17.11.2021 | 22:16
Danir ræða um sex til sjöfalda slysatíðni á skútum miðað við reiðhjól.
Í Danmörku hefur í meira en öld ríkt mikil og góð umferðarmenning varðandi notkun reiðhjóla.
Með tilkomu rafknúinna reiðhjóla hefur þessum fararskjótum fjölgað mikið þar í landi.
Rafskúturnar eru hrein viðbót við þennan rafknúna flota samgöngutækja, en ef marka má umræður sem Birgir Þór Bragason hefur greint frá á facebook, er slysatíðni á skútunum mun meiri en á reiðhjólunum, þetta sex til sjö sinnum hærri.
Birgir Þór telur að taka þurfi upp stóraukið eftirlit með skútunum og er á sama máli og síðuhafi, að fólk sem notar vélknuin hjól, eigi að búa sig jafnvel á öllum stærðum þeirra, allt frá rafskútum upp í léttbifhjól, svo sem með notkun hlífðarhjálma og hlífa fyrir fætur og handleggi.
Hinn mikli munur á slysatíðni í Danmörku kann að stafa af þróaðri umferðarmenningu á reiðhjólum annars vegar og nýbreytninni, sem felst í notkun á rafskútunum.
Einnig eru hjólin svo lítil á flestum rafskútunum, að það býður upp á viðbótar hættu á ósléttum og grófum akstursleiðum þeirra.
Þær liggja víða um aðrar slóðir en farnar eru á stærri hjólum.
Á stórum svæðum í borginni skortir á að hægt sé að aka þeim upp á gangstéttir og annars staðar lenda þær inni í hraðri bílaumferð eða á of grófum gangstéttum eða hjólastígum.
Síðan er að fjólga eins konar millistigshjólum, sem hafa aðeins 25 km/klst hámarkshraða, en eru þyngri, kraftmeiri og með stærri rafhlöðu rafreiðhjólinn og minni hjól en vespuhjól.
![]() |
Þrátt fyrir allt ekki há slysatíðni vegna rafskúta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2021 | 17:29
"Þröngt á þingi."
Tveir flokkanna, sem buðu fram við síðustu kosningar, juku fylgi sitt að marki, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins.
Svo einkennilega sem það hljómar, græddi Framsókn á fyrirbæri, sem flokkar eins og Miðflokkurinn eiga erfitt að fást við, það er, að framboðin til þings eru svo mörg, að erfitt er fyrir þau að finna pláss í málefnaflórunni, eins konar markhóp, til að sækja fylgi í.
Einnig erfitt að ná athygli vegna offramboðs á áróðri og auglýsingum að ekki sé nú talað um langorðar og flóknar kosningastefnuskrár.
Þegar áreitið á lokasprettinum var hvað mest, varð til óvenjulegur markhópur, fólk, sem varð ringlað við að finna grundvöll fyrir því hvar krossinn yrði settur.
Auglýsing Framsóknar kom á hárréttum tíma og svínvirkaði, af því að hún snerist bara um eitt atriði, sem nógu margir kjósendur áttu sameiginlegt og auðvelt var að muna; "Ætli það sé ekki bara best að kjósa Framsókn." Óvenjulegt og einfalt.
Miðflokkurinn setti fram tíu kosningaloforð á sama tíma og Framsókn nefndi bara eitt atriði.
Ef fram færi skoðanakönnun um það, hvaða loforð fólk myndi, yrði sennilega fátt um svör.
Sum loforðin voru þannig að í heildina gafst ekki tími til að rökstyðja þau öll.
Listi smáflokka á fullveldistímanum, sem hélst ekki á fylgi sínu, er langur. Dæmi:
Frjálslyndi flokkurinn eldri, Bændaflokkurinn, Lýðveldisflokkurinn, Þjóðvarnarflokkurinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna, Borgaraflokkurinn, Þjóðvaki, Frjálslyndi flokkurinn yngri, Íslandshreyfingin, Besti flokkurinn..."
Framboðafjöldinn nær sífellt hææri hæðum og þar með myndast vaxand þröng á þingi í bókstaflegri merkingu.
Meira en tíu flokkar hafa sprottið upp í fullveldissögunni sem ekki auðnaðist að halda velli til lengdar.
Það blæs ekki vel fyrir Miðflokknum í landi, þar sem atkvæðaþröskuldurinn er sá hæsti í Evrópu fyrir tilverknað fjórflokksins, sem tók sig saman um það vafasama ákvæði.
![]() |
Baldur genginn úr Miðflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2021 | 07:59
Mikill heiður fyrir örþjóð í mannhafi jarðar.
Íslendingar eru 25 þúsund sinnum færri en jarðarbúar allir og samsvara hlutfallslega 20 manna byggðarlagi á Íslandi í samanburði við stærð þjóðarinnar allrar.
Á sínum tíma var Kári Stefánsson settur á alþjóðlegan lista yfir 100 áhrifamestu læknavísindamenn heims og nú er Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla og prófessor í rafmagns-og tölvverkfræði á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims.
Það er ekki sjálfgefið fyrir örþjóð í mannhafi jarðar að eiga slíka afreksmenn.
![]() |
Jón Atli í hópi áhrifamestu vísindamanna heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2021 | 20:44
Kia stefnir inn í slaginn á toppnum; en þetta er samt ekki jepplingur.
Það er löng upptalning sem fylgir því sem Kia býður með EV6, nýrri kynslóð rafbíla í slag við þá öflugustu frá Tesla, Benz, Polestar og kó.
Þessi slagur verður æ áhugaverðari, jafnvel þótt meðaljónar hafi ekki efni á að blanda sér í málið með því að kaupa einn.
Í hrifningarsælunni yfir glæsikerrunni er þó að einu leyti tekið of djúpt í árinni þegar fullyrt er að þetta sé jepplingur.
Orðmyndin "jepp" á alls ekki við bíl sem lítur út eins og fólksbíll og er svo lágur frá jörðu, að það vatnar varla undir hann.
SUV er skammstöfun fyrir Sport Utility Vehicle, sem útleggst Sportnytjabíll.
![]() |
Geggjaður bíll! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2021 | 17:07
Viðhaldið löngum í molum og skortur á merkingum. En úrbætur hafnar.
Viðhald íslenskra umferðarmannvirkja hefur lengi verið einn veikasti hlekkurinn á því sviði.
Hvað hjólin varðar hafa hjólin lengi verið afskipt bæði í byggð og óbyggð. Gott er að vita að í gangi eru úrbætur séu í gangi, því að verkefnin eru æpandi.
Í annarri viðtengri frétt hér á mbl.is í dag er fjallað um skort á merkingum, eftirliti og viðhaldi merkinga á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er síður þörf á að svipast víðar um til þarfra verka til umbóta.
Til dæmis hefur leiðin frá Reykjavík austur fyrir fjall verið eitt af óteljandi dæmum um það.
![]() |
Stefna á að ná 100 km innan fimm ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2021 | 11:26
"Mannvirkjaráðuneyti", söguleg afleiða af "mannvirkjabeltum" á hálendinu.
Fyrir örfáum árum skaut upp kollinum hugtakið "mannvirkjabelti", nýyrði sem spratt af fyrirætlunum Landsnets til að leggja háspennulínur þvers og kruss um hálendið.
Einstaka sveitarfélög hafa lagst gegn stofnun hálendisþjóðgarðs með þeim rökum meðal annarra að þá yrði komið í veg fyrir virkjanir á því svæði.
Með því er líka í raun átt við "mannvirkjabelti" sem eru blanda af stórum og smáum virkjunum með tilheyrandi neti af vegum og mannvirkjum, draumur, sem gæti verið í stíl við það, sem sjá má á Hellisheiði.
Í kjölfar kosningasigurs Framsóknarmanna er nú verið að víkka "mannvirkjabelta"hugsunina upp í gegnum allan strúktur komandi valdakerfis þeirra þannig að sem allra mest af þessum risaframkvæmdum falli beint undir valdsvið flokksins.
Það er engin furða, því að gríðarlegir beinir hagsmunir máttarstólpa flokksins liggja í kaupum þeirra, jafnvel ráðherra eða fyrrverandi ráðherra, á sem flestum jörðum, sem búa yfir virkjanaréttindum af öllu tagi.
Áður hefur verið greint frá því að Kaupfélag Skagfirðinga, jafnvel sjálfur kaupfélagsstjórinn, eigi allar slíkar virkjanajarðir á Norðvesturlandi, jafnt fyrir vatnsaflsvirkjanir sem risavaxna vindmyllugarða, sem Hafsteinn Helgason upplýsti nýlega í útvarpsviðtali um að myndu framleiða meira en 5000 megavött, eða langleiðina í þrefalt meiri raforku en nú er framleidd samanlagt hér á landi.
Hátt í 300 megavött eru núna notuð af íslenskum heimilum og fyrirtækjum, en stóriðjan þarf 1900. Vindmyllugörðunum einum er því ætlað að framleiða 20 sinnum meiri raforku en íslensk fyrirtæki og heimili þurfa, en þar á ófan eru þegar komnar áætlanir um þúsundir megavatta í vatnsafli og gufuafli, og þessar tröllauknu áætlanir réttlættar með því að það skorti rafmagn handa heimilunum og íslensku fyrirtækjunum!
![]() |
Ný ráðuneyti á teikniborðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2021 | 19:23
Er stærsti íshellir landsins meira en 40 kílómetra langur?
Hinn stóri og glæsilegi íshellir sem fundist hefur í Langjökli minnir á það, að þótt fjöldi íshella í jöklum landsins hafi verið þekktir síðustu áratugi eru þeir líklega aðeins lítill hluti af þeim, sem þessar miklu ísbreiður Íslands geyma.
Á sínum tíma var Birgir Brynjólfsson jöklabílstjóri, sem yfirleitt var kallaður "Fjalli" vegna viðurnefnis síns "Fjalla Eyvindur", mikill áhugamaður um íshella, og sýndi nokkra þeirra í sjónvarpsmyndum fyrir tæpum aldarfjórðungi.
Við munna eins þeirra var hann spurður um ófundna hella, sem hugsanlega tækju fram þeim óviðjafnanlegu ishellum, sem hann hefði komið í, sagðist hann hafa veikan draum um þann lengsta og stærsta, en yrði að láta drauminn nægja.
"Íshellirinn, sem Skaiðarárhlaupin koma í gegnum frá Grímsvötnum og æða undir Skeiðarárjökli út undan jöklinum og til sjávar, hlýtur að vera sá lengsti á landinu," sagði Fjalli. "Kannski hátt í 50 kílómetra langur."
"Ef það væri tæknilega mögulegt að komast inn í hann á milli hlaupa væri gaman að gera það" sagði Fjalli með glettnislegan glampa í augunum.
![]() |
Fundu risastóran íshelli í Langjökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2021 | 12:46
Ógninni breytt í aðdráttarafl og tekjulind.
Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal er gott dæmi um það, hvernig nýta má sköpunaraflið, sem bjó til Ísland en býr jafnframt yfir einni mestu ógninni.
Slíkt má finna víða hér á landi og Nýskðpunarverðlaun ferðaþjónustunnar oog árangurinn sem náðst hefur í Vík sýna, hvernig gjöfult hugvit getur moðað úr furðu mörgum möguleikum á miklum fjárhagslegum ávinningi.
![]() |
Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2021 | 23:17
Verndarnýting er enn stórlega vanmetin hér á landi.
Það hefur lengi verið þrautin þyngri að opna augu Íslendinga fyrir þeim fjárhagslegu verðmætum em einstæð íslensk náttúra felur í sér.
Við gerð Kárahnjúkavirkjunar var því hafnað alfarið að leggja neitt fjárhagslegt mat á þau stórfelldu náttúruveriðmæti sem fórnað var fyrir virkjunina þótt viðurkenndrr aðferðir við slíkt hefðu verið þróaðar í áratugi erlendis.
Í mati á náttúruverðmæti efri hluta Þjórsár fyrir rúmum áratug var sá hluti árinnar og það svæði, sem svonefnd Kjalölduveita hefði stórfelld áhrif á metið metið sem lítilfjörlegt á þeim forsendum að vegna lélegs og erfiðs aðgengis hefðu nær engar mannaferðir verið þar!
Nafnið Kjalölduveita, áður Norðlingaölduveita var afvegaleiðandi, því vatnsorkan, sem átti að beisla fólst í þremur stórfossum, sem þurrka skyldi upp, og hefði heiti virkjunarinnar því átt að vera Þjórsárfossavirkjun.
Og fossarnir þrír gætu auðveldlega orðið aðgengilegir af austurbakkanum.
Þegar svipast er um erlendis má sjá, að í tengslum við þjóðgarða og friðuð svæði er víða búið að setja á fót ýmsa starfsemi, sem byggir á gildi náttúruverðmætanna og eru drjúg tekjulind.
Gott dæmi um slíkt er átta þúaund íbua fjallabærinn Banff í Banff-Jasper þjóðgarðinum í Klettafjöllum Kanada, sem er beinlínis byggt sem aðsetur listafólks og annarra, sem þurfa friðsælan stað í ægifögru umhverfi til þess að auka andagift sína, innblástur og sköpunarmátt.
Þetta kemur upp í hugann þegar lesið er viðtal við erlendan tónlistarmann, Damon Albarn, sem ætlar að halda tónleika í Hörpu næsta vor og byggja efnisskrána á þeim áhrifum, sem íslensk náttúra hefur haft á hann.
Með honum verður stór hljómsveit með strengjasveit til flutningsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2021 | 22:17
Gæti orðið lúxusvandamál hve marga góða kornunga leikmenn við eigum.
Sagt er að Ísland sé með yngsta landslið Evrópu og víst eru leikmennirnir lygilega ungir upp til hópa.
Þótt betra liðið sigraði í dag, var sá munur ekki meiri en það, að það skortir aðeins herslumun að breyta þeirri stöðu.
Ef horft er rúman áratug aftur í tímann áttum við óvenju marga stórefnilega leikmenn þá yngri en 21 árs, sem sprungu síðan út í gullaldarliði Víkingaklappsins á tveimur stórmótum.
Núna eigum við líkast til fleiri slíka og það jafnvel það marga að valið í liðið gæti orðið að lúxusvandamáli.
![]() |
Ekki séns að Ísland myndi skemma partíið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |