"Hún enn í dag fórna sér endalaust má...".

Það kann að vera rétt hjá dómsmálaráðherra að tölur um launamun kynjanna segi ekki nákvæmlega til um mismun á kjörum kvenna og karla.

En þegar Sigríður Andersen fer að reikna það út að munurinn sé konum í hag, yfirsést henni eitt mikilvægt atriði, en það eru hin launalausu heimilis- og uppeldisstörf sem unnin eru í landinu og hafa ætið verið unnin, án þess að þau séu reiknuð krónu virði út af fyrir sig. 

Það er ansi há skekkja sem þarna myndast og fæst síður en svo leiðrétt gagnvart þúsundum kvenna, sem komið hafa heilu kynslóðum Íslendinga á legg að mestu einar, stundum stórum barnahópi, og uppskera enn, margar hverjar hrakleg eftirlaun, langt fyrir neðan framfærslumörk, sem þakkirnar frá svonefndu allsnægtaþjóðfélagi. 

Að vísu hafa svonefndar barnabætur verið lengi við lýði, sem og barnameðlög feðra en í langflestum tilfellum hafa barnabæturnar verið greiddar báðum foreldrum, og greiðsla meðlaganna  verið svona og svona. 

Eftir stendur stærsta atvinnulega misréttið, að hið mikla verklega og andlega framlag kvenna í formi heimilis- og uppeldisstarfa og hefur í gegnum tíðina að mestu lent á þeim, sést ekki í þjóðarbókhaldinu. 

Það er ekki einu sinni til sérstök krónutala varðandi þetta, sem hægt er að takast á um í kjarsamningum, enda ekki um neina launþega eða atvinnurekendur að ræða.Íslenska konan. 

Þess vegna varð til dæmið um ráðskonuna, sem giftist atvinnurekandanum, bóndanum, og að við það lækkuðu þjóðartekjurnar sem nam launagreiðslunum, sem hún fékk áður. 

Í ljóðinu "Íslenska konan", sem er eitt af 75 ljóðum í "Hjarta landsins", komandi ljósmyndaljóðabók okkar Friðþjófs Helgasonar, og er einnig á samnefndum safndiski, sem gefinn var út í fyrra, er hlutskipti kvenna í gegnum aldirnar allt til okkar daga, meðal annars orðað svona: Hjarta landsins, bók

 

"Hún þraukaði hallæri hungur og fár. 

Hún hjúkraði´og stritaði gleðisnauð ár. 

Hún enn í dag fórna sér endalaust má. 

Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún há."

 

Að vísu hefur orðið mikil breyting til batnaðar varðandi heimilis- og uppeldisstörf, en miklu betur má ef duga skal. 

Þó ekki væri nema að rétta hlut þeirra kvenna, sem komnar eru á lífeyrisaldur og upplifa mesta misrétti ævi sinnar. 

Nokkuð sem virðist alveg hafa farið framhjá dómsmálaráðherra í nýjum útreikningi. 


mbl.is Segir dómsmálaráðherra á hálum ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Er ekki í lagi að yrja smá um alla sjómennina sem hafa farist við Íslandsstrendur frá því land byggðist all flestir karlmenn sem fónuðu sér fyrir land og þjóð menn sem áttu konu og börn?

Hér fyrir neðan er smá sem ég fann eftir þig Ómar á þinni bloggsíðu um okkar sjómenn sem hafa farist í gegnum tíðina í sögu okkar frá því land byggðist vona að þú getir tekið fallega vísu hér um þá sem aldrei komu aftur í faðm fjöldskyldu sinnar mörg þúsund karlmenn sem urðu hafinu að bráð.

31.3.2016 | 08:56 eftir Ómar ragnarsson

Í 1100 ár hefur sjórinn tekið þúsundir Íslendinga.

..Það er þekkt fyrirbæri að meira að segja dýr, sem stundum eru kölluð skynlausar skepnur, hafa í sér innbyggð viðbrögð vegna reynslu margra kynslóða, sem á undan komu.

Þúsundir Íslendinga hafa farist í sjóslysum síðan landið var byggt, og það ástand, að sjóslys séu allt í einu horfin, er alveg nýtt fyrirbrigði.

Á 20. öld fórust líklega meira en þúsund manns í sjóslysum og voru mörg þeirra afar mannskæð, svo sem þegar togarinn Júní fórst 1959 með 30 manns.

Halaveðrið á þriðja áratugnum var dæmi um ofboðslegar mannfórnir, sem færðar voru til þess að þjóðin gæti lifað af sjávarfangi.

Afleiðingin hlaut að verða almenn hræðsla við hafið, "innbyggt í fólk" eins og Kári Logason orðar það, og kannski þarf margar kynslóðir til þess að aftengja þessa hræðslu.''

Kveðja, Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 09:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í ljósmyndaljóðabók okkar Friðþjófs eru þrjú ljóð um íslenska sjómenn, sem lýsa kjörum þeirra, "Upp skaltu á kjöl klífa", "Jón tröll" og "Á vertíð."

Hið síðast nefnda er áður óbirt og ósungið, tileinkað afa mínum og einnig tengdaföður mínum heitnum og langaafa mínum heitnum, sem sjórinn tók báða, auk mágs míns heitins og tveggja annarra mága, sem eru á lífi. 

Ómar Ragnarsson, 25.10.2018 kl. 10:13

3 identicon

Hin launalausu heimilis- og uppeldisstörf sem unnin eru í landinu og hafa ætið verið unnin, án þess að þau séu reiknuð krónu virði út af fyrir sig, eru val og á kostnað og ábyrgð einstaklingsins. Enginn var ráðinn í þau störf og enginn vinnuveitandi bað um að þau væru unnin. Þau eru ekki eitthvað sem vinnuveitendum ber að greiða fyrir. Nokkuð sem augljóslega hefur ekki farið framhjá dómsmálaráðherra en Ómar Ragnarsson virðist halda að hægt sé að réttlæta. Þakklæti Ómars er svo mikið að hann er óþreytandi í að finna einhverja aðra til að sýna það og borga, því ekki kemur króna frá Ómari.

Það að konur skipti um bleyjur og ryksugi í sínum frítíma kemur launamuni ekkert við. Það er ekki vinnuveitenda að greiða fólki fyrir það sem það kýs að gera í sínum tómstundum. Og fegnastir yrðu vinnuveitendur ef konur hættu að hrúga niður börnum og skrópa úr vinnunni til að annast þau.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 20:58

4 identicon

Kostulegur mãlflutningur síðuhafa, eina ferðina enn.

Heimilisstörf eru ekki inn í útreikningum þjóðarframleiðslu ekki frekar en starfið sem felst í því að skeina sér.

Starfsfõlki er borgað fyrir að skapa verðmæti af þeim sem eignast verðmætin.  Fõlk ã ekki að fã borgað frã öðrum fyrir að skapa sjálfu sér verðmæti.

Þess utan er það fõrn þegar fõlk gerir eitthvað af einhverri annari ãstæðu en til að auka eigin lífsgæði og ãnægju.  Samkvæmt síðuhafa er engin fõrn meiri en að ala upp eigin afkvæmi, sérstaklega ef það er launalaust.  Furðulegur hugsanagangur svo ekki sé meira sagt.  Allt venjulegt fõlk lítur nefnilega ã þetta sem forréttindi frekar en fórn, það er nú líka væntanlega þess vegna sem fõlk eignast börn.

En gott til þess að hugsa að svo virðist sem síðuhafi hafi lítt komið að uppeldi sinna barna og því hafi fõrn hans verið lítil í þeim efnum.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband