Bergur Guðnason, vinur í raun.

Öðlingur og traustur vinur. Þessi tvö orð koma í hugann þegar Bergur Guðnason hverfur af sviði jarðlífsins.

Við áttum samleið í gegnum Menntaskólann í Reykjavík og frá þeim tíma eru minningarnar um hann sveipaðar gleðiljóma fjörsins sem ríkti jafna í skólanum.

Hann var gæddur yndislegri kímnigáfu sem naut sín vel, bæði í persónulegum samskiptum og í vinahópi.

Þessum eiginleika hélt hann allt fram til hins síðasta í hetjulegri og harðri baráttu sinni við illvígan sjúkdóm.  

Bergur varð snemma snjall knattspyrnumaður og varð landsliðsmaður í handbolta.  

Með árunum mynduðustu ný tengsl á milli okkar í gegnum það og sameiginlegana vinahóp. 

Bergur var mikill vinur vina sinna og ég var einn þeirra sem naut einstakrar hjálpsemi hans á þeim vettvangi fjármála sem hann gerðist sérfræðingur í sem lögfræðingur.

Bergur var einn af þessum íþróttamönnum sem var ekki alltaf sá sem var mest áberandi en reyndist þó oft drýgri en margir þeir sem böðuðu sig meira í sviðsljósinu.

Það voru til dæmis örfáir handboltamenn sem höfðu þá eiginleika að vera sífellt að skora mörk svo lítið bar á. Þegar Valur og Fram kepptu voru þetta þeir Hemmi og Bergur í Val og Guðjón í Fram, svo einstaklega útsjónarsamir og lagnir við að finna glufur í varnarvegg andstæðinganna og nýta sér það.

Meðan ég var íþróttafréttamaður og horfði á alla leiki var það einhver mesta ánægjan sem leikirnir buðu upp á að dáðst að þessum snilldareiginleikum þessara leikmanna.

Nú er Bergur allur og hugurinn er hjá fjölskyldu hans og nánum vinum sem hafa misst mikið.

Blessuð sé minning hans.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband