Slæmur útsendingartími.

Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti 1933-45 hefur verið í miklum metum hjá mér alla tíð enda einstakur maður og meðal fremstu forseta sem Bandaríkin hafa átt.

Eitt af því sem frægt varð á tíð hans var staðurinn sem hann hélt til þegar hann dró sig frá Washington, Warm Springs, og útvarpsræðurnar frægu "Fireside chats".

Það eru helst dellukarlar eins og ég sem vita hvað Warm Springs þýðir en engu að síður bætti það miklu við um vitneskju mína og skilning á Roosevelt og Elanor konu hans að sjá mjög góða heimildarmynd um feril Roosevelts frá því að hann fékk lömunarsjúkdóm og þangað til hann sneri aftur á fullu í stjórnmálin, fatlaður maðurinn.

Það liggur við að það hefði átt að vera skylduefni að sjá svona mynd því að hún hafði svo almennt gildi auk þess sem hún stækkaði afrek Roosevelts án þess að draga úr persónulegum göllum hans eða vandamálum.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem báðar sjónvarpsstöðvarnar sýna jafn gott efni á jafn slæmum tíma, efni sem höfðar til allra aldurshópa og dýpka skilning okkar á mannlegum vandamálum.

Fyrir venjulega Íslendinga þýddi nafn myndarinnar, "Warm Springs" ekki neitt og enga útskýringu var að finna í blöðunum á því um hvað myndin fjallaði.

Sýningu myndarinnar lauk um hálf tvö leytið. Fékk Stöð tvö þessa mynd svona ódýrt að það var ekki þess virði að setja hana á betri útsendingartíma og kynna hana eins og vert væri ?

Mér finnst þetta sýna lélegt mat á góðri söluvöru ef maður lítur á þá hlið mála. Perlum var ekki einu sinni kastað fyrir svín því að það eru ekki einu sinni nein svín (ég og aðrir hugsanlegir áhorfendur) á þessum tíma sólarhrings til að njóta þessa.

Það var alger tilviljun að ég datt inn á að horfa á þessa mynd sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun vilja missa af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Fín ábending og hugvekja, eins og þér er vant...

 Kveðja,

Eiríkur

Eiríkur Sjóberg, 13.1.2009 kl. 02:57

2 identicon

Mikið er ég sammála. En var svo heppinn að vera vakandi og sá myndinna.

Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband