16.8.2023 | 22:51
Hver er munurinn hættunni á Heklu og Öskju?
Ef rétt er munað kom fram í fréttum í dag, að eftir gosið í Öskju 1961 hefði Askja sigið svo mikið, að þrátt fyrir 70 sentimetra hækkun síðustu tvö ár, væri hún ekki enn komin í sína fyrri hæð.
Til samanburðar má nefna, að Hekla hafði risið um ákveðna hæð fyrir gosið árið 2000, seig við gosið, en hefur síðan risið eða þanist út á ný og komin upp fyrir hæðina fyrir gosið árið 2000.
Páll Einarsson hefur margoff lagt það til að blindflugleiðum, sem liggja yfir Heklu, sé hnikað til vegna þess að fyrirvarinn fyrir gos er allt niður í eina klukkustund.
Tæknilega er hægt ákveða breytingar á fjölflognum flugleiðum, en ekkert hefur gerst í sambandi við Heklu.
Ýmislegt er nú að koma í ljós varðandi Öskju, sem kallar á markvisst átak varðandi hættuna af umbrotum í öskju.
Minna má á það hvernig viðvörunarkerfi brást að hluta fyrir nokkrum misserum varðandi snjóflóð.
Lengi vel var langbylgjuútvarpið gamla mikilvægt til að nota sem upplýsingamiðil um allt land.
Það virðist vera að koma í ljós að fjarskiptasamband á stórum hluta landsins sé ansi götótt.
Nú þarf að spýta í lófana hjá þeim, sem sjá um þjóðaröryggi okkar.
Við stöndum ofan á eldfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2023 | 17:53
Ólafshöllin, athyglisvert óperuhús í Þrándheimi. Vitlaust gefið hér?
Þrándheimur er álíka fjölmenn borg og Reykjavík og Þrændalög samanlögð álíka fjölmenn og suðvesturhluti Íslands.
Báðar borgirnar eru á svipaðri breiddargráðu og menning og lífskjör afar lík.
Því er það athyglisvert að það vafðist ekkert fyrir þeim norsku að reisa fjölnota tónlistarhús í Þrándheimi, margfalt ódýrara en Hörpuna, sem samt er með fullhannaða aðstöðu fyrir óperu, en það er Harpa ekki.
"Það er nefnilega vitlaust gefið" orti Steinn Steinarr.
Hætta starfsemi vegna niðurskurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2023 | 22:29
Vindstefnan í mörgum hæðum eru líklega helsta viðfangsefnið vegna Öskju.
Öskjugos eftir 1875 hafa verið frekar litil hraungos, og komi kvika upp á þurru landi, er ekki nærri eins mikil hætta á ferðum og ef gjóska kemur upp í tengslum við Öskjuvatn.
Hraungosið 1961 er dæmi um fyrri möguleikann, en gos líkt og varð 1875 yrði margfalt viðsjárverðara.
Þá gæti mðkkurinn náð drjúgt upp fyrir flughæð millilandaþotna, og askan hefur áður náð alla leið til Póllands.
Allir möguleikar til rýmingar vegna öskugoss ráðast af dreifingu og þykkt öskunnar líkt og var í gosunum í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011.
Jónas heitinn Elíasson hannaði afar hagkvæm og notadrjúg mælingartæki sem reynd voru í gosinu í Grímsvötnum og einu gosi í Japan.
Ef sú reynsla verður ekki prófuð í næsta öskugosi hér á landi er skarð fyrir skildi.
Kvika mögulega á litlu dýpi: Askja undirbýr sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2023 | 10:47
Mikilsvert verkefni fyrir byggingariðnaðinn.
Eftir tugmilljarððatjón á tiltölulega nýjum byggingum hlýtur það að verða þarflegt að komast betur að því hvað veldur þessum ósköpum á mannvirkjum á landi sem ætti að búa yfir fullnægjandi þekkingu og aðferðum og okkar land.
Það er eftir miklu að slægjast og hefur þegar dregist of lengi að ganga til verks.
Mygla frá upphafi mannkyns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2023 | 13:33
Askja, Hekla, Katla, Geysir; vinsæl nöfn á skaðræðisfyrirbærum.
Í næsta bloggbistli á undan þessum er fjallað um aukinn innflutning á rafbílum, og bera tvö þeirra fyrirtækja, sem keppa á þeim markaði nöfn íslenskra eldfjalla, sem valdið hafa miklum búfsifjum í gegnum tíðina, Öskju og Heklu.
Hekla var öldum saman illræmt fyrirbæri, jafnvel talað um hana sem fordyri helvítis nafn hennar þekktasta íslenska örnefnið víða um lönd.
Okkur sjálfum finnst þetta ekkert óeðlilegt, því að einstæð náttúra Íslands ber af frægð annarra fyrirbæra. Óumdeilanlegt er þó að orðið saga á það skilið að vera þekktasta íslenska heitið erlendis og meira að segja búið að ávinna sér sess sem alþjóðlegt heiti, en það á reyndar líka við heitið Geysir.
En ólíklegt má telja að Ítalir myndu telja það söluvænt að bjóða bíla undir heitinu Vesúvíus eða Indónesar vöru fyrirtækis, sem héti Krakatá.
En burtséð frá því er full ástæða að horfa á Öskju með óttablandinni virðingu og vanda til alls viðbúnaðar vegna óvissuástandsins, sem þar hefur verið í gildi í tvö ár og er enn.
Yfirborðsbreytingar við Öskju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2023 | 22:49
Úrvalið eykst og það skilar sér í aukinni sölu.
Þessi bloggpistill er skrifaður með þeim fyrirvara, að með rafbílum sé aðeins átt við hreina rafbíla og svonefndir hybridbílar ekki taldir með.
Á dögunum vildi svo til að síðuhafi þurfti að taka sér tengiltvinnbíl frá Akureyri til Reykjavíkur af Mitsubishi Eclipse og vera sem fljótastur.
Þannig fór að sá hluti drifbúnaðarins sem var rafknúinn kom það lítið við sögu í þessari ferð að orkukostnaður og eyðsla urðu heldur meiri en ef notaður hefði verið bíll sem aðeins var knúinn jarðeldsneyti.
Astæðan er sú að drægni svona bíla á rafaflinu einu er aðeins nokkrir tugir kílómetrar svo að það virkar tefjandi ef reynt er að nota það mikið.
Helsta ástæða þess að rafbílarnir sækja á í sðlu er líklega aukin fjölbreytni á rafbílum sem henta fleirum, og hluti af ástæðunni getur einnig verið aukinn og alveg nýr innflutningur á kínverskum bílum.
Rafbílar 70% af sölunni í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2023 | 14:41
Vindviðvaranir eru ekki einhlítar.
Á leið yfir Hellisheiði á dögunum var ekið framhjá fellihýsi, sem hafði snúist í vindi um tæpan hálfhring og verið skilið eftir.
Það leiðir hugann að því að þeir sem eru á ferð í stífum vindi verða sjálfir að bera ábyrgð á atvikum eins og þessum þótt vindviðranir hafi ekki verið gefnar.
Þennan dag var það mat síðuhafa í ljósi mjög langrar reynslu af ferðum bæði í lofti og á landi, að á þessum stað í þessari vindátt og vindstyrk væri varasamur kafli vegna vinds austast á Hellisheiði þar sem lúmskir sviptivindar af Henglinum gætu valdið þeim farartækjum vandræðum, sem taka vind illa á sig.
Þar sem landslag er fjöllótt eða fjölbreytilegt er oft á tíðum erfitt fyrir veðurstofuna að spá um afmarkaða staði með hættu á vindhviðum og því verða vegfarendur að vanda sem best við mat sitt á aðstæðum og upplýsingaöflun.
Varasamur vindhraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2023 | 11:02
Þráhyggjan varðandi bætt aðgengi og meiri neyslu heldur áfram.
Rannsóknir sem leiða í ljós óhollustu áfengis eru mikilvægar til þess að fólk geri sér betur en áðður grein fyrir eðli málsins.
hér er ekki aðeins um beinar læknisfræðilegar rannsóknir að ræða, heldur margar félagslegar rannsóknir, sem gerðar hafa verið, en margar hafa einfaldlega leitt í ljós að því betra sem aðgengi er að áfengi og áfengisneyslu, því meiri er neyslan og afleiðingin af því er stóraukið tjón af áfengistengdum sjúkdómum og afbrotum, sem kosta samfélagið tugmilljarða tjón á hverju ári.
Samt er ekkert lát á áróðri og pressu þess efnis að auka bæði aðgengi og neyslu þessa bölmiðils.
Áttfalt fleiri með lifrarsjúkdóm vegna drykkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.8.2023 | 21:39
Reglur, sem nánast engir fara eftir, - hætt við dæmið gangi ekki upp.
Í bloggpistli hér á undan er reifuð sú megin niðurstaða á áralangri könnun á hjólaflotanum,
að skortur á því að farið aé eftir nýjum reglum um rafskútur, sé nánast regla hvað snertir rafskúturnar og að eðlileg afleiðing sé stórfjölgun slysa á þeim.
Dæmin blöstu alls staðar við og nýkveiktar vonir um að taka upp meiri notkun 25 km hjóla á þeim grundvelli að hraðinn væri minni og slysahætta minni en á hraðari hjólum urðu fyrir nokkru hnjaski.
Bara eitt dæmi af mörgum, sem vakti hroll, var að vera á ferð á þröngum og rökkvuðum hjólastíg vegna þétts skógar sem hann lá um, og verða síðan að þola ofsahraðan framúrakstur rafskútu í blindri beygju án þess að eiga sér einskis slíks von, enda engin flauta notuð og eins gott að enginn kom á móti, því að það hefði kostað árekstur eða álíka alvarlegt slys.
Eina leiðin til þess að koma einhverju viti í þessa nýju viðbótarumferð, er að taka upp eðlilegt eftirlit með notkun rafskútuflotans nýja, því að Hoppskúturnar eru aðeins hluti af þessum flota, sem einstaklingar hafa keypt í þúaundatali, jafnvel tugþúsundatali.
Reynslan sýnir þegar, að slys á þessum farartækjum geta stórslasað fólk, ekkert síður en slys í bílaumferðinni.
Færeyingar banna rafskútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á vegum þessarar bloggsíðu hefur verið reynt að fylgjast með framþróun í notkun hverskyns hjóla í umferðinni í átta ár.
Síðustu tvö til þrjú ára skera sig úr hvað varðar notkun rafhlaupahjóla, sem ekki þyrfti að vera áhyggjuefni nema vegna þess hvernig alltof margir sýna hættulegan akstur.
Síðustu daga hefur staðið yfir skoðun bloggsíðunnar á rafhjólaflotanum, en notkun hans hefur því miður allt of mikið birst í vítaverðum glannaskap og kæruleysi. ´
Þeyst er langt yfir hraðamörkum, hjálmlaust og oft tvímennt, ætt yfir hraðamörkum í blindum skilyrðum án þess að nota flautu og margir langt undir lögaldri.
Yfirlæknir bráðamótttöknnar á Landsspítalanum staðfestir afleiðingar þessa háttalags, sem birtist að sjálfsögðu í fjölgun slysa. Myndin er tekin á Geirsnefinu í einni af kynnisferðum á léttu rafbifhjóli sem er með 25 km/klst hámarkshraða.
Vegna þessa rólega hraða og það við góðar aðstæður á mörgum hjólastígum, hefur það virkað hvetjandi að komast út úr blandaðri umferð á götunum.
En greinilega þarf að breyta miklu frá núverandi hættuástandi til þess að kostir hjólastíganna fái notið sín.
Slysunum fer ekki fækkandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)