Tölurnar um tjónið vegna áfengisneyslu tala sínu máli.

Í gegnum tíðina hafa verið framkvæmdar ótal kannanir á tjónið, sem áfengisneysla veldur þjóðum heims, bæði stórum og smáum. Ein nýjasta könnunin í Bretlandi sýnir mun víðtækara tjón en áður hefur verið haldið og tölur sýna einnig, að þeim mun meira sem opnað er fyrir sölu á áfengi, því meira er drukkið.   

Á þessum tölum byggir Alþjóða heilbrigðisstofnunin sitt álit á fyrirkomulagi áfengismála í heiminum. 

En hér á landi er stór hluti þjóðarinnar svo sannfærður um ágæti áfengisins, að svo lengi sem munað er aftur í tímann, hafa ný og ný frumvörp verið lögö fram um að stórauka aðgengi að áfengisvörum í almennum verslunum. 


mbl.is Frekar ætti að skoða að fækka áfengisverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þar ríkir fegurðin..."undir áhrifum frá lagi Whittakers.

Fyrir rúmum áratug gerðist það kvöld eitt um svipað leyti, að ég heyrði í útvarpi spilað lagið "Last farewell" eftir Roger Whittaker og í flutningi hans en einnig fékk ég símtal með frétt um alvarleg veikindi náins ættingja. 

Þessi áhrifamikla tilviljun olli því að sest var niður og gerður íslenskur texti við lagið og síðar farið í hljóðupptöku hjá Vilhjálmi Guðjónssyni og það tekið upp með hans vandaða hljóðfæraleik og bakröddum, sem Halla dóttir hans söng. 

Fólk hefur haft samband við mig síðan og beðið um að fá eintak af textanum, sem ber heitið "Þar ríkir fegurðin." 

Lagið á að vera til á Youtube, á spilaranum við bloggsíðuna og safndiskininum og söngljóðabókinni "Hjarta landsins" og viðeigandi að birta það hér vegna fráfalls Whittakers. 

 

ÞAR RÍKIR FEGURÐIN.  

 

Við berumst öll í átt að sama landi

í ólgusjóum lífs í gleði´og þraut. 

Þótt fley okkar á boðum steyti´og strandi 

í stormum lífs á örlaganna braut

ég veit að handan ógnarstrandar óttans 

til orrustunnar miklu er ég býst 

:,: þar ríkir fegurðin

í fullkomnun og sælu;

fegurðin, sem engin orð frá lýst :,: 

 

Ég þáði ást og atlot foreldranna

og ástin stóra kom og gaf mér allt. 

Er núna skal ég nýjar lendur kanna

og nístir brotið fley mitt brimið kalt

ég lít í anda ástvinina kæru, 

sem aldrei bregðast, hvernig sem allt snýst,

:,: þá ríkir fegurðinn;

já fegurð hreinnar ástar;

fegurðin, sem engin orð fá lýst;,:. 

 

Af moldu landsins kæra kominn er ég, 

ég hverf til moldar og af henni rís. 

Til himinsins og jökulsins frjáls fer ég;

þar fegurð, ofar hverri kröfu´er vís. 

Er jarðlífs hinsta andvarp af mér líður

og eldingin mig lýstur er það víst: 

 ;,: Þá ríkir fegurðin;

já, fegurð alvalds ástar;

fegurðin, sem engin orð fá lýst;,;

 

Ég lyftist upp til andans háu fjalla

og óma sinfóníu Drottins nýt

Við ljúfan englasöng er lúðrar gjall

ég lýt þeim örlögum er taka hlýt. 

Ég fer þangað sem friðurinn mér veitist. 

Til ferðalagsins mikla er ég býst. 

:,: Þar ríkir fegurðin;

já, fegurð alheimsandans,

fegurð Guðs, sem engin orð frá lýst ;,; 

 

 


mbl.is Roger Whittaker látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áberandi mótsögn í umhverfismálum. Stóra talan, 80 % til stóriðju, sker í augu.

Hláleg mótsögn blasir bæði okkur sjálfum og öðrum þjóðum þegar það tvennt gerist á sama tíma að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda og drögum saman í raun framlög til umhverfismála. 

Samhliða blasir við öllum mótsögnin, sem felst í því að hlutdeild erlendra stórfyrirtækja í íelenskri orku heldur áfram að vaxa upp fyrir 80 prósent á sama tíma sem dagleg síbylja kveður við um það að íslensk heimili og fyrirtæki þurfi meiri orku.   


mbl.is Ný fjárlög ráðstafi minna fé í umhverfismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildi smærri salanna vill oft gleymast.

"Það geta´ekki allir verið gordjöss" söng Páll Óskar, og á ferli margs góðs tónlistarfólks og annarra listamanna og fyrirlesara reynast litlir salir á borð við Hannesarholt notadrjúgir, og einnig góðir salir af smærri gerðinni eins og Salurinn í Kópavogi. 

Þeir sem standa að rekstri slíkra sala mega ekki gleyma því hve mikið gagn þrirra og gildi getur oft verið fyrir lista- og menningarlíf í landinu. 


mbl.is Lítill áhugi meirihlutans á starfsemi Salarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að hlusta meira á Kára og nýta sér óumdeilanlega þekkingu hans?

Um það hvaða stöðu Kári Stefánsson hefur meðal læknavísindamanna heims þarf varla að deila. 

Enn er í minni þegar hann var útefndur sem einn af hundrað áhrifiamestu læknavísindamanna heims. 

Það má ekki láta það trufla sig, þótt sumum finnist hann stundum full góður með sig sjálfur, heldur líta á ævistarfið raunsæjum augum.  


mbl.is Kennslanefnd rugluð í kollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Land, þjóð og tunga; þrenning sönn og ein..."

á þeim tólf árum, sem liðin eru síðan þjóðin kaus sé nýja stjórnarskrá, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem Alþingi hefur komið sér undan að fara eftir, hefur ríkt slík stórsókn enskrar tungu, að til ófarnaðar horfir.  

Við blasir að staða íslenskrar tungu er orðin verri en hún var gagnvart dönskunni þegar verst lét á 19. ðld.  Verst er að Íslendingar eru í vaxandi mæli orðnir ófærir um að hugsa á íslensku, heldur verða æ meira að leita að íslenskunni í huga sér ef þeir ætla að tala hana. 

"Land, þjóð og tunga; þrenning sönn og ein..." orti Snorri Hjartarson, og á Degi íslenskrar náttúru hlýtur sú þrenning að eiga skýran sameiginlegan sess. 

Uppröðun skáldsins er rökrétt; land - þjóð - tunga. Landið er forsenda þjóðarinnar og þjóðin aftur á móti forsenda fyrir tungunni.   


mbl.is Okkur beri skylda til að varðveita íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan vanmetin allt frá árinu 1942.

1942 gerðist það,  að vegna dæmalausrar þenslu í efnahagsmálum af völdum gríðarlegs stríðsgróða rauk verðbólgan í fyrsta sinn á fullveldistímanum upp í marga tugi prósenta. 

Ólafur var forseætisráðherra skammlífrar minnihlutastjórnar og formaður flokks með um 40 prósent atkvæða þetta ár, og sagði digurbarakalega, að engin ástæða væri að hafa áhyggjur af þessu; hægt væri að stöðva verðbólguna með einu pennastriki.  

Þetta reundust hláleg áhrinsorð, þvi að allt fram til þjóðarsáttar 1990 eða í tæpa hálfa öld, réðist ekkert við verðbólguna þrátt fyrir endalausar gengisfellingar og "kapphlaup verðlags og kaupgjalds."

Var Ólafi ítrekað strítt á ummælunum um "pennastrkið."

Á því herrans ári 2022 virðast menn ekkert hafa lært af þessu. 


mbl.is Verðbólgan hafi verið vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"...Vítt um geim, um lífsins lendur, / lofuð séu´hans verk..."

Einar Benediktsson fór oft vítt um völl og næsta djúpt í ljóðagerð sinni og talaði meðal annars um "eina alveldisálm /  um anda, sem gerir steina að brauði." 

Hann var um margt langt á undan samtíð sinni og myndi áreiðanlega taka fagnandi viðtengdri frétt á mbl.is um lífvænlega plánetu 120 ljósár frá jörðu.   

Í nýjum sálmi með heitinu "Sorg og líkn" segir um meistara sköpunarverksins: 

"Og ég veit að orðstír lifir,

ást og kæerleiksþel.

Sá, sem vakir öllu yfir

æ mun stjórna vel. 

Vítt um geim um lífsins lendur

lofuð séu´hans verk. 

Felum okkur í hans hendur, 

æðrulaus og sterk."


mbl.is Fundu lífvænlega plánetu í ljónsmerkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgin frá 2018 komin aftur.

Á yfirborðinu flýtur margt í ferðaþjónutunni þessa síðsumarmánuði, sem virðist girnilegt, metfjöldi ferðamanna og fádæma mannekla við að manna þá innviði sem anna afleiðingum þeirra græðgi, sem nú skapar verðbólgu í gamalkunnu hlutverki.  

En ókostir þessa æðibunugangs eru fleiri, offjölgun á ferðamannastöðum og troðningur, aðsókn flóttamanna, slæmt orðspor og uppblásnar framkvæmdir á viðkvæmum stöðum sem eru ógn við ðræfakyrrðina og ósnortin víðernin, sem eru ómissandi undirstaða undir farsælli lausn þeirra vandamála, sem græðgðin og æðibunugangurinn valda ´varðandi varðveislu mestu verðmæta landsins okkar góða. 


mbl.is Horfur á 2,2 milljónum ferðamanna á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Kjarval var talinn klikkaður fyrir 75 árum vegna hugmynda um hvalaskoðun.

Í ár eru liðin 75 ár síðan Jóhannes Kjarval listmálari fékk orð í eyra og það var talið merki um það hve klikkaður hann væri að minnast á þá fjarstæðu að taka upp hvalaskoðunarferðir hér á landi.  

Áratugirnir liðu og upp úr 1990 fengu þeir örfáu, sem reyndu fyrir sér þá að heyra háð og spott. 

Á annarri bloggsíðu í dag er rifjað upp að eftir jafna fjölgun hvalaskoðunarfólks fari 60 þúsund manns í slíkar ferðir frá höfnum Íslands. 

Já, sá hlær best sem síðast hlær, segir máltækið. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband