"Mikil óeining og æsingur vegna afsals ríkisvalds til erlendra alþjóðastofnana."

Íslenska stjórnarskráin er sú eina í okkar heimshluta sem hefur ekkert ákvæði um "afsal ríkisvalds til erlendra alþjóðastofnana í þágu friðar og efnahagssamvinnu" eins og það er orðað í 111. greininni í frumvarpi stjórnlagaráðs. 

Til þess að undirstrika orðin "...friðar og efnahagssamvinnu" er sett hér inn mynd af sólarlaginu í kvöld. Sólarlag 25.júlí 2020

Í greininni er segir í framhaldinu:  "Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar i hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. 

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings, sem felur í sér framsal ríkisvalds, skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Margir íslenskir fræðimenn, svo sem Björg Thorarensen og Ólafur Þ. Harðarson hafa lýst þeirri skoðun sinni, að ekki verði lengur undan því vikist að hafa einhver ákvæði í stjórnarskrá um þetta mál og vísa til erlendra stjórnarskráa í því tilliti. 

Í sjónvarpsviðtali í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, að svo skiptar skoðanir væru um þetta mál, að ekki yrði hægt að gera í því að svo stöddu. Þetta væri alveg sérstakt mál. 

Þetta er rétt hjá Katrinu og er alveg sérstak hve mikill æsingur og stóryrði hafa verið höfð uppi hér á landi um jafn eðlilegan hlut og að einhver lög um framsal séu í stjórnarskrá okkar eins og stjórnarskrám annarra þjóða.

Björg Thorarensen flutti mjög góða ræðu um þetta á aldarafmæli fullveldisins fyrir tveimur árum, og færði meira að segja að því rök, að ef ákvæði um þetta væru í íslensku stjórnarskránni, væri komið að því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um EES samninginn. 

Heitir andstæðingar hvers kyns afsals ríkisvalds til alþjóðastofnana hafa lýst fulltrúum í stjórnlagaráði og öðrum, sem vilja setja um þetta góð lög sem örgustu landráðamönnum. 

Þeir hafa þó ekki svarað spurningunni um það hvort slíkt alþjóðasamstarf hafi falið í sér landráð í hundruð skipta allar götur frá 1944 þegar við gerðumst aðilar að ICAO, Alþjóðlegu flugmálastofnuninni, og þar á eftir að Sameinuðu þjóðunum og fjölmörgum stofnana þeirra og alþjóðasamningum, Hafréttindasáttmálanum, Mannréttindasáttmálanum, Barnasáttmálanum, EFTA, dómstólnum í Strassborg, Ríó-sáttmálanum, Árósasamningnum o.s.frv. o.s.frv. 

Ef allir þessir sáttmálar og samningar hafa verið landráð og þjóðsvik, og við segðum okkur frá þeim öllum, sést alvarleiki þess mál vel á því hvernig umhorfs væri til dæmis í flugmálum okkar, þar sem við settum okkur sjálfir allar reglur um loftferðir og loftför. 

Það myndi að sjálfsögðu jafngilda því að segja okkur úr lögum við alþjóðasamfélagið og leggja allt flug okkar í rúst.  


mbl.is Hyggst leggja fram stjórnlagabreytingar að hausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ekkert samhengi milli samninga Íslands um ICAO og fleiri samnnga íslands sem fullvalda ríkis og bullsins í ykkur Þorvaldi Gylfasyni í stjórnalgaráði um einhverja nýja stjórnarskrá sem miðaði mest  við að ganga í ESB og taka upp EVRU sem þjóðin vill ekki sjá.

Pródúktið ykkar var til skammar, langhundur og  þvæla og ekki tækt sem gagnfræðaskólastíll einu sinni.

Ykkur öllum sem að komu til skammar fyrir óvönduð vinnubrögð og vanþekkingu á því hvers er krafsit af svona grunnlöggjöf .

Halldór Jónsson, 25.7.2020 kl. 23:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

´"Óvönduð vinnubrögð, þvæla, til skammar, langhundur."

Það þarf að hafa kynnt sér vel vinnuna vegna gerðar stjórnarskrárinnar til þess að fella svona stóryrtan dóm, svo að þú hlýtur að hafa gert það.

"Langhundur?" Við bárum stjórnarskrána saman við erlendar stjórnarskrár og reyndist hún af meðallengd.

Við fórum yfir nýjustu stjórnarskrár Evrópu og nýttum okkur það besta, sem þar fannst. Þú hefur væntanlega gert það líka?

Starf okkar var opið fyrir alla með beinum útsendingum og samráði, hundruð ábendinga og álitsgerða komu inn. Allt opið fyrir almenning. Kynntir þú þér það? 

Árið fyrir starf stjórnlagaráðs fór fram viðamikið starf færustu sérfræðinga á vegum sérstakrar stjórnarskrárnefndar  til þess að útbúa 800 blaðsíðna skýrslu, sem við gátum notað. Kynntir þú þér það? 

Það var opið ferli. Kynntir þú þér þann vegvísi sem sérstakir þjóðfundir samþykktu þar á undan? 

Við leituðum til helstu sérfræðinga á þessu sviði allan tímann sem vinnan stóð. Feneyjanefndin gaf álit, sem og margir af helstu erlendu sérfræðingum á sviði stjórnarskráa sem allir gáfu mjög jákvætt álit. Kynntir þú þér það? 

Var þetta allt "óvönduð vinnubrögð"?  Við bárum saman núverandi stjórnarskrá, sem verið er að reyna að útskýra fyrir fólki, og sífellt vekur vafa og spurningar. Er hún svona gríðarlega "tæk sem gangnfræðaskólastíll"?  Þú hefur væntanlega kynnt þér það mjög vel og borið hana saman við okkar stjórnarskrá og aðrar hjá nágrannaþjóðunum, þar sem stjórnarskrár eru settar rökrétt upp, en ekki með um 30 greinum í upphafi, sem voru samdar 1849 til þess að friðþægja dönskum konungi, en gilda nú nær óbreyttar varðandi það að forsetinn geri þetta og hitt, en síðan kemur í ljós að hann geri nánast ekkert af því. 

Þú hefur væntanlega kynnt þér það til að gefa því gæðastimpil þinn, en gefa stjórnarskrám nágrannalandanna falleinkun?

Ómar Ragnarsson, 25.7.2020 kl. 23:41

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Halldór má auðvitað hafa sína skoðun á nýju stjórnarskránni sem stangast þó á við álit fjölmargra erlendra fræðimanna sem eru á allt annarri skoðun en hann.

Lawrence Lessig, prófessor við lagadeild Harvard háskóla:
“Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti?”

https://www.visir.is/g/20161326580d     


Marc Fleurbaey, prófessor við Princeton háskóla:
“Stjórnarskárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu.”

https://www.visir.is/g/2016160419529


Antoni Abat y Ninet, prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla:
“Engum dettur í hug að þetta byltingarkennda ferli, sem Íslendingar áttu frumkvæðið að, verði auðvelt viðfangs, og framundan eru ýmsir farartálmar, en þegar upp er staðið er það vilji fólksins sem skiptir sköpum í lýðræðisríki. Sé það vilji Íslendinga að leggja til grundvallar stjórnarskrárdrögin sem þjóðin samdi getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svo verði. Fyrr eða síðar verður sá texti samþykktur.”

https://www.visir.is/g/2016160318733


D.A. Carrillo, S.M. Duvernay og B.V. Stracener, við lagadeild Berkeley háskóla:
“Það er grundvallaratariði í fulltrúalýðveldi að þjóðin feli stjórninni völd og að þeim sé beitt í þágu þjóðarinnar. Í þessu viðhorfi felst að þjóðin eigi rétt á að breyta eða bæta stjórnina þegar stjórnin hættir að þjóna tilgangi sínum. Það er kjarninn í fullveldi þjóðar. Þjóðin skóp stjórnina, stjórnin starfar í þágu þjóðar, og þjóðin hefur vald til að endurskapa hana.”

https://www.visir.is/g/2016160439992/islendingar,-thad-skal-takast


Arne Hintz frá Cardiff háskóla:
“Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra.”

https://www.visir.is/g/2016160519071


Auk þess eru hér tenglar á 8 greinar til viðbótar um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar, skrifaðar af fræðimönnum við lagadeild Berkeley háskóla:

 

https://www.visir.is/g/2017170809872/   

 

https://www.visir.is/g/2017170819301/   

 

https://www.visir.is/g/2017170909995/

 

https://www.visir.is/g/2017170919582

 

https://www.visir.is/g/2017171009544/

 

https://www.visir.is/g/2017170928651/

 

https://www.visir.is/g/2017171129886/

https://www.visir.is/g/2018692885d

Sigurður Hrellir, 25.7.2020 kl. 23:45

4 identicon

eflaust ágætis vinnubrögð í nemdini ef marka má ómar er nafli góðra stjórnarskráa í Evrópubandalaginu. þó virðast þær gagnast lítið þegar menn vilja brjóta mannréttindin. að þjóðin hafi viljað nýja stjórnarskrá er að að minnstakosti hálf sanleikur. því eingin undirskriftasöfnun var gerð áður en haldið var í þessa vegferð í besta falli vilji elítu sem þá stjórnuðu landinu. að það þurfi stjórnarskrárbreitíngu til að framselja vald til alþjóðlegra stofnana er rangt því það höfum við gert nokkrum sinum. en þökk sé stjórnarskránni þura þeir g0rníngar að fara í gegnum alþingi 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.7.2020 kl. 06:18

5 identicon

Verðum að ganga í EU (ESB). Getum þetta ekki ein, einhver þarf að halda í hendina á freka, montna krakkanum norður í Ballarhafi. Spillingin of mikil, einnig vanhæfni (incompetence) embættismanna. Enda flokksskírteinin veigamest í selection í störfin.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2020 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband