6.7.2022 | 00:12
Enn ein skrautfjöður vorkvölds í Reykjavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2022 | 10:01
Mörkin tvö, sem skópu sigur gegn Norðmönnum.
Örn Steinsen var einn af mönnunum, sem skóp svonefnt "Gullaldarlið KR, sem, ef rétt er munað, varð svo ósigrandi á blómatíma sínum í kringum 1960, að það vann Íslandsmeistaratitilinn með fullu húsi stiga.
Örn og Ríkarður Jónsson skópu tvö af stórkostlegustu mörkum íslenskrar landleikjasögu i landsleik við Norðmenn a þann hátt að þau voru nánast nákvæmlega eins, en það fyrra var dæmt ógilt, en hið síðara ekki!
´Örn skóp færið með flottum einleik upp hægri kantinn og gaf þaðan frábæra langa sendingu þvert yfir á Ríkarð Jónssonm, sem þar stökk öllum hærra og skallaði boltann óverjandi í markið.
En dómarinn dæmdi markð ógilt og áhorfendur bauluðu hressilega yfir því að sigurmark væri dæmt ógilt.
En, vti menn, nokkru síðar gerðist nákvæmlega það sama, Örn Steinsen sleit af sér Norðmenn a hægri kantinum og gaf nákvæmlega eins langa og hárnákvæma draumasendingu alla leið yfir á Ríkarð Jónsson, sem enn stökk manna hæst og hamraði boltann ógnarfast og óverjandi í markið, sigurmark í tvennum skilnngi og það á óviðjafnanlegan hátt.
Það er mikill ljómi yfir þeim knattspyrnumönnum KR, Skagamanna, Fram, Vals og síðar Víkings sem skópu gullaldarliðin á árunum 1955 til 1975.
![]() |
Andlát: Örn Steinsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jörð var alhvít í gær á leiðinni til Grágæsadals og Sauðárflugvallar.
Flugvöllurinn sjálfur var þó marauður og beið aðeins völtunar og annara skylduviðvika sem gilda um skráða og viðurkennda flugvelli.
Þetta er sérkennilegt í júlí og því svolítið skrýtið þótt ekki sé það einsdæmi.
Annað enn óvenjulegra sást á leiðinni, en það verður að bíða morguns að birta myndir af því, vegna tæknilegra örðugleika til sendinga á myndum þarna inni á öræfunum.
![]() |
Tveggja metra skaflar við Öskju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2022 | 08:56
Er það kannski ferða-sendibíll?
Eftir ferð frá Reykjavík í ferð, sem var búin að dragast allt of lengi, til þess að opna Sauðárflugvöll á Brúaröræfum, situr ýmislegt eftir af þvi, sem sást á leiðinni.
Meðal þess voru allir hinir mörgu "ferða-sendibílar án afturglugga á hliðunum, sem sáust hvarvetna.
Þegar gisting fyrir einn mann yfir nótt kostar orðið um 50 þúsund kall, er ekki mikill vandi að sjá, þarna eru komnir bílar "fyrir fólk, sem kann að njóta lífsins" eins og segir í viðtengdri frétt á mbl.is, en hefur aðeins efni á því líkt og á þennan veg.
![]() |
Bíll fyrir fólk sem kann að njóta lífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2022 | 14:22
Valið "með hjólunum" í flótta frá borginni.
Sú var tíðin að helstu bílaumboðin voru með bækistöðvar sínar vestan Rauðarárstígs. Við þá götu var Egill Vilhjálmsson, sem hafði umboð fyrir Willy´s og Studebaker.
Langt fram undir 1950 var meira en helmingur skráðra bíla hér á landi af gerðinni Willy´s og annað tveggja Ford-umboða, Sveinn Egilsson, byggði við Hlemm.
Þegar Volkswagen hóf innreið sína 1955, var umboðið vestar, við Hverfisgötu.
SÍS var við skammt frá Þjóðleikhúsinu, við Sölvhólsgötu, og hafði umboð fyrir GM merkin Chevrolet, Pontiac, Oldsmobile, Buick og Cadillac.
Síðan fór að komast á hreyfing til austurs fyrir bílaumboðin, sem stendur enn.
Jeep og Fiat eru komin lengst, en Fiat var í nokkurn tíma við hliðina á Stjörnubíói við Laugaveg, og nú er Jeep komið upp í Mosfellsbæ.
BL var lengi við Suðurlandsbraut, en er nú vestast í Ártúnshöfðanum.
Hekla flutti sig styst austast á Laugaveginn en Bílabúð Benna er nú við Krókháls með sinn Chevrolet auk Porsche og SsangJong.
Suzuki hefur haldið sig sem fastast í hátt í hálfa öld í Skeifunni, og Toyota var lengi í Kópavogi, en er nú í Kauptúni í Garðabæ.
Þar hefur verið að rísa vaxandi hverfi fjölda bílaumboða, og má segja að flóttinn frá Reykjavík hafi náð ákveðnu hámarki þegar Hekla flytur sig nú líka eins og allir aðrir, út í annað sveitafélag.
Sagt var um fólksflóttann frá Austur-Þýskalandi, að fólkið "kysi með fótunum."
Ef svipað orðalag er notað um bílaumboðin má segja þau "kjósi með hjólunum" í færslu sinni út í úthverfi borgarinnar, og að það fólk, sem nú flyst austur fyrir fjall og suður með sjó kjósi líka "með hjólunum."
![]() |
Hekla skoðar höfuðstöðvar í Garðabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2022 | 23:33
"Stutt er jarðlíf, áfram lifa ljóð..."
Ýmislegt má greinilega segja um gildi tónlistar, ljóða og manna, ef marka má athugasemdir við næsta pistil á undan þessum á síðunni.
Í tilefni af því valdi síðuhafi tíu ferskeytlur eftir nokkur þekkt íslenskt skáld, þar sem vísunum yrði raðað þannig að úr yrðu þrír til fjórir dramatískir ferlar, tengdir saman af þessu stefi í viðeigandi heimasmíðuðu lagi:
"Stutt er jarðlíf, áfram lifa ljóð,
ljóma´í minningunni skær,
auðga menningu hjá okkar þjóð,
aldrei fölva á þau slær.
Fyrsta þemað er íslenskt umhverfi, annað er mannauður og gleðskapur,
Þriðja er samskipti ölkærs manns og ástkonu hans, fyrst túlkuð með augnavísunni frægu Vatnsenda-Rósu og síðar dapurlegra sambandsslita, en að lokum eru það örlög listaskáldsins góða, og ljóðlína númer 3 breytis í:
"Lýsa örlögum hjá okkar þjóð".
Laginu Ferskeytlum sungnum af Ljóðavinum er hægt að fletta upp spiluðu á facebook síðunni "omar ragnarsson", ath. o ekki með kommu, og þá er kannski komið tilefni til að pæla í því hvernig munnmælavísan um augun, sem birst hefur ýmsum myndum, er eins og langömmubarn Rósu lærði það af ömmukné, svona:
Augun mín eru´ eins og þín,
með ofurlitla steina.
Ég á þín og þú átt mín,
þú veist, hvað ég meina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2022 | 11:18
"Heyr himna smiður": Máttur tónlistar og ljóða.
Kolbeinn Tumason var einn af höfðingjum Sturlungaaldar á Íslandi, sem þrátt fyrir kristna trú stóð í stríði með tilheyrandi manndrápum, ekki aðeins við aðra veraldlega höfðingja, ef svo bar undir, heldur líka hinn geistlega biskup.
Þegar hann undirbjó sig fyrir Víðinesbardaga, stóð hann fyrir hinu venjulega eðli stríðs, að drepa eða vera drepinn.
Hann mótar í huga sér ðrvæntingarfulla bæn til skapara síns, þar mikið ber á kristnum hugtökum eins og "mildingur" og mjúk miskunn" þegar hann biður um náð og hjálp.
Hann fer til bardagans og fellur sjálfur, en eftir standa sálmur, sem mun vera elsti varðveitti sálmurinn á Norðurlöndum og sú staðreynd, að höfundur hans stundaði manndráp og mannfórnir á mesta ribbandatíma íslandssögunnar.
Líða nú átta aldir, og þá tekur snilldar tónskáld sig til og gerir svo stórkostlegt lag við ljóð ribbaldans, að hann öðlast alveg nýja ímynd, sem berst víða um lönd.
Sú verðskuldaða frægð fagurs boðskaps trúar, auðmýktar og mildi, er næsta fágæt en sýnir þann mikla mátt, sem tónlist og ljóð með dýrmætu innihaldi getur búið yfir í mannheimum.
![]() |
Heyr, himna smiður í Hollywood |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.7.2022 | 22:40
Viðskiptalögmálið: Því betra aðgengi, þeim mun meiri neysla.
Ofangreind niðurstaða hefur verið margsönnuð í ótal könnunum erlendis og hún hefur því ratað inn í stefnumörkum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Ástæðan er einföld í lýsingu þess fólks, sem kynnst hefur áfengisbölinu, sem er einn af helstu heilsufarlegu vágestum heimsins og speglast í ummælunum, sem viðtengt viðtal á mbl.is býr yfir.
Áfengið er nefnilega engin venjuleg neysluvara og því meiri möguleikar sem eru opnaðir fyrir neyslu þess, þeim mun meiri verður neyslan.
Hún verður kannski ekki umtalsvert meiri hjá hluta neytenda, en "skaðleg neysla á áfengi eykst hjá hluta fólks, þegar möguleikinn á að fá áfengi sent heim hvernæar sem er sólarhringsins er fyrir hendi" eins og fólk, sem þekkir best vandamálið, segir.
Þetta lögmál sést vel í ýmsu öðru, svo sem heimsendingarþjónustu pizzu. Sú þjónusta væri ekki stunduð nema vegna þess að hún stuðlar að aukinni neyslu.
En pizza og áfengi eru ólíkar neysluvörur, og ekki er vitað af því að neysla á pizzu sé alvarlegt heilsufarsvandamál.
![]() |
Áfengi er engin venjuleg neysluvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2022 | 12:30
Afar dýrmætt framfaramál.
Stórbatnandi mælingar, rannsóknir, umfang og uppgötvanir er erfitt að meta til fulls ennþá, en miðað við það að nývaknað eldvirknistímabil gæti verið veruleiki næstu alda á því svæði sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar býr á, er bætt spágeta er ekkert minna en eitt af stærstu málefnum í byggðaþróun og efnahagslífi landsins.
![]() |
Kvika frá þremur mismunandi stöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)