Senda Jónas Elíasson til þeirra !

Í gosi Eyjafjallajökuls 2ö10 kom fljótt fram að það olli miklu fjártjóni að láta tölvuspá gerða í London ráða því alfarið hvernig lokað væri fyrir flug vegna hættu á að aska frá fjallinu færi í hreyfla þotna og ylli því að þeir stöðvuðust. 

Í framhaldi af umræðum um möguleika á að mæla magn öskunnar á einfaldan hátt var smíðað mælitæki undir forskrift Jónasar Elíassonar prófessors í samræmi við vísindalegar kröfur, sem prófað var á flugvél Sverris Þóroddssonar, TF-TAL til að mæla öskumagnið.

img_0031_1195856

Þótt þetta væri gert eftir vísindalegum háskólakröfum var það var ekki fyrr en Jónas leitaði til háskólans í Dusseldorf um vottun, sem skriður komst á það að nota þetta.

En þá var gosinu lokið og aldrei kom til þess að nota þessa ódýru tækni til að bjarga milljarða verðmætum það árið.

img_0032_1195855

Ári síðar gusu Grímsvötn og í rúman sólarhring tókst að afstýra lokun flugvallanna í Keflavík og Reykjavík með því að mæla öskuna (sem engin var) við sunnanverðan Faxaflóa og yfir Reykjanesskaganum og sýna fram á það óyggjandi að tölvan í London hefði rangt fyrir sér.

Myndirnar hér á síðunni voru teknar í þessum ferðum, sem skiluðu svo miklum árangri og sparnaði, að ekki sé talað um þær truflanir og vandræði sem það skapar þegar flugsamgöngur eru lagðar niður.  

Jónas fór síðar til Japans með mælitæki sitt þar sem það reyndist vel við að mæla gosösku í lofti og nú þarf bara að gera gangskör að því að hann verði kallaður til Mexíkó.

Kostnaðurinn við að fljúga lítilli eins hreyfils vél með tækið er örlítið brotabrot af þeim kostnaði, sem flugbann hefur í för með sér.

img_0036_1195857

Sem sagt: Senda Jónas Elíasson til þeirra með tækið góða!  


mbl.is Aflýstu flugi vegna eldfjallaösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjá gott myndband af áhrifum eldfjallaösku á flug hér:

 http://www.youtube.com/watch?v=mtzeNsAghrE

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 12:51

2 identicon

Frólegt væri að fá upplýsingar um þetta tæki hans Jónasar. Hvað það mælir, ösku og ryk líklega, og þá hvernig.

Þetta getur varla verið svo flókið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband