Hvenær náum við botninum?

Kreppur eru mislangar og misdjúpar. 1907 stefndi í óefni í fjármálakerfi Bandaríkjanna en fyrir stórbrotin tilþrif eins mans, J.P. Morgans, tókst að afstýra því að mestu. 1929 var hið opinbera hins vegar aðeins 2% af hagkerfi Bandaríkjanna og því fór sem fór. Þá náði kreppan botni þremur árum síðar og stóð alls í áratug. 

Á Íslandi náði hún botninum 1939 en stríðsgróðinn bjargaði okkur þá. Kreppan er enn á byrjunarstigi hér og erlendis. Við verðum að vera viðbúin hinu versta og vona það besta. Jafnvel þótt hin alþjóðlega kreppa verði hvorki langvinn né djúp munum við þurfa að steypa okkur í slíkar skuldir að það tekur mörg ár, jafnvel áratug að vinna okkur út úr því. Þá er bara að taka því.

Ef það fer þannig mun stóra "barnalánið" frá 1980 verða á gjalddaga á hugsanlega versta tíma, árið 2015 þegar það fellur allt í gjalddaga ásamt vöxtum í 35 ár. Þetta lán er einhver ömurlegasti minnisvarði sem nokkur kynslóð hefur reist um sjálfa sig og því miður virðist þjóðin lítið hafa lært síðan þá, - hugsar mest um lausnir sem bitna á afkomendunum.  

1917 var dýpsta kreppa síðustu aldar hér á landi með tilheyrandi dýrtíð. Henni lauk nokkrum árum síðar og Íslendingar nutu ávaxtanna af "the roaring twenties" út næsta áratug.

Þá var þjóðin óendanlega verr undir kreppu búin efnalega en nú. Við eigum því að geta komist betur af nú en þá en á móti kemur að lífsgæðakröfurnar hafa kannski dregið úr okkur máttinn til að standa upprétt og taka á málum af hreysti og hugrekki.  


mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að þegar stór er spurt sé oftast fátt um svör.  Svarið ræðst líklega hvað minnst á því sem er að gerast hér á landi.  Bankakreppunni úti í heimi er líklegast langt í frá lokið og að við höfum bara verið eins og kanarífuglinn í námunni.  Málið er að allt of oft þegar slíkir kanarífuglar drápust, þá kom það samt ekki í veg fyrir alvarleg slys og mörg dæmi eru um að námugöngum hafi verið lokað.  Mér sýnist flest teikn benda til að slíkt muni líka gerast núna.  Að við höfum farist í brimrótinu sem oft kemur á undan storminum, en stóru strákarnir eigi eftir að takast á við veðurofsann.

Marinó G. Njálsson, 15.10.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hefurðu meiri upplýsingar um stóra barnalánið? Frá hverjum var lánað og hver er upphæðin í dag? Átti ríkið ekki að vera svo til skuldlaust?

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 13:23

3 identicon

Geturðu útskýrt þetta "barnalán" nánar?

Annars eru 2-3 vikur síðan ég heyrði innlendan hagfræðing segja að útlit væri fyrir 60% verðbólgu!!!

Jói (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég man að ég gerði fréttt um þetta fyrir áratug en man ekki hvað lánið var stórt og hef í huga að skoða það nánar.

"Barnalánið" fékk þetta viðurnefni vegna hugsunarinnar sem að baki lá. Ráðamennirnir sem það tóku verða annað hvort látnir eða á tryggustu og bestu eftirlaunum landsins þegar lánið  fellur. Ef ég verð á lífi 2015 þarf ég og mín kynslóð að horfast í augu við afkomendurna og skammast okkar fyrir þetta og marg annað. 

Lánið var tekið á tíma olíukreppunnar upp úr 1979 og var réttlætt með því að peningarnir yrðu notaðir í hitaveitur sem spara myndu þjóðinni bæði peninga og gjaldeyri.

Þær framkvæmdir voru að sjálfsögðu hið besta mál, en í stað þess að taka svo siðlaust lán hefði þjóðin betur lagt aðeins harðar að sér og unnið þannig af heilindum og ábyrgð að því að skila landinu betra til afkomendanna en hún tók við því.  

Stærð lánsins skiptir í raun ekki máli heldur hugarfarið, - hugarfar sem enn ræður allt of mörgu hér á landi, því miður.  

Ómar Ragnarsson, 15.10.2008 kl. 14:42

5 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er botnlaust Ómar. Langömmu og afabörnin okkar fær skuldirnar þeirra manna í vöggugjöf.

Það gladdi mig mjög að þú fékkst umhverfisverðlaunin. Til hamingju!

Heidi Strand, 15.10.2008 kl. 15:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverjar eru eignir Íslendinga nú og hversu miklar voru þær fyrir nokkrum áratugum, til dæmis tveimur eða þremur?

Skulduðu Íslendingar ekkert erlendis fyrir nokkrum áratugum, til dæmis tveimur eða þremur?

Hversu mikil er verðbólgan hér nú og hversu mikil var hún fyrir nokkrum áratugum, til dæmis tveimur eða þremur?

Efnahagur allra þjóða gengur í bylgjum, hann er og verður aldrei bein lína.

Gengi krónunnar hefur lækkað mikið undanfarið og vextir hafa verið lækkaðir, sem kemur fyrirtækjum hér til góða. Íslendingar fara ekki lengur í innkaupaferðir til útlanda og þannig sparast dýrmætur gjaldeyrir. Ferðalögum útlendinga til landsins fjölgar aftur á móti og þeir eyða hér mun meiri gjaldeyri en þeir gerðu áður, eins og dæmin sanna.

Við höldum áfram að flytja út vörur og þjónustu, sjávarafurðir, vélar og tæki til veiða og fiskvinnslu, lyf, ferðaþjónustu, til dæmis hvalaskoðunarferðir, sjóstangveiði og laxveiði. Og nú fást mun meiri tekjur en áður fyrir þennan útflutning vegna gengisfalls krónunnar. En hún mun að sjálfsögðu styrkjast aftur, enda þótt hún muni ekki kosta aftur 93 krónur, sem var alltof lágt gengi fyrir útflutningsatvinnuvegina.

Hér hefur vantað starfsfólk í mörg fyrirtæki vegna þenslunnar undanfarið. Og á þessu ári hafa starfað hér 17 þúsund útlendingar, sem eru engan veginn allir fluttir héðan aftur, en munu margir hverjir gera það vegna samdráttar hér undanfarið og falls krónunnar. Þeir sem missa hér vinnuna nú í haust munu því hverfa til annarra starfa hér á næstunni og einhverjir munu flytja til útlanda, enda eru nú þegar um 15% þjóðarinnar við nám og störf erlendis.

Lægra gengi krónunnar veldur hins vegar minni eftirspurn okkar Íslendinga eftir erlendri vöru og þjónustu, sem hefur verið gríðarleg og alltof mikil undanfarin ár. Stórir og eyðslufrekir jeppar hafa verið fluttir til landsins í stórum stíl, gatna- og vegakerfið hefur sprungið, með tilheyrandi rándýrri gatnagerð og viðhaldi.

Verslun í dýrum verslunum hér, til dæmis fata- og matvöruverslunum, dregst saman og Íslendingar munu versla mun meira í þeim ódýrari, til dæmis Bónus og Dressmann, því verð á nauðsynjavörum mun hækka hér á næstunni vegna gengisfalls krónunnar.

Eftir örfá ár munu flestir Íslendingar aka um á rafmagnsbílum og innflutningur á rándýrum orkugjöfum, olíu og bensíni, verður þá mun minni en hann er nú.

Þorsteinn Briem, 15.10.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"93 krónur sem var alltof HÁTT gengi á krónunni fyrir útflutningsatvinnuvegina."

Þorsteinn Briem, 15.10.2008 kl. 15:37

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

J P. Morgan er með stærri glæpaspírum sögunar og ekki öll kurl enn komin til grafar með þann arma skúrk.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.10.2008 kl. 16:16

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

“In March, 1915, the J.P. Morgan interests, the steel, shipbuilding, and powder interests, and their subsidiary organizations, got together 12 men high up in the newspaper world and employed them to select the most influential newspapers in the United States and sufficient number of them to control generally the policy of the daily press…. They found it was only necessary to purchase the control of 25 of the greatest papers. The 25 papers were agreed upon; emissaries were sent to purchase the policy, national and international, of these papers; an agreement was reached; the policy of the papers was bought, to be paid for by the month; an editor was furnished for each paper to properly supervise and edit information regarding the questions of preparedness, militarism, financial policies, and other things of national and international nature considered vital to the interests of the purchasers.”

In other words, we don’t read about the super-elite in the mainstream media because the super-elite owns the mainstream media, and has at least since 1915. For the same reason, you probably won’t see Aaron Russo’s film reviewed in many big-city newspapers. Fortunately, today we have the Internet. Google has posted an interview with Russo. I recommend it to your attention.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.10.2008 kl. 16:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt evran muni ekki kosta aftur 93 krónur sumsé, en nú er hún skráð á 150 krónur.

Það verður að skjóta prentvillupúkann! Ég gæti best trúað að hann eigi sök á þessu öllu saman!

Þorsteinn Briem, 15.10.2008 kl. 16:35

11 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Þeir sem standa að baki kreppunni vildu að krónan veiktist svo mikið að Ísland færi í Evrópusambandið.

Sjálft Evrópusambandið er tómt plat og frat og því þótti engin ástæða til þess að ganga í það. Ég hef sjálfur sett upp vefsíðu þar sem menn geta bætt við athugasemdum við skrif mín , en ég er ekki þeirrar skoðunar að til séu aðrar ´aðgengilegar´síður þar sem hver sem er getur tjáð sig um umhverfismál. Sjúkleg hræðsla ekki bara stjórnmálamanna heldur þeirra sem segjast opinskátt vera umhverfisverndarsinnar sjálfir , kemur í veg fyrir það því miður. Einu starfandi umhverfisverndarsamtökin hér á landi sem eru aðgengileg , eru Náttúruverndarsamtök Ísland. Ég veit ekki um einhverja eða eitthvað ´annað ´sem er hægt að ná í og tjá sig við um umhverfismál opinskátt , án þess að eiga á hættu að aðilar sem hafa of mikil áhrif eða eru of þekktir skipti sér af.

bestu kveðjur,

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 15.10.2008 kl. 18:16

12 identicon

Til hamingju með umhverfisverðlaunin Ómar.

Helga Bergsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 18:25

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"...án þess að eiga það á hættu að aðilar, sem hafa of mikil áhrif eða eru of þekktir skipti sér af...segir Úlfamaðurinnn þegar hann útskýrir það að menn hafi ekki aðgang til að tjá sig um umhverfismál. Ég held að þessi bloggsíða mín sýni annað. Hún er og hefur verið galopin.

Og þá þýðir ekki að kvarta yfir því að "aðilar sem hafa of mikil áhrif eða eru of þekktir" tjái sig eins og aðrir.

Það er heldur ekki rétt að Náttúruverndarsamtök Íslands séu"einu starfandi samtökin hér á landi sem eru aðgengileg." Allir sem vilja og samþykkja meginstefnu Íslandshreyfingarinnar sem framfarasinnaður umhverfisflokkur án hægri eða vinstri slagsíðu geta gengið í hana. 

Framtíðarlandið eru þverpólitísk samtök um sama meginmál, einnig Landvernd og önnur náttúruverndarsamtök víða um land. 

Ómar Ragnarsson, 15.10.2008 kl. 19:18

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.10.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband