Tengivirkið og sérstaða"sprengilægðarinnar." Mikilvæg nefnd.

Tíu dögum eftir að svokölluð sprengilægð olli dæmalaust illvígu óveðri með tilheyrandi fyrstu rauðu  viðvöruinni hér á landi, er enn verið að glíma við eina af mörgum ástæðum hins ótrúlega víðtæka vanda, sem þetta lífshættulega veður olli. 

Þetta sýnir ásamt ótal öðrum atriðum, hve brýnt það er að gera þetta óveður að fyrsta stóra verkefni almannavarnarnefndar, því að það er til dæmis mikilvægt að rekja orsakasambönd einnar bilunar við aðrar. 

Ef það gerist til dæmis, að allt rafmagn fer út á ákveðnu svæði og að jafnframt detti allt fjarskiptikerfi síma, nets, björguarsveita, útvarps og sjónvarps út, verður að forgangsraða umbótum í réttri röð í stað þess að finna einhvern blóraböggul eins og sumir hafa gert gagnvart RÚV.  


mbl.is Hreinsa tengivirkið í Hrútatungu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var reyndar með ólíkindum hversu fljótt tengivirkið í Hrútatungu sló út, nánast strax og vind fór að hreyfa, löngu áður en veðrið náði hámarki.

Ljóst er að viðhaldi og fyrirbyggjandi aðgerðir voru í lágmarki, eða engar, að selta hafi verið mikil á einöngrurum áður en veðrið kom.

Þá var enginn starfsmaður á staðnum, heldur treyst á tengingu ljósleiðara frá Reykjavík, til að stjórna virkinu. Sá ljósleiðari varð óvirkur skömmu eftir straumrofið, sem bendir til að eitthvað hafi verið ábótavant við varaaflið fyrir hann, geimar ónýtir eða lélegir.

Ef virkið hefði verið hreinsað fyrir veðrið, jafnvel bara í haust og ef maður hefði verið á staðnum, hefði verið hægt að halda rafmagni mun lengur. Þeir sem til þekkja telja að jafnvel hefði verið hægt að halda uppi straumi á tengivirkinu að mestu leiti gegnum allt veðrið, í það minnsta fram undir morgun miðvikudags, er sveitalínur fóru að gefa sig.

Þess í stað sló virkinu út snemma á þriðjudegi og langan tíma tók að komast að því og menn lagðir í hættu við það ferðalag.

Gunnar Heiðarsson, 21.12.2019 kl. 08:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þessar athyglisverðu umfjöllun, Gunnar. 

Ómar Ragnarsson, 21.12.2019 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband