Átti mynd Ólafs K. sér keppinaut sem "ljósmynd 20. aldarinnar"?

Í viðtengdri frétt af mbl. um hið mikla filmu- og myndasafn Ólafs K. Magnússonar fyrrverandi ljósmyndara á Morgunblaðinu er birt fræg mynd hans af óeirðunum á Austurvelli 30. mars 1949 þar sem hann fylgir eftir lögreglumönnum, sem eru, vopnaðir táragasi og gasgrimum, að ryðja völlinn og koma fundarmönnum þar í burtu. 

Myndin sýnir meira en sést í fljótu bragði, því að´það þarf blöndu af hugrekki, hörku og lagni til að komast í svona "skotstöðu" af hendi ljósmyndarans í langhörðustu mótmælendaátökum aldarinnar, sem stóðu um heitasta deiluefni aldarinnar. 

Hér á síðunni hefur verið bent á aðra ljósmynd, sem kandidat fyrir mynd aldarinnar, en það er hin magnaða mynd Finnboga Rúts Valdimarssonar af tæplega 39 líkum skipverjanna af hinu heimsfræga franska rannsóknarskipi Pouqouis-Pas raðað í fjörunni í Straumsfirði með lík Charcot leiðangursstjóra fremst eftir að skipið hafði farist á skerinu Hnokka þarna fyrir utan í fádæma óveðri 16. september 1936. 

Slysið var heimsfrétt og útförin gerð með fádæma viðhöfn í Reykjavík og henni útvarpað til Frakklands.  

Finnbogi Rútur var ritstjóri Alþýðublaðsins á þessum tíma og fylginn sér, og það hefur þurft mikla lagni og skynbragð til að ná þessari óskaplega dramatísku mynd, sem segir meira en þúsund orð.

Myndir Ólafs K. af Austurvelli voru margar góðar, en hin eina mynd Finnboga Rúts af Pourqua pas? harmleiknum var á heimsmælikvarða.  


mbl.is Taka fagnandi við einstöku myndasafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband