Eins langt og hratt og á bensíni.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ók síðasta spölinn á hringferð metanbílsins síðdegis í dag.

DSCF0171

Við ókum stærri hring en við þurftum, alls 1470 kílómetra, eins og áður hefur komið fram og lengdum með því leiðina um 220 kílómetra miðað við stystu hringleiðina um Öxi.

Ég hef sagt að með þessu hafi 50 ára draumur minn um nýtni og umhverfisvitund ræst, allt frá því ég keypti mér meðvitað minnsta, ódýrasta, einfaldasta og sparneytnasta bíl sem völ var á 1959. Hann var gulur af gerðinni NSU Prinz en svarti bíllinn minn af sömu gerð sem sjá má efst á síðunni er af sömu gerð, árgerð 1958, og er þarna við hliðina á minnsta bíl landsins, Fiat 500 árgerð 1972 sem ég nota á góðum dögum.

P1010100

Síðan hef ég reynt að halda við þessari naumhyggju hvað bíla snertir og nú ek ég sem mest á ódýrasta og einfaldasta bíl landsins með númerinu EDRÚ sem flytur ákveðin skilaboð sem eiga vel við í nálægð við metanbílinn.

Það var gaman að heilsa upp á hann á Akureyri á metanbílnum í ferðinni.

Á næstum myndum þar fyrir neðan má sjá Einar Vilhjálmsson að fræða forvitna vegfarendur um metanbílinn á Akureyri og Egilsstöðum, en þar var hann kominn á ættarslóðir.

P1010098

Vegna þess að metanbílar eru tvíorkubílar og geta bæði gengið fyrir bensíni og metani komast þeir jafnlangt og hratt og bensínbílar hafa gert.

Það er vegna þess að ef metanið þrýtur, til dæmis vegna þess að átöppunarstöðvar vantar fyrir metan, skiptir búnaður metanbílsins sjálfkrafa yfir á bensíngeyminn.

Fyrir neytandann byrjar fjárfesting í metabreyttum bíl að borga sig eftir 2,5 ár að jafnaði og eftir það skilar metanbíllinn honum um 200 þúsund krónum í gróða á ári.

P1010104

Við fórum hringinn á nokkuð stórum bíl vegna þeirrar kröfu að eiga nóg eldsneyti um borð til að aka þessa 1470 kílómetra alla á metaninu einu.

En það er hægt að setja búnað fyrir metan í alla bíla. 

Í lokin kom þessi vísa:  

 

Ferðaðist með fínan mat,

fíkinn í að éta´hann.

Á klósettinu keikur sat

og kreisti úr mér metan.


mbl.is Hringurinn að lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá ykkur og vísan í lokin gerði útslagið.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kata hún er kúl,
kyssileg og Júl.,
fröken aldrei fúl,
fjölorku vildi púl.

Þorsteinn Briem, 26.7.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Pabbi heitinn sagði okkur öðrum gjarnan frá einstaklingi sem ferðaðist með lest í Bandaríkjunum og var látinn borga fyrir notkun á salerni - en notkunin skilaði takmörkuðum árangri:

Here I sit, brokenhearted

paid a nickle, but only farted.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.7.2009 kl. 23:31

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég varð þess var þegar við komum í bæinn að þjóðaríþrótt Íslendinga, smjörklípuaðferðin, náði nýjum hæðum þegar umræðan um eitt mikilsverðasta mál samtímans, óhjákvæmilega breytingu á orkugjöfum, er komin út í skæklatog um áreiðanleika gps-hraðamælinga, sem kemur málinu ekkert við.

VIð Íslendingar erum með miklu hærra hlutfall af bensínknúnum bílum en almennt gerist í Evópu. Í í öðrum löndum er hröð þróun möguleika á að nota annað en bensín eða olíu til að knýja bíla og á hverjum degi aka þúsundir á sama hátt og við gerðum.

Hér á landi ríkir hins vegar landlæg tregða við að nýta sér bestu reynslu erlendis og þegar það reynist orðið nauðsynlegt að sýna fram á að við getum lært af öðrum, er umræðunni snúið upp í þras um allt annað.

Ég er tilbúinn til að leggja strax af stað í aðra ferð hringinn í fylgd lögreglu og smjörklípumanna þótt það geri málið alveg dæmalaust hlægilegt í augum útlendinga sem á það myndu horfa og undrast stórum.

Ómar Ragnarsson, 27.7.2009 kl. 08:43

5 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Sæll 'Omar

Þetta myndi ekki ganga hérna því orkan kostar hérna i DK 1,8 dkk krónur pr/kw h. meðan orkan kostar 30 isl kr /KW t = 0,30 dkk krónur miðað við gamla gengi 10. sem þíðir að orkan kostar 1,5 dkk pr/KW meira hérna enn á Islandi.. 

ps.. að fara á klóstið og sturta stórt kostar ca.. 0,5 dkk hvert skifti ;D

Sigurjón Páll Jónsson, 27.7.2009 kl. 10:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í júlí 2006 fór ég hringinn á Toyotu 4runner í einum áfanga. Ferðin var eingöngu farin til að framkvæma hugmyndina að aka hringinn í einum áfanga.  Við vorum þrjú, við hjónin og hundurinn Bangsi.

Ferðin tók 17 tíma, ekið var rangsælis og aðeins var stoppað til að taka bensín, innbyrða næringu og viðra hundinn. Lítillega var vikið út fyrir stystu leið og samtals voru eknir 1423 km.

230 ltr af bensíni fóru í ferðina þá var líterinn á 134 kr ef ég man rétt.

Myndir af "rúntinum" má sjá hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

hehe Gott Axel :)

6,2 km pr/liter wow.... var þetta 5.0 liter vél 

Hef sjálfur toyota Supra 3.0i Turbo árg 92 og sá bíll keyrir 10 km/pr liter

Sigurjón Páll Jónsson, 27.7.2009 kl. 11:53

8 Smámynd: Morten Lange

Mjög gott framtak hjá ykkur, Ómar.  Mér leikur samt forvitni á hvað þyrfti til að knýja, segjum 10% bílaflotans á metani.  Væri nóg til í öskjuhaugum landsins ? Ef ekki hvers konar ráðum yrði grípið til ?  Veit að hægt sé að vinna metan úr skolpi og úr fjósum oþh. Sömuleiðis ef matarleifum yrðu söfnuð saman í stað þess að þeim sé blandað með öðrum úrgangi, þá mætti ná miklu meira af metaninu. Fleiri möguleikar ?  Viljum við leggja dýrmætt ræktunarland undir framleiðslu á eldsneyti og ef svo, hversu mikið land  og vélarafl og etv áburð þurfti og hvernig yrði farið með til að áhrifin / ósjálfbærni yrði sem minnst ? 

Heh.... Og fyrst fólk séu að tala um annars konar hringferðir en á metani, þá hafa að sjálfsögðu margir farið hringinn á reiðhjóli, og fengið bæði nánari snerting við umhverfið og fólki auk líkamsræktar í kaupbæti :-)   Og ekki þarf að spyrja að nýtni, því hjólreiðar eru orkusnjallasti ferðamátinn sem maðurinn þekkir.

Morten Lange, 27.7.2009 kl. 13:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Víða erlendis eru starfræktar gasgerðarstöðvar þar sem lífrænn heimilis- og rekstrarúrgangur er nýttur til að framleiða gas. Þessar stöðvar eru mjög mismunandi að stærð og gerð og er gasið ýmist notað við upphitun, rafmagnsframleiðslu eða sem ökutækjaeldsneyti.

Skoðið einnig skyld svör:

Heimildir og frekara lesefni:

Þorsteinn Briem, 27.7.2009 kl. 14:29

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

GIldi hringferðarinnar felst í því að mótbárur gegn nýrri tegund orkunotkunar byggjast oft á þessu þrennu: 1. Búnaðurinn er flókinn og fyrirferðarmikill. 2. Farartækið kemst aðeins takmarkaða vegalengd. 3. Farartækið fer hægt yfir. 4. Ekki er aðstaða hér á landi til að láta farartækið gera það sama og bensín- eða olíuknúið farartæki.

Ekkert af þessu á við notkun metans.

Ómar Ragnarsson, 29.7.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband