8.3.2022 | 17:19
Rafvæðing bílaflotans má ekki seinni verða.
Nú er spáð hraðhækkandi eldsneytisverði á alþjóðamarkaði, lítrinn að fara í 300 krónur og heldur áfram upp.
Þetta þýðir gerbreytt ástand á orkumarkaðnum.
Eftir því sem eldsneytisverð veður upp um þessar mundir, verður kostnaðarmunurinn á því að nota eldsneytisdrifinn bíl og rafdrifinn bíl æ meiri, auk þess sem eldsneytisorkan er innflutt en raforkan ekki.
Á síðunni eru birtar myndir a þremur bílum til nánari útskýringar, sem allir voru keyptir á sínum tíma með hliðsjón að sem mestum sparnaði.
Grái Suzuki Alto bíllinn var ódýrasti nýi bíllinn á markaðnum þegar hann var keyptur 2014, kostaði 1,75 milljónir nýr og getur eytt allt niður fyrir fimm lítra á hundraðið, en 6,5 l í blönduðum akstri við íslenskar raunaðstæður.
Þessum bíl hefur verið ekið um 10 þúsund kílómetra á ári um allt land, frá Bolungarvík allt austur til Loðmundarfjarðar og upp á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum!
Orkukostnaður á 100 kílómetra um 2000 krónur og fer hækkndi! Notið innflutt orka.
Rauði tveggja manna rauði rafbíllinn, Tazzari Zero, var ódýrasti nýi rafbíllinn á Íslandi 2017 kostaði þá 2 millur.
Á myndinni stendur hann fyrir aftan rafbíl af svipaðri stærð, sem nú hefur verið hafin sala á hér á landi, Invicta D2 sem kosta á 2,4 millur nýr.
Tazzari bílnum hefur verið ekið innanbæjar og farið á honum tvisvar í Borgarnes og einu sinni á Selfoss. Drægnin hefur verið um 90 kílómetrar á hleðslu og hámarkshraðinn getur orðið yfir 90 km áE klst.
Honum hefur verið ekið þrjú þúsund kílómetra á ári og raforkueyðslan hefur verið um 10 kwst á ekna 100 kílómetra, eða um 100 krónur á 100 kílómetra! Eingöngu notað heimilisrafmagn! Engin erlend orka!
Endurtek. Orkukostnaður 100 krónur á hundrað kílómeta, 20 sinnum ódýrari en á sparneytnasta bensínbíl. Og orkukostaður á meðalstærð af rafbíl er meira en tíu sinnum minni en á sparneytnasta bensínbíl
Þriðji bíllinn á myndinni er Suzuki Grand Vitara dísil, árgerð 1998, breyttur fyrir jöklaferðir. Hann verður fornbíll á næsta ári, eyðir um 10 lítrum af dísilolíu á ekna 100 kílómetra.
Honum hefur verið ekið aðeins nokkur hundruð kílómetra ári, eingöngu í örfáum jöklaferðum til myndatöku.
Síðustu tvö ár hefur aksturinn á þessu heimili færst í það að nýta sem best rafreiðhjól, sem eyðir raforku fyrir 2 krónur á hvern ekinn kílómetra og rafknúið Super Soco LUx léttbifhjól, sem eyðir orku fyrir um 5 krónur á hvern ekinn kílómetra.
Rafreiðhjólið kostaði 250 þúsund krónur nýtt fyrir sjö árum, en Super Soco hjólið 300 þús.
Auk þess er hægt að grípa í Honda PCX 125 cc bensínvespu árgerð til ferða út á land, sem eyðir 2,2 l. á hundraðið eða 700 krónum og kostaði 400 þúsund krónur nýtt 2016.
Farið hefur verið um allt vegakerfið á því hjóli fyrst Hringveginn á rúmum sólarhring 2016, og Hringveginn og Vestfjarðahringinn, alls 2000 km í einum rykk 2017.
![]() |
Enn hækkar bensínverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt frá orrustunni við Cannae 216 f.kr. hefur sú orrusta verið fastur liður í námsefni allra herskóla og herja.
Hannibal vann frækilegan sigur á tvöfalt stærri her með því að búa til umkringingu liðs Terentiusar, þar sem beitt var umkringingu sem olli upplausn og ringulreið í liðinu sem umkringt var.
Umkringingaraðferðin er kölluð "double envelopement" á erlendu máli, en oft er notað orðið tangarsókn á íslensku, því að liðskipan Hannibals fól í sér að tveir armar hers hans, með hraðskreitt riddaralið sem meginkjarna, fóru út fyrir megin átakavettvanginn sitthvorum megin, meðfram her Rómverja og komu síðan í bakið á fótgönguliði Rómverja.
Við það riðlaðist skipan fótgönguliðsins sem þurfti skyndilega að berjast bæði fram fyrir sig og aftur fyrir sig.
Svo afgerandi var sigur Hannibals, að af her Rómverja, sem var alls 80 þúsuund manns, lifðu aðeins 15 þúsund.
Eitt meginatriði Leifturstríðs Þjóðverja í Heimsstyrjöldinni var, að í staðinn fyrir að berjast þyrfti á heilli víglínu þar sem fótgönguliðið héldi víglínunni heilli og skildi ekkert eftir ótekið var ný gerð hers, svonefndar brynsveitir, "panzers"
Nú voru komnar skriðdrekasveitir og brynsveitir í stað riddaraliðs forðum, og þar sem það hentaði, brunuðu brynsveitirnar einfaldlega áfram framhjá ýmsumm bæjum og borgum og "geymdu" þær fyrir fótgönguliðið.
Í Barbarossa herförinni 1941 voru sífelldar umkringingar í gangi, og tvær þeirra, önnur á leiðinni til Moskvu og hin í Ukraínu, voru langstærstu umkringingar hernaðarsögunnar, hvor um sig 600 - 700 þúsund hermenn.
Fjórða umkringin og í raun sú stærsta, var herkví Leningradborgar í alls 824 daga. Þar munurinn sá, að heil stórborg var umkringd, þannig að meginhluti hinna innilokuðu voru almennir borgarar.
Þegar yfir lauk dóu 1300 til 1500 þúsund manns í Leningrad, meira en tífalt fleiri en í kjarorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki.
Herkví eða umkringing er hroðalegt fyrirbrigði þegar fullbúinn her umkringir lítt vopnaða eða óvopnaða íbúa, og nú virðist sem þetta grimmilega fyrirbrigði verði aðalatriðið í herför Rússa.
Líklega hafa þeir valið þessa hægt drepandi aðferð til að spara mannslíf og lemstranir í röðum innrásarhers síns, en ef vopnabúnaður Ukraínumanna er mun betri en ætlað var, gæti þetta dregið stríðið á langinn.
![]() |
Viðræður stóðust ekki væntingar Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2022 | 15:42
Ekki skilyrði um að stjórnin fari frá.
Svo virðist sem Rússar geri ekki kröfu um að ríkisstjórn Úkraínu fari frá völdum í nýjustu kröfugerð sinni.
Krafan um að Úkraínumenn leggi niður einhliða niður vopn getur hins vegar ekki talist raunhæf, heldur afarkostir og uppgjöf, nema sem önnur hliðin af vopnahléi, sem báðir aðilar semji um.
![]() |
Hætta undir eins ef Úkraína uppfyllir skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2022 | 19:48
"Tears and blood."
TEARS AND BLOOD. (Með sínu lagi).
Now tears and blood are shed, Ukraine,
in suffering, anguish and pain
when millions of people try to flee
their oncoming bitter destiny,
bitter destiny.
All over the world we hope and pray
that peace on earth will come and stay.
But tears keep falling every day
because this vision seems far away,
it seems so far away.
The merciless killings and bombings are there,
all over the country, yes, anywhere.
Destruction and damage, poisoned breath,
wounds and torture, torment and death,
torment and death.
The madness is complete; new standard set
when we hear the news about nuclear threat.
"Mutual assured destruction" they say.
A huge deterrent game to play.
For all the world to play.
In "civilized world", how can this be,
which swiftly could kill both you and me?
Now all we can do is steadfast to stay
with tears in our eyes to hope and pray,
hope and pray.
h,
![]() |
Lík fallinna liggja á götum úti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2022 | 12:52
14 millljónir flýðu eða voru fluttir til í lok Heimsstyrjaldarinnar. Nokkrir til Íslands.
Í lok Heimsstyrjaldarinnar síðari voru um 14 milljónir manna ýmist rekin af heimilum sínum, flutt úr landi eða flýðu sjálfir.
Heill hluti Þýskalands, Austur-Prússland með Königsberg sem höfðustað, var að mestu rýmdur og Rússar fluttir inn í staðinn. Það er síðan aflokaður hluti af Rússlandi undir heitinu Kaliningrad.
Fá lönd í Evrópu fóru varhluta af þessum tröllauknu mannflutningum. Jafnvel á Íslandi, sem akki komst í flugsamband fyrr en nokkrum árum síðar, var flutt fólk af þýskum uppruna, og var flest þeirra þýskar vinnukonur, sem fengu vinnu á íslenskum bæjum.
Síðuhafi er nógu gamall til að muna frá barnæsku í sveitardvöl á sumrin eftir dæmum um slíkum vinnuhjúum og konum, sem sumar giftust og urðu íslenskir ríkisborgarar.
![]() |
Aftur samið um vopnahlé í Maríupol |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2022 | 15:09
Stalín passaði sig á því að brjóta ekki samningana við Vesturveldin.
Jósef Stalín var að sönnu einhver mikilvirkasti og hræðilegast harðstjóri sögunnar.
En þegar Hitler réðst á hann 1941 hófst sá kafli samskipta Rússlands við Vesturlönd, sem fyrst nú lætur undan síga.
Þegar Winston Churchill mælti fyrir tafarlausri aðstoð Breta við Stalín var hann minntur á fyrri ummæli sín um fjöldamorðingjann mikla en hann svaraði að bragði: "Þau orð standa, en við stöndum frammi fyrir svo hrikalegri villimensku þýsku nasistanna, að ég ef ég þyrfti að semja við kölska sjálfan um að verða samherji minn í stríði, þá myndi ég áreiðanlega finna einhver vinsamleg orð um myrkrahöfðingjann í Neðri málstofunni."
Á ráðstefnum leiðtoga Bandamanna voru sum samningaatriðin, svo sem skipting Evrópu í áhrifasvæði og ákvörðunin um að ráðast inn í Ítalíu ýmist munnlega eða rissuð upp á blað, svo sem teikning Churchills af "the soft underbelly of Europe."
Eftir lok stríðsins voru kommúnistar sterkir á Ítalíu og í Frakklandi og stofnuðu til borgarastyrjaldar í Grikklandi.
En Grikkland hafði lent á áhrifasvæði Breta í samtölum Churchills og Stalíns og Stalín lyfti ekki litla fingri til að hjálpa grísku kommúnistunum á neinn hátt.
Þegar Stalín fór ansi frjálslega með samningana við Vesturveldin, gætti hann þess þó vandlega aað ekki væri hægt að hanka hann á beinum samningsbrotum.
Berlínardeilan 1948 var háð að mörgu leyti á broslega barnalegan hátt þar sem Stalín gætti þess vel að fara eins langt og hægt var að komast upp með.
Loftbrú Vesturveldanna kom honum á óvart og hann féll frá frekari aðgerðum.
Í Kalda stríðinu öllu voru áhrifasvæðin virt að fullu, og til dæmis ekki einu sinni rætt um það að Vesturveldin settu flugbann yfir Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu þar sem Rússar sendu her inn í þessi lönd til að steypa sitjandi stjórn og koma upp hundflatri leppstjórn.
![]() |
Tal um endalok Pútíns tálsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.3.2022 | 22:38
Klakinn og hjarnhrúgurnar verstar, röng forgangsröð.
Fyrir rúmri viku var fjallað um furðulega tilhögun snjómoksturs á 100 metra langri tengingu milli tveggja bílastæðasvæða.
Í dag var þetta sama svæði skoðað aftur í ljósi loforða um úrbætur, og þá kemur í ljós, að ástandið hefur VERSNAÐ!
100 metra kaflinn er tengistubbur við bílastæðasvæði fyrir um 120 bíla ætti að sjálfsögðu að vera í forgangi með mokstur.
Til lítils er að moka 120 bílastæðin ef eina leiðin að þeim er ófær, vegna skorts á snjómokstri sem veldur því að þarna sitja bílar fastir og spóla allt út með djúpum splólholum, sem gerir þennan mikilvægasta stubb alls kerfisins í hverfinu að torleiði sem minni á Gæsavatnaleið.
Þegar þetta er vanrækt við snjómokstur, þjappa bílarnir snjóinn saman og gera hann að klaka, en spóla jafnframt djúpar holur og skorninga í hjarnið og klakann.
Í ofanálag gættu þeir, sem hönnuðu gatnakerfi þessa svæðis, ekki að því, að aðal vindáttin þarna í algengasta vindinum, að austan og suðaustan, stendur þvert á þennan stubb, svo að hann fyllist fyrst af öllu af snjó í blindbyl og skafrennningi, og að þarna þarf að moka mestan snjó, af því að þar skefur mestan snjó að.
Þar að auki feykir þessi algengasti austan stormur öllu lauslegu meðfram húsaröðinni yfir að norðurhlið blokkarinnar fyrir neðan, og á þeirri hlið komu arkitektarnir fyrir kjallaratröppunum sem fyllist af rusli úr hálfu hverfinu í slíku veðri!
Ekki batnar ástandið við enda þessarar leiðar, sem þá verður að krókóttu einstigi milli hjarnhrúganna.
Engin lausn virðist í sjónmáli. Spáð er 13 sentimetrum af nýjum snjó í lok helgar.
![]() |
Snjódýpt í febrúar nær aldrei verið meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2022 | 20:53
Fróðlegt ef Pútín er að mistakast á sínu sérsviði.
Þegar Pútín tók við völdum af Jeltsín fór sérkennilegt fyrirbrigði að skjóta upp kollinum í formi launmorða. Í stað þess að Stalín hafði á sínum valdatíma stundað stórfelldar hreinsanir, aftökur og ofsóknir þar sem milljónir fólks féllu í valinn, kom í ljós aðferð, sem í stað milljóna drepinna fol í sér eitt og eitt launmorð.
Smám saman kom í ljós svo ísmeygilegt val á hinum myrtu að það eitt sýndi mikil líkindi á því hver stæði að baki. Það var líka sameiginlegt þessum morðum, að þau voru öll launmorð, og ef líklegir morðingjar náðust reyndist ómögulegt að rekja slóðina til Pútíns.
![]() |
Þrjú misheppnuð morðtilræði á einni viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2022 | 00:07
Réttur her á röngum tíma?
Ófarir þýska hersins í "Taifun" sókninni til Moskvu haustið 1941 ættu að vera á vitorði allra í Rússlandi.
Ef fréttirnar af hernaðarfarartækjum í djúpum skít núna eru réttar, er það ömurlegt fyrir rússneska herinn sem kom fram með T-34 skriðdrekana í lok Orrustunnar um Moskvu fyrir 80 árum.
T-34 var með mun breiðari skriðbelti en þýsku drekarnir og í ofanálag framleiddu Rússar tífalt fleiri eintök af honum, eða alls 84 þúsund.
Rússneskar hersveitir, nýkomnar frá Síberíu, voru kappklæddar og blésu á frostið og kalið, sem drap margan þýskan dreng.
Þegar kólnaði 1941 og drullan fraus tók ekki betra við, frostið var svo mikið að illa klæddir Þjóðverjarnir frusu í hel, olían á vélum og drifbúnaði varð seig, svo að allt stóð fast.
Undanfarna viku virðist hlutverkum hafa verið skipt og rússneski herinn í afleitri stöðu.
![]() |
Raspútítsa Þegar vegirnir hverfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2022 | 20:49
"Stjórnmál eru list hins mögulega."
Þessi gömlu spekiorð eru oft notuð til þess að útskýra gjörðir og sviptingar í stjónmálum, sem erfitt ar að skilja.
Pólitík Macciavellis sem birt var í frægri bók, þótti ansi hranaleg um margt, en á bak við hana var víða gamla kennisetningin um að tilgangurinn helgaði meðalið.
Innrás Pútíns í Úkraínu lyktar af smá örvæntingu manns, sem setti sér ákveðið markmið um endurreisn fyrra valdis Sovétríkjanna og keisaraveldis Rússlands þar á undan.
Tíminn hefur liðið hratt frá því þegar Pútín tók við völdum fyrst, og þessi framtíðarsýn virðist enn lengra burtu í augum hans núna en hún var í fyrstu.
Því veldur, að hann hefur ekki skynjað þá breyttu tíma sem hefur getið af sér ásókn eftir vestrænu lýðræði í fyrrum kommúnistaríkjum, sem voru leppríki Rússa í gervöllu Kalda stríðinu.
Þótt þau ríki væru aldrei alveg fullvalda á tímum leppstjórnanna, er stórveldið Rússland með innrás í Úkraínu í raun að ráðast í fimmta sinn á nágrannaríki til þess að steypa af stóli ríkisstjórn með alþjóðlegri viðurkenningu á því að vera ríkisstjórn þess lands.
Hin fjögur ríkin þar sem rússneskt hervald steypti í raun ríkjandi ríkisstjórn voru Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakía 1978, Pólland 1980 og Afganistan 1979.
Pútín er bæði orðinn fastur í því að það sé eðlilegt að þetta sé svona og horfir líka á valdatíma sinn vera að nálgast endapunkt.
Þess vegna býst Macron Frakklandsforseti við því versta eftir símtal frá Pútín.
![]() |
Macron býst við því versta eftir símtal frá Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)