3.3.2023 | 11:11
Handfarangurinn verður sífellt mikilvægari.
Raglur um handfarangur sýna að vægi hans í flugi fer enn vaxandi. Því fleiri, sem nota hann einan, því auðveldari verður allt umstang í fluginu og ávinningin má finna á margan hátt.
Farþegaflug snýst einfaldlega um að lyfta þunga upp í ákveðna flughæð og flytja hann þar til áfangastaðar.
Mun fljótlegra og ódýrara er ef farangurinn er eingöngu handfarangur, þannig að farþegar græða bæði fé og tíma á því að nota sér þessa hagkvæmni.
Ef þeir læra rétt á kerfið í kringum þetta, þ.e. forgangsflokk, getur sparnaður i tíma og öryggi verið hreint lygilegur.
![]() |
Flugfreyja leggur línurnar með handfarangurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ófærðar- og illviðrakaflinn frá 17. desember, allan janúar og fram til 10. febrúar var einstakur og fór áðreiðanlega ekki vel í landann.
En nú stefnir í að alls þrjár vikur hafi verið svo gerólíkar um veðurfar miðað við hinn illskeytta óveðurskafla, að líkja megi við það að reginöflin hafi viljað bæta ráð sitt og bjóða upp á óvæntan og furðu langan sumarauka og þiggja að launum verðskuldaða fyrirgefningu.
Spáð er að kólni eftir helgi, og þá er vetur konungur til alls vís.
Að minnsta kosti verður að búast við páskahreti, annað væri nú hrein frekja!
![]() |
Ótrúlegt ástand í byrjun mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2023 | 11:16
Mikið um að vera og þarf að slá í klárinn varðandi tilskipanir ESB.
Það sýnist augljóst af mörgum dæmum, að íslenska embættismannakerfið er helsti dragbíturinn í því að nýta þá möguleika sem EES aðildin gefur til þess að nýta umsóknir um eðlilegar undanþágur varðandi lögfestingu tilskipana ESB.
Annað hvort er embættismannakerfið of lítið eða að ekki nógu duglegt að fylgjast með og bregðast sem fyrst við samanber kolefnismál flugsins.
Sífellt fjölgar slíkum málum af ýmsu tagi eins og sést af viðtendri frétt á mbl.is og þarf að slá í klárinn.
![]() |
Farga þarf 6-10 milljörðum tonna á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2023 | 15:19
Reynslan, erlendis og hér, hlýtur að verða að vega þungt.
Svonefnd smáfarartæki eru nýjung hér á landi og í öðrum löndum er reynslan orðin ögn lengri.
Eitt af matsatriðunum varðar mikinn mun á stærð, hraða og eðli farartækjanna og þar vega nokkur atriði misjafnlega mikið.
Stærð bíla er tíu til tuttugu sinnum meiri en rafhlaupahjóla, en lítil þyngd hlaupahjólanna getur samt gert það hættulegra fyrir ökumann þess að lenda í árekstri en ef hann væri á bíl, þar sem hann er varinn af öryggispúðum og bílbeltum.
Hlífðarhjálmur á höfði getur minnkað hættuna fyrir hlaupahjólsmanninn en er óþarfur í bíl.
Slysatölur sýna að banaslys og alvarleg slys eru tvöfalt tíðari miðað við ekna vegalengd á vélhjólum en bílum, en þegar kafað er niður í tölurnar sést, að helmingur þessarar háu tölu hjá ölvuðu fólki á vélhjólum er vegna þess að hinn slasaði var ölvaður, næstum tvöfalt hærri tíðni en ölvun veldur hjá ökumönnum bíla.
Byltingin í notkun rafhlaupahjólanna hefur verið og er svo hröð, að hið opinbera verður að fylgjast sem allra best með henni til þess að geta gert naðsynlegar breytingar.
![]() |
Hopp segir of langt gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2023 | 18:59
"Finnlandiseringin" úr sögunni í bili?
Miðað við það, sem á undan var gengið frá 1939, sluppu Finnar nokkuð vel frá samningunum um landamæri og áhrifasvæði í Evrópu í lok stríðsins, miklu betur en Eystrasaltslöndin þrjú, sem voru hreinlega hernumin og innlimuð í Sovétríkin í júní 1940.
Í stríðslok féllu Austur-Þýskaland, Pólland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría beint inn í hóp ríkja sem gerð voru að leppríkjum Sovétmanna með beitingu hervalds, og Júgóslavía bjö við kommúiskt stjórnarfar.
Svíþjóð og Austríki voru hlutlaus, og þegar NATO og Varsjárbandalagið voru stofnuð, urðu Svíþjóð, Finnland og Austurríki nokkurs konar stuðpúðaríki ("buffer zone") þannig að bein landamæri milli NATO og Varsjárbandalagsins voru aðeins milli Vestur-Þýskalands að vestanverðu, en Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu að austanverðu við landamærin.
Rússar höfðu ráðist á Finna haustið 1939 með kröfum um að færa landammærin fjær Leningrad og færa Vyborg og umhverfi hennar undir Rússland og sömuleiðis að loka aðgengi Finnlands að sjó og missa hafnarborgina Petsamo.
Þessu höfnuðu Finnar en urðu að sætta sig eftir harðvítugt stríð við harða friðarsamninga í mars 1940 með miklum missi lands.
Finnar reyndu að ná þessu landi aftur í slagtogi með Þjóðverjum í júní 1941 en gættu sín þó að ganga ekki lengra en það, sem þurfti til að endurheimta fyrrum finnskt land þrátt fyrir sérstaka leynilega ferð Hitlers á fund Mannerheims leiðtoga Finna um aukna liðveislu Finna.
Hitler fór að miklu leyti erindisleysu og sýndi Mannerheim mikla stjórnvisku hvernig hann hagaði málflutningi sínum, sem líklega skilaði sér í í því að þrátt fyrir harða friðarsamninga 1945 héldu Finnar sjálfstæði sínu, en þurftu að borga miklar stríðsskaðabætur og sætta sig við sovéska herstöð um nokkurra ára skeið.
Þar að auki urðu þeir að bera hvaðeina í sínum málefnum undir Rússa og hafa við þá mikil viðskipti, og var þessi friðþægingarstefna ítarlegs hlutleysis, kölluð "Finnlandisering."
Aðeins einu sinni kom til þess að orðið væri við tilmælium Rússa um að skipta um mann í ráðherrastól um skamma hríð, og Finnar fengu að halda aðild sinni að Norðurlandaráði og rækta vestrænt lýðræði og norræna menningu.
Ef Svíar og Finnar ganga nú í HAT0 verða landamæri Finnlands og Rússlands jafnframt landmæri NATO og Rússlands með ekkert "buffer zone".
Og það er ekki eftir neinu að bíða með öryggismannvirki á borð við það, sem nú er byrjað á eins og greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is.
Þegar síðuhafi ók ásamt hópi norrænna bílablaðamanna 1978 frá Ivalo í Finnlandi um Kolaskaga til Murmansk, var undravert að sjá hve lítill viðbúnaður var við landamærin í krafti Finnlandiseringarinnar og ekki síður að sjá í Murmansk blasa við gjaldþrot sovétkommúnismans.
Ný landamæramannvirki eru því fréttnæm nú. "Finnlandiseringin" heyrir líklega þegar sögunni til.
![]() |
Finnar girða fyrir Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2023 | 09:12
Hrikalegur aðstöðumunur.
Aðstöðumunurinn hjá íslensku afreksfólki í íþróttum miðað við keppinautana frá erlendum þjóðum hefur alla tíð verið svo mikill að fyrirliggjandi upplýsingar um það stinga í augum.
Það er merkilegt að þessi mál skuli enn vera á svipuðu stigi og fyrir rúmum 70 árum, þegar íslenska liðið á EM í frjálsum íþróttum með eitt par af nýjum keppnisskóm fyrir menn sem börðust í þremur greinum um gullverðlaun og fengu fleiri verðlaun en sænska frjálsíþróttastórveldið.
Jafnt þá sem nú var starf landsliðsþjálfara of dýrt til að vera fullt starf, svo að framfarirnar á þessu sviði eru í raun afturför.
![]() |
Greiddu jafn mikið fyrir einkaflug og KKÍ fær á einu ári frá ÍSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2023 | 18:44
Upphaflega var bara rætt um Eilliðaey á Breiðafirði.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra ef rétt er munað, þegar fyrst fóru af stað sögusagnir um að Elliðaey kæmist kannski í eigu Bjarkar Guðmundsdóttur með milligöngu ríkisvaldsins.
Síðan dó sú umræða út, en hefur nú lifnað á ný á þann hátt, að nálgast fullkomið rugl um bæði Elliðaey á Breiðafirði og Elliðaey í Vestmannaeyjum, en á milli þessara tveggja eyja eru mira en 200 kílómetrar í beinni loftlínu og þær ekki einu sinni í sama kjördæmi né í sama landshluta.
![]() |
Flökkusögur ganga um Elliðaey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leikur Georgíu og Íslands í körfubolta nú rétt áðan bauð upp á flest, sem slíkir leikir geta boðið upp á, háspennu, baráttu, taktík, og síðast en ekki síst, óumdeilanlegt mikilvægi.
Lokamínútan allt fram á síðustu sekúndu buðu upp á minnsta mögulega mun, sem til þurfti í tíma og stigum, til þess að liðið kæmist áfram í úrslitakeppni HM, en þessi hárfíni munur féll í öfuga átt.
Það var því ekki furða að íslensku leikmennirnir voru algerlega orðlausir í leikslok.
En björtu hliðarnar eru samt fyrir hendiþ Það þarf að vísu sigra í hverri íþrótt til að verða meistarar, en sagan sýnir, að enn mikilvægara er, hvernig menn vinna úr ósigrum.
Það á hið stórgóða og efnilega íslenska landslið möguleika á að gera, reynslunni ríkara frá leiknum í dag. "Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði!"
![]() |
Ísland einu skoti og einu stigi frá sæti á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2023 | 22:50
Samræmt íslenskt málfar: Aðilar, meðlimir og samnemendur.
Oft er engu líkara en í gangi sé samræmd aðför að fjölda góðra og gegnra íslenskra orða í formi andlausrar notkunar eins konar tískuorða, sem fara eins faraldur um orðaforðann.
Eitt snilldarorðið, "líðsmeðlimir" lítur dagsins ljós í viðtengdri frétt á mbl.
Hvers á orðið "liðsmenn" að gjalda, tvö atkvæði i stað fjögurra?
Orðið "áhafnarmeðlimur" hefur fyrir löngu orðið að síbylju og nær útrýmt ágætum orðum eins og "skipverji" og þar með orðinu áhöfn.
Næsti áfangi gæti orðið að eyða orðinu ríkisstjórn og taka upp "ríkisstjórnarmeðlimur".
Að ekki sé nú talað um orðið "aðili" sem veður um og slátrar góðum og gegnum orðum.
Sum þessara nýju og ömurlegu orða eins og "samnemandi" skilja eftir sig slóða af drepnum orðum, samanber skólabróðir, skólasystir, skólafélagi, skólasystkin...
Björgunarsveitarfólk er orðið að "viðbragðsaðilum" og enginn er maður með mönnum, afsakið "aðili með aðilum" nema að drattast með viðhengið "aðili" af einu eða öðru tagi.
![]() |
Svara gagnrýni þjálfara og fljúga þeim út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2023 | 14:10
Ein af mörgum útskýringum: Örþreyttir menn gera frekar mistök.
18 mínútna kaflinn frægi og örlagaríki á HM hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Ungverjum markaðist mjög af svonefndum tæknifeilum og mistökum.
Undirliggjandi orsök kann að vera sú, að of lengi hafi verið keyrt á sömu mönnunum og nefndi einn leikskýrandi í blaðaviðtali tölurnar, sem voru þessar: Ísland notaði 7-9 menn á sama tíma og aðrir notuðu 14-16.
Í eins ofboðslega hröðum bolta og spilaður er látlaust í nútíma handbolta, reynir mun meira á hvern mann meðan hann er inn á heldur en ef hann er ekki notaður.
Nefnt hefur verið að Aron Pálmarsson sé að meðaltali aðeins inn á hjá Álaborg í helming leiktímans.
Það hefur verið nefnt að Aron sé svo frábær varnarmaður að hann þurfi að vera lengur inni á, jafnvel heila leiki á HM til þess að færni hans sem varnarmanns nýtist.
Þetta er augljós mótsögn; þvert á moti er verið með þessu að keyra manninn út um of og hann fer óhjákvæmilega að gera óþarfa mistök.
Til þess að komast að kjarna málsins þyrfti að skoða leiki liðsins vandlega með skeiðklukku og samlagningu og bera þær mælingar við keppinautana.
Þá gæti blasað við að óvenju mikil breidd í leikmannahópi Íslands hafi verið stórlega vannýtt, sem meðal annars kom fram í því að Kristján Kristjánsson kom aðeins inn á í nokkrar mínútur og stóð sig mjög vel, en fékk því miður alltof stuttan tíma til þess.
![]() |
Óánægja með störf Guðmundar innan landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)