Þarf að stytta áfangana og auka fjölbreytnina í hraðhleðslu.

Það er gríðarlegur stærðarmunur og verðmunur á milli öflugustu rafbílanna og þeirra ódýrustu og sparneytnustu. 

Landslag og byggðadreifing hamlar líka rafbílanotkuninni á vissum svæðum, svo sem á Vestfjörðum og á svæðinu frá Mývatni austur á Egilsstaði. 

Á síðastnefnda svæðinu hamlar bæði leiðarinnar yfir sjó og langir áfangar. 

Ódýrustu rafbílarnir þurfa meiri lagni við aksturinn og val hleðslustöðva en dýrari bílar. 

Meira að segja eru í framleiðslu rafbílar, sem ekki hafa búnað fyrir annað en hleðslu úr almenna kerfinu af því að það er svo dýrt að bjóða bílinn með hraðhleðslubúnaði. 

Slíkir bílar, sem kosta nýir innan við 3 milljónir, nýtast því fyrst og fremst til nota innan svæðis með nokkura tuga kílómetra radíus, kannski hámark við Borgarnes, Hveragerði, Reykjanesbæ og Selfoss.  

Þyngd rafhlaðnanna og takmörk í innviðakerfi rafhleðslustöðva er helsta vandamál rafbíla. 

Ríflega 90 kílóvattstunda rafhlöður vega 600 kíló og þar liggja viss mörk.  

Þetta kallar á það að forgangshraða innviðauppbyggingu framar öllu öðru. 


mbl.is Kemst maður lengra á rafbíl í sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að stytta áfangana og auka fjölbreytnina í hraðhleðslu.

Það er gríðarlegur stærðarmunur og verðmunur á milli öflugustu rafbílanna og þeirra ódýrustu og sparneytnustu. 

Landslag og byggðadreifing hamlar líka rafbílanotkuninni á vissum svæðum, svo sem á Vestfjörðum og á svæðinu frá Mývatni austur á Egilsstaði. 

Á síðastnefnda svæðinu hamlar bæði leiðarinnar yfir sjó og langir áfangar. 

Ódýrustu rafbílarnir þurfa meiri lagni við aksturinn og val hleðslustöðva en dýrari bílar. 

Meira að segja eru í framleiðslu rafbílar, sem ekki hafa búnað fyrir annað en hleðslu úr almenna kerfinu af því að það er svo dýrt að bjóða bílinn með hraðhleðslubúnaði. 

Slíkir bílar, sem kosta nýir innan við 3 milljónir, nýtast því fyrst og fremst til nota innan svæðis með nokkura tuga kílómetra radíus, kannski hámark við Borgarnes, Hveragerði, Reykjanesbæ og Selfoss.  

Þyngd rafhlaðnanna og takmörk í innviðakerfi rafhleðslustöðva er helsta vandamál rafbíla. 

Ríflega 90 kílóvattstunda rafhlöður vega 600 kíló og þar liggja viss mörk.  

Þetta kallar á það að forgangshraða innviðauppbyggingu framar öllu öðru. 


mbl.is Kemst maður lengra á rafbíl í sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólarhrings rugl um lendingarstað flugvélar síversnar.

Sólarhring eftir að flugvél var lent á sunnanverðu fjalllendinu milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar fer ruglið í fréttum jölmiððlanna um lendingarstaðinn enn versnandi. 

Fýrst var sagt í fréttum að lent hefði verið "við Akureyrarflugvöll", en síðar breyttist frásögnin í það að lent hefði verið í Tungudal á Öxnadalsheiði, sem er kolrangt, því að fjall skilur á milli Öxnadalsheiðar og Tungudals.  

Í dag hefur ruglið síðan stórversnað, því að nú er talað um að lent hafi verið á Nýjabæjarfjalli, sem er 30 kílómetrum sunnar en Öxnadalsheiði. 

Og Tungudalur tilheyrir alls ekki Öxnadalsheiði.

Á ódýru og handhægu íslensku vegakorti í góðum mælikvarða þar sem landinu er skipt í 25 svæði, er nafnalisti þar sem sagt er að Nýjabæjarfjall sé á korti 23 í reit T7. 

En Öxnadalsheiði og Tungudalur eru hins vegar á korti númer 7!

  

 


mbl.is Hefja rannsókn á nauðlendingunni á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafgolan, sem vestra er kölluð "innlögnin", fylgir heitum dögum við Breiðafjörð.

Í ágætri fréttaumfjöllun á mbl.is er minnst á það fyrirbæri að tíu stigum kaldara geti verið suma sumardaga á Patreksfirði, en nokkrum kílómetrrum sunnar við Rauðasand. 

Skýringin á þessu er eðlisfræðileg. Á heitum sumardögum með miklu sólskini við norðurströnd Breiðafjarðar, hitnar land þar og heita loftið stigur upp, af því það er léttara en svalt loft. 

Fólk kannast við þetta fyrirbrigði þegar eitthvað er soðið í potti.

Þegar loftið hreyfist upp á við, verður eitthvað að koma í staðinn fyrir það, og þá myndast innsög kaldara lofts úr vestri, sem byrjar oft að streyma inn Patreksfjörð og Arnarfjörð þegar fyfir hádegi. 

Svipað fyrirbæri er þekkt við Eyjafjörð þar sem norðanáttin svala kallast hafgola, og í Reykjavík gerist svipað ansi oft, þegar sól vermir loft yfir Suðurlandi, svo að svalt loft af Faxaflóa kemst á hreyfingu af hafi til austurs, svo að lágskýjað verður og jafnvel þoka á sama tíma og hægt er að vera í sólbaði austan fjalls. 

 


mbl.is Rauðasandur heitur reitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1958 og 1979: "Engin samstaða er í ríkisstjórn..."

Þegar rætt er um það þessa dagana að "ríkisstjórnin virðist værukær" varðandi metverðbólgu í 13 ár, hringja óneitanlega leiðinlegar bjöllur hjá þeim, sem muna eftir svipuðum ummælum fyrr á tíð.  

Í nóvemberlok 1958 fór þáverandi forsætisráðherra Hermann Jónasson á þing ASí til þess að biðja verkalýðshreyfinguna um að leggja fram sinn skerf til að kveða niður verðbólguna, en var gerður afturreka með þetta á þann hátt, að nota mátti orðið sneypuför. 

Nokkru síðar gaf ráðherrann yfirlýsingu:  "Ný verðbólgualda er skollin á og í ríkisstjórninni er engin samstaða um aðgerðir."  

Þar með sprakk þriggja flokka stjórn Framsóknarflokksinsins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagið, og rétt fyrir jól var mynduð minnihlutastjórn Alþýðuflokksins til þessa að standa fyrir lögum um niðurfærslu launa og verðlags og um nýja kjördæmaskipan. 

Samið var við Sjálfstæðisflokkinn að verja þessa stjórn vantrausti og stefna að tvennum þingkosningum næsta ár. 

Svipað ástand skapaðist haustið 1979, þegar sömu flokkar voru í stjórn, og einkennilega hljótt var um gerð fjárlaga og annað, sem brann á stjórninni. 

Þá gerðist það öllum á óvart, að á fundi félags Alþýðuflokkskvenna var samþykkt ályktun um stjórnarslit og í annað sinn varð niðurstaðan sú að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins tók við völdum til bráðabirgða með loforði Sjálfstæðisflokksins um að verja þessa stjórn vantrausti.

Æ síðar hringja leiðinlegar bjöllur hjá sumum, sem muna tímana tvenna þegar þeir heyra lýsingar á "værukærð" og "enga samstöðu um aðgerðir" þegar verðbólgan fer úr böndunum.  


Atlaga Trumps að forsetaembættinu stóð í mörg ár.

Atlaga Donalds Trumps að forsetaembættinu í Bandaríkjunum hófst ekki í forkosningunum 2016, heldur mörgum árum fyrr þegar hann hóf fordæmalaust einelti á hendur Barack Obama með ásökunum um að hann væri ekki löglega kosinn forseti. 

Trump meira að segja hundelti Obama á köflum með þá ásakana síbylju, að Obama hefði ekki gilt fæðingarvottorð. 

Hann hafði ekki erindi sem erfiði í því máli og engan grúnaði þá, að þetta væri í raun upphafið að sókn Trumps inn í Hvíta húsið. 

I sjónvarpskappræðunum við Biden barst talið að stuðningsmönnum Trumps í harðsnúnum hópi byssumanna, og leit Trump þá beint inn í sjónvarpsvélarnar og áminnti þá um að standa fastir á viðaukagrein stjórnarskrárinnar um rétt til að bera byssur og "vera tilbúnir þegar þar að kæmi."

6. janúar sagði hann beint við æstan múginn, að ætlunin væri að marséra að þinghúsinu og vera trylltir ( "go wild"). 

Hann reyndi að taka stjórn forsetabílsins beint í sínar hendur, og sakaði varaforsetann Mike Pence um heigulskap að taka ekki völdin af þinginu mað því að beita fundarstjóravaldi sínu. 

Það var samhljómur með því og snörunni, sem hengd var upp fyrir Pence utan við þinghúsið og ummæli innrásarmanna um að drepa Pelosi þingforseta. 

Trump taldi í beinni sjónvarpssendingu á árinu á undan að gögn sýndu, að Kínverjar hefðu búið til COVID-19 veiruna sem sýklavopn til þess eina tilgangs að koma í veg fyrir endurkjör sitt!  


mbl.is Fylgdist með árásinni í sjónvarpinu og gerði ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Góður málstaður" er ekki alltaf trygging fyrir viðunandi úrslitum styrjalda.

Vel gerð sjónvarpsþáttaröð um stríðið í Írak sem hófst 2003 og virðist standa enn standa, þótt innrásarherinn væri á braut 2011, sýndi á afar áhrifamikinn hátt hvernig það dugar ekki alltaf að einblína á "góðan málstað", ef styrjaldarreksturinn endar með hreinum hörmungum og augljósu klúðri.   

Þegar Íraksher Saddams Husseins hafði beðið afhroð í Flóastríðinu 1991, stóðst George Bush eldri þá freistingu að fylgja sigrinum eftir og taka Bagdad, Írak og Saddam. 

Þótt Saddam hefði verið hroðalegur harstjóri og meðal annars notað eiturhernað til að drepa eigin þegna, töldu fróðir ráðgjafar Bush að ef lengra yrði gengið en að frelsa Kuweit yrðu afleiðingar hernáms bæði ófyrirsjáanlegar og afar alvarlegar. 

Því miður varð George W. Bush haldinn þeirri þráhyggju, að hann þyrfti að verða föðurbetrungur með því að fella Saddam og "skapa frelsi og öryggi" fyrir Írak. 

Bush eldri hafði vandað sérstaklega til bandalags þjóðanna, sem bjuggu til herinn til að endurheimta Kuweit úr krumlum Saddams, en sonurinn lét spinna upp sögur um "gereyðingarvopn" í i eigum Saddams, sem aldrei fundust, heldur reyndust hugarórar einar. 

Að vísu fannst Saddam og var líflátinn, en öll framganga Bandaríkjahers varð hörmungarsaga, sem kostaði milljónir mannslífa þegar upp var staðið og Íslamska ríkið svonefnda fór hamförum í kjölfar svonefnds "Arabísks vors", sem átti að slá í gegn sem sigur hins "góða málstaðar" vestræns lýðræðis. 

Enn sér ekki fyrir endann á þessum hrakförum öllum sem meðal annars voru ræddar á fundi leiðtoga Tyrkja, Rússa og Írana. 

Angi nýrrar heimsmyndar teygir sig nú norður til Ukraínu, og stríðið þar er í eðli sínu gamaldags landvinningastríð í krafti hervalds, þar sem raunverulegar efnislegar auðlindir orku og hraefni eru það, sem allt snýst um, þótt á yfirborðinu sé talað um "góðan málstað vestræns frelsis og lýðræðis." 


mbl.is Sakar Vesturlönd um að kynda undir stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fléttuakstur," óskiljanlegt fyrirbrigði fyrir Íslendinga? "Flækjuakstur hjá okkur?"

Eitt af tugum nýrra og mikilvægra umferðarmerkja er kannski eitt það mikilvægasta vegna þess að okkur Íslendingum hefur flestum verið ómögulegt að skilja fyrirbærið, sem um ræðir.1355381

Hér skal sett inn mynd af þessu nýja merki, sem þýðir, að framundan sé svonefndur "fléttuakstur", sem líka hefur verið nefndur "tannhjól" eða "rennilás."

Líklega er hvoru tveggja um að kenna, að það stríði á móti svonefndu Íslendingseðli að gefa í einu eða neinu neitt eftir í þeim hálfgerðu slagsmálum sem eru þar sem akreinar og renna saman í eina, - og eins hitt, að ökumönnum eru gjarnir til að telja að svæðið fyrir framan þá sé yfirráðasvæði þeirra, en heyri alls ekki undir hugtakið "fyrstur kemur, fyrstur fær", sem víða er farið eftir skilyrðislaust erlendis, svo sem á gatnamótum í bandarísku bæjum. 

Fléttuakstur á sér svo langa hefð og sögu erlendis, að margir útlendingar eiga erfitt með að skilja þá flækju, sem oft verður í umferðinni hjá okkur. 

Eitt gott dæmi um fléttuakstur erlendis er að finna á hringtorginu stóra við Sigurbogann í París þar sem mætast einar elleftu götur og breiðstræti í einum hring. 

Þarna gengur umferðin að því er virðist áfallalaust eins og ekkert sé eðlilegra. 

Ef maður hugsar sér að hægt væri að henda Íslendingi undir stýri á hverjum bíl á sama augnabliki er lang líklegast að þar yrði stærsti fjöldaárekstur sögunnar. 

Ekki bara vegna þess hve fjarlægt svona akstursfyrirbrigði er okkur í hugsun og framkvæmd, heldur vegna þess að sennilega myndum við kalla fyrirbrigðið flækjuakstur.  


mbl.is Á fimmta tug nýrra umferðarmerkja tekin í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hefðbundin háhitatíð", ekki methitar?

Undanfarna daga hefur gamalkunnur kór manna, sem litið hafa á fréttir af methitum sem "falsfréttir", sett sinn svip á umræðuna um þetta efni á netinu og í fjölmiðlum.  

Hafa þessir "kuldatrúarmenn" tuggið alveg síðan fyrir helgi að þessar fréttir af methitum séu uppspuni frá rótum og ríkisfréttastofur hundskammaðar fyrir að stjórna vítaverðu samsæri um að blása upp eðlilegasta fyrirbæri hvers sumars, sumarhitann. 

Í gær náði þessi prédikun hámarki á sama tíma og hitametunum í Evrópu fjölgaði og tilvitnanir á víxl birtust bæði á blaðsíðum og netsíðum og mun hugsanlega halda áfram, svo staðfastir eru þessir menn á sínu. 

 


mbl.is Ólíklegt að hlýja loftið í Evrópu berist hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarfallsbeygingin íslenska á undanhaldi.

Í viðtengdri frétt á mbl.is um styrk til áburðarframleiðslu sést eitt af mörgum dæmum um það, hvernig íslenska eignarfallsbeygingin lætur hægt og bitandi undan í notkun málsins. 

Í fyrirsögn er sagt: "Landeldi fær hringrásarstyrk til gerð áburðar" í stað þess að segja: "Landeldi fær hringrásarstyrk til gerðar áburðar."

Stundum má heyra eignarfallsbeygingunni sleppt oft á dag í fréttum, svo sem: "Leikmaðurinn spilar með Breiðablík" í stað þess að segja "leikmaðurinn spilar með Breiðabliki." 

Með því að segja að leikmaður spili með Breiðablik breytist raunar merkingin í það að hann hafi platað félagið og spilað með það.  


mbl.is Landeldi fær hringrásarstyrk til gerðar áburðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband