26.9.2021 | 22:12
Sjórinn tekur ekki endalaust við.
"Lengi tekur sjórinn við" er gamalt íslenskt máltæki, sem nú er að snúast í andhverfu sína, svo hröð er sú óheillaþróun sem í gangi er í því efni í því efni hvar varðar súrnun sjávar.
Höfuðástæðan fyrir hinni miklu súrnun sjávar er að aukið kolefnismagn í andrúmsloftinu berst í sjóinn.
Það má sjá á samfélagsmiðlum að sumir telja það aðför að velsæld og sem mestum hagvexti og neyslu að draga úr notkun á plasti.
Þeir skella skollaeyrum við þeim sannleika að rétt eins og það eyðist sem af er tekið, þá fyllist það rými sem takmarkað er.
Plastagnir eru nú þegar komnar í líkama fugla og dýra og finnast meira að segja á jöklum og má furðu gegna að mönnum sé slétt sama um það, hvert stefnir, ef ekkert er að gert.
![]() |
Plastmengun og súrnun sjávar áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2021 | 11:11
Hvað sagði ekki Jónas Kristjánsson: "Fólkið fær það sem það kýs."
Jónas Kristjánsson heitinn nefndi það oft í skrifum sínum, að það stoðaði lítið fyrir fólk að kvarta og kveina yfir ráðamönnum þjóðarinnar, því að þessi sömu ráðamenn væru einmitt þeir frambjóðendur í kosningum, sem fólk hefði kosið.
Fyrir kosningarnar núna blastið það við allt kjörtímabilið í skoðanakönnunum, að enda þótt ríkisstjórnarflokkarnir hefðu ekki meirihlutastuðning, vildi tryggur meirihluti kjósenda tvennt: Hafa stjórnina samt áfram og að Katrín Jakobsdóttir væri forsætisráðherra.
Enginn veit með vissu hvort skoðanakannanirnar fjölmörgu voru réttar miðað við þann tíma, sem þær voru teknar á.
Það er alls ekki óhugsandi að Sósíalistaflokkurinn hafi toppað of snemma og tapað fylgi til Flokks fólksins sem boðaði enga rauða byltingu, heldur umbætur til hinna verst settu.
Líka er vel hugsanlegt að ísmeygilegar auglýsingar Framsóknarflokksins um að úrslitin réðust á miðjunni og best væir að kjósa bara Framsóknarflokkinn virkuðu á síðustu stundu á kjördegi.
Katrín hafði allan tímann yfirburða stöðu í skoðanakönnunum í hlutverki forsætisráðherra og hélt velli við annan mann í sínu kjörædæmi.
Nú liggja úrslitin fyrir og sýna, að ekki munaði miklu að Sjallar og Framsókn næðu meirihluta vegna þess að óréttlátur hár þröskuldur olli því að 4 prósent atkvæða Sósíalistaflokksins féllu "dauð niður".
![]() |
Lokatölur á landsvísu: Ríkisstjórnin heldur velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2021 | 01:31
Námsmenn erlendis utankjörstaðar réðu úrslitum 1978.
Svona var sólarlagið að kvöldi kjördags, með háhýsin í Reykjavík í forgrunni og spurningin er fyrir hvað sólarlagið gæti staðið sem tákn.
Og þá kemur fortíðin upp í hugann, til dæmis það, þegar öll atkvæði innanlands höfðu verið talin í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík undir morgun og borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hélt velli, átti bara eftir að telja utankjörstaðaatkvæði.
Þegar þau höfðu öll verið talin kom í ljós að meirihlutinn þrásetni var fallinn.
Ein af úrskýringunum á þessu var sú, að námsmenn erlendis væru það fjölmennir meðal þeirra esm greiddu atkvæði utan kjörstaðar og eftir undanfarin baráttuár þeirra við stjórnvöld, væru þeir rótttækir og hefðu riðið baggamuninn.
Utankjörstaðaatkvæði í kosningum nú eru margfalt fleiri en fyrir 43 árum og vegna þess hve miklu þau geta breytt væri gaman að vita hverjir eru í þessum stóra hópi.
Stór hluti af honum hljóta að vera þeir sem Covid hafið áhrif á og enn eru Íslendingar erlendis margir, bæði sem ellibelgir, í störfum og námi, og skoðanakannanir hafa sýnt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira fylgi hjá´hinum eldri en hinum yngri.
Af þessu má ráða að utankjörstaðaatkvæði muni frekar gagnast Sjöllum og þar með núverandi ríkisstjórnarflokkum heldur en stjórnarandstöðunni.
Þar með berast böndin að lýðræði.
Og talað er um lýðræði, liggja tvær staðreyndir aðallega fyrir:
Í fjögur ár hefur ríkisstjórnin sem heild haft meirihluta þjóðarinnar í skoðanakönnunum með sér...,
... og sömuleiðis hefur Katrín Jakobsdóttir verið með yfirburða fylgi yfir aðra hvað snertir forsætisráðherraembættið.
![]() |
Sjáum hvernig nóttin brosir við okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar eldgosið í Grímsvötnum stóð sem hæst 2011 stóðu íslensk flugmálayfirvöld frammi fyrir því einn daginn að loka flugvöllunum í Reykjavík og Keflavíki vegna öskufalls.
Til þess að framkvæma svona bann var notuð tölva í London.
Bannið stóð til og hefði verið sett á þótt ástandið í raun væri þannig, að vestan við Selvog og Reykjanesfjallgarðinn væri í raun heiðskítt en skyggni hins vegar aðeins 5 kílómetrar austan við þessa línu.
Boðið var upp á það af yfirvöldum hér, að yfirmennirnir í London gætu horft í gegnum Skype í flugturninum í Reykjavík hvernig Snæfellsjökull blasti þaðan við í 120 kílómetra fjarlægð,
En því var hafnað, af því að kerfið byði eingöngu upp á bréfleg viðskipti, mælitölur sendar með faxi, lesnar af strimlum.
Eða, eins og það var orðað í Íslandsklukku Nóbelskáldið; "hefurðu bréf upp á það?"
Og þarna fannst smuga, því að mælingartölur á sérstöku loftmælingatæki, sem Jónas Elíasson prófessur hafði fundið upp og látið smíða, var tilbúið til notkunar og hafði verið prófað daginn áður.
Hægt að framkvæma þessar mælingar á eins hreyfils vél Sverris Þóroddssonarm, TF-TAL, og var nú farið í að fljúga þessari flugvél næst stanslaust næsta einn og hálfan sólarhring.
Í ljós kom að fimm kílómetra skyggnið á leiðinni frá Selfossi að Reykjanesfjallgarði var rétt við mörk þess magns ösku, sem Alþjóða flugmálastofnunin gaf sjálf upp sem mörk á milli bannsvæðis og leyfilegs flugsvæðis.
Með því að nota tvo flugmenn til skiptis á vöktum tókst að halda íslensku flugvöllunum opnum við Faxaflóa.
Svo hreint var loftið á flugleiðinni um Faxaflóasvæðið allan tímann, að aðeins einu sinni kom fram snöggt frávik upp á við.
Við nánari athugun kom í ljós að þetta frávik varð í eina sekúndu þegar flogið var í 1000 fetum beint yfir Hellisheiðarvirkjun!
Tæki Jónasar voru síðar prófuð við eldgos í Japan og ættu að ver til ennþá.
Nú væri gott ef Jónas léti spönsk flugmálayfirvöld vita af stöðu mála í þessu efni.
![]() |
Flugvellinum á La Palma lokað vegna eldgossins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2021 | 22:36
Ef heilbrigðismál fá 60 milljörðum of lítið á ári, er talan 600 milljarðar á 10 árum.
Í litilli blaðagrein í dag er bent á, að framlög til heilbrigðismála hér á landi séu mun lægri hér á landi sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu en í næstu löndum samkvæmt tölum frá OECD.
Munurinn er í kringum 15 prósent á árim en það samsvarar um 60 milljörðum krona á ári.
Nú er það vitað, að þessi mikli munur hefur verið hér í meira en áratug, sem þýðir, að uppsöfnuð vöntun er um 600 milljörðum á áratug.
Ef það er rétt að kjósendur telji heilbrigðismál mikilvægasta málaflokkinn gegnir furðu að ofangreind hlið mála, sem meðal annars bitnaði á öllu viðhaldi og olli því hve margt drabbaðist niður, er merkilegt hve litla athygli hin litla frétt í blaðagreininni í dag vekur.
Og útskýrir kannski, að fyrir nokkrum dögum kom í ljós, deild fyrir stóran hluta sjúkdóma, geðheilbrigðismál, gleymdist hreinlega rétt si svona þegar farið var í að endurnýja ónýt og úrelt húsakynni með bútasaumi.
Ólíklegt er að það hefði gleymst ef farin hefði verið sú leið að hanna og byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni, eins og til dæmis var gert í Noregi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2021 | 14:08
Þjóðin vill persónukjör, beint lýðræði. Loksins skoðanakönnun.
Þess er ekki að minnast að mikið hafi verið spurt í skoðanakönnunum um afstöðu kjósenda til persónukjörs, beins lýðræðis í kjörklefunum.
En nú kemur í ljós í skoðanakönnun að þjóðin vill þetta.
En alþingismenn hafa ekki viljað það, af því að þá skapast óvissa fyrir meirihluta þeirra, sem hentar best að geta setið rólegir með ölglasið á kosninganótt og verið "í öruggu sæti.".
Andmælendur telja þeitta of glannalegt og varasamt. Samt hefur þetta reynst vel í þeim löndum, þar sem það hefur verið reynt.
![]() |
Kosninganótt líklega spennandi langt fram á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar varð mikil vinstri sveifla í Evrópu. Kommúnistar náðu völdum í Austur-Evrópu, urðu sterkir á Ítalíu og í Frakklandi og Verkamannaflokkurinn tók völdin í Bretlandi.
Á Norðurlöndum héldu sósíaldemókratar völdum.
Verkamannaflokkurinn breski fór út í mikla þjóðnýtingu stórra fyrirtækja, sem tókst ekki betur en svo, að Íhaldsflokkurinn náði aftur völdum á sjötta áratugnum.
En á Norðurlöndum að Íslandi meðtöldu tóku mikil skömmtun, innflutningshöft og flókin gengisskráning völdin og bæjarútgerðir voru settar á fót víða hér á landi.
Á sjötta áratugnum var komið margfalt gengi hér á landi kennt við svonefndan bátagjaldeyri og í Danmörku var til dæmis tvöfalt gengi, annars vegar skráð gengi og hins vegar svonefnd dollarakaupaleyfi.
Svo hart var hert að mittisólinni, að þar sáust engir amerískir bílar á ferð og stórir evrópskir bílar voru fátíðir.
Íslendingar höfðu notað tækifærið og eytt stórum hluta mikils stríðsgróða í bílakaup árin 1946 og 47 en nánast lagt niður innflutning næstu tólf árin.
Þegar síðuhafi dvaldi í sex vikur sumarið 1955 í Kaupmannahöfn trúðu menn því alls ekki að algengasti bíll á íslandi væri amerískur Willy´s og að mikill meirihluti landsmanna ækju á amerískum bílum með vinstri handar stýri í vinstri umferð.
En þegar efnahagur Evrópuþjóða batnaði síðar á áratugnum voru danskir kratar fljótir að söðla um og taka upp svonefnt "blandað hagkerfi" sem fékk að blómstra í Viðreisnarstjórninni sem tók við völdum 1959, þar sem Gylfi Þ. Gíslason var einn helsti hugmyndasmiður í því að við fylgdum fordæmi norrænna krata.
Síðar á öldinni voru bæjarútgerðir að mestu lagðar niður, gengið í EFTA og síðar í EES.
Þessi stefnubreyting hefur reynst að mestu leyti vel síðan, og flokkar við miðju stjórnmálanna, svo sem Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur hafa þessa meginundirstöðu.
![]() |
Útlit fyrir marga flokka og veikt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2021 | 19:16
Vaxtaumræðan er flókin en nauðsynleg.
Vextir gegna geysi mikilvægu hlutverki í efnahagslífi þjóða, og þeir hafa verið stór þáttur í málflutningi tveggja flokka, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins.
Hjá Viðreisn er því haldið fram, að með ESB-aðild eða tengingu krónunnar við evru muni vaxtar lækka til hagsbóta fyrir alla. Samfylking tekur undir þetta.
Aðrir benda á að málið sé flókið og sviðsmyndirnar margar og draga fullyrðingar um vaxtastigið í efa.
Svipað er að segja um þau ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í auglýsingum, að í stjórnartíð þeirra hafi vextir lækkað "hressilega."
Eins og sjá má á viðtengdri frétt var þetta orðaval Bjarna dregið í efa í viðtengdri frétt með viðtali við Bjarna.
![]() |
Bjarni ver fullyrðingu í útvarpsauglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2021 | 08:59
Hvernig er loftmengunin í Reykjavík núna?
Um árabil hefur loftið í Reykjavík verið þannig stóran hluta árs, að aðkomumenn utan af landi, svo sem frá Vestfjörðum, hefur furðað sig á fnyknum.
Í Hörpu hefur þetta lýst sér í óhagstæðri vindátt, að hreinsa hefur þurft ákveðinn rafeindabúnað í tækjum, sem notuð eru á hljómleikum.
Það hefur fallið á silfur- og borðbúnað víða í borginni.
En hverjar eru tölurnar núna varðandi mengun af völdum brennisteinsvetnis?
Hefur þetta eitthvað skánað síðustu misseri?
![]() |
Loftmengun verri en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2021 | 19:43
Gott að handabandið hverfi í kjölfar COVID-9 ?
Fróðlegt væri að kanna hvaða breytingar í þjóðlífinu vegna kórónavveirunnar yrðu til bóta, því að þær spanna miklu stærra svið en blasa við í fljótu bragði.
Áður hefur verið rætt um ýmis jákvæð atriði í rekstarumhverfi fyrirtækja með ítrustu notkun nútíma tölvutækni til hagræðingar, en líka má líta nær einstaklingunum, svo sem varðandi einföld atriðið eins og nálægð, handabönd og knús.
Spurningin er hvort jákvæð áhrif eins og afnám handabanda sem algeng smitleið muni fjara út eftir því sem líður frá faraldrinum.
Í stað handabandanna væri hægt að heilsa fallega á ýmsan hátt, með olnbogasnertingu eða virðingarhneigingu með samanlagða lófa í austrænum blæ.
![]() |
Íslendingar breytt hegðun sinni vegna veirunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)