"Finnlandiseringin" úr sögunni í bili?

Miðað við það, sem á undan var gengið frá 1939, sluppu Finnar nokkuð vel frá samningunum um landamæri og áhrifasvæði í Evrópu í lok stríðsins, miklu betur en Eystrasaltslöndin þrjú, sem voru hreinlega hernumin og innlimuð í Sovétríkin í júní 1940.

Í stríðslok féllu Austur-Þýskaland, Pólland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría beint inn í hóp ríkja sem gerð voru að leppríkjum Sovétmanna með beitingu hervalds, og Júgóslavía bjö við kommúiskt stjórnarfar. 

Svíþjóð og Austríki voru hlutlaus, og þegar NATO og Varsjárbandalagið voru stofnuð, urðu Svíþjóð, Finnland og Austurríki nokkurs konar stuðpúðaríki ("buffer zone") þannig að bein landamæri milli NATO og Varsjárbandalagsins voru aðeins milli Vestur-Þýskalands að vestanverðu, en Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu að austanverðu við landamærin. 

Rússar höfðu ráðist á Finna haustið 1939 með kröfum um að færa landammærin fjær Leningrad og færa Vyborg og umhverfi hennar undir Rússland og sömuleiðis að loka aðgengi Finnlands að sjó og missa hafnarborgina Petsamo.   

Þessu höfnuðu Finnar en urðu að sætta sig eftir harðvítugt stríð við harða friðarsamninga í mars 1940 með miklum missi lands. 

Finnar reyndu að ná þessu landi aftur í slagtogi með Þjóðverjum í júní 1941 en gættu sín þó að ganga ekki lengra en það, sem þurfti til að endurheimta fyrrum finnskt land þrátt fyrir sérstaka leynilega ferð Hitlers á fund Mannerheims leiðtoga Finna um aukna liðveislu Finna. 

Hitler fór að miklu leyti erindisleysu og sýndi Mannerheim mikla stjórnvisku hvernig hann hagaði málflutningi sínum, sem líklega skilaði sér í í því að þrátt fyrir harða friðarsamninga 1945 héldu Finnar sjálfstæði sínu, en þurftu að borga miklar stríðsskaðabætur og sætta sig við sovéska herstöð um nokkurra ára skeið. 

Þar að auki urðu þeir að bera hvaðeina í sínum málefnum undir Rússa og hafa við þá mikil viðskipti, og var þessi friðþægingarstefna ítarlegs hlutleysis, kölluð "Finnlandisering."

Aðeins einu sinni kom til þess að orðið væri við tilmælium Rússa um að skipta um mann í ráðherrastól um skamma hríð, og Finnar fengu að halda aðild sinni að Norðurlandaráði og rækta vestrænt lýðræði og norræna menningu. 

Ef Svíar og Finnar ganga nú í HAT0 verða landamæri Finnlands og Rússlands jafnframt landmæri NATO og Rússlands með ekkert "buffer zone". 

Og það er ekki eftir neinu að bíða með öryggismannvirki á borð við það, sem nú er byrjað á eins og greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is. 

Þegar síðuhafi ók ásamt hópi norrænna bílablaðamanna 1978 frá Ivalo í Finnlandi um Kolaskaga til Murmansk, var undravert að sjá hve lítill viðbúnaður var við landamærin í krafti Finnlandiseringarinnar og ekki síður að sjá í Murmansk blasa við gjaldþrot sovétkommúnismans. 

Ný landamæramannvirki eru því fréttnæm nú. "Finnlandiseringin" heyrir líklega þegar sögunni til. 

 

 

 


mbl.is Finnar girða fyrir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegur aðstöðumunur.

Aðstöðumunurinn hjá íslensku afreksfólki í íþróttum miðað við keppinautana frá erlendum þjóðum hefur alla tíð verið svo mikill að fyrirliggjandi upplýsingar um það stinga í augum. 

Það er merkilegt að þessi mál skuli enn vera á svipuðu stigi og fyrir rúmum 70 árum, þegar íslenska liðið á EM í frjálsum íþróttum með eitt par af nýjum keppnisskóm fyrir menn sem börðust í þremur greinum um gullverðlaun og fengu fleiri verðlaun en sænska frjálsíþróttastórveldið. 

Jafnt þá sem nú var starf landsliðsþjálfara of dýrt til að vera fullt starf, svo að framfarirnar á þessu sviði eru í raun afturför. 


mbl.is Greiddu jafn mikið fyrir einkaflug og KKÍ fær á einu ári frá ÍSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaflega var bara rætt um Eilliðaey á Breiðafirði.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra ef rétt er munað, þegar fyrst fóru af stað sögusagnir um að Elliðaey kæmist kannski í eigu Bjarkar Guðmundsdóttur með milligöngu ríkisvaldsins. 

Síðan dó sú umræða út, en hefur nú lifnað á ný á þann hátt, að nálgast fullkomið rugl um bæði Elliðaey á Breiðafirði og Elliðaey í Vestmannaeyjum, en á milli þessara tveggja eyja eru mira en 200 kílómetrar í beinni loftlínu og þær ekki einu sinni í sama kjördæmi né  í sama landshluta.  


mbl.is Flökkusögur ganga um Elliðaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæpara og sárara verður það varla, en úrvinnsla úr erfiðleikum skapar meistara.

Leikur Georgíu og Íslands í körfubolta nú rétt áðan bauð upp á flest, sem slíkir leikir geta boðið upp á, háspennu, baráttu, taktík, og síðast en ekki síst, óumdeilanlegt mikilvægi.  

Lokamínútan allt fram á síðustu sekúndu buðu upp á minnsta mögulega mun, sem til þurfti í tíma og stigum, til þess að liðið kæmist áfram í úrslitakeppni HM, en þessi hárfíni munur féll í öfuga átt. 

Það var því ekki furða að íslensku leikmennirnir voru algerlega orðlausir í leikslok. 

En björtu hliðarnar eru samt fyrir hendiþ Það þarf að vísu sigra í hverri íþrótt til að verða meistarar, en sagan sýnir, að enn mikilvægara er, hvernig menn vinna úr ósigrum. 

Það á hið stórgóða og efnilega íslenska landslið möguleika á að gera, reynslunni ríkara frá leiknum í dag.  "Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði!"


mbl.is Ísland einu skoti og einu stigi frá sæti á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræmt íslenskt málfar: Aðilar, meðlimir og samnemendur.

Oft er engu líkara en í gangi sé samræmd aðför að fjölda góðra og gegnra íslenskra orða í formi andlausrar notkunar eins konar tískuorða, sem fara eins faraldur um orðaforðann.

Eitt snilldarorðið, "líðsmeðlimir" lítur dagsins ljós í viðtengdri frétt á mbl. 

Hvers á orðið "liðsmenn" að gjalda, tvö atkvæði i stað fjögurra? 

Orðið "áhafnarmeðlimur" hefur fyrir löngu orðið að síbylju og nær útrýmt ágætum orðum eins og "skipverji" og þar með orðinu áhöfn. 

Næsti áfangi gæti orðið að eyða orðinu ríkisstjórn og taka upp "ríkisstjórnarmeðlimur". 

Að ekki sé nú talað um orðið "aðili" sem veður um og slátrar góðum og gegnum orðum. 

Sum þessara nýju og ömurlegu orða eins og "samnemandi" skilja eftir sig slóða af drepnum orðum, samanber skólabróðir, skólasystir, skólafélagi, skólasystkin...

Björgunarsveitarfólk er orðið að "viðbragðsaðilum" og enginn er maður með mönnum, afsakið "aðili með aðilum" nema að drattast með viðhengið "aðili" af einu eða öðru tagi.  


mbl.is Svara gagnrýni þjálfara og fljúga þeim út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af mörgum útskýringum: Örþreyttir menn gera frekar mistök.

18 mínútna kaflinn frægi og örlagaríki á HM hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Ungverjum markaðist mjög af svonefndum tæknifeilum og mistökum.

Undirliggjandi orsök kann að vera sú, að of lengi hafi verið keyrt á sömu mönnunum og nefndi einn leikskýrandi í blaðaviðtali tölurnar, sem voru þessar: Ísland notaði 7-9 menn á sama tíma og aðrir notuðu 14-16. 

Í eins ofboðslega hröðum bolta og spilaður er látlaust í nútíma handbolta, reynir mun meira á hvern mann meðan hann er inn á heldur en ef hann er ekki notaður. 

Nefnt hefur verið að Aron Pálmarsson sé að meðaltali aðeins inn á hjá Álaborg í helming leiktímans. 

Það hefur verið nefnt að Aron sé svo frábær varnarmaður að hann þurfi að vera lengur inni á, jafnvel heila leiki á HM til þess að færni hans sem varnarmanns nýtist. 

Þetta er augljós mótsögn; þvert á moti er verið með þessu að keyra manninn út um of og hann fer óhjákvæmilega að gera óþarfa mistök.  

Til þess að komast að kjarna málsins þyrfti að skoða leiki liðsins vandlega með skeiðklukku og samlagningu og bera þær mælingar við keppinautana. 

Þá gæti blasað við að óvenju mikil breidd í leikmannahópi Íslands hafi verið stórlega vannýtt, sem meðal annars kom fram í því að Kristján Kristjánsson kom aðeins inn á í nokkrar mínútur og stóð sig mjög vel, en fékk því miður alltof stuttan tíma til þess.  


mbl.is Óánægja með störf Guðmundar innan landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti aðalmarkmið Pútíns verið rússneskt orkustórveldi eftir langt stríð?

Seinni tíma rannsóknir sagnfræðinga á Seinni heimsstyrjöldinni hafa leitt í ljós, að stríðstíminn sjálfurv var markmið Hitlers í sjálfu sér. 

Það sést þegar skoðuð eru ummæli hans í lokuðum hópum áhrifamanna í aðdraganda stríðsins. 

Hann nefnir það strax fljótlega eftir valdatöku sína, að heppilegasti tíminn fyrir stórt stríð yrði í kringum 1940. 

Í bókinni "Nazism at war" er kafað betur ofan í þetta, og þá sést vel að þessi tímasetning miðast við þann tímapunkt þegar uppgangur í efnahagslífi Þýskalands er mestur miðað við hraðann hjá hinum stórveldunum.   

Útgjöldin til hernaðaruppbyggingar voru ekki sjálfbær nema til 1938, en eftir það var nauðsynlegt að seilast til yfirráða yfir auðlindum og löndum, sem juku þjóðartekjur Þjóverja nægilega mikið. 

Hitler reiknaði með því að Vesturveldin myndu ekki leggja út í styrjöld 1939 vegna Póllands heldur neyðast til að sætta sig við skiptingu Austur-Evrópu í griðasamningi Hitlers og Stalíns 23. agúst 1939.   

Í þessum efnum fór Hitler eftir þeirri skoðun Ribbentrops utanríkisráðherra síns, að Bretar myndu ganga til friðarsamninga, uppá þau býti að skipta nýlendum heimsins á milli sín. 

Í þessu efni skjátlaðist nasistum alveg og urðu að hraða ágengri útþenslustefnu sinni. 

Þótt sýnst geti að Rússum muni nú "mistakast að ná einu einasta markmiði" eins og Ursula von der Leyen segir, er ekki að sjá annað en að eitt mögulegt markmið hafi gleymst í því efni: Að stríðið dragist á langinn. 

Langtímasjónarmið Rússa gæti leynst í því hvernig þeir gætu eygt völ á því að nýta sér gríðarlegar orkulindir sínar og einnig orkulindir í löndunum fyrir austan Svartahaf. 

Ekki mun það draga úr draumsýn af þessu tagi, að um er að ræða fyrrum Sovétlýðveldi, sem gætu orðið að fyrirmynd fyrir rússneskt stórveldi með gnægð orkulinda og gasleiðslur til allra átta. 

Með svona markmið og baktryggingu í risa kjarnorkuvopnabúri Rússa gæti aðalmarkmið þeirra orðið það að þrauka sem lengst og þreyta NATO og bandamenn Úkraínumanna.  


mbl.is Pútín „mistekist að ná einu einasta markmiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler þurfti ekki að láta skjóta einu einasta skoti 1938.

Tímaritið Time útnefndi Adolf Hitler "mann ársins 1938" með þeim rökstuðningi að enginn einn maður hefði varið sigursælli það ár, og það án þess að þurfa að láta hleypa af einu einasta skoti í sigurför hers hans við sameiningu landanna tveggja, Þýskalands og Aururríkis (Anschluss). 

Í viðbót tókst Hitler að þvinga Vesturveldin til "friðsamlegra" samninga sem leiddu til þess að afmá ríkið Tékkóslóvakíu af landakortinu. 

Eðlilegt er að Pútín hugsi sér að nýta sér þessa reynslu, og er ýmislegt kunnuglegt að sjá í skjali því sem birt er í viðtengdri frétt á mbl.id. 

Sumt er þegar komið í framkvæmd eins og til dæmis nýting svnefndra "aðskilnaðarsinna" á Donbass svæðinu, sem er hliðstæða Súdetahéraðanna í Tékkóslóvakíu 1938. 

Þegar Hitler hóf að framkvæma hernám Austurríkis þurfti hann í fyrstu að kljást við andúð Mussolinis en tókast með lagni að snúa honum á sitt band, þannig að þegar þýski herinn marseraði inn í fæðingarland Hitlers var það líkara friðargöngu en innrás hers. 

Þá voru eftir tveir kaflar hernáms nágrannaríkjanna, þess fyrri með friðarsamkomulagi, - en í hinum síðari var það grátandi fólk í Tékklandi, sem horfði á "friðsamlega" innrás Þjóðverja og hlustaði á Foringjann, sem lýsti yfir því sigrihrósandi, að þjóðríkið Tékkóslóvakía hefði verið afmáð af yfirborði jarðar.

Hér á síðunni var líkindunum með 1938 og 2022 lýst fyrir tæpu ári. Sé ofangreint skjal til er það aðeins staðfesting á því sem þá var rakið. 

Við það má síðan bæta því sem mestan hroll vekur; Hótanirnar, sem beitt var 1938 og fólust í því, að ef ekki væri skrifað upp á uppgjafarsamning gagnvart Hitler, myndi heimsstyrjöld skella á með öllum þeim hroðalegu afleiðingum, sem henni fylgdi. 

Niðurstaðan varð sú að skrifuð var á eitt blað yfirlýsing Hitlers og Chamberlains, sem sá síðarnefndi veifaði framan í blaðamenn við komuna heim til Englands með þeim orðum, að nú væri "tryggður friður i Evrópu um okkar daga."

Hann lýsti því líka hve fjarstætt það hefði orðið, ef byrjað hefði verið að setja upp gasgrímur og fara út í stríð fyrir ókunnugt fólk í fjarlægu landi. 

Hins vegar lýsti Hitler þessu þannig í innsta hring sínum, að gamall vesalingur hefði skrifað undir algerlega einskis virði blaðsnepil. 

Bretar og Frakkar töldu sig stórlega vanbúnaða til þess að fara í stríð, en hið rétta reyndist vera, að eins árs frestur var miklu dýrmætari fyrir Þjóðveerja, sem fengu öfluga hergagnaframleiðslu Tékklands á silfurfati og efldu sinn herafla miklu hraðar. 

Hliðstæða nú gæti falist í ógninni um beitingu kjarnorkuvopna þar sem NATO yrði stillt upp við vegg. 

Stærðarmunurinn á þeim vopnum og öflugustu vopnunum 1938 er hins vegar tryllingslegur og hugsanlega um líf eða dauða allra jarðarbúa. 

 


mbl.is Rússar ætla að taka yfir Hvíta-Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Majorka aftur komin á blað eftir hálfrar aldar hlé?

Þegar Íslendingar fóru í langferðir á þremur skemmtiferðaskipum á skammvinnum svanasöngakafla hagstæös gengis íslensku krónunnar i lok síldarævintýriins sjöunda áratugarins, fór eitt þessara þriggja skipa, Regina maris, um Miðjarðarhafið í nokkra daga, og stansaði meðal annars á Majorka. 

Eftir þetta varð til hugtakið Majorkaveður heima á Fróni, því að Íslendingarnir sem fór í land, bar saman um að þangið ættu þeir áreiðanlega eftir að koma aftur síðar. 

En gengi krónunnar var fellt tvívegis árið 1967 og í staðinn stóðu þeir Ingólfur í Útsýn og Guðni í Sunnu fyrir því að gera Costa del sol að helsta ferðamannastað íslendinga á Spáni. 

Majorka er nær Íslandi en flestar eyjarnar, sem nefndar eu í viðtengdri frétt á mbl.is svo að kannski fara gamlir draumar að rætast eftir öll þessi ár.  


mbl.is Bestu eyjarnar til að heimsækja 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjuleg lagaflækjudeila.

Vinnudeilurnar núna eru þegar orðnar meiri lagaflækjudeilur en dæmi eru áður um. Hálfrar aldar gamall möguleiki á að Landsréttur úrskurðaði að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg var skotin í kaf með því að framkvænd kosninga um hana yrði ólögleg.  

Áfram virðist þetta þref stefna í að halda í svipuðum dúr. 


mbl.is Segir ekki rétt að verkfallsboðun sé ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband