3.9.2021 | 11:51
Nútíma Dunkirk.
Bretum tókst að bjarga 338 þúsund hermönnum sínum yfir Ermasund frá Dunkirk á Frakklandsströnd.
En þeir neyddust til að skilja eftir nær öll hergögn þessa hers og þau féllu í hendur óvinanna.
Það fer allt eftir aðstæðum, hve mikið af hergögnum flúins hers fellur í óvinahendur.
Ef flóttahermennirnir verða að nýta allt sitt afl til að verja flóttann, er ekkert óeðlilegt við það að eyðing hergagna verði ekki í forgangi.
Í Afganistan var ætlunin að stjórnarherinn fengi hergögnin, en í ljós kom að hann hafði engan áhuga á að verjast og gerði svipað og Glistrup lagði til við Dani þegar Kalda stríðið stóð sem hæst, en það var bregðast þannig við innrás Sovétmanna að láta danska símsvara segja í sibylju: Við gefumst upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2021 | 00:47
Nútíma Dunkirk.
Bretum tókst að bjarga 338 þúsund hermönnum sínum yfir Ermasund frá Dunkirk á Frakklandsströnd.
En þeir neyddust til að skilja eftir nær öll hergögn þessa hers og þau féllu í hendur óvinanna.
Það fer allt eftir aðstæðum, hve mikið af hergögnum flúins hers fellur í óvinahendur.
Ef flóttahermennirnir verða að nýta allt sitt afl til að verja flóttann, er ekkert óeðlilegt við það að eyðing hergagna verði ekki í forgangi.
Í Afganistan var ætlunin að stjórnarherinn fengi hergögnin, en í ljós kom að hann hafði engan áhuga á að verjast og gerði svipað og Glistrup lagði til við Dani þegar Kalda stríðið stóð sem hæst, en það var bregðast þannig við innrás Sovétmanna að láta danska símsvara segja í sibylju: Við gefumst upp.
![]() |
Talíbanar sýna herfangið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2021 | 17:27
Rafhlöðurnar og þunnu dekkin breyta miklu varðandi undirvagnana.
Það þurfti ekki annað en að líta á bíla fyrri hluta síðustu aldar á færi til að sjá, hve mest allur undirvagninn var með góða veghæð og tiltölulega litla hættu á stórskemmdum.
Allt frá 1920 til 1970 urðu dekkinn sífellt belgmeiri á amerískum bílum, fóru úr þremur tommum upp í átta, en þvermálið á felgunum minnkaði að sama skapi, úr 29 niður í 14.
Frá 1958 og fram yfir 1970 mátti sjá dekkjastærðina 8.90-14 sem er gerólíkt því sem hefur verið síðustu árin, þegar fjarlægðin frá vegi upp felgubrúnina getur komist niður í 2 tommur.
Eftir að fjöðrunin varð sjálfstæð að framan á flestum bílum, urðu neðstu hlutar vélar og gírkassa viðkvæm fyrir hnjaski neðan frá, og þá varð helst tjón við það að gat kom á þessa hluta bílsins svo að olian lak af því svo að þeir skemmdust vegna skorts á smurningi.
Á síðustu áratugum hafa skemmdir á dekkjum og felgum færst mjög í vöxt, bæði vegna þess að dekkin hafa orðið þynnri og breiðari en áður var, en ekki síður vegna þeirrar tískubylgju að þetta lag á dekkjunum sé alveg sérstaklega töff, svalt og verklegt.
Þegar saman fer tískubundin eftirsókn eftir alls kyns gerðum af "jeppum", sem eru það í raun ekki nema að litlu leyti, flatir og lágir rafhlöðukassar sem neðsti punktur þessara "jeppa", einkum þegar þeir eru hlaðnir, hlægilega þunn dekk á stórum og dýrum felgum, er ljóst, að með mikilli fjölgun svona bíla mun tjón á þeim vaxa mjög í hlutfalli við fjölda þeirra.
Fólk hefur farið flatt á því reka þessa bíla niður við að festa þá í ám, og hvert tjón á rafhlöðunum í slíkum vandræðum til dæmis á fjallaslóðum, getur hlaupið á milljónum.
Spurningin um það hvort endilega þurfi að hafa rafhlöðurnar sem naðsta hluta bílanna á sér einfalt svar. Rafhlöðurnar eru langþyngsti hluti rafbílanna, slá upp undir tonn að þyngd einar og sér í þeim dýrustu, og því óumflýjanlegt að hafa þær sem allra neðst.
![]() |
Undirvagninn hafður með í kaskótryggingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2021 | 00:27
Ameríski draumurinn hér á landi í fjáröflun stjórnmálaflokkanna?
Eitt versta mein amerískra stjórnmála er hið lítt hefta eða óhefta frelsi þar í landi fyrir stjórnmálamenn og flokka við að raka til sín óheyrilegum fúlgum í kosningasjóði sína.
Fyrir bragðið hefur þróast alveg óheyrilegur lobbíismi í kringum þingið, sem hefur slæm áhrif á stjórnmálalífið í landinu.
Eitt af óteljandi dæmum um þetta var þegar lyfjaverksmiðja ein var komin með lang stærstan hlut í framleiðslu og sölu ópíóðalyfja, sem kosta fleira fólk lífið en öll umferðarslys landsins.
Þegar Lyfjaeftirlit Bandíkjanna ætlaði að beita sér í málinu beittu tveir þingmenn sér í krafti styrkja frá lyfjarisunum fyrir því að samþykkt var frumvarp sem rústaði lyfjaeftirlitinu.
![]() |
Vill afnema hámark á styrki til flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2021 | 22:22
Betri en Maradona, Pelé eða Messi? Umdeilanlegt.
Ronaldi besti knattspyrnumaður allra tíma? Á alla kanta? Svo er sagt í viðtengdri frétt ásamt fróðleik um mestu markaskorun allra tíma, sem sögð er afrek hans.
Hvað um þúsund mörkin hans Pelé? Hvað um það þegar Maradona gerðist eini leikmaður sögunnar, sem hugsanlea hefði skilað heimsmeistaratitli til landsins síns?
Ronaldo má eiga það að hann er kannski best þjálfaði leikmaður allra tíma.
En besti leikmaður sögunnar? Hvað segja menn um það?
![]() |
Sá markahæsti í sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2021 | 14:17
Höfðingi Brúaröræfa allur og þau verða aldrei aftur söm.
"Sitjandi í auðninni, upp við stóran stein,
starandi á jökulinn ég bera vil mín bein."
Eitthvað líkt þessum línum í ljóðinu "Kóróna landsins" er haft eftir Völundi Jóhannessyni varðandi það hvernig hann myndi óska að kveðja þetta jarðlíf, staddur í Grágæsadal, ef hann mætti ráða því.
Áratugum saman var hans annað heimili lítil gróðurvin í auðn Brúaröræfa sem hélt velli í skjóli Fagradalsfjalls og nálægð Grágæsavatns en óx og dafnaði undir handarjaðri hans og varð að einstæðum grasagarði með jákvæðum kolefnisjöfnuði í krafti nýjustu tækni sólarorkunnar og gróðurumönnun og gróðursetningu handa hans.
Viðvera og áratuga langt landbótastarf hans þarna átti enga hliðstæðu sem var viðurkennt með náttúruverndarverðlaunum Sigríðar í Brattholti haustið 2015.
Síðuhafi leit á hann sem jafnmikinn nágranna sinn og jafnvel enn nánari en ef hann hefði átt heima í næsta húsi í Reykjavík.
Fimmtán kílómetra jeppaslóði er á milli Grágæsadals og Sauðárflugvallar, en ómetanlegt var að vita af veru Vðlundar í Grágæsadal lungann úr hverju sumri þegar leiðin lá um þessar slóðir og dvalið var á vellinum.
Það var hvorki farið austur, verið þar, né farið til baka nema hafa samband við Völund.
Myndin hér á síðunni er tekin á Brúaröræfum af þeim óteljandi skiptum sem hann veitti aðstoð eða var samferðamaður.
Án hjálpar og atbeina Völundar við siglingu Arkarinnar til myndatöku á Hálslóni hefði stór hluti þeirrar vinnu aldrei getað átt sér stað og margir eiga honum þökk að gjalda.
Nú sitja öræfin hljóð eftir; það er sem Kverkfjöll drúpi höfði við fráfall þessa stórmerka manns, og hans nánustu eru sendar samúðarkveðjur.
![]() |
Gróðursettu tré fyrir hvert fellt tré innan leiksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)