Enn betur má ef duga skal fyrir innviðina í orkuskiptunum.

Efling innviðanna fyrir orkuskiptin eru forsenda fyrir því að þau gangi upp. Þegar mönnum sýnist þetta verkefni erfitt er ágætt að minnast þess, að það var ekkert smáræðis kerfi innviða sem komið var á á þeim tíma sem orkuskiptin í samgöngum fólust í í þvi að taka bíla með sprengihreyfla í notkun í stað hestanna. 

Og á sama tíma að koma upp enn tröllauknara innviðakerfi vegakerfisins. 

Þetta verkefni allt hefur að vísu tekið heila öld, en vegakerfið gagnast jafnvel fyrir eldsneytisknúin farartæki eins og rafknúin og fólksfjðldi og þar með þjóðartekjur hafa margfaldast.   


mbl.is Ætla að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússneski fulltrúinn í Öryggisráðinu var fjarverandi þegar Kóreustríðið hófst.

Mörg álitamál og deilumál hafa komið upp í tæplega áttatíu ára sögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Í einu þeirra skrópuðu Rússar á fundum ráðsins, og þá vildi svo til að Norður-Kóreumenn réðust fyrirvaralaust inn í Suður-Kóreu. 

Vegna fjarveru Rússa þegar ðryggisráðið fjallaði um málið, gátu þeir ekki notað neitunarvald sitt til þess að andæfa ályktun ráðsins um að her á vegum Semeinuðu þjóðanna yrði stonaður og sendur á hinar nýju vígstöðvar. 

Mjög mjóu munaði að Norður-Kóreumönnum tækist að leggja allan Kóreuskagann undir sig, og þeirri spurningu verður líklega aldrei svarað til fulls, hvort fjarvera Rússa varð til þess að her Sþ fór gegn innrásarhernum bæði á landi og í innrás af sjó, og sneri dæminu við með því að sækja alla leið norður undir landamærin við Kína við Yalufljót. 


mbl.is „Versta aprílgabb allra tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhlutdrægni - tjáningarfrelsi: Tvær hliðar á sama peningi.

Tvær hliðar á sama peningi er orðalag sem oft er notað um hluti, sem eru gróft orðað í tveimur hlutum, sem eru andstæður. 

Í ritum helstu fræðimanna og boðbera frelsis hefur þetta verið orðað þannig, að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar.

Vandinn er oft sá, að á mörkunum er misjafnlega stórt grátt svæði, þar sem oft verður að leggja sveigjalegt og umdeilanlegan dóm á álitaefni. 

Þetta á líklega við um það viðfangsefni hjá BBC um notkun starfsmanna á samfélagsmiðlum og hvernig eigi að draga mörkin á milli tjáningarfrelsis og kröfunnar um óhlutdrægni / hlutlægni / hlutleysi.   


mbl.is BBC endur­skoðar reglu­verk um sam­fé­lags­miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert grín að vera fastur í lyftu. "...Eru á ferli..."

Það er oft ekkert grín að vera fastur í lyftu, hversu öruggar sem þær eru. 

Atvik í nýreistri 12 hæða blokk að Austurbrún 2 fyrir 60 árum er gott dæmi um það. 

Kona ein, sem var gestur stutta stund í íbúð á efstu hæð hússins, gekk alla leið upp vegna þess að hún var afar lofthrædd og jafnvel enn hræddari í lyftum. 

Þegar hún var að kveðja var haldinn smá fyrirlestur um öryggið í nútíma lyftum, og meðal annars sagt fjálglega frá því hve vel væri búið um hnúta varðandi óhöpp sem gætu falist í því að eitthvað gæti fests á milli stafs og hurðar. 

Við þetta vaknaði nægileg forvitni hjá konunni, ekki síst vegna þess að boðið var upp á sýnikennslu. 

Var lyftan nú stillt á neðstu hæð, en þegar komið var nokkrar hæðir niður, stigið með tánni á þröskuld lyftunnar til að sýna hvernig hún stöðvaðist sjálfvirkt samstundis.

Það gerði hún svikalaust, en þá gerðist hið óvænta; lyftan haggaðist ekki og var allt í einu pikkföst á milli hæða. 

Hrifning konunnar breyttist á augabragði í einhverja mestu skelfingu sem hugsast gat. 

Við tók 20 mínútna bið, sem virtist lengri en heil eilífð þar til loksins barst hjálp og lyftan komst aftur af stað. 

Þekktasta atvikið af þessu tagi er líklega þegar fjórir af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar voru um borð í lyftu, sem stöðvaðist á milli hæða. 

Þetta voru forsætisráðherrann, forsetinn og biskupinn auk fjórða manns ef rétt er munað. 

Í tilefni af þessu orti Jóhannes Sigfússon (bróðir Steingríms J.), og tók að láni eina hendingu úr ljóði Gríms Thomsens um Arnljót gellini:

 

Illt í för það ávallt hefur 

ef menn storka giftunni. 

Eru á ferli úlfur og refur

í einni og sömu lyftunni.  

 


mbl.is Segir fólkið ekki hafa verið fast í lyftunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagngert og tafarlaust endurmat á ofanflóðahættu framundan?

Nýleg ofanflóð á Flateyri, Patreksfirði, Ólafsfirði og nú síðast á Austfjörðum hafa um margt verið öðruvísi og komið fólki meira að óvörum en búast hafði mátt við.  

Þetta hlýtur að kalla á gagngert endurmat á þessum málum og málefnum Ofanflóðasjóðs því að svo nærri skall hurð hælum varðandi hættu á mannskaða að engan veginn er að óbreyttu hægt að taka áhættu áfram á slíku.    

Og hér þýðir ekkert hik eða undanbrögð í máli sem þar sem verið að keppa við klukkuna gagnvart hættu, sem getur enn birst í versta ham hvenær sem er. 


mbl.is Rýna í gögn um ofanflóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ó, þú yndislega haf.."

"Föðurland vort hálft er hafið" segir í þekktu ljóði um forsendu mannlífs á Íslandi, sem er hafið við landið. Án viðunandi ástands hafsins væri landið óbyggilegt; því ræður hnattstaða þess.

Í laginu og ljóðinu "Ó, þú yndislega land" eru fjðgur erindi, og fjallar það fyrsta um landið, annað um hafið, hið þriðja um jörðina og lokaerindið um lífið. 

Svona hljóðar erindið um hafið:

 

Ó, þú yndislega haf, 

allt það besta, sem mér gaf!

Örvar mig og augun gleður 

öldufalda geislatraf. 

Aðeins þér að þakka er   

það, að lífvænt skuli hér. 

Sæll ég er á öldum þínum 

orðinn líkt og hluti´af þér.

 

Við þetta er litlu að bæta. Rannsóknir á hita, seltu og sýrustigi sjávar eru forsenda þess að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í hafinu umhverfis landið og átta sig á því hvort hætta geti verið á því að kólnun verði í hafinu vegna minnkunar Golfstraumsins. 


mbl.is Sjávarhiti við Suður- og Vesturland vel hár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband