"Í Gjástykki aðskiljast álfurnar tvær..."

Á árunum eftir 2009 var ritdeila háð hér á bloggsíðunni og í Morgunblaðinu um kröfur landeigenda til þess að reisa gufuaflsvirkjun í Gjástykki, sem í mesta lagi yrði um 30 megavött en ylli hámarks óafturkræfum umhverfisspjöllum.  

Þetta var og er gersamlega galið. vers vegna? Vegna þess að hvergi á jörðinni er að finna stað, þar sem teknar hafa verið myndir af því hvernig meginlandsflekarnir aðskiljast og upp kemur nýtt hraun og menn hafa séð sköpunina með eigin augum. 

Á Reykjanesi hefur verið gerð svonefnd "Brú milli heimsálfanna" þar sem fólk getur gengið um brúna á milli flekanna og er það mjög verðmætur ferðamannastaður. 

Samt eru engar myndir til að því þegar þetta gerðist og hafi hraun komið upp, er það löngu sandi orpið.

Það er líka misskilningur að slíkt sé hægt á Þingvöllum, því að ameríkuflekinn endar að vísu á vesturbrún Almannagjár, en mðrk Evrópuflekans eru hins vegar austur undir Heklu, en á milli er hlutlaus fleki, Hreppaflekinn svonefndi. 

Gjástykki á sér engan jafnoka á jörðinni. Þegar hugmyndirnar um virkjun þar gengu  hæst fyrir rúmum áratug voru uppi hugmyndir um stórfelldar álversframkvæmdir á Bakka, og myndi virkjun í Gjástykki útaf fyrir sig skapa um tuttugu störf þar. 

Nú má sjá stórfelldar stóriðjuhugmyndir gengnar aftur á samfélagsmiðlum með kröfum um mörg hundruð megavatta gufuaflsvirkjanir á þessu svæði. 

Í Ameríku segja menn einum rómi að í Yellowstone séu heilðg vé. Aldrei muni svo mikið sem einn af þúsundum hvera þess þjóðgarðs verða raskað. Svæði á stærð við Ísland umhverfis þjóðgarðinn, "Greater Yellowstone", er friðað fyrir ðllum borunum. 

En hér á landi verða virkjanahugmyndirnar æ stórkarlalegri með hverju árinu um þessar mundir. 

 

 

 

 


mbl.is Gagnrýna framgöngu ráðherra vegna Gjástykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanaríeyjar bjóða upp á mun meiri fjölbreytni en flestum er kunn.

Kanaríeyjar bjóða ekki aðeins upp á afar svipaða hnattstöðu og Ísland, heldur bjóða eyjarnar upp á afar fjölbreytna náttúru, og bæði Tenerife og þó einkum Gran Canaría bjóða upp á mikla fjölbreytni hvor um sig.  

Ferðir Íslendinga til eyjanna hófust ekki fyrr en í kringum 1975, en það hefur tekið alveg lygilega langan tíma fyrir landann að uppgötva eyjarnar í heild. 

Er þá óminnst á möguleika á að skreppa fljúgandi yfir til meginlands Afríku þar sem hægt er að kynnast raunverulegum kjörum fólks þar á ógleymanlegan hátt, til dæmis í Marrakesh.    


mbl.is Rithöfundur mælir með Kanaríeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elon Musk: Aldar gömul saga Henry Ford kemur upp í hugann.

Bilablaðamenn heimsins útnefndu Ford T bíl 20. aldarinnar um síðustu aldamót. 

Framleiðsla bílsins hófst 1908, en gernýting færibandatækni í verksmiðjunni skóp slíka byltingu, að fyrir einni öld var annar hver bíll í veröldinni af þessari gerð. 

Það auðveldaði þetta afrek, að Ford T var snilldarlega einfaldur en jafnframt aterkbyggður.  

Eftir 1923 hallaði hins vegar hratt undan fæti hjá Ford. Hann var kominn af léttasta skeiði, ofmat stöðu sína í harðnandi samkeppni og gerðist íhaldssamur með afbrigðum ef smíði V-8 vélarinnar er undanskilin. .  

Elon Musk er hins vegar á besta aldri og því líklegri til að viðhalda mestu velgengni nýliða í bandarískrar bílaframleiðslu í heila öld. 


mbl.is Tesla hefur framleitt 920.508 bíla á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðsnúningur "eðlilegt ástand" í sumarveðrinu?

Eftir ógnarlangan kafla vestlægra vindátta með vætu á suðvestanverðu landinu er nú ákveðinn "viðsnúningur" að taka völdin að sögn veðurfræðinga. Telst til tíðinda þótt segja megi um íslenska veðrið að viðsnúningar séu fremur regla en undantekning. 

Nefna má svipaðan tíma í júlíbyrjun 1976, þegar hann brast á með 5-7 stiga hita, ef hita skyldi kalla, og vakti slíkt ekki mikla ánægju á þeim árum, þegar sjónvarpið var í sumarfríi í júlí.  

Í gegnum tíðina hafa komið nokkur "Jónsmessuhret" með svo miklum kulda og snjó á norðanverðu landinu að bændur hafa misst fé í fönn.  


mbl.is Umskipti í veðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær daglegur virkjanasöngur. Sleginn af í Noregi fyrir 21 ári.

Hinn stanslausi virkjanasðngur sem kyrjaður hefur verið síðustu árin er að mörgu leyti orðinn margfalt stærri og víðfeðmari en hann var þegar stóriðjustefnan fór með himinskautum í byrjun aldarinnar. 

Það hefur verið haft eftir Alberti Einstein, að ef menn ætli að bregðast við mistökum sínum, sé fráleitast að reyna að gera með þvi að beita sama hugsunarhætti og skóp þau mistök, sem bæta ætti úr. 

Nú þegar liggur fyrir að 120 megavött af raforku landsins fara til rafmyntargraftar, sem er eitt af mörgum dæmum um það orkubruðl, sem búið væri að koma okkur í núvereandi stöðu.

Eina ráðið sem menn virðast sjá, virðist að keyra orkubruðlið og margföldun orkuöflunarinnar áfram af enn meiri ákafa en nokkru sinni fyrr. 

2002 lýsti Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Norðmanna yfir því, að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn í Noregi.  

Sem sagt, tekin upp hugsun Einsteins. Enginn háhiti er í Noregi, heldur aðeins vatnsafl, sem er meira að segja hreinna en orkan sem býr í gruggugum jökulám með tilheyrandi aur og setmyndun í miðlunarlónum.  

 


mbl.is Tíminn er naumur til að útvega græna orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband