..."Unnið friðinn og öryggið.." Hvað þýða þessi orð í raun?

Hálfu ári eftir að Kóreustríðið hófst 1950, höfðu innrásarmenn, sem höfðu næstum ná allri Suður-Kóreu á sitt vald, verið hraktir til baka og vel það. 

Það hefði bjargað um milljón mannslífum ef þá hefði verið hægt að ná því samkomulagi sem fólst í að víglínan yrði svipuð og í upphafi innan við hálfu ári fyrr. 

En í staðinn tók við næstum þriggja ára stríð með skelfilegu tjóni á fólki og eignum þar sem niðurstaðan var nokkkurn veginn hin sama og hafði verið í upphafi og var aftur um skamma hríð í lok innrásarársins. 

Því miður er skuggalega margt sem er líkt með stríðinu fyrir 70 árum  og því stríði, sem nú er háð í Úkraínu. Og það sem verra er, menn virðast ekkert hafa lært. 

Þrátt fyrir mikla stríðsþreytu lengst af í Kóreustríðinu freistuðust stríðsaðilar hver um sig til þess að bæta samningsaðstöðu sína með því láta á áframhald reyna, sem á endanum tryggði það að allir biðu í raun ósigur varðandi það að fá eitthvað út úr þessum mannfórnum. 

Niðurstaðan varð margfalt meira tjón en hefði þurft að verða. 

Þau ummæli að NATO þjóðirnar muni standa af öllu afli með Úkraínumönnum þar til að þeir hafi "unnið friðinn og öryggið"við "lok stríðsins" eru í raun ákaflega loðin, því að flest stríð enda með því að aðilar samninga fari með skarðan hlut frá borði til að öðlast þenn frið og öryggi, sem þeir vonuðust til að þeir myndu hugsanlega ná fram. 

Ef "lok stríðsins" verða friðarsamningar eða vopnahlé þar sem Pútín fær Krímskagann og ýmis atriði fram, verða það lok stríðsins og þar með að Bretar hafi stutt Úkraínumenn til loka stríðsins.  


mbl.is Heitir Úkraínu stuðningi til loka stríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki má gleyma Maradona og Ungverjunum. .

Ekki má gleyma tveimur fyrirbrigðum í sögu knattspyrnunar þegar saga HM er ryfjuð upp líkt og gert var á ágætis samkomuninni "Lambalæri að hætti mömmu" í gær. 

Annað þeirra er Maradona og afrek hans 1986 þegar hann nánast vann heimsmeistaratitillinn upp á eigin spýtur fyrir þjóð sína og sýndi, að það er ekki alltaf markafjöldinn, sem skiptir öllu, heldur hvaÐa mörk voru skoruð, hvenær og hvernig. 

Hitt fyrirbrigðið var spurningin um það af hverju Englendingar, sem skópu knattspyrnuna upphaflega hafi aðeins einu sinni unnið heimsmeistartitilinn.  

Þær gnæfir hátt sú staðreynd, að árunum 1950 til 1956 endurskóp ungverska landsliðið knattspyrnuna með yfirburðum sínum, þar sem þeir meira að segja burstuðu Englendinga tvívegis. 


mbl.is Gjörsamlega sturluð tölfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögrandi leikur að kjarnorkueldi.

Á næsta ári verða 70 ár síðan vopnahlé batt enda á Kóreustríðið án þess að friðarsamningur væri gerður. 

Það voru stríðsþreyttar þjóðir sem stóðu að þessu vopnahléi í stríði þar sem milljón manna voru drepnir og reynt hafði verið á þolrif stríðsalia með þeim eina árangri að vopnahléslínan fól í sér svipuð landamæri á milli norðurhlutans og suðaurhlutans og verið höfðu við upphaf stríðsins 1950. 

Sjötíu árum síðar er himinhrópandi munur á kjðrum fólks norðan megin og sunnan megin við vopnahléslínuna. 

Um 26 milljónir manna búa við við ömurleg kjör einræðiskúgunar og skorts í Norður-Kóreu, en í Suður-Kóreu búa tvfalt fleiri og þar hefur átt sér einhver mesti lífskjara- og efnahagsuppgangur sem um getur. 

Kínverjar drógust inn í stríðið veturinn 1950-51 og síðan 1948 hefur Norður-Kórea verið undir verndarvæng og áhrifasvæði Kínverja og Sovétríkjanna, en Suður-Kórea í slagtogi með Bandaríkjunum og Japan. 

Spilltir valdhafar voru bæði norðamegin og sunnanmegin 1950 en núna er stjórnarfarið norðan megin sérstaklega slæmt og valdhafarnir firrtir. 

Það brýst meðal annars fram í því að eignast kjarnorkuvopn og eldflaugar sem gætu borið þau til helstu óvinalandannna, Japans og Bandaríkjanna og láta ekki þar við sitja, heldur skjóta æ fleiri eldflaugum í átt til hina skilgreindu óvina á sífellt meiri ógnandi hátt. 

Með þessu er ætlunin að ná ógnunartaki eða ögrandi hótunarvaldi, sem eru sífellt meiri ógnun við heimsfriðinn. 


mbl.is Loftskeyti Norður-Kóreu ná til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvað eru flugvallargjöldin há á Sauðárflugvöllur international airport."

Síðan Sauðárflugvðllur á Brúaröræfum, sem er með alþjóðlegu skammstöfunina BISA, var settur inn á lista Isavia yfir skráða og viðurkennda flugvelli 2011, hafa komið upp nokkur skondin tilfelli, sem skapast hafa fyrir misskilning. BISA Jodel-menn

Í skammstöfuninni tákna stafirnir BI Ísland á lista yfir íslenska "aerodromes", svo sem BIRK fyrir Reykjavíkurflugvöll og BIKF fyrir Keflavíkurflugvöll. RK táknar Reykjavík og SA eru tveir fyrstu stafirnir í heitinu Sauðá.  

Um nokkurra ára skeið var haldið út upplýsingasíðu með heitinu "Icelandic aerodromes" með helstu upplýsingar um íslenska lendingarstaði og mátti þar sjá tölu sem táknaði hve oft flugmenn eða flugrekendur hefðu leitað að hverjum fyrir sig. 

Árum saman voru þessir þrír efstir á lista yfir "most searched", Keflavíkurflugvöllur, Sauðárflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur. 

Ástæðurnar fyrir þessu voru líklega helstar þær, að Sauðárflugvöllur hafði upplýsingar um alls fimm flugbrautir, allt frá 660 upp í 1180 metra langar, og fyrir flugmenn, sem komu úr austri eða suðaustri yfir hafið til Íslands, var þessi margbrauta völlur næst flugvleiðinni. 

Síðuhafi fékk nokkur skondin símtöl út af vellinum, af því að í úpplýsingum um völlinn var hann og er enn kynntur sem umsjónarmaður og ábyrgðamaður vallarins. 

Í þessum símtölum var spurt um opnunartíma, lendingargjöld og fleira, sem skiptir máli varðandi stóra flugvelli, en í nokkur skipti hafði flugmönnum greinilega sést yfir setningarnar "malarflugvöllur".."hálendisflugvöllur" og "fær eftir aðstæðum." 

Sást þar með strax, að tveggja til þriggja hreyfla þotur, hefðu þangað lítið að sækja. 

 


mbl.is Gefst upp á flugvallargríninu eftir 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing "ágengrar" nýtingar og fyrirsjáanlegt orkutap. Aðvörun Zóega.

Um þessar mundir eru greinar og fréttir um brýna nauðsyn nýrra virkjana daglega í fjölmiðlum. 

Kyrfilega er skautað fram hjá hinni raunverulegu orsök vaxandi orkuskorts sem Jóhannes Zóega gerði að einum af síðustu orðum sínum í blaðagrein, sem hann ritaði í lok embættisferils síns í Reykjavík. 

Í henni varaði hann sterklega við þeirri áráttu til rányrkju, sem viðgengist í jarðvarmavirkjunum hér á landi og hvatti til stefnubreytingar. 

Ryrir nokkrum árum sagði Guðni Jóhannesson, þáverandi orkumálastjóri, að sú stefna í nýtingu jarðvarmans væri galin að sóa þessari auðlind með mesta mögulega bruðli við raforkuframleiðslu. 

Með slíku færi meira en 80 prósent orkunnar vannýtt út í loftið og rányrkjan með "ágengrir" notkun myndi koma hastarlega í ljós, líkt og gerst hefur á Hellisheiðar-Nesjavalla svæðinu. 

Þetta minnir á vísdómsorð, höfð eftir Einsten ef rétt er munað, að ef reyna ætti að lagfæra mistök, þýddi ekki að gera það með sömu hugsun og ollu mistökunum. 

Stóriðjustefnan verður ekki leiðrétt með því að bæta í rányrkjuna, sem af henni hefur leitt. 


mbl.is Alvarleg staða varðandi framboð á heitu vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Festa í svona málum er nauðsynleg.

Eftir því sem liðið heur nær fyrirhugaðri breytingu á ákvæðum um skattaívilnanir á raf- og vetnisbílum, hefur ýmis konar óvissa gripið um sig á markaðnum, vegna þess að upphaflega átti að miða við 20 þúsund bíla. 

Það skapaði óvissu um hvnær þessu sölumarki yrði náð, og því er það til bóta, að nú hefur verið ákveðið að gilditími núverandi laga yrði í árslok 2023. 

Nefnt hefur verið að rafbílar séu svo dýrir, að þeir séu bara fyrir auðmenn. 

Þetta er ekki svona slæmt, því að verð á ódýrustu eldsneytisbílunum er ekkert mikið lægra en á ódýrustu rafbílunum, og svipað gildir á markaðnum fyrir notaða bíla. 


mbl.is Fella niður fjöldamörk rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flest eftir bók hans.

Eins og spáð hafði verið hér á síðunni hefur Donald Trump kynnt framboð sitt til forseta árið 2024 þrátt fyrir muldur úrtölumanna.

Ekki virtist eldmóðurinn eins mikill í nótt og áður, þótt röð af röngum fullyrðingum vantaði ekki. 

það var í stíl við eitt af atriðunum í endurminningabók hans að hann gerði nafn Ron DeSantis nú þegar að einu af helstu skotmörkum sínum sem væntanlegan keppinaut innan Repúblikanaflokksins. 


mbl.is Donald Trump býður sig aftur fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt alþjóðaorð: "Przewodu"

Úkraínustríðið hefur leitt fjölda staðarnafna á stríðssvæðinu til öndvegis á alþjóðavísu. 

Eitt af þeim er nafn pólska þorpsins Przewodu skammt frá landamærunum við Úkraínu, þar sem eldflaugar drápu tvo. 

Staðfastir aðdáendur Pútíns hér á landi hafa þegar fundið það út sjálfir, að Úkraínumenn hafi drepið þessa Pólverja til þess að egna Pólverja til ófriðar. 

Mikið er í húfi að menn vendi vel til viðbragða í þessu máli svo að 5. grein NATO sáttmálans verði ekki virkjuð.  


mbl.is Rússneskar flaugar drápu tvo í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný úrkomuhegðun heldur áfram á Austfjörðum og vestur að Kreppu?

Eftir árleg kynni af austasta hluta norðurhálendisins liggur fyrir, að breyting hefur orðið síðustu 20 ár. 

Fyrir aldamótin náði regnsvæðið, sem barst með lægðum úr suðaustri upp að landinu ekki að ráði vestur að Kreppu eins og oftast nú orðið, heldur myndaði Snæfell ákvæðna fyrirstöðu fyrir því. 

Fyrir bragðið voru Kringilsárrani og Hjalladalur þurrasta svæði norðurhálendisins og griðland hreindýra. En eftir aldamót var áberandi hve mikil úrkoma í formi snævar komst áfram fyrir vestan Snæfell, þannig að hin gömlu mörk hins þurrs svæðis og hins vots eða snjóþungs svæðis hafa færst að ánni Kreppu. 

d


mbl.is Boða til íbúafundar vegna mikillar úrkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklu meira vinnst með friði en stríði milli Kína og BNA.

Þegar grannt er skoðað, er það miklu fleira, sem vinnst með því að viðhalda friði milli Kína og Bandaríkjanna, heldur en með stríði. 

Hér uppi á litla Íslandi sést víða hve víða Kínverjar, þar með taldir Tævanir, koma við sögu í framleiðslu ótal iðnaðarvara. 

Varla líður sá mánuður sem nýtt kínverskt bílmerki kemur inn á markað hér, svo sem Hongki, Polestar og BYD, og fyrir hafa verið margir bílar og samtökutæki, svo sem Suzuki, sem eru ýmist framleiddir eystra eða á Indlandi.  

Rakið hefur verið áður hér á síðunni, að mun fleiri atriði tapist en vinnist fyrir Kínverja, ef þeir reyna að taka Tævan. 

Tævanir framleiða til dæmis lungann af tölvuflögum sem Bandaríkamenn nota. 


mbl.is „Heimurinn stendur á krossgötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband