"Fyrirbyggjandi aðgerðir", - teygjanlegt og hentugt hugtak valdhafa.

"Öryggishagsmunir ríkisins" er hugtak sem oft er notað erlendis til þess að réttlæta aðför að blaðamönnum og uppljóstrurum vegna staðreynda sem "lekið" hefur verið úr stofnunum eða fyrirtækjum. 

En nú hefur íslenskur sýslumaður gengið heldur betur lengra. Hann telur að möguleikar á því að fjölmiðill fari að upplýsa um fleiri mál en þau, sem hann hefur þegar upplýst um,  réttlæti að lögbann verði sett á frekari umfjöllun. 

Nú liggur fyrir að blaðamennirnir hafa eingöngu notað upplýsingar um æðsta valdamann þjóðarinnar og hans nánustu sem skiptu almenning máli og vörðuðu almannahagsmuni. 

Þeir hafa lýst því yfir að þannig ynnu þeir úr gögnunum, sem þeir hafa skoðað.  

En sýslumaður gefur sér það fyrirfram að blaðamennirnir kunni að taka upp á því að rótast eins og naut í flagi ofan í hvers manns koppi í gögnum Glitnis og að þess vegna sé réttlætanlegt að stöðva alfarið fyrirfram alla umfjöllun blaðamanna um bankann. Þetta séu "fyrirbyggjandi aðgerðir." 

Fróðlegt væri að vita hvort hliðstætt mál þekkist á Vesturlöndum. 

Því að "fyrirbyggjandi aðgerðir" er bæði teygjanlegt hugtak og þægilegt að grípa til í því skyni að kæfa alla upplýsingagjöf og umfjöllun um hvaðeina sem valdamiklir telja sér í óhag. 

Til dæmis liggur fyrir að rannsóknarblaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur um árabil flett ofan af ýmsu misjöfnu og saknæmu. 

Það gæti því orðið "fyrirbyggjandi aðgerð" að leggja fyrirfram lögbann á allt sem þessi blaðamður birtir. 


mbl.is „Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðið og síbyljan um að íslensk orka sé öll 100% endurnýjanleg.

Það er myndrænt að horfa á yfirlit á tengdri frétt um fyrirhugaðar virkjanir á Íslandi, alls 57. 

Þá skilst betur ástæða þess þegar við er bætt þeirri stefnuyfirlýsingu Landsvirkjunar, sem birt var fyrir nokkrum árum, að árið 2025 þyrfti að hafa tvöfaldað orkuframleiðsluna í landinu svo að hún yrði þá orðin tíu sinnum meiri en við þurfum sjálf til okkar eigin heimila og fyrirtækja. 

Og að það sé bráðnauðsynlegt að ramma allt landið inn í risaháspennulínur til þess að þjóna stóriðjunni og / eða sæstrengnum til Skotlands.  

Það er eins og oftast renni æði á okkur Íslendinga þegar eitthvað nýtt kemur til sögunnar líkt og Búrfellsvirkjun og 33 þúsund tonna álver í Straumsvík var árið 1970 

Nú er talið nauðsynlegt að hvert nýtt álver þurfi að vera minnst ellefu sinnum stærra en hið "stóra álver" var fyrir 47 árum.  

Og jafnframt er síbyljan um íslensk orka sé öll 100% hrein og endurnýjanleg þulin hvar sem því verður við komið, til dæmis stanslaust á Arctic Circle um helgina þótt fyrir liggi að íslenskar gufaflsvirkjanir endist aðeins í nokkra áratugi og séu því í raun rányrkja og víðsfjarri því að standast kröfur um sjálfbæra þróun. 


mbl.is Varasamt að „blóðmjólka“ auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkunotkun á besta tíma sólarhringsins.

"Virkjanalæti" og "einhver mest mengandi starfsemi sem hugsast getur" er ágæt lýsing forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á því óþoli og æðibunugangi sem hefur verið eitt helsta einkenni áltrúarinnar eða stóriðjutrúarinnar, sem tekin var upp hér á landi fyrir um hálfri öld. 

Hún virðist hafa heltekið svo marga, að fátt virðist getað stöðvað þetta æði og ýmsar rangar fullyrðingar sem fylgja því og hafa til dæmis dunið á Vestfirðingum varðandi það að fara hamförum um ósnortin víðerni Vestfjarðakjálkans án þess að það "tryggi orkuöryggi Vestfjarða" eins og flaggað er óspart. 

Skásta leiðin til að tryggja orkuöryggi Ísafjarðarsvæðisins væri ekki að setja allt á hvolf hinum megin á Vestfjarðakjálkanum heldur að virkja í Skötufirði eða Hestfirði, margfalt styttra frá Ísafirði.  

Ef notkun rafbíla verður almenn hér á landi og innviðir þeirra notkunar gerðir vel úr garði, verður orkunotkun þeirra í orkukerfinu hljóðlát að næturþeli, þegar bílarnir eru hlaðnir og önnur orkunotkun er minnst. 

En sífellt er látið eins og að það þurfi að halda "virkjanaæðinu" áfram og bæta jafnvel í. 

 


mbl.is „Virkjanalæti“ óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig?

Stórhrikaleg kosningaloforð eru sérgrein formanns Miðflokksins. Nú birtast slík fyrir þessar kosningar. 

Eitt þerira er slík kerfisbreyting á fjármálakerfinu, að vextir stórlækki og íslenskir kjósendur fái banka gefins. 

Nú er það svo að Landsbankinn er í raun ríkisbanki, en ætlunin í áætlun Miðflokksins er að Arionbanki verði líka ríkisbanki. 

En ef það er lausnin, hvernig stendur þá á því að ríkiseign á Landsbankanum hefur ekki skilað lægri vöxtum?

Í þeim upplýsingum sem hafa verið birtar á mismun verðtryggðra lána og annarra lána, hefur komið fram að í hluta tilfella borgi sig við vissar aðstæður að taka verðtryggð lán. 

Það verður að útskýra nánar hvers vegna banna á fólki að velja sér, eftir hlutlausa og góða upplýsingagjöf, að taka slík lán. 

En ekki þarf síður að útskýra af hverju þetta bann á verðtryggð lán muni stórlækka vexti. 

Miðað við reynslu Norðmanna af spítalamálum er afar líklegt að Landsspítali á nýjum stað muni spara mikla fjármuni þegar fram í sækir. 

En þá er samt eftir að finna út með kostnaðarreikningi hvernig það komi best út að halda í horfinu á gamla staðnum án tjóns fyrir þjónustuna á meðan farið er í að reisa nýjan spítala frá grunni eins og Norðmenn gerðu í Osló með svo góðum árangri, að "bútasaums"-spítalinn í Þrándheimi er sagður vera "víti til varnaðar." 

Enn og aftur hefur almennileg úttekt og kosnaðarreikningur ekki farið fram og þar með er spurningin aftur: Hvernig?


mbl.is Vill ráðast í kerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðgarður með störfum og tekjum er í boði ef ekki verður virkjað.

Á málþingi í Árnesi í sumar hélt stjórnandi mats á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar því blákalt fram að það væri hægt að gera þjóðgarð á stærsta ósnortna víðerni Vestfjarða þótt Hvalárvirkjun yrði reist. Mörg dæmi væru um það erlendis að slíkt væri gert. hjarta-vestfjarda

Svo virtist sem enginn myndi andmæla þessu og að fundarmenn tækju þetta sem staðreynd. 

Sem betur fór var hægt að standa upp og skora á stjórnanda matsins að nefna dæmi um þetta og segja honum frá því að í ferðum um 30 þjóðgarða og 18 virkjanasvæði í Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Portúgal hefði komið berlega í ljós að aðeins væri að finna tvo staði þar sem miðlunarlón lægju við mörk þjóðgarða og hefðu þau bæði verið gerð fyrir 80-120 árum þegar viðhorf voru allt önnur en nú. 

Þetta eru Hetch-Hetchy norður af Yosemite-þjóðgarðinum og Grand Lake við jaðar Rocky Mountain þjóðgarðsins í Colorado. 

Hvorugt lónið var inni í þjóðgarði en vatn í við Grand Lake væri lónið hluti af vatnsmiðlun, sem væri framkvæmd þannig að þetta náttúrugerða vatn væri þannig tengt við hið raunverulega miðlunarlón utan þjóðgarðsins, að yfirborð náttúrugerða vatnsins væri haldið stöðugu. 

Stjórnandinn góði svaraði mér ekki. 

Hvalárvirkjun mun ekki skapa eitt einasta starf eftir byggingu hennar. 

Stór Drangajökulsþjóðgarður gæti hins vegar skapað allmörg störf og líklegast er að þau skiptust svipað og störfin við Vatnajökulsþjóðgarð og yrðu flest unnin af konum á barneignaaldri, en slíkt skiptir sköpum um varðandi viðhald byggðar. 

Þessi þjóðgarður, stækkun á friðlandi Hornstranda, inni í því hjarta Vestfjarða, sem sýnt er í grófum dráttum á myndinni, er í boði, en aðeins ef svæðið er ósnortið en ekki virkjað. 

Þótt lagður verði virkjanavegur upp á Ófeigsfjarðarheiði mun enginn þeirra meira en 80% ferðamanna, sem koma til landsins til að upplifa ósnortna náttúru, fara þangað upp. 

Meðal annars vegna þessa fór ég á hjólinu Létti Vestfjarðahringinn síðastliðið sumar í beinu framhaldi af hringnum um þjóðveg eitt í kynningu á diskasettinu "Hjarta landsins" þar sem ein mynd af fjórum á settinu er frá Vestfjörðum. 


mbl.is „Það er ekkert betra í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvort eð er" röksemdin og bilanir öfugu megin við tengingu.

"Hvort eð er" röksemdin hefur verið fyrirferðarmikil hjá virkjanamönnum í gegnum tíðina. 

Nú er hún orðuð þannig að það sé "hvort eð er" komið svo langt í undirbúningi fyrir Hvalárvirkjun að ekki verði aftur snúið. 

Náttúruverndarsamtök eru ásakaðar fyrir að hafa ekki fyrr sýnt andstöðu við virkjunina. 

Ef þau hefðu gert það hefðu þau verið ásökuð um að vaða fram áður en Skipulagsstofnun væri búin að skoða málið. 

Sífellt er klifað á því að það að virkjanakostur fari í svonefndan nýtingarflokk hjá rammaáætlun (þetta er leiðandi heiti því að í verndun felst yfirleitt líka nýting) þýði sjálfkrafa að virkjað verði. 

Það er alrangt, því að ef það væri svo, þyrfti ekkert álit Skipulagsstofnunar né mat á umhverfisáhrifum. 

Á korti sem sýnt er yfir bilanir á Vesturlínu sést, að nær allar bilanirnar verða fyrir vestan Kollafjörð þar sem línan á að koma frá Hvalárvirkjun inn á Vesturlínu. 

Hvalárvirkjunarlínan mun sáralitlu breyta um bilanatíðnina, sem framkvæmdastjóri Vesturverks segir að hafi verið ástæða þess að hann og Vesturverk fóru af stað með þetta verkefni. 

Fyrir liggur að það verkefni að styrkja Vesturlínu eða leggja línu um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar yrði svo dýrt að það yrði augljóslega ekki gert. 

Merkilegt er að úr því að framkvæmdastjóranum fannst nauðsynlegt að virkja til að minnka rafmagnstruflanir vestra skyldi hann ekki fara í að virkja í botni Hestfjarðar eða Skötufjarðar, sem er margfalt nær Ísafirði en virkjun hinum megin á Vestfjarðakjálkanum. 

Röksemdin varðandi sparnað á útblæstri varaaflstöðva dettur dauð niður en í staðinn kæmi aukalega útblástur allra hinna stórvirku vinnuvéla sem notaðar yrðu við virkjunina.  


mbl.is „Nú förum við og virkjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin þrönga sýn virðist yfirgnæfandi.

Í gær voru tvö atriði samliggjandi á dagskrá Arctic Circle sem sneru að áhrifum loftslagsbreytinga á heimsvísu. 

Annars vegar ávarp, kynning og umræður varðandi yfirlýsingu Alkirkjuráðsins sem lesin var á Lögbergi og undirrituð í Þingvallakirkju í gærmorgun, þar sem prestar og leiðtogar þeirra 500 milljóna kristinna manna, sem eru innan vébanda ráðsins eru hvatir til þess að láta til sín taka í umræðum og aðgerðum varðandi vaxandi umhverfisvanda heimsins, en hins vegar umfjöllun og umræður um niðurstöður svonefnds hóps sem kom saman í Marrakesh fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar til að komast að markvissri og einfaldrar niðurstöðu varðandi það að beisla afl almennings og þar með ráðamanna til baráttu gegn loftslags- og umhverfisvandanum.

Þegar rennt er yfir umfjöllun íslenska fjölmiðla um Arctic Circle virðist hins vegar hin þrönga sýn á beina efnahagslega hagsmuni þjóðanna á norðurslóðum yfirgnæfandi.

Fyrirsögnin á tengdri frétt á mbl.is, "tryggja þarf sjálfbæra þróun" lofa góðu, en innihald fréttarinnar veldur vonbrigðjum.

Vitnað er í orð utanríkisráðherra Íslanda um "sjálfbæra þróun efnahags-og viðskiptalífs, í sátt við umhverfið efnahags- og viðskiptalífs á svæðinu, að vísu í sátt við umhverfið á svæðinu."

Að vísu heitir ráðstefnan Arctic Circle en viðfangsefni Marrakeshópsins, sem Ólafur Ragnar kynnti, sýnir að málið er miklu stærra og snertir allt mannkynið. 

Má sem dæmi nefna að fulltrúi Fiji eyja lýst því á áhrifaríkan hátt í pallborði Alkirkjuráðsins á Arctic Circle hver áhrif bráðnandi jöklar á Íslandi og norðurslóðum hafa á búsetuskilyrði og hag hundraða milljóna manna sunnar á hnettinum. 

Á Fiji-eyjum hvílir tilvera  fátæks 800 þúsund manna þjóðfélags að mestu á nýtingu á ströndum eyjanna, en nú þegar er hækkandi sjávarborð farið að valda vandræðum.

Hér á landi sjá fulltrúar hinna fjarlægu þjóða þá bráðnandi og minnkandi jökla sem eru að verða örlagavaldar fyrir varnarlaust fólk hinum megin á hnettinum.

En þröng sýn á eðli viðfangsefna Arctic Circle, virðist yfirgnæfandi hjá fjölmiðlunum, helst umfjöllun um hin "fjölbreyttu tækifæri" sen bráðnun íssins og hlýnandi loftslag muni færa þjóðum á norðurslóðum, en siður umfjöllun um neikvæðar hliðar eins og súrnun sjáar, hvað þá alvarlegar afleiðingar annars staðar á hnettinum. 

Vonandi er þó enn tími til að bæta úr því. 


mbl.is Tryggja þarf sjálfbæra þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gott þegar beinn hagsmunaaðili eins og landeigandi ræður úrslitum.

Reglur um vanhæfi varðandi mikla einkahagsmuni hafa verið að siast inn hér á landi, en því miður of hægt. 

Vanhæfi felst meðal annars í því að dómari telst vanhæfur að dæma í umdeilanlegu máli sonar sínst og víkur sæti. 

Engi skiptir þótt hann segist ætla að dæma son sinn svo hart að allir sjái að hann hafi tekið óhlutdræga afstöðu. 

Ef hann gerir það hefur það bitnað á syni hans hver faðir hans var. 

Í vanhæfisreglunum felst að ekki skiptir máli hvort málið er umdeilanlegt eða ekki, tengsl úrskurðaraðila og aðila máls vega þyngra. 

Í hreppsnefnd Árneshrepps, sem miklu ræður um gang margra mála í hreppnum, ætti landeigandi, sem græðir persónulega á því að selja jörð sína til umdeilanlegra framkvæmda að sjálfsögðu að víkja sæti þegar hreppsnefnd tekur afdrifaríkar ákvarðanir um mál. 


mbl.is Snerist hugur um Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalárvirkjun skapar ekkert starf til frambúðar, gagnstætt friðun.

Vatnajökulsþjóðgarður hefur skapað 70 störf og þar af eru 70 prósent starfanna konur á barneignaaldri, en sá fjöldi ræður úrslitum um lífsmöguleika byggða. 

Drangajökulsþjóðgarður myndi að vísu ekki skapa eins mörg störf, en samt yrði himinn og haf á milli þess, sem við það myndi skapast, og Hvalárvirkjunar sem skapar EKKERT starf. 

Það gleymist alltaf þegar gefið er upp hve margir muni fá vinnu við virkjanaframkvæmdirnar, að þau störf eru til stutts tíma, kannski í mesta lagi tveggja til þriggja ára, og eftir að virkjun er fullgerð missa ALLIR atvinnuna. 

Hinu megin við flóann átti Blönduvirkjun að "bjarga" Norðvesturlandi á níunda áratugnum. 

Niðurstaðan varð sú, að þegar virkjanaframkvæmdum var lokið, misstu allir atvinnuna, sem framkvæmdunum fylgdu og í hönd fór mesta mannfjöldahrun í fjórðungnum síðan í Móðuharðindunum. 

Á málþingi í Árnesi í sumar ætlaði yfirmaður gerðar mats á umhverfisáhrifum að komast upp með það að fullyrða við fundarmenn, að það yrði hægt að hafa virkjunina inni í þjóðgarði, af því að slíkt væri alsiða erlendis. 

Sem betur fór var hægt að reka þetta ofan í hann, því að þeir, sem halda þessu fram hafa ekki getað nefnt nein dæmi um slíkt utan tvö í Bandaríkjunum, þar sem virkjun var samliggjandi þjóðgarði og slíkt var gert fyrir meira en öld þegar allt önnur viðhorf ríktu. 

Vesturverk lofar stórkostlegum vegabótum í formi vegarslóða þvert yfir Ófeigsfjarðarheiði vestur í Djúp.

Einn fundarmanna orðaði viðbrögð sín við þessu svona: Við höfum fengið alveg nóg af vegum sem eru ófærir vegna snjóa mestallt árið, enda myndi þessi vegarslóði liggja í meira en 500 metrra hæð yfir sjávarmáli. 

 

P.S. Magma Energy á yfirgnæfandi hlut í HS orku, sem á meirihluta í Vesturverki, en raunverulegur eigandi Magma Energy kanadíski auðkýfingurinn Ross Beaty. 


mbl.is Aðþrengd sveit tekst á við virkjunaráform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjuleiðtogar 500 milljóna manna gegn sérgræðginni.

Á ráðstefnunni Arctic Circle í dag flutti yfirmaður Orthodox kirkjunnar í Constantinópel, sem talar fyrir kirkjudeildiur með 500 milljónir manna innanborðs, ályktun Alkirkjuráðsins sem samþykkt var á Lögbergi á Þingvöllum í í morgun og undirrituð þar, þar sem kennimenn kristinna kirkna um allan heim eru hvattir til að taka afstöðu í umhverfismálum. 

Myndirnar hér á síðunni eru frá Þingvöllum og Hörpu i dag, en á Þingvöllum lásu fjórir fulltrúar yfirlýsinguna. DSCN9082

Það er mikilvægt stórt og fréttnæmt skref bæði á alþjóðlega vísu og hér á landi þegar fjölmennar og áhrifaríkar trúarhreyfingar taka höndum saman í mikilvægustu málum samtímans og framtíðarinnar.

Alkirkjuráðið hefur innan sinna vébanda kristið fólk allt frá Alaska og Samahéruðum Norðurlanda til Fijieyja í Eyjaálfu.  

Fjölmiðlar og margir aðrir áhrifaríkir aðilar virðast hins vegar ekki skynja þetta, og gott dæmi er fréttaflutningur og pistlaskrif, sem líta á Arctic Circle eingöngu út frá sjónarmiðum sérgræði, sem til dæmis endurspeglast í slagorðum á borð við að ráðstefnan snúist eingöngu um það sem við Íslendingar gægum grætt mest á, ný tækifæri til þess að láta norræn lönd blómstra. DSCN9072

Í dag var hins vegar ekki annað að heyra en að aðalverkefni ráðstefnunnar sé að benda á þá ógn sem stafar af hlýnun lofthjúpsins um víða veröld og til dæmis hið beina samhengi á milli þess að bráðið vatn frá jöklunum hækki yfirborð sjávar hinum megin á hnettinum og muni jafnvel færa í kaf heimkynni tuga eða jafnvel hundraða milljóna manna.DSCN9087

Þess vegna sé mannkynið að falla á tíma við að takast á við vandann.  

 

P. S.  Af hverju þarf að þýða "running out of time" hrátt upp úr enskunni: "...renna út á tíma"?

Hingað til hefur nægt að segja á ísleDSCN9099nsku: "falla á tíma."DSCN9085


mbl.is Erum að renna út á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband