Frá því í barnsminni.

Ég var sjö ára gamall þegar ég áttaði mig fyrst á hinum grimma veruleika stríðs þegar dag eftir dag bárust fréttir af hryðjuverkum Gyðinga og óöldinni í Palestínu, sem náði hámarki með morðinu á Bernadotte greifa, sendimanni SÞ.

Þessar fréttir vöktu mér ótta en faðir minn reyndi að sefa hann. 60 árum síðar er hins vegar ástæða til að fólk sé óttaslegið um víða veröld því að púðurtunnan við botn Miðjarðarhafs ógnar heimsfriðnum.

Ég man að faðir minn átti erfitt með að útskýra fyrir mér að vegna þess að Gyðingar hefðu hrökklast frá Palestínu fyrir nær 1800 árum teldu þeir sig hafa rétt til stunda hryðjuverk til að stofna þar eigið ríki á grundvelli loforða Guðs almáttugs og reka burtu það fólk, sem þar hefði búið í allan þennan tíma.

Á árunum á undan höfðu 14 milljónir manna af þýskum ættum verið fluttar burtu í Evrópu í refsingarskyni fyrir útþenslustefnu nasista. Á mörgum þessara svæða höfðu þýskættaðir menn búið öldum saman.

Munurinn á þessu og stofnun Ísraelsríkis var hins vegar sá að þálifandi Palestínumenn áttu enga sök á því að Gyðingar höfðu hrakist frá landinu helga". Í raun var því fyrir tilverknað kristinna þjóða runnin upp öld nýrra krossferða, jafn blóðugra og óréttlátra og hinar fyrri voru.

Gyðingar notuðu hryðjuverk til að ná fram markmiði sínu og komust upp með það. Síðan hefur dæmið snúist við og þeir verða fyrir hryðjuverkum hinna kúguðu. Þau eru raunar ekki mikið frábrugðin hryðjuverkum andspyrnumanna í hersetinni Evrópu á stríðsárunum sem við teljum hafa verið réttmæt vegna þess hve villimannlegur nasisminn var.

Sakbitnar þjóðir Evrópu eftir útrýmingarherferð nasista og öll stórveldin, þeirra á meðal Bandaríkin og Sovétríkin, lögðu blessun sína yfir stofnun Ísraelsríkis. Íslendingar mæltu fyrir henni hjá SÞ. Upphaflegu ábyrgðina báru þó Bretar sem hleyptu Gyðingum fyrst inn í Palestínu og vægðu fyrir Zíonismanum.

Það er athyglisvert að sjá í sögubókum að um aldamótin 1900 skoðuðu stórveldin vestrænu það í fullri alvöru að "gefa" Gyðingum Uganda til búsetu. Stofnun Ísraelsríkis var því í raun aðeins framlenging á nýlendustefnu stórveldanna, sem birtist ekki aðeins í öðrum heimsálfum, heldur einnig í heimsveldisstefnu Sovétríkjanna í Austur-Evrópu síðari hluta liðinnar aldar.

Hvað um það, - héðan af er jafn óraunhæft að reka Gyðinga öðru sinni frá Palestínu og það hefði verið að reka hvíta menn frá Suður-Afríku.

En í 41 ár hafa Ísraelsmenn brotið alþjóðalög með hernámi Palestínu og kúgun á palestínsku þjóðinni. Alþjóðasamfélagið þvingaði hvíta minnihlutann í Suður-Afríku til að láta af kynþáttaaðskilnaðarstefnu sinni, en lætur Ísraelsmenn komast upp með óverjandi yfirgang. Þetta eitrar öll heimsmálin og þessu verður að linna.

Þegar andspyrnumenn myrtu Heydrich nasistaforingja í Tékkóslóvakíu töldu nasistar þá hafa komið frá þorpinu Lidici og myrtu alla þorpsbúa í refsingar- og fælingarskyni.

Það er lítill ef nokkur munur á þessu og þegar Ísraelsmenn drepa í fælingar- og refsingarskyni 270 Palestínumenn af handahófi fyrir einn drepinn Ísraelsmann. Sorglegt hve lítið hefur breyst á þeim 67 árum sem liðið hafa á milli þessara tveggja atburða.


mbl.is Yfir 270 látnir á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ómar

Þessar hugleiðingar þínar ná til kjarna málsins.

Ísrael hefur mikla sérstöðu og deilan þar snýst um grundvallaratriði. Ekki bara um hver drepur hvern.

Með stofnun Ísraelsríkis var ákveðið að land einnar þjóðar skyldi tekið að hluta og afhent öðru fólki. Síðan hefur vaxið þar upp ríki sem hefur þá sérstöðu að þar ráða lög sem eru byggð upp með trúar- og kynþáttamismunum sem grunn.

Þjóðin sem byggir það ríki hefur það síðan að megin hugsjón sinni að ná öllu landinu sem hin þjóðin hýrist enn á. Þetta er gert leynt og ljóst. Þetta er gert með hernaði, handtökum, dauðasveitum, byggingu risafangelsis, handtöku og fangeslun án dóms og laga, handtöku réttkjörinna þingmanna og ráðherra, byggingu ólöglegs múrs, svelti, eyðileggingu skólakerfis, landráni svo eitthvað sé nefnt. Þjóðir sem telja sig framverði frelsis og réttlætis styðja þetta með ráðum og dáð. ESB, sem telur sig ekki geta tekið Tyrkland inn vegna mannréttindaskorts, styður Ísrael með margvíslegum hætti. Hræsnin er endalaus og á meðan þetta bál brennur þá getur heimsbyggðin ekki náð tökum á mörgum öðrum málum af neinni festu.

Í þessu ljósi er þetta mál svo mikilvægt í hugum margar okkar sem setjum fram skoðun okkar á þessum hildarleik.

Síonisminn sem ræður stefnunni í Ísrael er stefna kynþáttaðskilnaðar og mannréttindabrota. Það skiptir ekki öllu máli í dag hver forsagan er. Nú hefur þessi hreyfing þróast í ófreskju sem hefur áhrif um allan heim. Í Bandaríkjunum er ástandið mjög erfitt fyrir þá sem reyna að segja aðra sögu en Síonistum líkar.

Árásir Ísraela gegn grönnum sínum er gerð með stuðning ríkja sem þykjast vera ríki mannréttinda og frelsis. Þau fara um allt með hernaði til þess að bjarga þjóðum frá harðstjórum að eigin sögn. Að baki búa þó sjónarmið gróða. Það sama gildir um stuðninginn við ógnarstefnu Síonista, það er valdið yfir olíunni sem er í bakgrunni. Þetta gerir málstað Palestínumanna svo mikilvægan. Þjóð sem er haldið í heljargreipum og drepin í augsýn alls heimsins fær litla sem enga aðstoð vegna hagsmuna stórveldisins í vestri.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.12.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

virkilega góð grein um ástandið og uppruna þess.. takk fyrir það Ómar.

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Sævar Helgason

Gott yfirlit hjá þér Ómar.  

En er ekki mannskepnan svipuð að frumeðli hvar sem hún býr á jarðkringlunni ? 

Þau slá eins hjörtun í mannfólkinu í Súdan og í Grímsnesinu - var einu sinni tilvitnun.

  Eigum við Íslendingar ekki alveg"full boðlegar" hryðjuverkasögur- þó ekki séu þær mannfrekar - en kannski hlutfallslegar stærri þjóðum. Brennu Njálssaga - er dæmi. 

Nú hefur íslenska þjóðin orðið fyrir áfalli sem er ekki ósvipað og að verða fyrir óskiljanlegri áras - og með öllu að ósekju.

Þannig aðstæður eru jarðvegur sem leitt geta til átaka... hugum að okkur.

Sævar Helgason, 28.12.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir góða grein

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.12.2008 kl. 16:58

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bankahrunið setti allt í nýtt ljós. Nú geta íslendingar sett sig í spor þeirra sem troðið er á og öllum er sama um. Við höfum þó ekki verið drepin fyrir það eitt að vera á röngum stað á röngum tíma.

Villi Asgeirsson, 28.12.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Óttalegt bull er þetta. Hvaða sögubækur lesið þið eiginlega ? Af hverju segirðu Ómar að 270 manns hafi verið drepnar af handahófi ? Árásir Ísraelsmanna beindust að bækistöðvum Hamas hryðjuverkamanna, sem höfðu aflétt vopnahléi sem var í gildi. Það er stríð þarna, ef þið hafið ekki áttað ykkur á því. Israel er fullt af fólki, eins og mér og þér, sem krefst verndar gegn hryðjuverkamönnum. Gegn Óvinum. Og Hamas, ásamt öðrum hryðjuverkasamtökum, muslimskum, á þessu svæði eru marg yfirlýstir óvinir Israel. Og hafa ekki ljáð máls á neinum friðarumleitunum.

Þar sem þið eruð fróðir, en ég ekki, hvenær varð palestínska þjóðin til ? Hvenær var Palestína ríki ? Og hvar eru gömul og ný landamæri Palestínu ? Ég spyr vegna þess að ég veit þetta ekki.

Og fyrir alla muni, Ómar, láttu ekki sjást á síðunni þinni að Gyðingum sé líkt við nasista. Þá ertu nú alveg búinn.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 17:17

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Og fyrir alla muni, Ómar, láttu ekki sjást á síðunni þinni að Gyðingum sé líkt við nasista. Þá ertu nú alveg búinn.

Er bannað að segja sannleikann Sigurður Rúnar ? 

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 17:37

8 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Neei, það held ég ekki. Er það ?

Það er ekkert líkt með nasistum 3 ríkisins og Ísraelum, eða hvað ? Ég ímynda mér að þú hafir í huga einhver rasísk slagorð, sem lítið mark er á takandi.

Ég er að tala við Óskar.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 17:53

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Framferði ísraela á hernumdusvæðunum er ekkert ósvipað og framferði nasista á sínum hernumdu svæðum. 

og vertu ekki að gera mér upp skoðanir, það sýnir bara hvernig þú sjálfur hugsar. 

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 17:55

10 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ég bið afsökunar að hafa talað um bull. Ég get ekki sagt svona, þó mér mislíki. Afsakið mig.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 17:56

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skv skrifum þínum í dag á þinni eigin síðu Sigurður Rúnar þá ertu fylgjandi morðum ísraela á palestínumönnum.. furðulegar skoðanir finnst mér.

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 18:03

12 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

 Munurinn er sá að Israelar hertóku nokkur svæði, eftir innrás nágrannaþjóðanna. til að auðvelda sér varnir styttri landamæra. Þjóðverjar stunduðu ekki varnar pólitík. Þeir íbúar sem vildu innan þessara svæða, gátu notið fullra réttinda innan Israel. Þjóðverjar buðu ekki upp á það. Israelar hafa séð um þá sem ekki vildu búa innan Israel, séð þeim fyrir atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Þeir hafa veitt þeim nægilegt frelsi til að geta andæft í um 50 ár. Stundað skæruhernað og hryðjuverk innan Israel, sem hefur brauðfætt þá. Mér er sem ég sjái Þjóðverja nasistatímabilsins sýna slíka linkind, andstæðingum sínum.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 18:08

13 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Þakka þér , Óskar að heimsækja mig

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 18:09

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Israelar hafa séð um þá sem ekki vildu búa innan Israel, séð þeim fyrir atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Þeir hafa veitt þeim nægilegt frelsi til að geta andæft í um 50 ár. Stundað skæruhernað og hryðjuverk innan Israel, sem hefur brauðfætt þá. 

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.. en ég ætla þér það að þú hafir lesið einhliða áróður zionista um velferðarríkið ísrael  og þá sem lifa innan landamæra þess gagnrýnislaust.. í raun er stunduð apartheid innan landamæra ísraels og hefur verið í marga áratugi..

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 18:34

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er auðvitað hæpið að bera nasista og síonista saman, þótt margt sé líkt með þeim. Annars fannst mér Roger Waters orða þetta ágætlega þegar hann skrifaði, ...and the germans killed the jews and jews killed the arabs and the arabs killed the hostages and that is the news. Sýnir að sagan mun ekkert breytast á meðan fólk byggir jörðina.

Villi Asgeirsson, 28.12.2008 kl. 18:36

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tak fyrir þessa upprifjun. Það er einnig rétt að minnast á Madagaskar áætlunina, þar sem Bretar buðu gyðingum alla þá eyju sér til handa. Það þótti betra að heimta klungrið sem fasteignamiðlarinn guð, hafði úthlutað þeim í trássi við alla skynsemi og þar mun ríkja ófriður þar til öðrum hvorum aðilanum verður útrýmt.

Þetta eru ávextir trúarbragðanna og ekki eina dæmið um aðskilnað, mannfyrirlitningu og fordóma af þeirra völdum. Þarna eru engir aðrir hagsmunir til grunns en helvítins skruddan atarna. Það er kominn tími til að mannyn fari að koma hugarfarslega til 20. aldar í stað þessarar rakalausu hjátrúar frá bronsöld.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 19:02

17 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir þetta, Ómar.

"En í 41 ár hafa Ísraelsmenn brotið alþjóðalög með hernámi Palestínu og kúgun á palestínsku þjóðinni. Alþjóðasamfélagið þvingaði hvíta minnihlutann í Suður-Afríku til að láta af kynþáttaaðskilnaðarstefnu sinni, en lætur Ísraelsmenn komast upp með óverjandi yfirgang. Þetta eitrar öll heimsmálin og þessu verður að linna. "

Hörður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 19:05

18 identicon

Zionistar nota það gjarnan sem réttlætingu á þjóðernishreinsunum Ísraelsmanna í Palistínu að Palístína hafi ekki verið formlega skráð sem ríki frá örófi alda. Það skiptir ekki nokkru máli hvenær Palistínumenn urðu formlega að þjóð eða hvar landamæri Palistínu liggja nú eða lágu áður. Það breytir ekki þeirri staðreynd að á landsvæðum sem Ísraelsmenn hafa sölsað undir sig með manndrápum, eignanámi og dyggri aðstoð Bandaríkjamanna, bjó áður fólk sem átti sameiginlegan uppruna, menningu, tungumál og trúarbrögð, fólk sem hafði sömu hagsmuna að gæta en var hrakið frá landi sínu, kúgað og drepið og er það enn í dag.

Bjóðið mér ekki upp á réttlætingar í skjóli formsatriða. Það er sjúkt, rangt og ógeðfellt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 19:12

19 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Vinir, spurningin er, hverju á maður að trúa ? Því er ekki auðvelt að svara. Kannski væri réttara að spurja,,hverju viltu trúa ? Og þá erum við komnir út í pólitík...

Ég er algjörlega á mót því að börn séu drepin í striði, eða yfirleitt.

Ég er á móti því að valdamenn, hvar sem er, noti þjáningar fólks til að auka vald sitt og mikilvægi.

Ég er fylgjandi mannréttindum, eins og við þekkjum, þar sem þau eiga við...??

'Eg væri alveg til í að stuðla að því að allir væru nokkuð hamingjusamir...

Villi..sagan breytist ekki, allflestir vilja vera hamingjusamir, eða hvað eigum við að segja, gera eins vel og þeir (þau) geta. Mikill meirihluti mannkyns sýslar við heimilishald og fjölskyldumál (barnauppeldi o.þ.h.) Mikill minnihluti vill sprengja allt í loft upp. Af hverju ættum við ekki að ráða ? sem viljum frið.?

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 19:13

20 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Eva, bjóddu mér ekki upp á sögufalsanir og áróður. Fólkið sem átti heima á þessu landssvæði, áður en Israel nútímans varð til, var fólk frá löndunum í kring, sem síðustu 50 ár hafa ekki viljað taka við sínu fólki, og Gyðingar.Hverjir voru í meiriuhluta þá, veit ég ekki,enda skiptir það ekki meginmáli, heldur hitt að alþjóðasamfélagið ákvað þetta, og einnig að allir sem bjuggu á þessu svæði hefðu sama þegnrétt í Israel.

Þegar ríki Gyðinga var sett á stofn í Israel ákváðu margir Arabar og fólk frá löndum í kring að snúa heim. Þá urðu flóttamannabúðirnar til, sem hafa staðið síðustu 50 ár eða svo, vegna þess að fólkið komst ekki lengra en að landamærunum. Öll nágrannaríkin hafa verið einhuga um það að hleypa ekki fólki frá Israel inn í lönd sín. Þó að um landa þeirra væri að ræða. Það fólk ,hinsvegar sem ákvað að dvelja áfram í Israel (Palestínu) hefur vegnað eins og öðrum í Israel. Þeir eru Israelskir borgarar og njóta þess sama og aðrir.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 19:42

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fólkið sem átti heima á þessu landssvæði, áður en Israel nútímans varð til, var fólk frá löndunum í kring, sem síðustu 50 ár hafa ekki viljað taka við sínu fólki, 

semsagt.. ef að bandaríkjamenn ákveða að troða niður nokkrum milljónum índíána á íslandi í óþökk okkar og nágrannalanda okkar.. þá eiga bara nágrannaríkin að taka við okkur ?  

Með því væru nágrannaríkin að viðurkenna óréttlætið !

Það fólk ,hinsvegar sem ákvað að dvelja áfram í Israel (Palestínu) hefur vegnað eins og öðrum í Israel. Þeir eru Israelskir borgarar og njóta þess sama og aðrir. 

Þetta er bara partur af sannleikanum SR.  það ríkir aparteid í ísrael  en sumir vilja hreinlega ekki sjá það því það er mun auðveldara að réttlæta stórskotaárás á "flóttamannabúðir" en það að palestínumenn eigi rétt að sínu landi aftur.. 

Þetta er svona sófa pólitík sem þú stundar SR. 

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 19:50

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það voru Palestínumenn sem rufu vopnahléið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 21:36

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Ómar, flott!

Við stuðningsmenn óréttlætisins vil ég segja ...hvenær voru "Ísrael" og Júdea"  skráð sem þjóðríki í okkar skilningi? Og ...eru þetta ekki bara trúarbrögð sem koma þessu nýja Ísrael á kortið 1948?  Aldrei var Jerúsalem til dæmis í gamla Ísrael fyrir 2000 árum, heldur fyrst 1968? Jerúsalem var í Júdeu og svo  Palestínu Rómverja. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 21:39

24 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður Rúnar Sæmundsson skrifar: „Það fólk ,hinsvegar sem ákvað að dvelja áfram í Israel (Palestínu) hefur vegnað eins og öðrum í Israel. Þeir eru Israelskir borgarar og njóta þess sama og aðrir.“ Sá sem skrifar svona veit ekkert um það ástand sem Palestínumenn sem eru borgarar í Ísrael búa við. Sigurður Rúnar gæti byrjað upplýsingaöflun sín um þessa hlið málsins með því að lesa bók Susan Nathan. Susan er gyðingur, fyrrverandi Síonisti búsett í arabaþorpinu Tamra í miðju Ísrael. Bók hennar heitir The Other Side of Israel. Svo getur hann haldið áfram og kynnt sér lögin sem gilda í þessu landi kynþáttaaðskilnaðar. Annað sem hann skrifar er jafn ruglað og það sem hann heldur að sé hlutskipti araba innan gyðingaríkisins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.12.2008 kl. 21:48

25 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar Th.

Elsku vinur - ekki koma með svona einfeldningslegar yfirlýsingar. Ég veit að þú getur betur og veist að þetta hefur ekkert með staðreyndir málsins að gera.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.12.2008 kl. 21:51

26 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Þegar ríki Gyðinga var sett á stofn í Israel ákváðu margir Arabar og fólk frá löndum í kring að snúa heim."

Þú hefðir líklega "ákveðið" að fara eitthvað, annað , Sigurður, ef húsnæði þitt hefði verið afhent útlendingum og þér hennt út á götuna og hótað lífláti ef þú værir með eitthvað múður...

"Það fólk, hinsvegar sem ákvað að dvelja áfram í Israel (Palestínu) hefur vegnað eins og öðrum í Israel. Þeir eru Israelskir borgarar og njóta þess sama og aðrir."

Er það virkilega? Hvernig skýrir þú þá þetta, Sigurður?

"A new study reveals that Jewish Israeli men live an average of three and a half years longer than Israeli Arabs, in addition to enjoying substantially more government resources. "

"This year's report revealed that the gaps have deepened over the last year in most fields. According to the data, the Arab population receives only 70 percent of the resources they are entitled to in accordance with the percentage of Arabs within the general population. The biggest gap was recorded in the welfare field, where Arabs receive only 49 percent of the benefits they are entitled to. The state of Israel invests NIS 508 in every Jewish citizen on average, while only NIS 348 are invested in Arab citizens. "

http://www.haaretz.com/hasen/spages/1000595.html

Hvernig væri að kynna sér staðreyndir...
 

Hörður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 21:54

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég skellti inn nokkrum linkum á mitt blogg áðan svo menn eins og SR gætu kynnt sér staðreyndir.. hef ekki mikla  trú á að hann né aðrir síonistar nenni því.. eða hafi áhuga.

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 22:04

28 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú er jólasveinn æsku minnar farið að förlast. Svei mér þá.

Ómar, þú varst orðinn 8 ára þegar Folke Bernadotte var drepinn og faðir þinn, Ragnar var byrjaður í bakaranámi sínu 26 vetra. Með visku bakarasvein um "hryðjuverk" gyðinga, 1800 árum eftir að þeir "hrökkluðust" frá Palestínu var bakstur kannski ekki það sem fyrir föður þínum átti að liggja. En þegar hinn átta ára Ómar vætti rúmið sitt vegna hinna vondu Zíonista, var gott að eiga föður sem vissi allt um gyðingana. Margir gyðingar sem fæddust árið 1940 misstu föður sinn og margir þeirra enduðu sína dag í útrýmingarbúðum manna sem Hamas lánar sinn áróður frá í dag.

Leitt þykir mér að faðir þinn hafi ekki skýrt hlutina betur út fyrir þér áður en hann settist við skólalestur um smákökur og vínarbrauð, því þú heldur þessu fram: Upphaflegu ábyrgðina báru þó Bretar sem hleyptu Gyðingum fyrst inn í Palestínu og vægðu fyrir Zíonismanum. Ætli hann pápi þinn hafi líka verið á því að Zíonistarnir væru eins vondir og þú reynir að gera þá í þessu lýðskrumi þínu.

Ómar Ragnarsson. Þegar á 17. öld voru til hatursmenn gyðinga sem vildu senda þá til annarra heimsálfa. Lestu þetta . Forfeður margra gyðinga sem nú eru loks komnir til lands síns, reyndu búsetu í Landinu Helga fyrr á öldum, en urðu burt að flýja vegna ofsókna múslíma.

Þú ferð með rangt mál og fleipur gegnum allan þennan pistil þinn.

Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala. Þú ert jólasveinn æsku okkar. Maðurinn sem söng "Lok, lok og allt í stáli".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.12.2008 kl. 22:06

29 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jólasveini átti að standa þarna í upphafi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.12.2008 kl. 22:06

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

VÖV er góður í að skjóta undir beltisstað...það má hann eiga!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:26

31 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Villi í köben gerir fátt annað en að vera með neðanbeltishögg.. enda er hann zíonisti :)

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 22:30

32 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Villi þykist hafa fortíðina á hreinu - en framtíðin er svört - hann er Síonisti og sú stefna stemmir ekki við nútímann og enn síður við framtíðina.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.12.2008 kl. 22:32

33 identicon

Er ekki dálítið merkilegt að alls staðar þar sem múslímaríki eiga landamæri að öðrum ríkjum skuli vera ófriðarástand?  Er nokkuð sérstakt við Gaza. Er nokkuð sérstakt við bannsvæði múslíma í Brusselborg, þar engir aðrir fá að koma inn, eða Rosgården  í Svíþjóð eða fjölmörgum úthverfum  Parísarborgar, þar sem lögreglan þarf að vera á brynvörðum bílum mörgum saman  til að keyra um  eða á Bretlandi?

 

Nei, kæru vinir, alls staðar þar sem múslímar eru verður ófriður, ef ekki í dag þá mjög fljótt og landakröfurnar og réttlætingin er af óendanlegum toga.

 

 

Ísraelar hafa auðvitað fullan rétt á sínu landi í Ísrael, hvort sem það er af trúarlegum eða pólitískum rótum og þurfa ekki að fá neitt leyfi frá Alla múslímanna til þess.  Þeir eru þarna ,,de facto“  og hersetulið araba þarna getur fengið land hjá bræðraþjóðunum um víðan völl því þeir hafa nóg af því. Allir kristnir rétthugsandi menn styðja  Ísrael og ef einhverjum dettur í hug að hægt sé að semja við múslíma á Gaza eða yfirleitt nokkurs staðar annars staðar, þekkir ekkert til ákvæða Kóransins og íslamskra hefða.

 

 

Vopnahlé og friður er aðeins ástand hjá múslímum þegar búið er að rústa þá   og þeir eru að bíða eftir að endurvígbúast  til að geta ráðist aftur til atlögu og það gera þeir um leið og þeir geta.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:37

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vil meina að þessi svokallaði síonismi væri til í að svara spurningum mínum um fortíðina?

."..hvenær voru "Ísrael" og Júdea"  skráð sem þjóðríki í okkar skilningi? Og ...eru þetta ekki bara trúarbrögð sem koma þessu nýja Ísrael á kortið 1948?  Aldrei var Jerúsalem til dæmis í gamla Ísrael fyrir 2000 árum, heldur fyrst 1968? Jerúsalem var í Júdeu og svo  Palestínu Rómverja.  "

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:39

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það getur vel verið að "yfirlýsing" mín sé einfeldningsleg, en er hún ekki staðreynd engu að síður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 22:39

36 identicon

Það má endalaust þvæla þessu máli fram og aftur, báðir aðiljar, Ísraelsmenn og Palestínumenn, hafa tilkall til Palestínu.

En ef við viðurkennum tilverurétt Ísraelsríkis í Palestínu, sem ég geri, þá má færa því rök að þessi deila hafi ekki verið til góðra lykta leidd vegna þess að Palestínumenn eru sundruð fylking sem ekki getur komið sér saman um afstöðu til Ísraels. Það er meginástæða þess að Ísraelsmenn hafa tekið einhliða ákvarðanir á undanförnum árum því engir samningar eða undirskriftir sendimanna Palestínumanna er markverðar.

Palestínumenn hafa haft ómæld tækifæri til að ná fram góðu samkomulagi en hafa ekki, vegna þess að innst við beinið vilja þeir, eða sú fylking sem málum ræður, ekki frið við Ísrael en vilja stríð heldur. Hamas og líkar fylkingar eru þess fullvissar að þeim muni í tíma takast að hrekja Ísraelsmenn úr Palestínu eða drepa Ísraelsmenn alla. 

Hamas og Palestínumenn hafa fullan rétt að berjast við Ísraela. En ég syrgi ekki þá sem velja stríð og falla í valinn.

Logi Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:41

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gunnar þú ert ekki að nálgast kjarna umræðunnar.  Það ert svo sannarlega fær um að gera!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:45

38 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Logi segir..."En ef við viðurkennum tilverurétt Ísraelsríkis í Palestínu, sem ég geri..."

Ég vil spyrja hann "hvað um alla þá sem gagnrýna grundvöll og siðgæði svna ofríkis?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:47

39 Smámynd: Sævar Helgason

Svo lengi sem einn Palestínumaður stendur uppi og einn Ísraelsmaður- þá ríkir ófriður. Málið er ekkert flóknara en það.   En fróðlegt samt að fylgjast með hér að framan þessu djúpskyggni margra á orsök og afleiðingu þessa áraþúsunda ósamkomulags sem þarna hefur ríkt.  Þetta er eilífðarverkefni fyrir friðarpostula...

Sævar Helgason, 28.12.2008 kl. 23:18

40 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er sjálf af gyðingaættum í föðurætt, en það hefur ekki lokað á dómgreind mína og gagnryna hugsun...eins og “ísraelsmanna” og “ríkiskirkjuaðdáenda”.

PS; VÖV reyndi eins og hann gat (og rembdist ) við að spyrða mína föðurfjölskyldu við Nasisma vegna skoðanna minna á þessu ríki "Írraelsmanna" en nefnir hvergi andstöðu gyðinga í heiminum við þetta "skrímsli"...menn eins og Noam Chomsky!

 ps:

http://www.chomsky.info/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.12.2008 kl. 01:13

41 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tók það skýrt fram í bloggi mínu og hef sagt það áður að nasisminn er villimannlegasta stefna sem maðurinn hefur af sér alið. Ég hef líka haldið því fram að vörn bandamanna gegn þessum barbarisma var hernaður sem hægt var að réttlæta, gagnstætt því sem hefur verið um flestar styrjaldir.

Ég ber mikla virðingu fyrir framlagi Gyðinga til heimsmenningarinnar og þar með okkar menningar og trúarlífs. Kristur var Gyðingur og þessir menningarstraumar tengja okkur og vestrænar þjóðir við Gyðinga órofa böndum.

Löggjöf Ísraelsríkis er byggð á vestrænum lýðræðishugsjónum og er um margt góð og merkileg.

Það er líka rétt að hugtakið palestínsk þjóð varð ekki til fyrr en vestrænar hugmyndir um þjóðerni héldu innreið sína þar um slóðir. Áður voru þetta aðgreindir þjóðflokkar.

En þar með er ábyrgð okkar vesturlandabúa orðin tvöföld að því leyti til að við höfum innleitt þessa hugsun til beggja stríðsaðila.

Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var syðsti útvörður vestrænnar menningar í Afríku og innleiddi þar margt af því besta sem vestræn vísindi og menning hafa fram að færa.

En ekkert af framansögðu getur varpað einhverjum allsherjar sakleysisgeislabaugi yfir vestrænar kristnar þjóðir, sem stóðu fyrir tveimur mannskæðustu styrjöldum síðustu aldar.

Ef við viljum trúa því í raun og sannleik að kristin trú og gildi hennar, þeirra á meðal mannréttindahugsjónin, taki öllum öðrum fram, getum við ekki liðið óréttlæti sem framið er í nafni vestrænna lýðræðisþjóða.

Við eigum ekki að líða það að Ísraelsmenn beiti sömu aðferðum og hinir viðurstyggilegu nasistar beittu. Ég leyfi mér að gera aðeins meiri kröfur til Ísraelsmanna en mestu morðhunda sögunnar.

Nasistarnir réðust á það þorp sem þeir töldu vera "bækistöð" og upprunastað andspyrnumannanna sem drápu Heydrich.

Ísraelsmenn ráðast á lögreglustöðvar sem þeir telja vera "bækistöðvar" palestínskra hryðjuverkamanna. Hvað eftir annað kemur í ljós eftir á að konur og börn hafa verið drepin í svona árásum.

Umfang árása Ísraelsmanna var í engu samræmi við árásirnar, sem hefnt var fyrir, eins og mannfallið, 270 á móti einum ber með sér.

Árás Hamas á Ísrael var líka fullkomlega fordæmanlegt hryðjuverk sem þeir, sem að því stóðu, máttu vita að myndi kosta fjölda saklausra lífið.

Ómar Ragnarsson, 29.12.2008 kl. 01:37

42 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegna athugasemdar um aldur minn þegar ég var fyrst fræddur um "Palestínuvandamálið" eins og það var kallað og tilheyrandi hryðjuverk, þá var Ísraelsríki stofnað 14.maí 1948 en ég varð ekki átta ára fyrr en 16. september það ár.

Verstu hryðjuverkin voru framin áður en ég varð átta ára og fyrsta styrjöld Araba og Ísraelsmanna hófst sömuleiðis þegar ég var sjö ára. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2008 kl. 01:59

43 identicon

Gunnar Th. Þú talar um að Palestínumenn hafi rofið vopnahléð með þessum flugeldum sem þeir hafa í örvæntingu sinni sent yfir vegginn. Þú gleymir þeirri staðreynd að forsenda vopnahlésins var sú að Ísraelsmenn leggðu af umsátri sínu um Gaza en það hefur alls ekki gengið eftir. Saklaust fjölskyldufólk býr við stöðugar hrellingar, stöðuga ógn af hálfu hersins. Bændur og fiskimenn eru hindraðir í því að afla sér lífsviðurværis, fólk er hindrað í því að ferðast á milli staða, jafnvel innan sinnar eigin borgar, hóprefsingar (sem eru samkvæmt alþjóðalögum bannaðar) viðgangast t.d. með því að almenningi er neitað um mat, lyf, rafmagn og jafnvel vatn.

Það er ekki æskilegt að svara kúgun með eldlaugum en hermunin þjóð hefur rétt til að verja sig með vopnavaldi og þegar það er eina svarið sem fólk hefur yfir að ráða, þá hlýtur það að grípa til vopna. Þessar svokölluðu eldflaugaárásir eru ekki áhrifameiri en svo að enginn hefur látist vegna þeirra. Þótt við séum ósammála um margt sem varðar pólitík trúi ég því hreinlega ekki að þér finnist þessi veikburða andsvör Palestínumanna við gengdarlausri kúgun, réttlæta fjöldamorð.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 03:36

44 identicon

Hvað sem öllu líður þá er löngu kominn tími til að enda þennan ófrið.

Þetta ástand er óafsakanlegt.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 03:58

45 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eva, er það veikburða andsvar Palestínumanna að sprengja saklausan almenning, konur og börn í tætlur á útimörkuðum, verslunargötum eða í almenningsfarartækjum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2008 kl. 05:01

46 identicon

Gunnar þetta er fólk sem sætt hefur slíkri meðferð af hálfu Ísraelsmanna að það er orðið veikt á sálinni.

Fátækt og vosbúð kallar fram andleg veikindi og fólki verður ekki sjálfrátt. Ég hef ekki dvalist í Palestínu en ég hef séð hvernig fátækt og vosbúð til áratuga fer með fólk. Öll mannleg reisn er tekin af þessu fólki og það upplifir óréttlæti og brotið á mannréttindum þess alla daga.

Þessu verður að linna og það er Ísraelsmanna að enda þessar deilur á siðmenntaðan máta.

Með rausnarlegum samningum.

Eina von hins siðmennta heims er að fara samningaleiðina, alltaf og það má aldrei hætta því. Þetta eru höfuðástæðurnar fyrir tilvist Sameinuðu þjóðanna.

En svona má þetta ekki ganga lengur. Yfir 260 manns þar á meðal konur og börn stráfellt og það á sjálfum jólunum. Þetta verður að stöðva.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 05:16

47 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki með mínu innleggi að réttlæta gjörðir Ísraelsmanna, en ég réttlæti heldur ekki gjörðir Palestínumanna. Annars eru Palestínumenn sundurleitur hópur og að því er virðist, vonlaust að semja við þá. Fatah og Hamas virðast eins og svart og hvítt og Hamas sem skreytir sig með góðgerðarstarfsemi, eru ekkert annað en hrein og klár hryðjuverkasamtök. Það hefur sýnt sig að ekki er hægt að semja við slík samtök.

Svo finnst mér það stórundarlegt að vinstrimenn á Vesturlöndum taki þennan viðbjóð undir verndarvæng sinn, en það myndu þeir örugglega ekki gera ef múslimarnir skilgreindu sig til hægri í pólitík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2008 kl. 05:55

48 identicon

nei nei Gunnar Th ég veit það.

En Ísraelsmenn virðast ófærir til þess að koma þessum málum í lag. Ég er hræddur um að það verði bara að steypa Ísraelstjórn, setja þar útgöngubann og skipta landsvæðum niður eins og þarf að gera. Stöðva þessa rugludalla með NATO herafla og samþykki Sameinuðu Þjóðanna.

Mér er alveg sama hvort menn eru gyðingar eða Íslendingar eða hvað, þetta er búið spil hjá þeim. Þeir eru búnir að hunsa mannréttindasáttmála áratugum saman og það gengur ekki.

Ég er ekki fylgjandi Sollu en yfirlísing hennar var rétt og þörf.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 06:13

49 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gyðingar eru ótrúlega valdamiklir í veröldinni. Sumir binda vonir við að Obama verði ekki eins leiðitamur gyðingum og fyrirrennarar hans í forsetaembættinu. Ég hef mínar efasemdir, enda bendir ýmislegt til þess að valdamestu menn heimsins séu hreint ekkert í pólitík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2008 kl. 06:22

50 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar - notkun orðsins hryðjuverkasamtök er pólitísk. Sumir halda að stimpill stjórna Bandaríkjanna og Ísrael sé marktækur og Hamas því hryðjuverkasamtök punktur og basta. En það er ekki þannig. Eftir hverju mæla menn? Fjölda drepinna - drápsaðferðanna - orðanotkun ríkja og samtaka - útliti - kynþætti -trú?

Hamas er ekki bara hernaðarsamtök. Ástæða þess að samtökin unnu mikinn sigur í kosningum er sú að þeir sýndu Palestínumönnum að þeir höfðu aðra sýn en hið gjörspillta lið sem er í kringum leiðtoga Fatah. Þeir ráku einnig umfangsmikla félagslega starfsemi. Þeirra helsti glæpur er að þeir samþykkja ekki undirokun Palestínumanna og láta ekki að stjórn Ísraela. Trúaröfgar sem þrífast meðala þeirra er skilgetið afkvæmi ástandsins - ástand sem Ísrael og bandaríkin bera höfuðábyrgð á.

Obama hefur því miður nú þegar tekið afstöðu með harðri stefnu Síonista og einnig frú Clinton verðandi utanríkisráðherra. Það er ekki von á góðu úr þeirri áttinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.12.2008 kl. 09:06

51 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gunnar, það er óþarfi að gera sér vonir um að eitthvað breytist þegar Obama tekur við lyklunum. Hann hefur umkringt sig með nokkrum af hörðustu stuðningsmönnum Ísrael í Washington. Bara það að Rahm Emanuel verði hans hægri hönd segir manni að ekkert muni breytast. Biden er líka mikill stuðningsmaður Ísrael og sá sem á að fara með mál miðausturlanda, Dennis Ross, hefur verið kallaður súper Síonisti.

Villi Asgeirsson, 29.12.2008 kl. 09:18

52 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki má gleyma að Hillary Clinton hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir New York ríki en hvergi í veröldinni eru ítök og áhrif Gyðinga jafn mikil og þar.

Mér er minnisstætt atvik í Maputó, höfuðborhg Mósambík fyrir þremur árum. Þar hafa Íslendingar stundað hjálparstarf sem og í þorpinu Hindane úti á landsbyggðinni og á báðum stöðum héldu þakklátir heimamenn utanríkisráðherra Íslands og og Islendingum eins glæsilegar þakkarhátíðir og erfiður efnahagur leyfði.

Meðal atriða var forn stríðsdans innfæddra, sérlega magnaður og flottur. Einn af dönsurunum var klæddur í bol með stóra mynd af Osama Bin Laden á brjóstinu og dansaði þarna eins og ekkert væri fyrir framan íslenssku sendinefndina, þeirra á meðal heiðursgestinn Halldór Ásgrímsson, annan þeirra Íslendinga, sem ákvað að standa að innrásinni í Írak !

Ég held ekki að þessi Afríkubúi hafi gert þetta til að storka utanríkisráðherra Íslands sérstaklega heldur hafi hann ekki áttað sig á því hvað þessi mynd táknaði í raun og veru.

En þetta sýndi mér hve langt óróinn og hatrið hafa síast frá Miðjarðarhafsbotnum.

Ómar Ragnarsson, 29.12.2008 kl. 10:20

53 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel mælt Ómar!  Vel mælt! 

Baldur Gautur Baldursson, 29.12.2008 kl. 10:25

54 identicon

Ef þið mynduð kynna ykkur sögu sionismans, sæguð þið fljótt hverslags viðvaningar nazistar voru fyrir 70 árum síðan. Þeir voru samt slæmir, að er sagt er. En sennilega ekkert verri en margir aðrir. Þegar kemur að því að slátra fólki, þá held ég bara að enginn komist með tærnar þar sem sionistar hafa hælana. En að tala (hugsa)um það gerir mann víst að "anti-semita" því miður. Ekki það að allir gyðingar séu semitar, reyndar eru ca. 90 prósent af gyðingum í heiminum azkinaziar og upprunalega frá kazariu(nú Georgia). Ég myndi ekki einusinni kalla þá gyðinga, ekki frekar en ég myndi kalla þær 15 milljónir kínverja sem aðhillast islam fyrir araba.

Og þetta með Obama. Sami skíturinn, bara annað rassgat.

Alexander (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:46

55 identicon

Stríðið í Palestínu er undarlegt nokk ekki kynþáttastríð í sjálfu sér heldur stafar það einmitt af yfirgangi tiltölulega fámenns hóps Zionista. Ég dvaldi tvo mánuði á Vesturbakkanum á þessu ári og það kom mér á óvart að aðeins örfáir Palestínumenn hafa eitthvað á móti Gyðingum sem slíkum. Hatrið beinist að hernum og að landræningjum, sem flestir eru innfluttir frá Bandaríkjunum og Evrópu. Þeim er mútað til þess að setjast að í Palestínu og fjölga sér eins og kanínur, en eiga sér engar rætur í Ísrael þótt þeir séu af ættum Gyðinga.

Helstu stuðningsmenn Palestínumanna eru ísraelskir mannúðarsinnar. Fjölmargar hreyfingar sem styðja málstað Palestínumanna eru starfandi í Ísrael og það fólk getur vænst þess að missa ýmis borgaraleg réttindi ef upp um það kemst, t.d. rétt á fríu námi, heilsugæslu og leikskólaplássi. Kúgunin nær því ekki eingöngu til araba, heldur einnig til Ísraelsmanna sem vinna gegn ofbeldinu gagnvart þeim.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:06

56 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Gunnar: Lestu þetta: http://www.btselem.org/english/Statistics/Casualties.asp.

Þarna má sjá tölur um mannfall á milli 2000 og 2008 (fram til 30.11.) og erfitt að halda því fram að þær séu jafnar. Sem dæmi má nefna að á herteknu svæðunum hafa 952 palestínsk börn og ungmenni verið drepin af ísraelskum "öryggissveitum" á móti 39 ísraelskum börnum sem hafa verið drepin af Palestínumönnum (innan Ísrael hafa 84 börn verið drepin af Palestínumönnum en 3 af Ísraelum). 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.12.2008 kl. 14:20

57 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hjálmtýr, það er nú ekki bara Ísraelar og Kanar sem halda því fram að Hamas séu hryðjuverkasamtök. En af því Kaninn segir það, þá fyllast margir vinstrimenn strax efasemdum um að svo sé og sumir afneita því algjörlega á þeirri forsendu. Forystumenn Hamas-liða eru öfgamenn og hugmyndafræði samtakana byggist á Jihad, sem er fyrst og fremst ofbeldisfull baráttuaðferð til að útbreiða múslimskt heimsveldi. Kosningasigur Hamas 2006 kom reyndar mörgum mjög á óvart, en sá sigur var mörgum vonbrigði sem ala í brjósti von um að koma megi á friði með samningum milli Ísraela og Palstínumanna.

Eva, stríðið er af trúarástæðum í grunninn og Jihad gerir ekki ráð fyrir málamiðlunum.

Tinna, það er tilgangslaust að koma með svona tölur úr stríði, þær segja ekkert. Múslimar hafa orðið uppvísir að því að nota konur og börn fyrir "mennska skyldi" til varnar hátt settum Hamas-liðum. Einig hafa hryðjuverkamennirnir notað merkingar alþjóðlegra friðar og hjálparsamtaka á farartæki sín, til þess að geta ferðast um óáreittir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2008 kl. 23:44

58 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Tilgangslaust? Ertu að segja að það sé réttlætanlegt að drepa saklausa borgara af því að  þeir eru notaðir sem mannlegir skildir? Væri sumsé í lagi að skjóta þig ef einhver tæki þig í gíslingu - af því að vondi kallinn notaði þig sem skjöld?

Hamas bauð áframhaldandi vopnahlé gegn því að það næði yfir Vesturbakkann líka og að innflutningshöftum yrði aflétt. Ísraelsstjórn neitaði. Nú eru nefnilega kosningar á næsta leiti og fátt betra til að safna atkvæðum en hressandi stríð.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.12.2008 kl. 01:19

59 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, ég réttlæti ekki dráp á óbreyttum borgurum og stríð er óhugnaður. Hins vegar getur verið réttlætanlegt að fórna einhverjum til þess að bjarga fleirum og að semja við mannræningja er oft ávísun á enn meiri vandræði. 

Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru skelfilegar aðstæður þarna fyrir fólk, en hugmyndafræði harðlínumúslima í Hamas-samtökunum, er ekki að liðka fyrir lausn vandans þarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 10:10

60 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar

Þeir sem græða mest á friði eru Palestínumenn. SÞ úthlutaði gyðingum 52% Palestínu við lítinn fögnuð heimamanna. Friðarvilja Palestínumanna má merkja á því að þeir hafa fallist á að halda aðeins 22% landsins. Meira að segja Hamasleiðtogar hafa samþykkt þetta í orði - en ekki á borði. Það er mjög skiljanleg afstaða þar sem krafa Síonista er yfirgengileg.

En það er ekki hægt að semja við Síonistana - þeir vilja 100%. Þetta er málið í hnotskurn.

Hamas skiptir engu höfuðmáli, fyrir tilkomu þeirra samtaka voru Síonistar alveg jafn djöfullegir í sínu ráðabruggi. Ef menn vilja leysa þetta deilumál þá er auðvitað ekki til nein lausn nema að leggja niður Ísrael sem kynþáttaríki með sína kynþáttalöggjöf og stofna eitt lýðræðisríki á jafnréttisgrunni. Þarna eru um 10 milljón manns og skiptast til helminga í afkomendur frumbyggjanna, araba og helmingur er afkomendur að mestu aðfluttra gyðinga. Við getum karpað um þetta til dauðadags en þetta er eina framtíðin. Og hún mun verða því það er egnin önnur leið. En á meðan Síonisminn ræður og vitleysa stýrir í USA þá munu margir deyja áður en málin þokast áfram.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.12.2008 kl. 11:08

61 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er stál í stál og eitthvað verður að gera.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 11:45

62 identicon

Það sem þarf að gera er að taka þessar bækur af liðinu, þeir alast upp við að þeir séu spes, hafi spes réttindi.. að þeir hafi fengið eitthvað gefins af einhverjum ósýnilegum gaur sem enginn hefur séð ever

Bækurnar eru vandamálið eins og sést svo gjörla á þeim svæðum sem bækurnar hafa sem mest ítök

DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:27

63 identicon

Ætli fyrsta skrefið væri nú ekki frekar að taka vopnin af liðinu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:33

64 identicon

Þá fara þeir bara í gamla grjótkastið, það eru bækurnar sem eru orsökin fyrir öllu ruglinu.
Krakkar eru aldir upp frá blautu barnsbeini með að hata alla sem elska ekki sömu bók og foreldrarnir.... það eru ávextir trúrbragða og þarna höfum við svæði þar sem þau voru búin til.
Face the muzak

DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:59

65 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Er Gunnar Th. eini fullorðni maðurinn í hópnum hérna. Þessi umræða byrjaði reyndar á því hvað fólst í barnsminni Ómars um illsku Gyðinga. Flestir tala hér eins og börn. Hjálmtýr viðurkennir þó spillingu Fatha, sem hafa ráðið lengi lögum og lofum í flóttamannabúðunum, með ofbeldi og grimmdarverkum. Það er af hinu góða ef Hamas sinna einhverju af því sem stjórnvöld, kosin af almenningi, eiga að sinna. Því fólk, almenningur á þessu svæði þarf, að mínu áliti, fyrst og fremst á því að halda.

Hvernig getur nokkur heilvita maður haldið því fram, að rétta leiðin til að öðlast frið við miklu sterkari nágranna sinn, sé að kasta á hann sprengjum ?

Það er ekki markmið, hvorki Hamas né Fatha, eða annarra hryðjuverkasamtaka á þessu svæði að friður komist á. Á þeirra stefnuskrá er fyrst og fremst tortíming Ísraels. Hryðjuverkasamtökin njóta stuðnings ríkjanna í kring, sem síðan halda flóttafólkinu á Gasa og vesturbakkanum í gíslingu, vegna áróðursgildis þess að geta bent á þau sem fórnarlömb aparteit Ísraels.

Fyrirgefið yfirlætið í upphafi.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 30.12.2008 kl. 21:08

66 identicon

Hvað eruð þið að velta ykkur upp úr "SÖGULEGUM" staðreyndum. USA er í hernaði við Palestínu, og punktur. Þeir skaffa vopnin og allt sem til þarf. Því fyrr sem við rífum okkur laus frá þessu hernaðarstórveldi og byrjum að hugsa sjálfstætt, því betra.

Joe (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband