Mafían og leyniþjónustumenn: Næstum trúarlegt "ritúal."

Fróðlegt er að lesa fréttaskýringu um Skripal-málið í Bretlandi þar sem skyggnst er inn í þann heim sem er jafnt í alþjóðlegu samfélagi leyniþjónustumanna, njósnara og gagnnjósnara sem í samfélagi slíkra manna í hverju landi fyrir sig. 

Andrúmsloftið minnir um sumt á það andrúmsloft og þær reglur, sem ríkt hafa öldum saman hjá Mafíunni á Sikiley. 

Það hafði þróast yfir í býsna fastmótaðar reglur eða ritúal, siðareglur, þar sem Mafían var með eigið réttarkerfi og næstum trúarlega siðfræði innan sinna vébanda. 

Hún snýst að miklu leyti um ryggð og svik. Hver sá sem fremur svik veit vel, hvert brot hans er og má því búast við að verða refsað grimmilega.

Komist upp um svik hjá Mafíunni og sendir eru menn til að drepa hinn "seka", er mikilsvert fyrir hinn "dæmda" hvernig hann bregst við dauða sínum. 

Merkur íslenskur stjórnmálamaður útlistaði það eitt sinn fyrir löngu á eintali við mig, að í hans stjórnmálum gilti svipað og í Íslendingasögunum. 

"Þú veist hvað þær fjalla í aðalatriðum" sagði hann. 

"Já, ég held það", svaraði ég. Um dramatíska atburði, mannlega eiginleika, örlög og ástir. 

"Nei," svaraði stjórnmálamaðurinn. "Önnur atriði vega þyngst og mín stjórnmál felast í þeim." 

"Hver?" spurði ég. 

"Andstæðurnar tryggð og svik," svaraði hann. "Hámark tryggðar er fóstbræðralagið og hámark svika er að svíkja fóstbróður sinn.  Íslendingasögurnar snúast fyrst og fremst um tryggð og svik, og það er mín pólitík. 


mbl.is Skripal smáseiði með valdamikinn óvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á aðfarirnar í Gálgahrauni og í lögbannsmáli Stundarinnar.

Í minnst þremur málum á síðustu misserum er áberandi sú aðferð, að þar sem umdeildar framkvæmdir eða aðgerðir eiga sér stað er komist er upp með að eyðileggja andlagið, sem deilt er um og þvínga þar með óafturkræf áhrif fram með yfirgangi. 

Þetta eru framkvæmdirnar við Víkurkirkjugarð, Gálgahraunsvegurinn 2013 og lögbannið á greinar Stundarinnar fyrir kosningarnar 2016. 

Grófast var þetta í Gálgahrauni, þar sem þrátt fyrir ókláruð dómsmál, skort á gildu framkvæmdaleyfi og mati á umhverfisáhrifum var lögreglu sigað á staðinn og hið dýrmæta andlag, hraunið, sem ryðjast átti með veginn um, eyðilagt á í heilulagi á óafturkræfan hátt með stærsta og afkastamesta skriðbeltatæki landsins, algerlega að óþörfu.   

Lögbannið á greinaskrif Stundarinnar 2016 er enn í gildi einu og hálfu árið síðar vegna sleifarlags fyrir dómstólum. 

Og framkvæmdum við Víkurkirkjugarð er haldið áfram þrátt fyrir stöðu þess máls. 


mbl.is Peningar ráði of miklu í borgarskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slóðin fyrir vestan bæinn með sögu.

Esjuleiðin svonefnda, sem fékk þetta nafn hjá fyrstu rallökumönnunum hér á landi, af því að hún lá meðfram austustu hlíð Esjunnnar. 

Hún er merkileg í margra augum fyriri þá sök, hve frumstæð hún er, svona alveg inni í borgarlandinu, en einnnig fyrir þá sök, að á fyrstu árum rallkeppni hér á landi var þetta eina nálæga tiltæka leiðin, sem var það erfið, að ekki var á þeirra tíma bílum hægt að ná 70 kílómetra meðalhraða á henni, en þá var það hæsti leyfilegi hámarkshraði á malarvegum landsins.  

Það er ákveðin upplifun að aka þessa frumstæðu leið yfir óbrúaða læki, skorninga og gil, og á einum stað er meira að segja hægt að fara í útilegu á sléttum grasfleti. 

Ég á gamlar myndir einhvers staðar af fólki þar að njóta íslenskrar sumarblíðu. 

Sjálfsagt mál ætti að vera að tryggja að hægt sé fyrir alla íbúa Reykjavíkur að þurfa ekki að berjast við óbrúaða á á leið heim til sín, en óþarfi ætti að vera að hrófla nokkuð við slóðanum um land eyðibýlisins Norðurkots.  


mbl.is Borgin í viðræður um veg við Þverárkot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendur brunarústabjörgunarmaður segir frá.

Fall Lehmanns brothers bankans fyrir tíu árum jafngilti því að stórbruni hefði brotist út í alþjóðlega fjármálakerfinu. 

Davíð Oddsson hefur greint frá því að í einkasamtali hans við einn af helstu ráðamönnum í alþjóðlega kerfinu hefði sá sagt strax sumarið 2008 að Lehmann og Ísland yrðu látin rúlla. 

Og þannig fór það. 

Eftir á hefur hefur þáverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagst efast um að menn hefðu gert sér nógu góða grein fyrir afleiðingunum. 

Hvað um það, - þegar stórbruni brýst út er reynt að kalla út slökkvilið frá öllum stöðvum. AGS er slíkt alþjóðaslökkvilið og var að vísu litinn hornauga af ýmsum gagnrýnum mönnum 2008 vegna ákveðinna mistaka í starfi sínu fram að því.

Það var eins og að þessir gagnrýnendur byggjust ekki við því að AGS hefði lært neitt, en varðandi Ísland kom annað á daginn. 

Tilraunir ýmissa æ síðan til þess að snúa hlutunum á haus og kenna erlendu og innlendu slökkviliði í brunarústabjörgun um hrunið stangast á við hinar stóru staðreyndir um ástæður hrunsins og hina yfirgengilegu stærð þess. 

Þvert á móti má í meginatriðum segja að allar íslenskrar ríkisstjórnir 2008-2016 hafi átt þátt í þeim ótrúlega viðsnúningi, sem síðan hefur orðið. 

En ekki má gleyma hlut gríðarlegs vaxtar ferðaþjónustunnar síðan 2011. 


mbl.is Viðsnúningurinn á Íslandi afrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband