"...kát við syngjum alltaf Gaudeamus hátt og snjallt..."

Það var gaman fyrir gamla júbílanta jafnt sem unga að njóta þeirrar stórsamkomu sem stærsta júbílantahátíð MR var í fyrrakvöld.

Þetta var hátíð nemenda elsta skóla landsins og enda þótt gríðarlegar breytingar hafi orðið á flestu síðan í Skálholtsskóla, Hólavallaskóla og Bessastaðaskóla hljómar stúdentasöngur allra stúdentasöngva, "Gaudeamis igitur" alltaf jafn fölskvalaust jafnt hjá nýstúdentum sem stúdentum sem eru að halda upp á 75 ára og jafnvel hærra stúdentsafmæli.

Afnælin voru fjölmörg á hátíðinni, Yngvi Pétursson fyrrverandi rektur með 50 ára afmæli kennaraferils síns þegar hann lætur af störfum, og núverandi rektor, Elísabet Ziemsen lætur af því starfi nú.      

Aldur 62ja ára stúdenta kom ekki í veg fyrir að tíu félagar úr sönghópnum MR60, meðalaldur 82 ár, felldu setninguna í fyrirsögn þessa pistils inn í nýjan júbílantabrag, sem hægt er að nálgast á facebook síðunni omar ragnarsson eins og hann var fluttur á samkomunni stóru. 

Nemendasambandinu er þökkuð góð frammistaða við að láta þennan ljúfa og stóra fagnað heppnast jafn vel og raunin varð. 


mbl.is Afar sáttur með 50 ára starfsferil við MR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband