verið kallað. 

Líkast til hefði Hellisheiðarvirkjun ekki staðist þá kröfu nema hún hefði verið innan við 100 megavött, þótt upphaflega væri talað um meira, en Þeystaréykjavírkjun er höfð 90 megavött að sögn forstjórans, til þess að vera nálægt því að standast þessa kröfu um sjálfbærni. 

Krafa sveitarstjóra Ölfushrepps um 1000 megavött sýnir tryllta og gersamlega ábyrgðarlausa sýn á málið eins og það lítur út í dag. 

Eini vísindamaðurinn, sem heyrst hefur að hafi reynt að rannsaka sjálfbærni Hellisheiðar-Nesjafvallasvæðins, var Bragi Árnason, sem giskaði á að eftir 50 ára notkunartíma liðu um það bil 100 ár þar til það hefði jafnað sig nóg til þess að byrja að nýta það að nýju. 

Sé það rétt, verður staðan við lok Hellisheiðarvirkjunar miklu erfiðari heldur en hún var fyrir hana, því að orkunni, sem var tekin í gagnið, var sóað.

Svipað hefur verið að gerast undanfarin ár á ysta hluta Reykjanesskagans. 

Og örvæntingarviðbrögð eru þegar byrjuð að koma í ljós hjá þeim, sem eru haldnir þeim  óslökkvandi orkuþorsta, sem hrjáir ráðamenn þjóðarinnar um þessar mundir.  


mbl.is Upphafið að því að virkjanamál séu endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka fyrir skrifin þín Ómar Ragnarsson. 

Þið sem eruð ritfærir verðið að kenna fólkinu.

Fáir segja fólkinu satt oh leiðbeina um lausnir.

Það er nó til. 

---

Að kalla lífsloftið, kolsýruna mengun, loftið sem allar plöntur lifa á, og við mennirnir og dýrin borðum og lifum á.

Einnig skapar gróðurinn allt súrefnið, sem dýrin lifa á.  

Auðvita má hreinsa óæskileg efni úr eldsneytinu ef þarf.

---

Löndin eru plötuð til að eyðileggja sig, til að hægt sé að ná stjórn á heiminum.

Sagt að löndunum sem eru með sæmilega stjórn sé ekki hægt að beygja undir heimsstjórnina.

Þá er aðeins að koma öllu í kalda kol. 

---

Hér er talað um stanslausa hita orku frá jarðhita. 

Talið að bora megi alstaðar. 

slóð

Fullkomni orkugjafi er þegar kominn – Endalaus jarðhiti er til. That tool is a large millimeter-wave laser drill that will allow engineers to bore down more than 12.4 miles (20 km) into the Earth’s crust to harness the heat from the planet’s core.

15.3.2022 | 23:57

---

Nú er einnig verið að plata okkur til að nota vindmillur, sem eru mun kostnaðar meiri á kWh, og þarf að endurnýja oftar en vatnsvirkjanir.  

---

Nú er Evrópa að verða alslaus, orkulaus og matarlaus. 

---

100 milljónir eru atvinnulausir og fyrirtækin lögð niður.

slóð

Að minnsta kosti 100 milljónir voru atvinnulausir í heiminum vegna þessarar leikfléttu og vinnustöðum þeirra lokað. Leikhúsin gætu haft svona leiksýningar, en við gætum leyft fólkinu að búa til vörurnar til að allir geti lifað. Þetta er ekkert grín.

---

Egilsstaðir, 06.o4.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.4.2022 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband