Það var mikið nýjabrum af því þegar Bjarni Friðriksson hreppti bronsverðlaun í sínum þyngdarflokki í júdó 1984. Okkur Íslendingum hættir til að gleyma því að fjölmargar íþróttir eru jafn útbreiddar og þekktar á heimsvísu ekki síður en handbolti.
Það er skemmtilegt að öld eftir að Jóhann Þ. Jósepsson varð afreksmaður á heimmælikvarða í grísk-rómverskri glímu og efnaðist vel af því, skuli hliðstætt ævintýri kornungs Íslendings hugsanlega að vera í uppsiglingu.
![]() |
Íslendingur valinn í breska landsliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gaman yrði að vita hvernig umferðin hér á landi væri ef engir Íslendingar færu út í umferðina erlendis og kynntust einföldustu frumatriðum góðrar umferðarmenningar eins og "tannhjólinu/rennilásnum".
En enda þótt sjá megi að eitthvað af erlendri umferðarmenningu sé að síast með árunum með hraða snigilsins inn í aksturslagið hjá okkur eru önnur atriði eins og stanslaus hraðakstur hjá of mörgum, sofandaháttur og snjallsímanotkun.
Oft kallar einn ósiðurinn á annan, svo sem sofandahátturinn, sem æsir aðra ökumenn stundum upp og veldur óþarfa töfum og vandræðum í umferðinni.
Og síðan er stór hluti ökumanna, sums staðar meirihlutinn, sem getur einfaldlega ekki ekið öðruvísi en langt yfir leyfilegum hraða.
Fyrir um sextíu árum féll stefnumrkandi hæstaréttardómur í máli tveggja ökumanna, þar sem annar braut á rétti / forgangi hins, sem hinsvagar ók langt yfir leyfilegum hraða.
Hraðakstursmaðurinn vildi láta hinn ökmanninn bera alla sökina á árekstrinum, en þegar málið var skoðað nánar, varð úrskurður Hæstaréttar þveröfugur; að sá sem æki langt yir leyfilegum hraða hefði skapað með sér réttleysi; það væri ekki hægt að ætlast til að allir aðrir ökumenn áttuðu sig á því um mikinn glæfraakstur væri að ræða.
![]() |
Algjörlega óviðunandi hlutfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2022 | 08:44
Bætist við bindishnútinn?
Sú hefur verið tíð í heila öld að ungir menn stæðu frammi fyrir því fyrirbæri, sem stundum hefur verið kallað bindiskylda, þ. e. að hnýta hnút á hálsbindi.
Þremur árum yngri bróðir hafði lært þetta fyrr, og það reyndist bjarngargreiði að hann liðsinnti við þetta, og byndi hnútinn fyrir okkur báða í nokkur ár, því að hann fór óvenju snemma að heiman til að stofna fjölskyldu.
Bindishnútur bróðurins reyndist þó að lokum happafengur, því að hann var sérstakrar gerðar sem tryggði það að hann yrði aldrei skakkur.
Að því mun þó hugsanlega koma, að eilliglöp verði til þess að það gleymist, hvernig þessi forláta hnútur er hnýttur, því að það er orðin svon þúsundföld venja að binda hann hugsunarlaust, að ef ætti að fara að pæla nánara í því, yrði það til þess að þessi mikilvæga þekking glataðist.
Nú má sjá á samfélagsmiðlum nýja, að því er virðist nauðsynlega hnútagerð varðandi grímur, og er hún að því leyti sýnu verri en sú, sem lærð var fyrir rúmum sextíu árum, að hnútarnir virðast vera tveir en ekki einn á nokkurra fersentimetra fleti.
Það er að nokkru leyti komið svolítið í bakið á mönnum ef alveg óvænt er bætt við marföldun bindskyldunnar frá því í den og er því hæpið að á gamals aldri verði farið út í hina nýju.
![]() |
Grímutrixið sem er að gera allt vitlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2022 | 21:29
Eru náttúruverndarsjónarmið "gamaldags forneskja"?
Hún er orðin ansi langlíf síbyljan sem höfð er uppi um það að náttúruverndarsjónarmið séu "gamaldags forneskja."
Nú síðast var orðið forneskja notað í athugasemd við bloggpistil um mismunandi sjónarmið í náttúruverndar- og umhverfismálum.
Ef menn ætla að dæma um þessi mál út frá sögunni, er orðið tímabært að þeir færi einhver rök fyrir ferli þeirra skoðanaskipta, sem hafa breytt viðhorfum í þessu efni á alþjóðavísu og meðal annars leitt til þess að árið 2002 lýsti þáverandi forsætisráðherra Noregs yfir því að tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi væri liðinn.
Þau ummæli voru ekki sögð út í loftið, því að áratugina á undan höfðu Norðmenn átt samskonar risaáætlun um virkjun vatnsafls á hálendi Noregs og Íslendingar öpuðu síðan eftir með svonefndri LSD áætlun um steypa öllum jökulsám á Norðausturhálendi Íslands í eina risavirkjun upp á 1500 megavatta vatnsaflsstöð í Fljótsdal.
Í Noregi fór fram mikil rökræða um þeirra stórfelldu áform sem enduðu með sigri náttúruverndarfólks sem var svo alger, að það var ekki fyrr en eftir nokkrar Noregsferðir síðuhafa sem hann komst á snoðir um þessa rökræðu og niðurstöðu hennar, sem var endanlega negld með ummælum Kjell Magne Bondevik 2002.
Þegar umræðan í Noregi er skoðuð vandlega og virkjanamál þar í landi skoðuð, kemur í ljós, að þeir hafa verið nokkrum áratugum á undan okkur í þessum málum.
Það eru sem sagt hinar hrikalegu áætlanir um margfaldaðar virkjanir hér á landi sem eru hin raunverulega forneskja; - við erum einfaldlega langt á eftir.
Og við erum enn lengra á eftir og með enn meiri forneskju en Bandaríkjamenn, sem afgreiddu hliðstæða umræðu fyrir meira en fimmtíu árum og hættu við fyrirhugaðar stórvirkjanir í sínu landi, sem voru hliðstæðar´Kárahnjúkavirkjun.
Í þeirri rökræðu allri hafði náttúruverndarfólk afgerandi sigur og reyndust talsmenn nýrra og nútímalegra sjónarmiða, en virkjanafíklarnir hins vegar talsmenn afturhalds og forneskju.
Þegar lesin eru rök hinna bandarísku ákafamanna um stórvirkjaniri þar í landi frá því fyrir 50 árum, sést átakanalega, hverjir eru "gamaldags" og "forneskjulegir" hér á landi núna.
Ein besta bókin, sem skrifuð var á sínum tíma um þessi mál, hét "Cadillac desert" eftir Marc Reisner og ráðlegg ég hinum raunverulegu íslensku nátttröllum að byrja á því að lesa sér til í þeirri merku bók.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2022 | 08:18
Dreifing og nýting mannafls og tækja virðist aðalatriðið.
Tilfærsla á mannafla og nýting tækja virðist vera aðal púsluspilið í stríðinu við kórónuveiruna.
Dæmið um Klínik, þar sem um sinn verður frestað liðskiptum er gott dæmi um þetta.
Áður en heimsfaraldurinn skall á var hið stóra og flókna heilbrigðiskerfi notað til að reyna að dreifa verkefnum þannig að sem fæstir flöskuhálsar mynduðust.
Umfang faraldursins hefur riðlað þessu og megin undirliggjandi ástæða er það áralanga svelti, sem tölur OECD sýna að íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið hefur orðið fyrir og fyrirsjáanleg öldrun þjóðarinnar hefur átt þátt í.
Á svipaðan hátt og þetta svelti stóð yrir árum saman þarf nokkur ár til að ná aftur endum saman á ný.
Langir og lengdir biðlistar út um allt kerfið, sem oft er gripið til af handahófi, er greinilega óviðunandi ástand.
![]() |
Gæti verið þörf á frekari liðsauka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar skoðuð eru árin í kringum síðustu aldamót og sömu málin þá og nú, stærstu málin sett á vogarskálar blasir við, að stærstu málin þá og stærstu málin nú eru hin sömu.
Stóriðjustefnan var í algleymingi árið 2000 og verið að sækja hart fram til í þá átt að innan áratugs skyldu 80 prósent stóraukinna virkjana í afli stórvirkjana í vatnsafli og gufuafli til að þjóna stóriðjunni. Þetta gekk eftir og gumað af því að um væri að ræða hreina og endurnýjanlega orku, þegar hið rétta er, að stórfelldasta rányrkja Íslandssögunnar er stunduð í nýtingu gufuafls á Reykjanesskaga.
Það hefur ekki skánað, heldur versnað síðan 2000 og núna er hafin miklu harðari sókn til þess að virkja allt það sem eftir er í þágu erlendra stórfyrirtækja, og þegar búið að birta áætlanir um virkjanir til að fara út í veldisvöxt á því sviði, þannig að að lokum verði framleidd allt að fimmtán sinnum til tuttugu sinnum meiri orka hér á landi og á miðunum en við eigum sjálf til íslenskra fyrirtækja og heimila.
Í aldarbyrjun vorum við búin að fá sérstaka undanþágu frá Kyotosamningnum á þeim forsendum að með skefjalausri virkjanastefnu værum við að fórna íslenskri náttúru fyrir loftslagsmál.
Núna, 22 árum síðar, er búið að stórbæta svo í þennan söng, að vikum saman er hóað saman ráðamönnum erlendra þjóða til að kyrja síbyljusönginn um endurnýjanlegu orkuna hvar sem því verður við komið. Stefnt er að því að stíga risaskref afturábak á þessu sviði.
Um síðustu aldamót virtist eitthvað ætla að þokast í áttina varðandi kvótakerfið með Vatneyrardómnum svonefnda, en dómskerfið sá um að snúa því við.
Nú, 2022, er búið að afgreiða málið með innihaldslausu loforði um sátt, sem allir sjá, að verður bara enn ein útgáfan af orðunum: "Ætli það sé bara ekki best að kjósa Framsókn."
Um síðustu aldamót var á frumstigi hugmyndin um stóran og veglegan hálendisþjóðgarð.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar 2017 var skýrt og skorinort kveðið á um það að slíkur þjóðgarður skyldi stofnaður.
2022 liggur fyrir, að búið er að afnema þetta ákvæði algerlega og í staðinn samþykkt krafan um "útvatnaðan þjóðgarð", auk þess sem "Vinstri hreyfingin - grænt framboð" hefur afsalað sér umhverfisráðuneytinu.
![]() |
Þessi stjórn hefði gengið í móðuharðindunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2022 | 18:55
Hve oft hefur goshætta liðið hjá?
Eftir því sem hvers kyns mælingatækni fleygir fram fá vísindamenn aukna yfirsýn yfir það sem er að gerast í iðrum jarðar á eldvirkum svæðum.
Dæmi um það er aflétting óvissuástands við Fagradalsfjall eftir að hinar fjölbreyttu mælingar leiddu í ljós, að kvikan þar var að vísu komin upp í um 1500 metra lóðrétta fjarlægð frá yfirborði jarðar, en á hinn bóginn var rúmmál kvikuhólfsins óbreytt og skjálftum að fækka.
Með notkun afar umfangsmikilla mælinga hefur líklega aldrei fyrr verið hægt að taka svona ákvörun að vel athuguðu máli.
Það sést með samanburði við fyrri tilfelli svo sem við Kröflu og nú síðast undir Öskju.
Í Kröflueldum 1975-84 urðu fjórtán umbrotahrinur á svæðinu, þar sem hallamælir í stöðvarhúsinu var aðal mæligagnið. Fjórtán sinnum reis land, en eldur braust aðeins upp á yfirborðið níu sinnum ef rétt er munað.
Eftir að svæðið róaðist eftir 1984 kom tíðindalítið tímabil.
Um síðustu aldamót vaknaði áhugi á svonefndum djúpborunum eftir gufuafli niður á miklu meira dýpi en fyrr.
Giskað var á að með því mætti fimmfalda orkuframleiðsluna eða jefnvel enn meira.
Lagt var í mjög dýrt tilraunaverkefni við Kröflu, vestan við sprengigíginn Víti, kammt frá holu sem fékk hið neyðarlega heiti Sjalfskaparvíti 1975, af því að hún eyðilagðist.
Ekki fór betur fyrir nýju holunni, sem eyðilagðist líka vegna þess að þarna var komið niður á heita kviku á aðeins 1,5 kílómetra dýpi!
Land hefur risið síðasta árið undir Öskju eftir langa kyrrstöðu, en þrátt fyrir miklu fjölbreyttari og nákvæmari mælingatækni en völ hefur verið á áður, treysta vísindamenn sér ekki til að spá, hvort þarna endi landrisið og kvikusöfnunin með eldgosi.
Talan 9-5, alls níu gos í Kröflueldum segir lítið en hugurinn leitar samt að því að velta vöngum yfir því hve oft goshætta líður yfirleitt hjá íslenskum eldstöðvum.
![]() |
Óvissustigi við Fagradalsfjall aflétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2022 | 13:51
Á Fjallabakssvæðinu einu eru margfalt fleiri djásn en í Yellowstone,
"Í Yellowstone verður aldrei virkjað; þar eru heulög vé." Þetta voru lokaorð eins þekktasta jarðvarmasérfræðings Bandaríkjamanna, sem Ísor bauð á tíu ára afmælisráðstefnu sína hér á landi.
Markverð orð fyrir Íslendinga hefði maður haldið að slík yfirlýsing væri um svæði, sem er lang- lang- langstærsta jarðvarmasvæði Ameríku, en enginn blaðamaður eða fréttamaður hafði áhuga á því heldur eingöngu því hvernig Íslendingar gætu náð forystu á heimsvísu með því að virkja sem allra mest af jarðvarma hér á landi.
Í alþjóðlegum handbókum um mestu undur veraldar, eru nefnd um 40 undur, sem eru náttúruundur.
Áður hefur verið greint frá því hér á síðunni, en þar er hinn eldvirki hluti Íslands talinn í hópi sjö mestu náttúruundra Evrópu með þessum upphafsorðum: "Ísland er engu líkt."
Í þessu riti komast "hin heilögu vé" Ameríku ekki á blað, enda engin furða, því að bara Fjallabakssvæðið eitt býr yfir margfalt fleiri náttúrudjásnum, svo sem gígaröðum, fyrirbæri, sem finnst hvergi á þurrlendi jarðar nema hér á landi.
Ef flogið væri á þyrlu um Yellowstone og lent á stað, þar sem þyrlugestir myndu stíga út og hrópa: Vaá! kæmi hverasvæðið Mammuth hot springs nyrst í garðinum helst til greina.
Á leiðinni þangað má sjá hrafntinnuhraun, sem mikið er gumað af en Hrafntinnuhraun að Fjallabaki er mörg hundruð sinnum stærra.
Heildarheiti goshvera í heiminum er geysir, en þeir draga allir nafn sitt af Geysi í Haukadal á Íslandi.
En síðan mætti nefna ansi marga staði að Fjallabaki, þar sem þyrlufarþegar gætu staðið og hrópað "vaáa!":
Jökulgil, Grænihryggur, Ljótipollur, Kýlingar, Vatnaöldur, Brandsgil, Veiðivötn, Hraunvötn, Langisjór, Fögrufjöll auk Hrafntinnuhrauns.
Viðbrögð þjóðanna tveggja, sem voru með sína fremstu menn í nýtingu jarðvarma á ráðstefnu fyrir nokkrum árum, við megin atriðum í verðmætamati lands, hafa verið gerólík.
Hér á landi er nú hafður uppi meiri áróður fyrir marföldum virkjunum en nokkru sinni fyrr, en í Ameríku er svæði, sem stendur hinu eldvirka Íslandi að baki hvað náttúruverðmæti varðar, nefnt heilög vé, sem aldrei verði snert.
![]() |
Var bara miðaldra karl sem horfði á Netflix |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2022 | 19:31
Fjölbreyttar nýjungar á rafbílasviði. Hvað er t.d."Invicta"?
Heilmikil hreyfing er á bílamarkaðnum hér á landi um þessi áramót og birtast þær meðal annars í dagblöðum í formi mikilla auglýsinga.
BL sendir til dæmis frá sér fjórblöðung með Fréttablaðinu þar sem fyrirsögnin er "mesta rafbílaúrval landsins" og nefndir ellefu bílaframleiðendur neðst á forsíðunni.
Þar eru meðal annars nöfn stórframleiðenda á borð við BMW, Hyundai, Renault, Nissan og Subaru.
En lengst til hægri neðst í horni forsíðunnar er heitið "Invicta" sem ekki hefur áður birst á þennan hátt.
En hvað er "Invicta"? Jú, þar er andsvar við gagnrýni, sem fram kom í kosningaumræðum í haust varðandni það að "litli maðurinn", tekjulægsta fólkið, hefði ekki peninga til að kaupa rafbíl.
Invicta er gamalt enskt eðalmerki, en nú er rafbíll með þessu nafni smíðaður í bænum San Sebastian við norðurströnd Spánar og er, eins og er, ódýrasti og minnsti bíllinn á íslenska bílamarkaðnum, kostar 2,4 milljónir, tveggja sæta og með ágætt farangurspláss.
Hann nær rúmlega 80 km/klst hraða og í mælingu síðuhafa, sem greint var frá hér á síðunni síðasta haust, var drægnin 115 kílómetrar, sem er álíka og var á fyrstu kynslóð Nissan Leaf á sínum tíma.
Rafhlaðan, 17 kwst, er nefnilega sú langstærsta í nokkrum bíl í þessum flokki, sem ber heitið L7e og nokkrir rafbílar eins og Ami / Opel rocks-e, Renault Twisy og Tazzari Zero eru í samkvæmt alþjóðaskilgreiningu.
Aðalkosturinn við það að flytja svona ódýran rafbíl til landsins er ekki aðeins hið háa verð, sem óekinn bíll kostar, heldur ekki síður, að þegar svona bílar eru orðnir nokkurra ára gamlir, verða þeir að sjálfsögðu miklu ódýrari.
Á vegum þessarar bloggsíðu hefur verið ekið sem einkabíl tveggja sæta rafbíl í rúmlega fjögur ár af gerðinni Tazzari Zero, alls um 12 þúsund kílómetra og ljóst er, að erlendis er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær svona smáir rafbílar muni ryðja sér til rúms í sívaxandi umferð.
Auk Invicta rafbíla hafa þeir hjá BL á boðstólum rafknúin léttbifhjól af mismunandi stærðum og gerðum.
![]() |
Bíllinn á lager en verð hækkar um áramótin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2022 | 10:12
Endurvekja mætti bækurnar "Kappar" sem kom út fyrir sjötíu árum
Í kringum 1950 voru gefnar út tvær bækur, sem á þeim tíma voru ætlaðar unglingum og reyndust góð undirstaða fyrir þá hvað snerti þekkingu og áhuga á Íslendingasögunum.
Textinn var með nútíma stafsetningu og aðlagaður lítillega að nútíma talmáli og valdar voru stuttar sögur og af meðallengd og styttar hæfilega.
Ein eftirminnilegasta sagan var Laxdæla, enda er viðfangsefni hennar klassískt og episkt og höfðar til allra kynslóða.
Þarna voru Grettis saga, Harðar saga og Hólmverja, saga Orms hins sterka, sagan af Hrafni og Gunnlaugi ormstungu og eitthvað fleira.
Halldór Pétursson, besti skopmyndateiknari þessa tíma, naut sín við að teikna flottar myndir úr efni sagnanna.
Fyllilega væri athugandi að gefa þessar bækur út að nýju og bæta nýjum við.
![]() |
Opnar nýjan glugga að Íslendingasögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)