Heilög stóriðja ?

Listinn yfir fríðindi, undanþágur, afslætti og forréttindi stóriðjunnar á Íslandi er ótrúlega langur. 

Í löndunum umhverfis okkur eru lagðir í auknum mæli skattar og gjöld á þá sem nota orkuna.

Það er kreppa á Íslandi og það lendir á öllum. Nei! er hrópað. Það má ekkert lenda á stóriðjunni ! 

Þá er það klárt. Hún á að vera heilög og ósnertanleg.  

  


mbl.is Stóriðjuskattur óhjákvæmilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki spurning um réttar aðgerðir til að laða til landsins fjárfestingu eða fæla hana amk. ekki frá því.  Þú færð engar skatttekjur af starfsemi sem ekki kemur hingað en eitthvað færðu af þeim sem hingað leita með fjárfestingu.  

Hvort er betra 50% af engu eða 25% af einhverju?

Sama gildir um gagnaverin og allt þetta „eitthvað annað“ sem vonandi kemur einhverntíma en kemur alls ekki, frekar en álver, ef skattar eru of háir.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi fyrirtæki sigla eins og aðrir inn í heim þar sem kaupa þarf mengunarkvóta.

Ég er ekki að tala um einhverja sligandi drápsklyfjar. Ljóst er til dæmis að samningarnir við Alcoa eru þannig að fyrirtækið er með alveg sérlega hagstætt efnahagsumhverfi hér.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Offari

Á Indlandi eru kýrnar líka heilagar

Offari, 10.11.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta er ekkert flókið Ómar. Fyrirtækin semja um svokallaðar hraðar afskriftir þeas. hin gríðarlega fjárfesting er afskrifuð á 5-10 árum sem þýðir að á því tímabili eru ekki greiddir umtalsverðir skattar. Eftir það greiða fyrirtækin skatta eins og hver annar. Þetta er misjafnt eftir fyrirtækjum hverjar afskriftareglur eru en þetta er einfaldlega skattaafsláttur af fjárfestingu.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.11.2009 kl. 22:36

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Vantar inn þau lönd og hvað greitt er mikið svo mark sé á takandi hvar hin lönd eru og hvort rétt satt er allmennt farið.

Rauða Ljónið, 10.11.2009 kl. 22:42

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er með ólíkindum hvað frekja stóriðjunnar nær fram að ganga hér á Íslandi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.11.2009 kl. 22:54

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki er ég á móti því að erlend fyrirtæki borgi hér skatta og mega gjarnan vera háir, en það eru efleit skilaboð til erlendra fjárfesta sem hugsa sér til hreyfings hér, ef skilaboðin eru á þá lund að þeir geti eftir á átt von á einhliða breytingum á sköttum.

Við megum ekki fá orð á okkur fyrir að halda ekki gerða samninga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband