"...eyland í orkukerfinu..."

"Kárahnjúkavirkjun er í raun eyland í raforkukerfinu..."segir í langri upptalningu lögfræðings Landsvirkjunar um það hve erfið og áhættusöm framkvæmd hún sé.

Þessi makalausa greinargerð var send þeim landeigendum sem héldu að þeir gætu orðið milljarðamæringar vegna dýrmætra vatnsréttinda.

Löng upptalning vankanta virkjunarinn var send landeigendunum til þess að þeir sæu að allir þessir ágallar "rýrðu meðal annars gildi vatnsréttinda við Kárahnjúka" eins og það var orðað til þess að koma landeigendunum niður á jörðina.

Jafnvel hinir bjartsýnilegu útreikningar á arðsemi stóðust ekki kröfur sem einkafyrirtæki gera og því varð með margvíslegum ívilnunum og ríkisábyrgð að koma "áhættusamri jaðarframkvæmd" á koppinn eins og hún er kölluð í greinargerð lögfræðings Landsvirkjunar.

Þess vegna var ekki hægt að gera ráð fyrir dýrri tengingu virkjunarinnar við raforkukerfi landsins heldur er treyst á að ekkert fari úrskeiðis í virkjuninni.

Í upphaflegum áætlunum um virkjunina var gert ráð fyrir 500 gígalítra miðlunarlóni á Eyjabökkum, og þá var hægt að fá þaðan vatn eftir göngum þaðan niður í Fljótsdal ef gera þyrfti við leka í göngunum frá Kárahnjúkum, til dæmis í sprungunni stóru fyrir sunnan Þrælahús.

Í staðinn eru nú aðeins tiltölulega smá miðlunarlón við Eyjabakka sem að vetrarlagi myndu tæmast það fljótt meðan á viðgerð stæði að hún yrði jafnvel óframkvæmanleg nema að taka það mikið rafmagn af álverinu að þar yrði mikið tjón.


mbl.is Bilun í Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Martröð allra álvera er alger  orkuskortur í fáeinar klukkustundir. 

Þegar álverið í Straumsvík var byggt var þessi vankantur upphafinn með varaaflsstöð (olíkyntri) skammt sunnan við álverið, ef Búrfellsvirkjun dytti út- hún gat forðað tjóni í fáeinar klukkustundir.

Á upphafsárunum var ekkert annað upp á að hlaupa.

Nokkru sinnum á upphafsárunum kom þessi varaaflsstöð í veg fyrir alvarlegt tjón.

Einkum eru minnistæð ein jólin þegar raflínumastur við Ölfusá brotnaði og línur slitnuðu í miklu ísingarveðri- þá unnu starfsmenn rafveitunnar algjört þrekvirki - að koma orkuflutningi á að nýju- en allt hékk þetta á hálmstrái.

Nú er álverið á Reyðarfirði í sömu áhættu nema þeir hafa enga varaaflsstöð eins og Straumavík hafði forðum.  Vonum það besta.

Sævar Helgason, 1.1.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: corvus corax

Það er ekkert skrítið, Kárahnjúkavirkjun er ein stór bilun!

corvus corax, 1.1.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband