Þegar landfarartæki breyttust úr hestvögnum í bíla í byrjun síðustu aldar, eimdi furðu lengi eftir af hestvögnunum. "Hreyfill" flestra bíla hélt áfram að vera á sama stað og hesturinn hafði verið og fjaðrirnar héldu áfram að vera blaðfjaðrir og hjólin á heilum þveröxlum.
Drifhjólin fluttust að vísu á afturhjól vagnsins en það mál var leyst með því að leggja drifskaft eftir endilöngum bílnum frá vélinni aftur í afturhjólin.
Hesturinn tók mikið rými sem hluti af farartækinu og bílvélin gerði það líka, þegar hún tók við hlutverki hestsins. Tæknilega var ekki hægt að hafa hestinn þversum og sú hugsun fluttist því miður yfir á bílvélina.
Hestvagnarnir höfðu verið háir og ferkantaðir og það vottaði ekki fyrir því að hugsað væri umu að minnka loftmótstöðuna.
Sumar útlitsbreytingarnar, sem voru smávægilegar, reyndust hins vegar boða nýja tíma í þeim efnum, en hin fyrsta þeirra fólst í því 1933 að byrja að láta framgluggana halla aðeins aftur og sömuleiðis svokölluð grill fyrir framan vatnskassana.
Hallinn á þessum grillum breyttu þó engu um loftmótstöðuna, voru aðeins útlitslegar.
1936 kom Ford Lincoln Zephyr með grill báðu megin við miðjuna.
Þetta var tímamótabreyting í þá átt að láta útlit framendans leggja áherslu á láréttar línur og breidd frekar en lóðréttar línur og hæð.
Bandarískir hönnuðir réðu mestu um meginstraum þróunar á lagi bíla. 1941 kom Nash 600 með sjálfberandi byggingu og færslu farþegarýmis fram að hjólskálunum að framan.
Fram að því hafði verið "dautt" rými aftan við hjólskálarnar og annað "dautt" rými fremst á bílnum.
Í hönd fóru síðustu áratugirnir með farþegarýmið á óhentugan hátt of aftarlega á bílnum miðað við rými og þyngdarhlutföll.
Meira að segja algengustu smábilarnir liðu fyrir þetta.
Á árunum 1946 til 1950 gekk loks sú breyting yfir, sem búið hefur verið við að mestu síðan.
1959 kom Mini og ruddi braut fyrir hugsun, sem tók nokkra áratugi að fá almennt í gegn; vélin þversum en ekki langsum frammi í eins og hesturinn hafði verið, drifið að fram eins og verið hafði á tíma hestsins.
Þegar hugsað er til baka er það fyndið að enda þótt ekki væri hægt að koma hestinum fyrir þversum, skyldi taka svona langan tíma, lungann úr heilli öld að koma bílvélinni fyrir þversum.
Á´árunum 1967 til 1974 ríkti hálfgert kapphlaup milli helstu bílaframleiðenda heims við að setja á markað framdrifsbíla með vélina þversum.
Á árunum 1955 til 1965 hafði ríkt kapphlaup um framleiðslu bíla með vélina aftur í, en þeir viku á undraskömmum tíma fyrir Mini-eftirlíkingunum.
Undanfarin ár hefur hafist svipað kapphlaup og ríkti í bílahönnun fyrir hálfri öld; í þetta sinn við að umbylta allri hönnun rafbíla til samræmis við alveg orkuskipti og þar með ný þyngdar- og rýmishlutföll.
Á rafbílum eru orkugeymarnir um það bil fimm sinnum þyngri og þrisvar rýmisfrekari en eldsneytisgeymar. Möguleiki er á að koma rafmótorunum fyrir í sjálfum hjólunum.
Tesla náði upphafsforystu varðandi það að hanna bíl, þar sem ekki var gert ráð fyrir neinum öðrum orkugjafa en rafafli.
Volkswagen stökk af stað fyrir tveimur árum með því að bjóða rafbíla með algerlega nýrri gerð undirvagns með sömu hugsun og hefur síðan dælt út hverri nýrri gerðinni af annarri byggðum á einum megin undirvagni.
Nú sópast aðrir bílaframleiðendur inn á svipuðum nótum.
Hestarnir halda áfram að hlaupa aðeins beint áfram, en svo eru til hundar sem hlaupa skakkt áfram og munu gera það áfram.
![]() |
Nýr rafbíll frá Kia áberandi á IAA-sýningunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2021 | 09:01
Hlutföllin meira virði en stærðin.
Bandaríkjamenn eru tæplega þúsund sinnum fleiri en Íslendingar, 320 milljónir 2019, en Íslendingar 330 þúsund.
Af því leiðir að margt verður að skoða í því ljósi hér á Fróni. 650 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum COVID-29, en það samsvarar því að um rúmlega 60 væru látnir hér á landi.
Í Grímsey búa um 60 manns, eða um 5 þúsund sinnum færri en eyjan Ísland fóstrar. Af því leiðir að þegar eina kirkjan brennur í Grímsey samsvarar það hlutfallslega gagnvart Grímsey og Íslandi því að allar kirkjur Íslands brynnu.
![]() |
Ofboðslega mikið áfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Trausti Jónsson fræðir um það á Hungurdiskum að það sem af er september sé meðalhitinn meira en einu stigi hærri en hefur verið í meðalári.
Nú er kominn 21. september og þrátt fyrir óveðurshvell fyrstu djúpu haustlægðarinnar er ljóst að haustið kemur seinna en áður var eins og veðurfræðingar sem vinna við skráningu þess, höfðu spáð og virðist vera að rætast, að minnsta kosti enn sem komið er.
Góðu fréttirnar eru því þær, að þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir kemur haustið seint og sumartíðin hefur enst lengur.
![]() |
Loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2021 | 16:05
Sama sagan á bráðadeild síðan 2015 að minnsta kosti.
Þannig hefur viljað til að síðuhafi hefur þurft að koma á bráðadeild vegna slysa 2015, 2016 og 2019 og þar með þurft að koma í endurkomu í þessum tilvikum.
Í sjónvarpsumræðum í upphafi þessa tímabils mátti heyra því andmælt að ástandið væri jafn slæmt og sagt sé, og jafnvel talað um leikaraskap væri að ræða.
Það var alveg einstakleg kokhreysti sem lýsti sér í þessum orðum miðað við það ástand, sem blasti við í öll fyrrnefnd skipti, þegar koma varð sjúklingum fyrir á göngunum og starfsfólkið var á stanslausum þönum um alla deild.
![]() |
Blöskrar að bráðadeild sé enn í sömu stöðu og áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2021 | 08:25
Áhættan leynist víða við akstur rafknúinna léttbifhjóla.
Áhættuhópar varðandi akstur rafknúinna og vélknúinna ökutækja geta verið lúmskir. Einn áhættuhópurinn eru flugmenn, sem eru byrjendur á vélknúnum hjólum.
Í fluginu verður til þaulæft viðbragð við það að flugmaður sem heldur í aflgjöfuna, kippir henni af sér ef hann þarf að hægja snöggt að sér.
Á vélhjóli er slíkt viðbragð hins vegar ávísund á óhapp, því að það er handarbakið, sem er miðja þessa nauðsynlega viðbragðs, en ef því er kippt til baka er gefið inn afl, þveröfugt sem er á flugvél.
Eina leiðin út úr þessu er að finna sér stórt autt svæði og æfa upp hið nýja vélhjólaviðbragð.
En halda jafnframt vel við hinu áunna viðbragði við stjórn flugvélar.
Og hægt er að minnka áhættuna á alvarlegu slysi á vélhjóli með því að sinna nokkrum aðal reglum:
1. Vera edrú. Meira en helmingur banaslysa eða alvarlegra slysa á vélhjólum stafar af því að vera ekki allsgáður.
2. Vera með lokaðan hlífðarhjálm.
3. Haga akstrinum þannig að hann líkist því að þú sért ósýnilegur.
4. Vera í vélhjólaklossum til að verjast algengasta beinbrotinu; okklabroti.
5. Vera með hnéhlífar.
6. Vera með vélhjólahanska.
7. Aðrar hlífar eftir efnum og aðstæðum.
![]() |
Brynjar Níelsson kútveltist af rafskútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2021 | 22:32
Vestmannaeyjur?
Í fjölmiðlum er mikil hreyfing á íslensku máli, sem teygir anga sína víða. Eitt afbrigðið er að breyta málvenjum í staðanöfnum, og má sem dæmi nefna þá áráttu einstakra veðurfréttamanna að bæta greini við nöfn, og í staðinn fyrir að tala um Vestfirði, Suðurland og Austfirði, þá tala þeir um Vestirðina, Suðurlandið og Austfirðina og segja að eitthvað sé svona og svona á Vestfjörðunum, Suðurlandinu, Norðvesturlandinu og Austfjörðunum.
Ansi er ég hræddur um að Reykvíkingar og Selfyssingar myndu ekki taka því vel að talað sé um Reykjavíkina og að veðrið verði svona og svona á Selfossinum.
Verra er að afbaka einstök orð eins og eyja, og tala í fleirtölu um eyjur, eins og gert er í viðtengdri frétt á mbl.is.
Þá er stutt í að farið verði að tala um Vestmannaeyjur, Svefneyjur og Breiðafjarðareyjur.
![]() |
Fallegustu eyjur í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2021 | 10:18
Framsókn nýtti sér lykilaðstöðu sína síðast, enda vön slíku.
Hallgrímur Helgason lýsti því skemmtilega eins og hans var von og vísa hér um árið hvernig hann hefði nýtt sér kosningaréttinn til hins ítrasta til þess að fá aðra flokka en Framsókn í ríkisstjórn.
En kosningar eftir kosningar hefði það samt farið svo, að í raun kaus hann samt Framsókn til stjórnarsetu að afloknum öllum kosningunum.
Þessa stöðu sína byrjuðu Framsóknarmenn að rækta í kringum 1930, mynduðu vinstri stjórnir 1934, 1956, 1971, 1978 og 1988, en stjórnir með Sjálfstæðisflokknum 1939, 1947, 1950, 1953, 1974, 1983, 1987, 1995, 1999, 2003 og 2013.
Framsókn réði því í raun í síðustu kosningum hvernig stjórn yrði mynduð og stefnir auðvitað á svipaða útkomu nú.
![]() |
Framsóknarflokkur í lykilstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2021 | 21:29
Nýtt að þurfa að varast eldgos á báðum endastöðvum millilandaflugs.
Það ber nýrra við í sögu millilandaflugs Íslendinga að það þurfi að hafa aðgát varðandi bæði upphafs- og endastöð flugs.
En þetta er veruleikinn þegar eldgos geta verið í gangi hér á landi og á Kanaríeyjum þegar Icelandair verður með leiguflug á milli þessara fjarlægu staða.
Og meira að segja er möguleiki á því að um tvö eða þrjú gos gæti orðið að ræða hér á landi.
![]() |
Icelandair fylgist grannt með þróun gossins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2021 | 16:34
Tvenns konar þráhyggja; loftlínur og sjókvíar.
Tvö keimlík fyrirbæri ganga nú ljósum logum hér á landi. Annars vegar að ekki komi til greina að leggja stórar raflínur í jörð, heldur verði þær að vera ofanjarðar, svo sem Suðurnesjalína tvö sem endilega þurfi að leggja ofanjarðar meðfram Reykjanesbraut og síðan áfram í gegnum vatnsverndarsvæði allra sveitarfélagnanna á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir, sem andæfa þessum ósköpum eru sakaðir um að vera á móti rafmagni, á móti framförum og að vilja að þjóðin fari aftur inn í torfkofana.
Hins vegar er í algleymingi sú þráhyggja að til þess að ná því takmarki að auka sjókvíaeldi hér við land margfalt, eigi landeldi engan rétt á sér og að koma þurfi á veldisvexti í sjókvíaeldinu.
Öllum fréttum um sívaxandi mengun af völdum sjókvía er vísað á bug með fullyrðingum að hún nemi langt innan við einu prósenti, bara nokkrir fiskar! Svipað er aagt um þá sem hafa athugasemdir við rauða firði af mengun og fiskidauða, sem blasir við, eru sakaðir um að vera á móti atvinnuuppbyggingu og byggð á landsbyggðinni og vilja að við förum aftur inn í torfkofana.
![]() |
Segja mikinn dauðan fisk í kvíum fyrir austan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2021 | 08:49
Meira að segja COVID hefur kallað fram sparnað og nýjar framfaraleiðir.
Allir vita hvaða vandræðum og kostnaði COVID-19 hefur valdið, en hitt vita færi, að þegar þurfti að leita ráða við því, hafa uppgötvast margs konar aðferðir og leiðir til að spara og hagræða með því að nota nýjustu tölvutækni og uppfinningar, sem annars hefðu legið ónotaðar.
Fjarfundir af ýmsu tagi og sendingar og vinnsla á gögnum eru aðeins hluti af breytingum og framförum, sem verður hraðað og svonefndir starfærnir innviðir, sem að vísu kostar fé að koma á, munu verða fljótir að borga sig upp.
Í samkeppnisumhverfi mun slíkt að vísu breyta samsetningu vinnuaflsins, en þó geta orðið grundvöllur að skilvirkara atvinnu- og efnahagslífi.
![]() |
Sparar borginni milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)