3.3.2022 | 10:30
Vald íþróttanna er vandmeðfarið.
Frá upphafi hefur það verið eitt af grundvallaratriðum íþrótta og Ólympíuleika að láta stjórnmáladeilur ekki trufla íþróttirnar. En þetta hefur gengið upp og ofan.
Litlu munaði að Ólympíuleikarnir í Berlín 1936 yrðu ekki haldnir vegna stefnu Hitlers í kynþáttamálum. Hitler, Göbbels og kvikmyndagerðarkonan Riefenthal sáu hins vegar gildi íþróttanna og nasistarnir gengu því að öllum kröfum um jafnrétti keppenda, og það svo mjög að Jesse Owens og aðrir dökkir afreksmenn fengu í fyrsta sinn á ævinni að gista í sömu hótelum og fá sömu þjónustu og aðrir.
Þegar heim til Ameríku kom þurfti stjarna leikanna, Owens, hins vegar á ný að sæta kynþáttalegri mismunun, varð að smygla honum bakdyramegin inn í móttökuathöfnina vestra, og var ekki boðið í Hvíta húsið eins og hinum hvítu.
Án Berlínarleikanna hefði heimssaga íþróttanna misst af mörgum stærstu augnablikum sínum.
Útilokun Suður-Afríku frá þátttöku á ÓL þótti hins vegar réttlætanleg vegna þess að mismunun og aðsklilnaðarstefna stjórnarinnar gekk niður í gegnum allt íþróttakerfið.
Innrás Sovétmanna í Ungverjaland haustið 1956 ógnaði þátttöku á Ólympíuleikunum í Melbourne, en það slapp fyrir horn.
Hins vegar var sniðganga margra stærstu íþróttaþjóða heims varðandi ÓL í Moskvu 1980 vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan misráðin, því að kommmúnistaríkin sniðgengu leikana í Los Angeles 1984 í staðinn, og menn stóðu uppi með tvenna hálfónýta leika.
Bandaríkjamenn áttu síðar sjálfir eftir að ráðast inn í Afganistan 2001, og var ekki refsað fyrir það með sniðgöngu.
![]() |
Íþróttir hafa reynst himnasending |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2022 | 19:31
Hvar verður nýja Járntjaldið?
Úr ræðum Vladimiers Pútíns má lesa það, hugsunarháttur hans er skilgetið afkvæmi tíma Sovétríkjanna og þar á undan keisaraveldisins Rússlands.
Hann leggur sífellt út af því, sem gerðist í aðdraganda innrásar Hitlers í Sovétríkin 1941, eins og gert var allan tíma Kalda stríðsins, og fóstraði þá þráhyggju leiðtoga Sovétríkjanna að allt ætti að snúast um það að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.
Hugsunin byggðist á djúpri tortryggni á Vesturveldin og þar af leiðandi á því að viðhalda svonefndu Járntjaldi, sem klauf Evrópu í tvö ríkjasvæði.
Berlínarmúrinn, sem reistur var 1961, var hluti af þessari sviðsmynd, og fall hans varð því ekki aðeins táknrænt, heldur í raun upphaf hruns kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu.
Hitler hefði getað bjargað lífum um þriggja milljóna manna með því að gefast um í kringum áramótin 1944-45, en þá verður að líta á þá kennisetningu hans frá upphafi ferils hans, sem fólst í slagorðinu "Aldrei aftur 1918."
Hann byggði allan málflutning sinn á þeirri firru, að innlendir svikarar hefðu gefist upp með vopnahléi án þess að óvinurinn væri neins staðar kominn inn á þýskt land.
Leiðtogar ríkja Evrópu reyndu að byggja upp tíð öryggis og friðar eftir lok Kalda stríðsins 1991 með loforðum um hamla gegn útfærslu NATO til austurs svo að tortryggni Rússa linnti.
Tvennt kom í veg fyrir þetta, sem stafaði af gagnkvæmnri tortryggni:
Nýfrjálsu ríkin í Austur-Evrópu þrýstu á að komast undir öryggishjálm NATO.
Og
Vladimir Pútín komst til valda í Rússlandi, en hann hafði svarið þess dýran eið að reisa Rússland við úr þeirri niðurlægingu, sem fall Sovétríkjanna var í hans augum.
Kjörorðið hans gat verið svipað og Hitlers: Aldrei aftur 1941! Aldrei aftur 1991!
Gallinn við slík heit er sá, að þau byggjast oft á atburðum og ástandi í fortíðinni og gera ekki ráð fyrir að neitt hafi í raun birst í tímans rás.
Þess vegna er stríð Rússa á hendur Úkraínumönnum nú ávísun á nýtt Kalt stríð, þar sem einhvers konar járntjald verður endurreist, en um staðsetningu þess verður hins vegar enginn friður.
![]() |
Segir nýtt kalt stríð hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2022 | 23:57
Einvaldar eiga það til að fá bræðisköst.
Næsta umhverfi einvalda er einatt þannig, að þar verða til óæskileg vinnuskilyrði.
Eitt atriðið er það, að í innsta hring safnast fyrir vondir ráðgjafar, þýlyndir jámenn.
Frægir voru hinir hæfileikasnauðu jámenn og höfðingjasleikjur, sem söfnuðust saman í forystuliði Hitlers.
Næstráðandi Hitlers, Hermann Göring, var glysgjarn heróinfíkill, glysgjarn með afbrigðum, sem smjaðraði fyrir Foringjanum og reyndi sjúklega að koma sér í álit hjá honum með því að lofa honum hinu og þessu, sem alls ekki var hægt að standa við.
Hann lofaði Hitler því til dæmis í ágúst 2940 að engin óvinaflugvél kæmist til Berlinar.
En þegar það gerðist síðan að ráðvilltur þýskur sprengjuflugmaður varpaði fyrir mistök sprengjum á ú5hverfi London, brást Churchill við því með því að senda nokkrar flugvélar til árásar á Berlín í hefndarskyni.
Hún misheppnaðist að vísu að mestu en hafði gríðarlegt áróðursgildi.
Hitler fékk bræðiskast og Göring lofaði honum því, að hefna með því að jafna London við jörðu.
Það reyndust mestu mistök Þjóðverja í Orrustunni um Bretland að hætta við að ráðast á hernaðarmannvirki lofthers Breta.
Þegar 110 þúsund manna liðsafli Þjóðverja lokaðist inni við bæinn Demyansk frá janúar 1942 til maí, tókst Luftwaffe að mynda loftbrú með vistir, hergögn, 16 þúsund hermenn inn og 16 þúsund særða út þangað til hernum var bjargað út úr herkvínni.
Hálfu ári síðar lokaðist 6. her Paulusar inni í Stalíngrad, 300 þúsund menn og Göring viðraði sig upp við Foringjann með því að lofa honu að endurtaka leikinn frá Stalingrad.
Von Manstein, færasti hershöfðingi Hitlers og jafnvel alls stríðsins, grátbað Foringjann um að setja allt á fullt til að láta herinn brjóta sér leið til baka áður en það yrði um seinan.
En Hitler ofmetnaðist af smjaðri Görings, þrátt fyrir eftirfarandi staðreyndir:
1. Her Paulusar var þrisvar sinnum stærri en herinn í Demyans hafði verið.
2. Rússar höfðu stóreflt og stórbætt orrustuflugflota sinn, en áttu varla neinar flugvélar 1941.
3. Flugvélarnar þýsku, sem Göring lofaði Foringjanum voru mun færri en lofað var.
Niðurstaðan varð sú stórorrusta stríðsins, sem mest breytti gangi hennar, hvorki meira né minna an tíu sinnum stærri orrusta en orrustan við El Alamain.
Hitler fékk mörg fræg bræðisköst þegar hann sjálfur og óhæfir samstarfsmenn hans brugðust.
Suma hæfustu herforingja sína rak hann og réði aftur, svo sem Heinz Guderian og Von Braushitsch.
Eitt bræðiskast Hitlers snerti Ísland beint.
Það fékk hann í neðanjarðarbyrgi sínu í Eifel-fjöllunum daginn sem Þjóðverjar réðust inn í Niðurlönd og Frakkland.
Rétt á þeirri stundu sem hið sigursæla árásarlið brunaði af stað, barst honum sú frétt að Bretar hefðu hernumið Ísland.
Þessi frétt var mun stærri en sýndist við fyrstu sýn. Allt frá innrás Þjóðverja í Rínarlönd 1936 hafði hann haft samfellt frumkvæði í deilum við aðrar þjóðir sem andstæðingarnir urðu að bregðast við, alls níu sinnum, en nú höfðu Bretar loks sýnt frumkvæði og Hitler að bregðast við.
Hitler ærðist á staðnum og skipaði Raeder yfirmanni flotans að gera hið snarasta innrásaráætlun fyrir Ísland. Það gerði Raeder svikalaust, og í uppkasti af bók um það efni, sem ber heitið "Emmy, Agnar, stríðið og jökullinn", er rakið og rökstutt, að sú áætlun hefði geta tekist á glæsilegan hátt um haustið.
Í tengslum við gerð handrits að bókinni var farið í byrgið í Eifel-fjöllum 2011 og staðið niðri í rústum þess á sama stað og Hitler 1940, þegar hann fékk æðiskastið út af Íslandi.
Það var mögnuð stund fyrir sögunörd að standa þar í sporum hins skapstóra illmennis.
![]() |
Pútín tekur reiðiköst á starfsfólk sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.3.2022 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í hernaðarátökunum í gömlu Júgóslavíu fyrir aldamót var gerð loftárás á bækistöðvar sjóvarpsins, sem harðlega var gagnrýnd. Þar var NATO að verki ef rett er munað, en svo virðist sem fjölmiðlun sé illa séð í styrjöldum.
Stalín ku hafa sagt: "Einn maður drepinn er morð, en milljón menn drepnir er tala."
Útsendarar Pútíns velja fórnalömb sín gaumgæfilega þannig, að morðið hafi sem mestan fælingarmátt. Af nöfnum fjölda blaðamanna og andófsmanna, sem drepnir hafa verið, svo sem Önnu Politskovskaja, sést bein hótun til "skræk og advarsel" eins og Danskurinn orðar það.
Af hreinni illsku og heift lét Hitler drepa 17 þúsund manns með loftárás í apríl 1941 á Belgrad, sem bar heitið "refsing" fyrir það eitt að þetta fólk voru almennir borgarar en ekki hernaðarskotmark.
Þannig leit "Sprengju-Harris" á málin þegar drepnir voru 42 þúsund íbúar i Hamborg á einu bretti í júlí 1943.
Pútín virðist helst nota svæfingar/kyrkingar aðferðina í Kænugarði, og gæti umsátrið um Leningrad fyrir tæpum 80 árum verið ákveðin fyrirmynd.
![]() |
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2022 | 00:52
Ójafn leikur. Hitler tók Pólland á þremur vikum 1939.
1939 gáfu Vesturveldin, Frakkar og Bretar, Póllandi loforð um að lýsa yfir stíði á hendur Þýskalandi ef það réðist á Pólland. Þeir gerðu það og heimsstyrjöld var hafin, en í staðinn fyrir að strax hæfist alvöru stríð á vesturlandamærum Þýskaland, gerðist í raun ekkert þar, þannig að Hitler gat auðveldlega tekið Pólland á þremur vikum.
Sumir nútíma sagnfræðingar, svo sem Max Hastings, hafa skilgreint hið svonefnda Sitzkríeg eða Phoney war sem svik Vesturveldanna, og víst töldu Pólverjar sig svikna.
En hin raunverulega ástæða var sú, að vegna friðarkaupa stefnu Breta og Frakka árin á undan hafði ekki verið reynt að útbúa sókaráætlun fyrir stríð við Þjóðverja, heldur aðeins varnaráætlun, eins og hin tröllaukna Maginot varnarmannvirkjalína bar með sér.
Í íþróttum er það jú aðalreglan, að hver keppandi verður að hafa tilbúna bæði varnaráætlun og sóknaráætlun.
Þrátt fyrir allar stuðningsyfirlýsingarnar núna við Úkraínumenn er ástandið svipað og jafnvel verra en var í Frakklandi 1939. Það er tæknilega ómögulegt og liggja engin loforð fyrir því að sendur verði her til hjálpar Úkraínumönnum.
Miðað við yfirburði Rússa hernaðarlega er hugsanlegt að Pútín geri ráð fyrir þremur vikum til að taka alla Úkraínu.
En landið er stórt, álíka stórt og Frakkland, sem Þjóðverjar tóku á nokkrum vikum 1940, og því ekki ráðlegt að vera með neina spádóma þótt líkindin á hernaðrsigri Rússa á Úkraínumönnum séu miklar.
Í styrjöld Frakka og Þjóðverja 1940 var furðu lítið mannfall, miðað við slátranirnar 1914 til 1918. Farið var að ákvæðum Genfarsáttmálans og sums staðar tóku Þjóðverjar bara byssurnar af Frökkunum og sögðu þeim að fara heim til sín.
Hugsanlega mun Pútín gera svipaða útkomu að forgangsmáli nú og láta að skipta meira máli að ná landinu öllu örugglega og með sem minnstu mannfalli og tjóni.
![]() |
Rússar beita einu hættulegasta vopni sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)