Á leiðinni til að verða fjölmennasta þjóð heims.

Glöggir menn hafa spáð því að Indverjar stefni í það að verða fjölmennasta þjóð heims. Hvað sem því líður er hægt að færa fyrir því sterk rök að þeir séu fjölmennasta lýðræðisþjóð heims. 

Lending þeirra á tunglinu kemur á besta tíma fyrir þá á sama tíma sem brotlending Rússa er áfall fyrir þá. 

Indverjar eru mikil iðnaðarþjóð en framleiðsluvörurnar sumar hverjar næsta frumstæðar. 

Þrír Íslendingar fóru á sínum yngri árum frá Reykjavík til Tíbet með reiðhjól sem fararskjóta og lifðu sem mest meðal heimamanna í þeirri löngu ferð. Lýsingar þeirra af þessari mikilfenglegu þjóð og landi hennar voru ævintýralegar. 

Mengun í indverskum borgum er einhver hin mesta í heimi og umferðin frumstæð, reiðhjól og vélhjól.  

Þótt ekki fari það hátt er slatti af indverskum bílum í bílaflota okkar, Suzuki Alto. Þeir voru ódýrustu bílarni á sínum markaðsárum og hafa reynst vel. 

Indversk útgáfa af Alto hefur verið vinsælasti bíll á Indlandi, og tilraun Indverja með Nanó, ódýrasta bíl heims, mistókst hér um árið.  

Gísli á Uppsölum sagðist reyna að taka sér indverska fakíra til fyrirmynd, og sagðist telja það merkasta heimsviðburðinn áður en einveruár hans hófust fyrir alvöru þegar Indland fékk sjálfstæði. 

Því miður var Gísli svo óskýr í máli þegar hann sagði þetta, að í "þýðingarteksta" með sjónvarpsþættinum olli misheyrn mín því, að mér heyrðist hann segja England en ekki Indland. 

 

 


mbl.is Far Indverja lent á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni tók bæjarstjóri Reykjavíkur að sér umferðarstjórn.

Um þessar mundir eru líkast til ein ðld síðan Knud Zimsen þáverandi bæjarstóri, tók að sér að stjórna umferðinni á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis ef rétt er munað.  

Af þesss náðist ljósmynd, sem víða birtist. Þetta var á þeim tíma sem íbúar Reykjavíkur voru aðeins innan við 30 þúsund enda var bærinn aðeins bær og varð ekki borg fyrr en þremur áratugum síðar. 


mbl.is Vegfarandi stjórnaði umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttafélög eða bygginga-fjárafla-og verktakafélög?

Gamalgrónu íþróttafélögin í Reykjavík, KR, ÍR, Valur, Ármann, Þróttur, Fram og Víkingur hafa í eegnum tíðina fengið að skjóta rótum á afmörkuðum svæðum sem hafa verið ætluð til nota fyrir íþróttastarf. 

Með tímanum hafa orðið talsverðar breytingar hvað varðar þessi svæði, og eru helstu ástæðurnar hreyfingar í búsetu og aldur íbúanna. 

Fróðlegt og gagnlegt kann að vera að rannsaka eðli og umfang þessarar sögu og það hvernig íþróttafélögin hafa farið út úr þessum breytingum í gegnum tíðina og eru raunar á fullri ferð enn.  


mbl.is Valur vill byggja íbúðir á æfingasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það besta er ókeypis"?

"The best things in life are free" hét vinnsæll slagari á síðustu öld og hefur kannski mikið gildi enn í dag. 

Hlutir eins og loft, og vatn eru allt í einu orðin hundraða milljarða virði, hvort sem það er loft á hreyfingu fyrir svonefnda vindorkugarða, hreint vatn fyrir neyslu eða rennandi vatn fyrir orkuframleiðslu. 

Í öllum fréttunum af þessum auðlindum kemur fram, að mikið vantar á að búið sé að ganga almennilega frá öllu lagalegu umhverfi þeirra, og er þar mikið verk óunnið. 


mbl.is Kaup á vatnsverksmiðju tefjast um eina viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bob Zubrin: Ekki spurning um hvort, heldur hvenær og hve mikið.

Til eru merk og áhrifamikil samtök Alþjóðasamtaka áhugafólks um plánetuna mars og hefur helsti talsmaður þeirra löngum verið Bob Zubrin. 

Fyrir um aldarfjórðungi var Tímaritið Time með ítarlega umfjöllun um starfsemi þessara samtaka og ræddi við Zubrin. Zubrin kom ári síðar til Íslands til að leggja línurnar fyrir frekari komur til Íslands, af því að enginn staður á jörðinni byði upp á staði og svæði, sem væru líkari þeim sem eru á mars.

Þremur árum síðar kom sendiefnd frá samtökunum til Íslands og fór meðal annars sérstaklega til að skoða líklegt æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki. 

Síðar hafa rannsóknir verið hafnar með fjarstýrðum tækjum á mars, og nú er svo komið, að menn telja ekki aðeins, að í framtiðinni muni verða farið í mönnuðum geimförum til mars, heldur dvalist þar líka.

Og sífellt fleiri vísbendingar safnast smám saman um að líf í fortíðinni á mars.    

 


mbl.is Fann fleiri vísbendingar um líf á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru bílbrunar orðnir algengari en áður?

Þótt bílbrunar virðist vera orðnir algengari en áður var ber þess að gæta ber þess að gæta, að snjallsímar með myndatökumöguleikum eru orðnir fleiri en áður og því frekar líkur á því að myndir og fréttir af bílbrunum berist á samfélagsmiðla. 

Að auki hefur tilkoma rafbíla aukið á fréttaflutning og umræður um tíðni bruna. 


mbl.is Myndskeið: Alelda bíll á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama raunasagan áfram.

Í framhaldi af brunanum mannskæða við Vesturgötu fylgdi athyglisverð umfjöllun í sjónvarpi um hinar hörmulegu, heilsuspillandi og hættulegu aðstæður sem fjöldi fólks verður að lifa við í húsnæði, sem er í raun ekki íbúðarhæft. 

Síðan hefur lítið frést af þessu fyrirbæri fyrr en þá núna að þessi rauunasaga virðist á kreiki sem aldrei fyrr. 


mbl.is Ekki vitað hversu margir bjuggu í húsnæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svörtu blettirnir á Þjóðvegi eitt.

Eftir talsverðan akstur um Þjóðveg sker eitt í augu bílstjórans: Svartar klessur, misjafnlega margar en sums staðar svo þéttar eins og í Blömduhlíðinni, að allt í einu vaknar undrun yfir því að sjá þetta.

Ástæðan er samt augljós; Vegurinn er svo öldóttur að bílar reka undirvagnana niður og skilja eftir skán af undirvagninum í malbikinu. 

Þetta getur verið dýrt spaug, og minna má á það, veghæð margra rafbila er lítil, vegna þess að rafhlöðurnar eru hafðar undir botninum eða sem hluti af botninum. 

Fróðlegt væri að fræðast nánar um þetta, hjá tryggingarfélögunum, umboðunum og verkstæðunum. 


Fyrirbæri sem sést um allt land.

Á leið frá Reykjavík austur á land má víða sjá merki um það hvernig fljótræði og ákafi hafa valdið því, að hið göfuga markmið skógræktar gera því miður of mikið af því að skerða útsýni og tilvist margra þeirra náttúrufyrirbæra, sem eru helstu verðmæti ímyndar landsins okkar. 

Sums staðar gerist þetta svo hratt, að undrum sætir. Sem dæmi hafa fallegir og einkennandi klettaröðlar við Þjóðveg eitt drukknað í barrtrjám á leðinni norðan Borgarness upp til Bifrastar.  

Á sumum stöðum hefur fallegum byggingum í sveitunum, jafnvel kirkjum verið gert að hljóta slik örlög.  

Í ofanálag gildir víða svipað viðkvæði og nú heyrist varðandi há barrtré, sem eru á leið með að stórskaða aðflug og flugtak a annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar, að trén njóti friðunar eða annarra skilyrða, sem sett voru þegar gróðursetningin hófst. 

 


mbl.is Styðja kröfu um bætt flugöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hægt að "kópa við", "ríkovera og fókusera á tsjallendsið"?

Ofangreind orðaröð er tekin upp beint úr ummælum tveggja íþróttaþjálfara, sem voru spurðir um það, hvernig staðan væri hjá þeim eftir að hafa komið sínu fólki í undanúrslit.

Setningin lýsir einu lúmskasta atriðinu í stórsókn enskunnar, sem felst í því að fólk er unnvðrpum farið að hugsa á ensku og hætt að geta tjáð sig að neinu leyti á móðurmálinu. 

Bubbi Morthens nefnir fjölmðrg atriði sem varpa ljósi á herfilega stððu íslenskunnar. 

Æ algengara er það, að fólk afsakar sig með því segja: "...svo að maður sletti.." og hnykki þá í raun á varnarstríði íslenskunnar. 

Metnaðarleysið varðandi móður og föður íslenskrar menningar sést á miklu fleiri stöðum. 

Sem dæmi má nefna skefjalausar málalengingar sem lauma sér oft inn í tal frétta- og blaðamanna. 

Einn þeirra sem sjá um veðurfréttir og spár í sjónvarpi er til dæmis með þá leiðu og dýru (þetta er á dýrasta útsendingartíma RÚV ) áráttu að skjóta orðinu "svona" inn í mál sitt linnulítið. 

Síðuhafi hefur haft það sem eins manns gestaþraut að telja hve oft þetta orð, oft í samfloti við orðið "nú", hefur verið notað í einu stuttu spjalli, og er núverandi met 43 sinnum "svona", já,´ég endurtek, 43 sinnum "svona". 

Dæmi um þetta gæti hljóðað svona: "...á fimmtudag er nú svona lægð svona sem er nú að bera svona skil svona norðaustur yfir landið og veldur svona, svona  kólnandi veðri svona á norðanverðu landinu, en svona rigningu syðra."    

Annar er einkar laginn við málalengingar eins og "aftur á móti" og "kemur til með að..", 

sem myndi geta verið á þessa lund: 

"Á fimmtudag aftur á móti kemur lægð til með að fara norðaustur yfir landið svo að það kemur til með að kólna þar, en aftur á móti kemur til með að rigna syðra." 

Stórsókn enskunnar er aðeins eitt af mörgum atriðum í alvarlegri atlðgu að ástkæra ylhýra málinu, og eitt þeirra er sífellt óskýrari og órökréttari orðræða. 

Hefur verið fjallað um ótal dæmi um slíkt á þessari bloggsíðu allt frá stofnun hennar. 


mbl.is „Við getum snúið vörn í sókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband