Albert skoraði svona mörk.

Það er líklega rétt að markið sem skorað var á upphafssekúndum leiks í Sádi-Arabíu sé heimsmet. 

En á sínum tíma veit ég að Albert Guðmundsson skoraði á þennan hátt, ekki á upphafssekúndum viðkomandi leikja, en síðar í þeim.

Og Albert skoraði nokkur mörk af þessu tagi. Hann sagði mér að alla sína tíð, líka þegar hann léki góðgerðarleiki með Stjörnuliðinu mínu, væri hann ávallt með augun á öllum leikvellinum, ekki bara svæðinu næst sér.

Hann fylgdist sérstaklega með markverði og varnarmönnum andstæðinganna, jafnvel þótt hann sjálfur væri ekki kominn nálægt vítateig þeirra.

Í nokkur skipti hefði hann nýtt sér það að markvörðurinn uggði ekki að sér, og hefði skorað nokkur svona mörk, jafnvel frá eigin vallarhelmingi.

Já, Albert var magnaður knattspyrnumaður og ég hef áður greint frá tveimur snilldarmörkum hans í saman leiknum í leik Vals og erlends liðs á Melavellinum eftir að Albert kom heim úr frægðarútrás sinni, fyrsti íslenski atvinnumaðurinn. 


mbl.is Skoraði eftir 2 sekúndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband