Hvert fór sumt af fénu og eignunum?

Eftir því sem lengri tími líður verður erfiðara að festa hendur á öllum þeim hræringum sem skekið hafa íslenskt efnahagslíf og þjóðlíf undanfarna mánuði. Ég nefni dæmi: Suður á Grikklandi var íslensk fjölskylda við ströndina að snæðingi og virti fyrir sér risastóra lúxusnekkju sem bar af öllum skipum þar.

Þegar þjónninn spurði hvaðan þau væri og þau sögðust vera Íslendingar, sagði hann umsvifalaust: Þið hljótið að vera ríkasta þjóð í heimi því að Íslendingurinn sem á þessa flottustu lúxussnekkju hér um slóðir virðist hafa ótrúlegt fé undir höndum til að kaupa nánast hvað sem er og vaða í peningum.

Það eru áreiðanlega fleiri en 20-30 Íslendingar sem stóðu í efnahagssvallinu og hafa komið fé og eignum undan. Sýnist stoða lítið fyrir ráðamenn og þjóðina að særa þess menn til að koma með fenginn heim til Íslands enda fennir fljótt í flóttasporin á meðan nauðsynlegar rannsóknar dragast á langinn. Líklega verður aldrei hægt að þefa uppi ýmislegt sem fór til Cayman-eyja eða annarra slíkra "paradísa." .


mbl.is Valtýr rannsakar ekki starfsemi bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Kastljósi í kvöld var Björn Bjarnason að biðja almenning um að leggja fram kærur á bankana. Hann gerði þetta undir rós.

Það vakir eitthvað fyrir honum. SMJÖRKLÍPA.

Rósa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 01:14

2 identicon

Gott innlegg Ómar, kominn tími til að einhver af því fólki sem mark er tekið á fari að spyrja þeirrar spurningar, sem brennur á okkur alþýðufólki; Hvert fóru allir þessir peningar?

Bóbó (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:21

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Hvað skyldu Grikkirnir segja um íslendinga í dag .... varla neitt fagurt

Gylfi Björgvinsson, 7.11.2008 kl. 09:43

4 identicon

Ég er mjög svo sammála þér Ómar hvert ætli peningurinn hafi farið, við vitum það öll og ráðamenn líka. Stoppum þá bara sjálf þetta eru verstu glæpamennirnir. Getum við þjóðin ráðamenn taldir með ekki sett á þessa menn hryðjuverkalög alveg eins og bretinn gerði við okkur

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband