13.11.2022 | 19:07
"Kenýaheilkennið" er lífseigt.
Nokkrir þekktir ferðamannastaðir á Íslandi líða fyrir fyrirbæri, sem kalla má "Kenyaheilkennið" og felst í því að stunda fífldjarft áhættuspil með nálægð við mikla hættu.
Fyrirbærið má kenna við heimsmeistarakeppnina í ralli, þ.e. þann hluta hennar sem fer fram í Kenya.
Fáklæddir heimamenn, oft berfættir fátækir unglingar, gerðu sér leik að því að stilla sér upp á miðri sérleið þar sem keppnisbilarnir komu æðandi að, oft út úr blindbeygju, og keppnin fólst í því að verða síðastur til allra til að víkja úr vegi fyrir rallbílunum.
Hér á Íslandi felst hliðstætt athæfi í því að ganga á Kirjufell að vetrarlagi, ganga niður að briminu við Reynisfjöru og forða sér ekki frá aðvífandi drekkingar brimöldu, fyrr en á síðustu stundu, og við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall byggist hættuspilið á því að ganga á hálfstorknuðu yfirborði hrauns, jafnvel á sandölum.
Þetta fyrirbæri er afar erfitt viðureignar, því að hjá of mörgum hinna fífldjörfu, getur það virkað espandi að teknar séu myndir af þessum "afrekum".
Það breytir því ekki, að fagna ber því að nú megi sjá merki um aðgerðir til að minnka hættuna og vara sem best með upplýsingu við hættunni og fylgja því eftir.
![]() |
Niðri við brimið þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2022 | 21:39
Reykjavík hefur Hallgrímskirkju; Akureyri hafi Matthíasarkirkju.
Ekki þarf annað en að blaða í sálmabók kirkjunnar íslensku til að sjá, hvílíkt öndvegis sálmaskáld Matthías Jochumsson var. Þar fara saman bæði innihald og efnistök, sem bera af.
Sami arkitektinn, Guðjón Samúelsson, teiknaði báðar kirkjurnar sem eru helsta kennileiti höfuðstaðanna sunnan og norðan fjalla.
Ó, Guð vors lands er bæði þjóðsöngur og þjóðarsálmur og hefur sérstaan sess.
Ef hann er sunginn hægt til að undirstrika dramatík hans, verður hann að vísu ansi langur í flutningi, en hið merkilega er, að vel má stytta þennan flutning úr 1 mín og 45 sek um 40 sekúndur mínútur niður í rúma mínútu, með hraðari og hressilegri flutningi, til dæmis við landsleiki og ýmsar athafnir, og þá er hann ekkert áberandi lengri en þekktustu erlendu þjóðsöngvarnir.
Af og til koma upp raddir hér á landi að skipta um þjððsöng. Það hefur víðar komið upp, svo sem í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna.
En þetta gekk ekki upp hjá þeim. Þessi þjóðsöngur Sovétríkjanna var einfaldlega of góður, og lengdin aðeins rúm mínúta, þannig að nú er hann þjóðsöngur Rússlands.
Bloggar | Breytt 14.11.2022 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2022 | 22:01
"Draumurinn lifir." Karfan getur verið topp sjónvarpsefni.
Troðfull íþróttahöll, mikil stemning, hraði, dramatík og naumt tap; leikur Íslands og Georgíu bauð upp á topp sjónvarpsefni, og þrátt fyrir grátlega naumt tap, sitja eftir orð leikmannsins í lokin: "Draumurinn lifir."
Georgíumenn unnu fyrst og fremst að mun betri nýtingu vítakasta, auk vafasamra dóma á örlagastunndu í lokin, en dómararnir eru jú hluti af leiknum og leikvellinum.
Takk fyrir vel eyddri kvöldstund, allir sem að þessu stóðu.
![]() |
Grátlegt tap gegn Georgíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2022 | 23:50
Nýyrði, að trumpast í staðinn fyrir að trompast?
Rætt hefur verið um það að Donald Trump muni hugsanlega breyta einhverju vegna þess hve herfilega útreið margir af þeim sem hann studdi mest í kosningunum fengu.
Þegar litið er yfir feril Trumps er það hins vegar ólíklegt, og það hvernig hann trompast nú og kennir öllum öðrum en sjálfum sér um það hvernig kostningarnar fóru benda ekki til neinna breytinga á aðferðunum til að verða forseti aftur. .
Trump hefur aldrei viðurkennt neitt annað en að hann sé óskeikull og ósigrandi, jafnt í ótal gjaldþrotamálum á ferlinum og síðustu forsetakosningum sem öðru.
Hann varð þekktur fyrir lýsingu sína á því hvernig hann fylgist náið með öllum þeim, bæði samherjum sem öðrum, og færir til bókar allt neikvætt, sem hægt væri að nota um hvern þann sem gæti staðið í vegi fyrir frama hans.
Hann var strax byrjaður að hundelta Barack Obama í upphafi ferils hans og leggja í einelti, og gerði það sama við Joe Biden áður en nokkur veðjaði á hann sem komandi frambjóðanda.
Trump er þegar byrjaður að hóta samflokksmanni sínum, Ron DeSantis öllu illu, bara vegna þess hve honum gekk einna best af Republikunum í kosningunum núna.
Fræg varð símahótunin þar sem viðmælandinn átti að hafa verra ef, nema hann fyndi rúmlega 1200 ógild atkvæði ef rétt er munað.
Grunnaðferðir Trumps munu ekki verða lagðir til hliðar, af því að hann er svo mikill snillingur að eigin óskeikula dómi, að langlíklegast er að hann noti þær áfram í hvívetna í aðdragandunum að því að verða forseti á ný 2024.
![]() |
Trump æfur og öskrar á alla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.11.2022 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.11.2022 | 08:51
"Lífið er núna."
LÍFIÐ ER NÚNA. (með sínu lagi)
Er mótbyr og áföll okkur þjaka
til úrræða og varna þarf að taka.
Og þá sést oft að þetta´er ekki búið
þau eiga saman, hamingjan og núið.
Og þótt hamingjan sé ekki alltaf gefin
og óvissan sé rík og líka eftinn
munum er við æviveginn stikum,
að ævin hún er röð af augnablikum.
Hver andrá kemur og hún fer
og einn og sér er dagur hver.
Hvort nýir góðir dagar koma´er óvíst enn.
En lærdóm flytur fortíðin,
sem færir með sér vísdóminn:
"Svo lærir lengi sem lifir" segja menn.
Þúsund ár eru sem einn dagur.
Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.
Að vera eða ekki vera, það er málið.
Lifum með lífinu eins og það er,
unum því, sem ei verður breytt,
en breytum því, sem er breytanlegt hér
í bæn og kjarki, sem frið getur veitt.
Því hver dagur svo einstakur e;
kemur ekki til baka en geymist í minni.
Hugrökk arka að auðnu´okkur ber
í æðruleysi og von hverju sinni.
Hver ævi kemur og hún fer
og einn og sér er dagur hver.
Með bæn í hvert sinn sköpum hamingjuna - núna!
Carpe diem! Grípum dagin!
Og gangi sem flest í haginn!
Helst úr öllu gott við gerum!
Glaðbeitt og hughraust verum!
Missum ekki´ á lífskraftinn núna!
Lífið er dásamleg gjöf!
Og lífið er núna!
:,:Lífið er núna!:,:
![]() |
Krabbameinstilvikum fjölgi um 40% á 13 árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2022 | 16:16
Hin mikla andstaða við gjaldtöku er undraverð á heimsvísu.
Eitt furðulegasta fyrirbrigðið sem fram kemur í skoðanakönnunum um náttúruvernd og ferðamál hér á landi er það, hve stór sá minnilhluti er, sem er ymist andvígur þjóðgörðum og friðlýsingum eða andvígur gjaldtöku hjá ferðafólki.
Þegar hugmyndir um slíkt voru viðraðar fyrir átta árum notuðu sumir orð eins og "auðmýking" og "niðurlæging" um slíkt.
Þetta er gerólíkt því viðhorfi í ððrum löngum eins og til dæmis landi frelsisins, Bandaríkjunum, þar sem ritað er stórum stöfum á þjóðgarðapassana "stoltur þátttakandi."
Einnig er það íslenska viðhorf að "heimamenn" eigi að vera undanþegir aðgangsgjaldi svo almennum viðhorfum erlendis, að nálgast að vera viðundur og þekkist hvergi í þeim 30 þjóðgörðum, sem síðuhafi hefur komið til.
![]() |
Lykilþættir um framtíð friðlýstra svæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2022 | 23:06
Merkilegt ástand, komið vel inn í 21. öldina.
Merkilegt má telja, þegar komið er vel fram í 21. öldina, hve langan tíma það ætlar að taka að ganga endanlega þannig frá málum á tveimur mannskæðum ferðamannastöðum hér á landi, Reynisfjöru og Kirkjufelli, að banaslysum þar verði framvegis afstýrt.
Klukkan hefur allt of, allt of lengi, tifað á undanförnum árum á meðan bíðinni hefur ekki linnt og slysin hafa gerst.
![]() |
Vill IKEA-leiðina í Reynisfjöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2022 | 09:50
Dýrmæt reynsla sem fékkst fyrst í Kóreustríðinu.
Margítrekuð reynsla í samskiptum Rússa og Bandaríkjamanna og raunar líka samskiptum við Kína sýnir að opin samskipti milli deiluaðila og sem gleggstar upplýsingar um það hvað þeir eru að hugsa hvor um sig eru nauðsynlegt atriði til að koma í veg fyrir að misskilningur valdi að óþörfu röngum viðbrögðum.
Þetta kemur einkar vel fram í fróðlegri og nýrri samanekt í Morgunblaðinu og þetta kemur hvað eftir annað fram í nýrri og stórgóðri bók Max Hastings um Kóreustríðið 1950 til 1953, sem meðal annars leiddi til komu Bandaríkjaherliðis til Íslands og varnarsamnings Íslands og Bandaríjanna, sem enn er í gildi, þótt virkt og fullbúið herlið hafi vikið um sinn frá Eeflavíkurflugvelli 2006.
Einn af lærdómunum af Kúbudeilunni 1962 var að taka upp svonefnda "rauða símalínu" milli Kreml og Washington sem kom eftirminnilega við sögu í myndinni um doktor Strangelove.
![]() |
Opin lína á milli Hvíta hússins og Kreml |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2022 | 19:51
Til hvers eru lífeyrissjóðir?
Árum saman hafa reglulega borist fréttir af því, að nýta skuli fé lífeyrissjóðanna hin hinna fjölbreytilegustu verkefna sem engan veginn eru á verksviði þessa mikla fjár, sem launþegar atvinnurekendur hafa safnað saman í gríðarlega stóran sjóð, sem sífellt vekur ágirnd utanaðkomandi ráðamanna og áhrifamanna.
Ekki síst var þetta áberandi á árunum í kringum Hrunið þar sem hugmyndirnar um nýtingu þessa fjár voru með fjölbreytni, sem var mjög í takt við fjárhæðirnar, sem ágirnst var.
Þegar þeir, sem fengu þessar hugmyndir voru inntir eftir því að lífeyrissjóðirnir væru í eign þeirra sem hefðu greitt af launum sínum í þessa sjóði var því oft svarað til að stjórnir sjóðanna væru skyldar til að ávaxta féð og þess vegna kæmu alls kostar verkefni þar vel til greina.
Gátu útskýringarnar á þessum áformum, sem oft voru raun fólgin í hreinni eignaupptöku verið býsna langsóttar oft á tíðum.
Þegar menn eru núna byrjaðir að sjá afleiðingar fyrirsjáanlegra glæfra varðandi bankabóluna miklu síðan 2004 ættu þeir að hafa það í huga til hvers lífeyrissjóðirnir séu og hverjir eigi þá í raun.
![]() |
Styður Bjarna í aðgerðum vegna ÍL-sjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2022 | 07:23
Hættuleg stigmögnun, sem getur farið úr böndunum.
Fyrir réttum sjötíu árum stóð yfir mannskæð stórstyrjöld á Kóreuskaganum eftir að her frá Norður-Kóreu réðist óvænt og fyrirvaralaust yfir 38. breiddarbauginn, sem markaði línu milli norðurhlutans og suðurhlutans árið 1950.
Norðanmenn voru mjög nærri því að ná öllum skaganum, en áveðin og öflug varnarviðbrögð eyrnamerkt Sameinuðu þjóðunum en að mestu framkvæmd af Bandaríkjaher afstyrðu algerum ósigri.
Stríðið snerist við, og nú var það innrásarher norðanmanna, sem hðrfaði norður allan skagann og hafði látið mestallan orðurhlutann af hendi, þegar Kínverjar skárust í leikinn og sendu her yfir Yalufljót, sem myndaði landamæri Kóreu og Kína.
Við tók vetrarstyrjðld þar sem sunnanherinn hraktist langt suður eftir skaganum og glæfralegar tiltektir Douglea Mac Arthur yVfirhershöfðingja í stríðinu ðllu urðu til þess að Truman forseti rak hann úr starfi.
Eftirmaður hans, Matthew Ridgeway, tókst að endurskiæuleggja bandaríska herliðið og fram til 1953 ríkti pattstaða við svipaða línu og hafði verið landamæri Norður- og Suður-Kóreu tii 1950.
Vopnahlé var samið 1953, en enn þann dag í dag hefur enginn friðarsamningur verið gerður.
Í Norður-Kóreu ríkja einræði, harðstjórn og ömurleg lífskjör, en sunnan megin eitt öfluggasta iðnaðarríki Asíu.
Stigmögnun ögrandi aðgerða nú er að verða eihnver mesta ógnin við heimsfriðinn.
![]() |
Norður-Kórea heitir yfirþyrmandi hernaðaraðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)