Færsluflokkur: Bloggar
22.10.2013 | 11:16
Nakið lögregluvald.
Það munu hafa verið 17 lögreglumenn sem voru kallaðir út í morgun til að bera mótmælendur af vettvangi í Gálgahrauni og liðka til fyrir einhverri stærstu jarðýtu landsins.
Þessi vísa varð til við Gálgahraun í morgun þegar fylgst var með aðgerðum lögreglunnar.
Í vísunni eru hafðar í huga þær myndir af þeim sem birtast munu landsmönnum.
Þess má geta að þriðja línan í vísunni, sem getur verið tvíræð, hraut af vörum eins gröfumannsins í mín eyru:
Neyðarlegt nú er að gera sig, - /
nakið er valdið að sjá: /
Þau láta löggurnar bera sig /
og lýðurinn horfir á.
Ég var að ræða við mann núna áðan, sem var staddur niðri á Austurvelli þegar um hópur öryrkja, stór hluti þeirra í hjólastólum, vildi afhenda ráðherra áskorun um daginn.
Svo fjölmennt lögreglulið var á staðnum að það var í engu samræmi við fjölda og ásigkomulag fundarmanna, og öryrkjarnir voru girtir af alllangt frá þinghúsinu, nálægt styttunni af Jóni Sigurðssyni.
Þegar þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins vildi fá að aka á hjólastól sínum nær þinghúsinu til að afhenda ráðherra skjalið með áskoruninni var ekki við það komandi að hann fengi að framkvæma svo ógnandi verknað, heldur kom þingvörður út að girðingunni til að taka þar við skjalinu.
Uppákoma þessi var fáránleg að mati viðmælanda míns sem sagðist spyrja sig að því hvers konar lögregluríki væri að myndast hér.
Innan lögreglunnar er fólk af ýmsu tagi, rétt eins gengur og gerist í þjóðfélaginu, og ég tel það vera vel að þverskurður hennar sé svipaður og hjá almenningi.
Þetta kom í ljós í aðgerðum lögreglunnar í gær. Einn lögreglumaður gekk alveg sérstaklega og óþarflega harkalega að við handtöku og handjárnun Sigmundar Einarssonar, kastaði honum á grúfu, handjárnaði hann svo harkalega að Sigmundur er enn handlama og, - síðan, það sem verst var og alger óþarfi, setti hné sitt af miklu afli tvívegis í hrygg Sigmundar.
Annar lögreglumaður sást ganga hljóðlega af vettvangi og segja: "Ég get þetta ekki."
![]() |
Mótmælendur bornir af svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.10.2013 | 21:29
Enn logið um slysatíðnina.
Athugasemd í upphafi: Af einhverjum ástæðum hefur röð mynda riðlast og brenglast á síðunni en það skýrist af sjálfu sér við lestur hennar.
Enn og aftur tönnlast Vegagerðin á því í fréttatilkynningu að Álftanesvegur sé meðal hinna hættulegustu. Hvenær ætlar hún að kannast við sínar eigin tölur um slysatíðni á Álftanesvegi?
Nema ætlunin sé sú að með því að endurtaka sömu rangfærsluna nógu oft fáist fólk til að trúa henni.
Samkvæmt tölum hennar sjálfrar um 44 sambærilega vegakafla á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesvegur 22. í röðinni.
Sem þýðir að 21 kafli er með hærri slysatíðni.
Umferðin er nú 7000 bílar á dag, en til samanburðar er umferðin um Skeiðarvog, sem er þrengri gata ef eitthvað er og með margfalt meiri byggð, með 14000 bíla á dag og enginn talar um einhverja neyð við þá götu.
Bæjarstjórn Garðabæjar tók áhættu og lofaði upp í ermina á sér 1996 um að svonefnt Prýðishverfi, sem er við veginn á 500 metra kafla, yrði ekki við framtíðarveg, sem þá átti eftir að fara í gegnum öll ferli, sem hugsast geta varðandi vegagerð.
Þetta er "túrbínutrixið", hliðstæða þess þegar stjórn Laxárvirkjunar ákvað að kaupa tvær allt of stórar túrbinur í Laxárvirkjun 1970 til þess að þvinga fram margfalt stærri virkjun með stórfelldum umhverfisspjöllum án þess að vera búin að ganga í gegnum öll ferli þeirrar virkjunar.
Sigurður Gizurarson, lögfræðingur andmælenda, sótti mál þeirra á þann hátt að stjórn Laxárvirkjunar ætti sjálf að bera ábyrgð á afleiðingum þess að spila þetta spil siðlausrar þvingunar og áhættu.
Ég birti hér að nýju þrjár loftmyndir af Gálgahrauni, sú fyrsta af hrauninu eins og það hefur verið fram að þessu.
Sú næsta er af hrauninu eins og bæjarstjórnin heimtar að það verði og hefur sett á skipulag bæjarins, kostnaðurinn við þennan glórulausa loftkastala mun kosta ekki minna en 2000 milljónir króna.
Neðst sést lagfæring og tilhögun sem náttúruverndarfólk hefur sýnt sem dæmi um hvernig nægja myndi að leysa þetta mál.
Gera mætti núverndi vegarleið þannig úr garði að innanhverfisumferð beint í safngötu, eytt blindhæð vestar og vegurinn breikkaður og kostnaðurinn verða aðeins brot af loftkastalahugmyndum bæjarstjórnarinnar.
Bæjarstjórnin getur við sjálfa sig sakast varðandi það að borga skaðabætur til íbúa 20 íbúða við veginn, sem yrðu aðeins lítið brot af þeim ca 2000 milljónir króna, sem bæjarstjórnin krefst að samfélagið borgi fyrir glórulausa loftkastala um 50 þúsund bíla umferð um hraunin á dag eða sjöföldun núverandi umferðar.
Og það á sama tíma sem Landsspítalinn og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin.
Í dag fengum við að kynnast því þegar lögregluríki ber réttarríkið ofurliði.
Vélaherdeildir vaða í "blitzkrieg" eða leifturstríði eftir öllu fyrirhuguðu vegstæði.
Afleiðingin af því er sú að valdið verður eins miklum óafturkræfum spjöllum á hrauninu á eins skömmum tíma og hægt er, en með því er hraunað yfir það að Hæstiréttur Íslands er með málið til umfjöllunar og úrskurðar.
Neðstu myndirnar, sem ég ætla að setja inn, eru annars vegar af hluta leiðarinnar.
Efst lögreglumenn, mótmælandi og grafa á fullri ferð, -
- næst ruðningurinn til vinstri og maður niðri í laut í hrauninu hægra megin við hann,
og loks er mynd af því hvernig lögreglan lokaði Álftanesveginum í nokkrar klukkustundur án þess að séð væri nein ástæða til þess, en við það myndaðist umferðarteppa, fyrirbæri sem hefur hingað til verið sjaldgæft á þessari leið.
![]() |
Ekkert sem á að koma á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.10.2013 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
20.10.2013 | 20:13
Glataðan svefn þarf að borga til baka og meira en það.
Meðalmaður eyðir 30 árum ævi sinnar í það að sofa, ef hann sefur tæpa 9 klukkustundur á hverri nóttu.
Þetta er að sjálfsögðu misjafnt en líklega ekki eins misjafnt eins og margir vilja vera láta þegar þeir réttlæta það að svíkja sig um nauðsynlegan svefn.
Engin rannsókn hefur verið gerð á því hvort langvarandi eða mikil svipting svefns hefnir sín einhverjum árum síðar, enda líklega ekki hægt. En það hljóta að vera mikil líkindi til þess að svo sé.
Svefnþörf og venjur eru mismunandi og sett hefur verið fram kenning um A-fólk og B-fólk. Skilst mér a B-fólk sé morgunsvæft en A-fólk kvöldsvæft.
Ég á vini sem eru augljóslega kvöldsvæfari en ég og vakna yfirleitt fyrr á morgnana.
Undanfarnar vikur hef ég reynt að dvelja sem lengst við Gálgahraun með góðu og skemmtilegu fólki.
Þetta tekur auðvitað tíma frá öðrum verkefnum, sem ég þyrfti að sinna miklu betur. Þar á ofan finnst mér vont að vera lítið hjá minni yndislegu konu og fjölskyldu.
Það hjálpar örlitið til að við hjónin erum bæði B-fólk. Ef ég ríf mig upp á sjöunda tímanum á morgnana og er sem mest á þeim tíma við hraunið verður hún minna vör við það en ef ég er burtu á öðrum tímum dagsins.
Ég þarf minnst 9 tíma svefn og jafnvel lengra en það. Ég kvarta ekki yfir því að þurfa að eyða svo miiklum tíma í svefn, því að sumir þurfa jafnvel meira. Til dæmis er sagt að Albert Einstein hafi þurft 14 tíma svefn, enda engin smáræðis heilastarfsemi, sem var í gangi hjá honum í vöku.
14 tíma svefn eftir vökutörn rímar við þá gömlu kenningu, að ef menn vaka dægrum saman, þurfi menn 14 tíma samfelldan svefn á eftir til að jafna sig, eða þá 2 x 9 tíma svefn tvær nætur í röð.
Síðari hluti svefnsins, sem rætt er um í tengdri mbl.is frétt passar við mína reynslu varðandi það, að þegar ég fell í slíkan draumasvefn vakna ég skjálfandi af kulda, ef það er ekki nógu hlýtt.
Það er líklega vegna þess að við það að hver einasti líkamshluti nema augnbotnarnir leggjast í algera hvíld, eða dvala hægist á blóðrásinni og þá verður manni kalt.
Ég þurfti í þrjá mánuði árið 2008 að sæta því vegna veikinda að vera rændur bæði djúpsvefni og draumasvefni. Gat aðeins mókað í rúma klukkustund í senn en að vera annars vakandi.
Þá fyrst áttaði ég mig á því hve svefninn er mikilvægur. Ef þetta ástand hefði varað mikið lengur hefði afleiðingin orðið flutningur á geðveikrahæli og síðar dauði.
Fyrsti dagurinn sem ég fékk fullan svefn og gat farið óþjáður út og teygað loftið undir berum himni í litla opna Fiatinum mínum var mesti sæludagur ævi minnar.
![]() |
Hversu mikið munar um lengri svefn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.10.2013 | 11:30
Endilega að virkja þessa fossa!
"Fossalandið Ísland" var efsti í huga deyjandi kanadískrar stúlku. Gullfoss er í 5. sæti fossa heims í könnun á vinsælum ferðavef.
Þessar tvær hræðilegu fréttir eru á mbl.is í dag og þær eru hræðilegar, því að það má ekki halda áfram að gerast að "allt þetta vatn renni óbeislað til sjávar", heldur verður að fylgja "einróma stuðningi" ríkisstjornar við stóriðjustefnuna og þá stefnu, að valta yfir álit faghóps rammaáætlunar og færa Norðlingaöldu úr "verndarflokki" í "nýtingarflokk" .
Það á ekki að segja svona fréttir og því síður að upplýsa það að Gullfoss á sér nokkra íslenska jafnoka og meira að segja ofjarla, fossinn Dynk í efri hluta Þjórsár, ef hann fær að renna á fullu afli hvað snertir útlit, hávaða og mikilfengleika, og Dettifoss, aflmesta foss i Evrópu. .
Kyrfilega hefur verið reynt að þagga tilivist Dynks og fleiri neðangreindra fossa, því að það gæti truflað drauma "hófsemdarmannanna" sem eru með virkjanir allra stórfossa Íslands á teikniborðinu og í rammaáætlun. - , þeirra á meðal Dettifoss og Selfoss í Jökulsá á Fjöllum, - Dynk, Kjálkaversfoss, Gljúfurleitarfoss og Dynk í Efri-Þjórsá, - og Aldeyjarfoss og fleiri fossa í Skjálfandafljóti.
Búið er að drepa Hrauneyjafoss í Tungnaá og , Kirkjufoss, Faxa og Töfrafoss í Jökulsánum á Austurlandi. Á sínum tíma borgaði Landsvirkjun ljósmyndara fyrir að birta ekki mynd af Hrauneyjafossi.
Líka er til áætlun um virkjun Gullfoss enda er hann samkvæmt íslenskum skilning ekki krónu virði af því að hann er verndaður í staðinn fyrir að vera nýttur. Andstæðurnar verndun-nýting eru meira að segja notaðar sem grundvallarforsenda í rammaáætlun. .
Það er röng uppsetning á forsendum, því að réttara væri að tala um verndarnýtingu og orkunýtingu.
Talað er um "sátt" um "helmingsvirkjanir", þannig að fossarnir geti verið látnir renna í nokkrar klukkstundir daglega í nokkrar vikur síðsumars, og sagt að slík "helmingslausn" sé í gildi fyrir Niagarafossana.
En það er meiri háttar rangfærsla, því að hið næstum 70 ára gamla fyrirkomulag varðandi Niagarafossa gerir ráð fyrir því að þeir renni allt árið samfleytt og að vatnsmagnið verði aldrei minna en 1400 rúmmetrar á sekúndu, sem er fimm sinnum meira vatnsmagn en í íslensku fossunum.
Ameríkani sem myndi svo mikið sem orða það að láta Niagarafossana renna aðeins milli klukkan 2 og 6 í nokkrar vikur síðsumars í "sæmilegu vatnsári" en vera þurra næstum allt árið, yrði ekki álitinn með öllum mjalla.
En hins vegar vel liðtækur sem umhverfisráðherra á Íslandi, sem dreymir um að auðlinda- umverfismál verði deild í landbúnaðarráðuneytinu eða sjávarútvegsráðuneytinu.
![]() |
Dauðvona stúlku dreymdi um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2013 | 16:40
"Það stekkur enginn lengra en hann hugsar."
"Láttu drauminn rætast" sagði niðursetningurinn og förukonan Manga með svartan vanga við mig, ungan dreng. "Það stekkur enginn lengra en hann hugsar" bætti hún við.
Sjálf harmaði hún hlutskipti sitt og sinna líka og lét sig dreyma um betra þjóðfélag.
Frá því segi ég mun ítarlegar og betur í ljósi margra nýrra upplýsinga í nýrri bók um hana en ég gerði fyrir 20 árum.
Hera Björk Þórhallsdóttir á að mínum dómi hiklaust að fylgja eftir góðu gengi sínu í Suður-Ameríku, jafnvel þótt tekin sé viss áhætta með því.
Ef hún notar ekki tækifærið núna er óvíst að annað eins gefist. Jafnvel þótt þessi útrás hennar misheppnist, getur hún huggað sig við það eftir á að hafa þó reynt.
Ef hún lætur ekki vaða núna, mun hún hins vegar aldrei komast að því, hve langt hún getur náð.
Þess vegna á hún ekki að hrökkva heldur stökkva. Til hamingju með þessa djörfu ákvörðun, Hera Björk! Gangi þér vel !
![]() |
Hera Björk flytur til Chile |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2013 | 16:27
Fyrirlitning á eftirlaunafólki.
Því miður verður maður of oft var við það að eftirlaunafólk sé lítilsvirt og atyrt og séð ofsjónum yfir því að það fái notið eftirlauna.
Eftir að netið, fésbókin og bloggið komu til sögunnar sést þetta meira að segja í athugasemdum og öðrum skrifum.
Þannig var sérstaklega nefnt sem dæmi um það um daginn hvert undirmálsfólk væri að mótmæla fyrirhugaðri vegagerð í Gálgahrauni, að áberandi væri hve margir af þessum óæskilegu vesalingum væri eftirlaunafólk og jafnvel nefnt að "hætta eigi að halda þessu fólki uppi á kostnað samfélagsins."
Í því felst sérkennileg mannfyrirlitning að líta niður á fólk sem hefur það eitt sér til saka unnið að vera lifandi og vilja nota fjármuni, sem það sjálft lagði fyrir um áratuga skeið til þess að eiga til elliáranna.
Og ekki er síður sérkennilegt að telja það réttlætanlegt sé að atyrða þennan þjóðfélagshóp og svipta hann eftirlaunum, sem hann hefur þó sjálfur lagt fyrir og skapað með því sjóði, sem reynt er að komast í og verja til annars en þess, sem sjóðirnir voru ætlaðir til.
![]() |
Ætlar á eftirlaun á næsta ári 85 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2013 | 20:25
Sleppir alveg lággenginu.
Íslenska krónan er ömurlega lítils virði, skráð fyrir neðan allt velsæmi, og þar af leiðandi er Ísland láglaunaland og af því nýtur sjávarútvegurinn svo góðs, að einstök sjávarútvegsfyrirtæki velta stórgróða og eigendurnir skaffa sjálfum sér arði svo hundruðum milljóna króna skiptir á hvern mann.
Því virkar það afar hjáróma þegar þessir menn hefja upp gamla LÍÚ grátkórinn um sín ömurlegu kjör og "óðs manns æði" að skattleggja þá í samræmi við einokunarstöðu þeirra varðandi eignarhald auðlindarinnar og sægreifakjör þeirra.
Og í ofanálag er þess krafist að skattlagning á sægreifana sé felld niður og gott ef það endar ekki með því að þjóðin verði að borga þeim til baka það nánasarlega gjald sem þó var tekið af þeim.
![]() |
Veiðigjöld stórskaða íslenskan sjávarútveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
18.10.2013 | 10:27
Arðrán fyrir allra augum.
Ég hvet fólk til að lesa og íhuga grein Bubba Morthens í Fréttablaðinu í dag um það, hvernig menn geta stofnað milljarðagróða fyrirtæki á netinu, sem byggjast á því að arðræna þá, sem lifa af því að skapa tónlist og aðra list, svo sem kvikmyndalist.
Ég man þá tíð þegar Jón Leifs þurfti að sæta aðkasti og háði fyrir það að berjast fyrir rétti tónlistarmanna til að njóta arðs af verkum sínum. Þá, eins og nú mátti heyra raddir um að listamenn væru "afætur" og "ónytjungar", "baggi á þjóðinni" o. s. frv., enda "getur hver sem er farið út í bílskúr og gaulað og glamrað á gítar" eins og nýlega var skrifað á netinu um tónlistarfólk.
Og "það getur hver sem er tekið upp mynd á farsímann sinn og deilt henni" voru ein rökin.
Nú er svo að sjá að það teljist flott að snúa árangur þessarar baráttu brautryðjandans Jóns Leifs niður og skilja þá eftir arðrænda, sem skópu verkin en hampa hinum sem á skipulegan hátt raka að sér auði við hina nýju iðju.
Og þegar rökin þrýtur er hjólað í manninn, en ekki í málið, eins og lenska er hér á landi.
![]() |
Ófeimnir afbrotamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2013 | 21:53
Skoðið þið þetta, hér og á fésbókarsíðunni.
Ég sagði á fésbókarsíðu minni í gær að ég ætlaði að birta þar myndir úr Gálgahrauni daglega um sinn.
Atvikin haga því þannig að þetta eru þrjár athyglisverðar loftmyndir í dag, sem ég tel til glöggvunar fyrir þá sem vilja kynna sér málið.
Tel rétt að benda á þær en ef tími vinnst, mun ég kannski gera myndskreyttan bloggpistil um Gálgahraunsmálið. Viti menn, er þegar búinn að því og hér er hann kominn:
Hér kemur sú fyrsta, tekin í vor.
Núverandi Álftanesvegur er vinstra megin á myndinni og liggur á 500 metra kafla með hús á báðar hendur, þó rýmra en til dæmis Skeiðarvogur í Reykjavík, þar sem er tvöfalt meiri umferð, 14 þús. bílar á dag, en 7 þúsund á Álftanesvegi.
Ljós rák ofarlega á myndinni, hægra megin við veginn, er grasi vaxið svæði meðfram hraunjaðri Gálgahrauns sem er ein landslagsheild hægra megin á myndinni á milli hraunjaðra.
Af 44 sambærilegum vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesvegur númer 22 í röðinni varðandi slysatíðni. 21 kafli er með hærri slysatíðni.
20 ára gamall stórveldisdraumur bæjaryfirvalda í Garðabæ sést á næstu mynd fyrir neðan. Vegir, hringtorg og jafnvel mislæg gatnamót, sem eiga að búta Gálgahraunsheildina í fjóra parta og anna samtals umferð 50 þúsund bíla á dag, sem er rúmlega helmingurinn af daglegri umferð Miklubrautar!
Vegirnir verða með hærri slysatíðni en núverandi vegur ef eitthvað er!
Á endanum mun allur pakkinn kosta allt að 3000 milljónir króna.
Neðsta myndin sýnir einn af möguleikunum til að bæta núverandi Álftanesveg, ef menn vilja endilega taka hann fram fyrir 21 vegarkafla á höfuðborgarsvæðinu, sem eru með hærri slysatíðni og flestir með meiri umferð.
Þessi lausn er augljóslega margfalt ódýrari en það sem nú er ætlunin að æða út í og hægt er að leggja veginn við hraunjaðarinn efst á myndinni og nota hluta af þeim kafla, sem nú er verið að vinna í, og fá þannig stærra byggingarsvæði á Garðaholti, ef einhverjir vilja uppfyla drauma bæjarstjórnarinnar þar.
Nýju vegirnir um hraunið þvert og endilangt eru engin forsenda fyrir því eins og bæjarstjórinn lét skína í í Kastljósi.
Þau rök, að allt náttúruverndarfólk vilji eða geti stöðvað hvað sem er, standast ekki þegar litið er til allra þeirra nýlegu framkvæmda, sem verið hafa á suðvesturlandi síðustu ár án þess að náttúruverndarfólk hafi brugðið fæti fyrir þær.
Tvö dæmi um það eru Suðurstrandarvegurinn, sem ekki varð fyrir neinum töfum vegna mótmæla og Vallahverfið syðst í Hafnarfirði. Af hverju ekki hraunið undir Vallahverfinu?
Vegna þess að hraunið, sem Vallarhverfið stendur á, er er ekki á náttúruminjaskrá, ekki þakið sögulegum minjum og sérstæðum hraunmyndunum, Kjarval dvaldi þar ekki árum saman á ferli sínum líkt og hann gerði í Gálgahrauni og á Þingvöllum.
Set á eftir, neðst, mynd af korti á leiðbeiningarspjaldi, sem er rétt þar hjá, þar sem draumóravegurinn á að koma upp á hraunið, en vegaframkvæmdirnar, sem loftmyndirnar eru af, munu jafngilda því, að tekinn sé rauður málningarpensill og krossað yfir allan neðri helming myndarinnar.
Þótt örnefnin Gálgahraun og Garðahraun séu bæði inni á þessari mynd, er hraunið, hraunjaðra á milli, ótvíræð landslagsheild og þarf engan landslagsheildasérfræðing til að sjá það.
Þið getið skoðað þetta betur með því að smella á það tvisvar. Rauði bletturinn sýnir, hvar skiltið er, en 100 metrum norðan við skiltið á nýi vegurinn að koma úr vestri (frá vinstri) inn á hraunið og fara eftir því eins og loftmyndin sýnir.
Auðvelt væri að leggja nýjan veg þarna meðfram án þess að fara inn á hraunið og losna þannig við blindhæð á núverandi vegi.
Allar þessar söguslóðir eru þarna vegna þess að vestan við hraunið eru Bessastaðir og fyrir sunnan það hið forna stórbýli Garðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.10.2013 | 21:06
Svipað og í Eldvörpum?
Örvæntingarfullri græðgi okkar Íslendinga eru fá takmörk sett. Búið er að setja Eldvörp á aftökulista náttúruverðmæta til þess að kreista þar út einhver hugsanleg 50 megavött úr sameiginlegu jarðvarmahólfi Eldvarpa og Svartsengis.
Það mun einungis flýta fyrir tæmingu hólfsins úr hugsanlega 50 árum niður fyrir 40 ár, allt á kostnað nánustu afkomenda okkar og allra þar á eftir.
Ef jarðvarmageymirinn undir Hverahlíð er í tengslum við svæðið við Hellisheiðarvirkjun verða afleiðingarnar svipaðar þar. Fróðlegt væri að vita hvað jarðvísindamenn segja um það.
![]() |
Tengingin freistandi en ekki áhættulaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)