8.3.2021 | 13:22
Einu sinni réðu kratar hverjir ráðherrar Framsóknar voru.
Þegar samsteypustjórnir eru myndaðar er það venja að formenn samstarfsflokkanna ráði sjálfir hvaða einstaklingar muni gegna ráðherrastörfum í ríkisstjórninni.
Þó eru engar reglur um þetta meitlaðar í stein. Þó sker einn atburður sig úr hvað þetta varðar, en það er myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks 1934, sem nefndi sig ! "stjórn hinna vinnandi stétta."
Þótt áhugavert geti talist að rifja þetta upp, er það mest gert til skemmtunar í tengslum við mbl.frétt, því að aðstæður allar hafa auðvitað breytst mikið á þeirri tæpu öld, liðin er.
1927 til 1931 stóðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur að minnihlutastjórn Framsóknarflokksins, sem Alþýðuflokkurinn studdi og varði gegn vantrausti.
Tryggvi Þórhallssson var formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, en Jónas Jónasson frá Hriflu var dómsmálaráðherra og bæði fyrirferðarmestur og áhrifamestur íslenskra stjórnmálamanna á þessum árum eftir 1916, þegar hann hafði bæði staðið að stofnun Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins og með því mótað þríflokkakerfi, sem fljótt breyttist í fjórflokkakerfi út öldina og fram á næstu öld.
Má færa að því rök að Jónas hafi verið stjórnmálamaður 20. aldarinnar.
1931 varð nokkurt umrót í íslenskum stjórnmálum í kjölfar umdeilts þingrofs og kosninga og deilna um kjördæmaskipanina og sat þá stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar þar sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sáu um að stjórn sæti í landinu og að lítils háttar lagfæring færi fram á kjördæmaskipan.
Í Alþingiskosningum 1934 með nýrri kjördæmaskipan bauð Tryggvi Þórhallsson sig fram fyrir nýstofnaðan flokk sinn, Bændaflokkinn, í Strandasýslu, en féll fyrir kornungum frambjóðanda Framsóknarflokksins, Hermanni Jónassyni.
Ljóst var vegna þingmannafjölgunar Alþýðuflokksins að eðlilegasta úrvinnsla úr kosningunum hlyti að verða meirihlutastjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
En það var ekki alveg auðhlaupið að því vegna andúðar Alþýðuflokksmanna á hinum fyrirferðarmikla Hriflu-Jónasi. Aftóku kratar það með öllu að sitja í sömu stjórn og hann.
Niðurstaðan varð þriggja manna stjórn, framsóknarþingmennirnir Hermann forsætisráðherra og Eystinn Jónsson, aðeins 27 ára, fjármálaráðherra, og Alþýðuflokksmaðurinn Haraldur Guðmundsson atvinnu- og félagsmálaráðherra.
Þótt Jónas frá Hriflu væri formaður Framsóknarflokksins, varð hann aldrei ráðherra á meðan hann gengdi því embætti, og varð að láta af formennsku í Framsóknarflokknum 1944.
![]() |
Segir Bjarna hafa viljað velja fulltrúa Viðreisnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2021 | 22:47
Koma slæmar minningar frá 1941 upp hjá Bandaríkjamönnum?
Síðasta árið sem formlegur friður ríkti milli Bandaríkjanna og hins rísandi Asíustórveldis Japans, voru flotar þessara tveggja hervelda svona:
Flugm.skip. Orrustuskip. Beitiskip. Tundurspillar.
Japan: 11 10 41 129
Bandaríkin. 6 17 37 37
Yfirburðir Japana voru áberandi hvað snerti flugmóðurskipin, sem Japanir höfðu séð að væru herskip framtíðarinnar. Og Seinni heimsstyrjöldin gerði nákvmlega það og gerði út um hina fyrri dýrðar og yfirburðatíma stórra orrustuskipa.
Og það sem verra var fyrir Kanana, þeir urðu að skipta flota sínum á milli Kyrrahafsins og annarra heimshafa, þannig að þeir höfðu aðeins 3 flugmóðurskip á móti l1 japönskum á Kyrrahafinu. Ef von Japana um að eyða flugmóðurskipum Kana með árásinni á Pearl Harbour gekk eftir, voru þeir svo gott búnir að koma sér í sigurstöðu með þeirri árás hinn 7. desember 1941.
Til allrar lukku fyrir Kana var ekkert flugmóðurskip í höfninni. Flestir standa í þeirri trú að Bismarck og Tirpitz hafi verið stærstu orrustuskip heims, meðan þeirra naut við, það var nú aldeilis ekki, Japanir áttu það langstærsta.
Áttatíu árum eftir martröðina frá 1941 standa Bandaríkjamenn aftur framm fyrir því að vera að dragast aftur úr austrænu hernaðarveldi.
Margt er auðvitað öðruvísi nú en fyrir 80 árum, en enginn þarf að halda að Kínverjar séu að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í uppbyggingu herafla síns bara rétt si svona.
![]() |
Kína siglir fram úr Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2021 | 15:20
Vonandi ekki eins slæmt og á Landakoti.
Það virðast ekki ýkjur þegar Þórólfur sóttvarnar varar við því hve lúmsk Corvid veiran sé.
Og þar vegur fjöldi smita ekki aðeins þungt heldur jafnvel fremur hvar smitið kemur upp og hverjir smitast.
Brenndir af biturri reynslu á Landakoti er eðlilegt að grípið verði til ýtrustu ráða til þess að stöðva hið nýja smit í fæðingu.
![]() |
50 af spítalanum í sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2021 | 22:55
Á umbrotasvæði skagans er m.a. áttunda stærsta hraun landsins.
Kröflueldar 1975-84, Heimaeyjargosið 1973 og gosið í Holuhrauni 2014-15 voru þrjú íslensk eldgos, sem helst má nefna þegar spurt er, við hverju er helst að búast ef nú er að hefjast óróatímabil á Reykjanesskaga,
Og þá kannski í líkingu við það tímabil, sem þar var í meira en tvær aldir frá 10. öld og fram á þá tólftu.
Hér við hliðina er mynd af Eyjagosinu á fyrstu klukkustundu þess, þegar eldveggurinn upp úr gossprungunni hafði að vísu styst hratt en átti eftir að umbreytast.
Í tveimur af þessum þremur gosum, Kröflu og þó sérstaklega í Holuhrauni var aðdragandinn fólginn í jarðakjálftatímabili og miðju umbrota á einum stað, Leirhnjúki við Kröflu og Bárðarbungu.
Frá þessum miðjum óð kvika og ris og hnig neðanjarðar í báðar áttir, til suðurs eða þó aðallega norðurs og fóru ansi langt, heila fimm kílómetra hjá báðum til koma upp með látum, fyrst í hækkandi eldveggjum en síðan dróst virknin saman í einstaka gíga.
Í Eyjagosinu var stuttur aðdragandi en fyrst kom eldurinn upp á 2ja kílómetra langri gossprungu se fljótlega dróst saman í smærri gíga og loks einn stóran, sem hlóð upp Elfelli.
Þetta var lítið gos, hraunið aðeins 2,5 ferkílómetrar og rúmmál gjóskunnar aðeins 0,25.
Annað mál gilti um Holuhraun, sem varð meira en 15 kílómetra langt, 85 ferkílómetrar að flatarmáli og 2 rúmkílómetrar.
Líkast ofansögðu getur helst gerst á Reykjansskaganum að því er jarðvísindamenn ætla.
En enda þótt mestar líkur séu á því að gos á skaganum verði lítil, getur ýmislegt orðið stærra í sniðum en ætla mætti.
Til dæmis var gossprungan í Krýsuvíkureldum 1151 25 kílómetra löng og náði allt frá suðurströndinni vestan Krýsuvíkur og norðaustur undir Kaldársel, sem er aðeins sex kílómetra frá Hafnarfirði.
Frá gosstöðvum á þessari sprungu runnu Kapelluhraun og Ögmundarhraun í sjó fram, annað þar sem álverið er nú, en hitt fyrir vestan Krýsuvík.
Og hraunbreiðan Húsfellsbruni frá 10. öld, sem kenndur er við lítið fell aðeins átta kílómetra frá Þjóðvegi eitt, er sjöunda stærsta hraun sem runnið hefur á Íslandi.
Það voru sjóðheitir hraunstraumar sem runnu um Elliðavatn og mynduðu gervigígana Rauðhóla auk hraunsins, sem rann niður Elliðiðaárdal og allt í sjó fram.
Gígaraðir eru fyrirbæri, sem hvergi finnast á þurrlendi jarðar nema á Íslandi og eru því einhver dýrmætustu náttúrudjásn landsins.
Rétt austan við eina þeirra, Eldvörp vestur af Svartsengi og Bláa lóninu, varð kvikuinnskot í fyrra. Gígaröðin er um tólf kílómetra löng og aldrei að vita nema að önnur svipuð gæti litið dagsins ljós í framtíðinni.
Neðsta myndin er tekin í Elliðaárdal þar sem tiltölulega ungt hraun, aðeins 5 þúsund ára gamalt er stórmerkilegt fyrirbæri, en þyrfti að fá að njóta sín betur.
![]() |
Enn mælist gríðarlegur fjöldi skjálfta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2021 | 13:03
Reyndust Grindvíkingar afgangsstærð?
Raflínur frá orkuveri HS orku í Svartsengi liggja í tvær áttir. Annars vegar lína, ætluð fyrir kerfi sem ætlað er markaði fyrir stórnotendur allt upp á Grundartanga.
Hins vegar lína í hina áttina til Grindavíkur.
Ef bilun verður hjá HS Veituj, jafnvel þótt hún sé Grindavíkurmegin, er svo að sjá í ljósi nýjustu viðburða, að hún lendi sem afgangsstærð þegar verið er að fást við bilanir hjá HS orku.
Fyrir liggur að helmingur tímans, sem fór all í vinda ofan af rafmagnsleysinu til fulls, sneru að því að hún hefði áhrif á aðalhluta kerfisisins í Svartsengi, og að það hefði ekki verið fyrr en þá sem böndin bárust að því svæði sem var rafmagnslaust í tiu tíma, sjálfri Grindavík.
![]() |
Ekki ánægðir með sig eftir nóttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2021 | 23:47
Viðskipti byggjast á því að báðir aðilar séu traustir.
Ef ferðamannastraumur á að geta hafist aftur að marki, gildir svipað um það og önnur viðskipti að verðmætin verða traust hjá báðum aðilum; í þessu tilfelli heilsufarslega og sóttvarnarlega.
Dæmi um þetta er það, að landliðsmenn okkrar í knattspyrnu, sem leika og eiga heima í Bretlandi, horfa fram á hindranir á ferðum þeirra þaðan til landsleiks á meginlandinu vegna hins slæma ástands í kófinu í Bretlandi.
Á hinn bóginn er Ísland eins nálægt þvi að vera veirulaust og hugsast getur vegna strangra og vel heppnaðra sóttvarnaraðgerða.
Það gagnast að vísu ekki nema ástandið sé þolanlegt á hinum enda ferðalagsins, en engu að síður er það afar dýrmæt byrjun á samskiptum að við sjálf höfum allt í sem bestu horfi.
Ástandið á hinum enda viðskiptasambandsins er hins vegar ekki á okkar valdi.
![]() |
Ísland haldi vinsældum erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2021 | 16:02
Við Kröfluvirkjun var og er kannski enn kvika á 2ja km dýpi.
Þegar boraðar voru holur við Kröfluvirkjun 1975 var ein þeirra rétt hjá sprengigígnum Víti, Leirhnjúksmegin. Hún ofhitnaði og eyðilagðist og fékk heitið Sjálfskaparvíti.
Um 30 árum seinna fengu Íslendingar góðan erlendan styrk til þess svonefndrar djúpborunar, mun dýpra en áður hafði verið borað í þeirri von að úr slíkum holum gætu fengist margfalt meiri orka, allt að 5 til 10 sinnum meiri en áður.
Ákveðið var að bora ofurholuna djúpu við hliðina á Sjálfskaparvíti.
Aftur gerðist svipað og 30 árum fyrr, borinn hitnaði, festist og eyðilagðist af því að, - og haldið þið ykkur nú, - komið var niður á bráðna hraunkviku?
Þar með fauk sú dýra tilraun út um gluggann. En holan er nafnlaus að þessu sinni, kannski eitthvert númer en ekki Sjálfskaparvíti II.
Og þó?
Í ljósi nýjustu tíðinda af kviku milli Fagradalsfjalls og Keilis gæti kannski verið ágætt að að hafa gert hina dýru tilraunaholu við Kröflu.
![]() |
Lóðrétt kvika liggur á 2 km dýpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2021 | 11:18
Ísland-Þrændalög, Reykjavík-Þrándheimur.
Eftir að hafa komið þrisvar til Þrándheims og ferðast um Þrændalög blasir við Íslendingi, að hvergi erlendis, nema kannski í Færeyjum, eru landshættir og menning jafn svipuð.
Færeyingar eiga að vísu tungumál, sem er miklu líkara íslenskku en nokkurt annað, en Þrándheimur og Þrændalög eru miklu líkari Reykjavík og suður- og vestuhluta Íslands að stærð, mannfjölda, breiddargráðu og loftslagi en Færeyjar.
Í Þrándheimi er Ólafshöllin, menningarhús sem hefur það fram yfir Hörpu að vera gert fyrir allt það, sem Harpa hefur og óperuflutning að auki, en á mun hagkvæmari og ódýrari hátt.
Í Þrándheimi er líka stórt sjúkrahús, sem gert var með "bútasaumi" eins og hér er verið að gera, og þykja það hafa verið mistök; hefði verið betra að gera sjúkrahús alveg frá grunni á einni auðri lóð í upphafi.
Það úir og grúir af söguslóðum í Þrándheimi, líka íslenskum, því að á tímabili sóttu Íslendingar margt þangað.
Nú bregður svo við að einu grænu blettirnir í Covid-kortinu eru Ísland og Þræandalög. Já, margt sýnist líkt með skyldum.
![]() |
Ísland 5,77 Svíþjóð 487,64 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2021 | 21:00
Sýlingafell er 2 km frá Svartsengi og um 4 km frá byggð í Grindavík.
Þótt nú sé lang stærsta hraunflæðissvæðið við Fagradalsfjall í Hrunflæðisspá vísindamanna við Háskóla Íslands, er annað mun minna svæði frá hugsanlegum upptökum við Sýlingafell rétt við Svartsengi athyglisverðara fyrir þá sök, að þaðan eru aðeins um fjórir kílómetrar til byggðar í Grindavík og innan við tveir kílómetrar til Gufuorkuversins þar og Bláa lónsins.
Vestasta gossvæðið af fjórum er við Staðarhverfi fyrir vestan Grindavík.
Þetta er nóg til þess að segja, að heildarmynd umbrotanna í kvöld hefur breyst talsvert.
Á móti kann að koma að ef á heildina litið sé minnkandi hætta á eldgosi.
![]() |
Möguleg gossvæði orðin fjögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2021 | 19:38
Minnir svolítið á Corvair fyrir sextíu árum.
Þegar Chevrolet Corvair kom fram 1959 var það byltingarkenndur bíll. Minnstu og ódýrustu bílarinnar, Chevrolet, Ford og Plymouth sem "hinir þrír stóru" höfðu framleitt fram að því voru svona:
5,2 metra langir, 2,10 metrar á breidd með minnst 145 hestafla vélar.
1800 kílóa drekar.
Yfirbyggingin byggð á grind.
Vélin frammi í, drifið að aftan.
Þriggja gíra gírkassi.
Vélin vatnskæld, linuvél með sex strokka.
Blaðfjaðrir að aftan á stífum afturöxli.
Corvair var ekkert af þessu:
4,6 metra langur, 1,74 m breiður og með 80 hestafla vél.
1150 kíló.
Yfirbygging og undirvagn samansoðin.
Vélin aftur í, drifið að aftan.
Fáanlegur fjögurra gíra.
Vélin loftkæld, flöt "boxer" vél.
Sjálfstæð gormafjöðrun á öllum hjólum.
Corvair reyndist ekki rétta svarið við aukinni eftirspurn vestra eftir minni bílum frá Evrópu.
Ford og Chrysler buðu afar einfalda og hefðbundna bíla á markaðnum fyrir snærrri bíla, sem voru með stærra farangursrými en Corvair og áhugamenn gátu gert sálfir við í bílskúrum sínum.
Nú glímir Renault við svipað dæmi varðandi minnsta bílinn hjá verksmiðjunni, Twingo.
Twingo er keppir við bíla, sem eru sem heild afar svipaðrar gerðar, með vatnskældar þriggja strokka línuvélar þversum frammi í með drifi á framhjólunum.
Twingo er með vélina liggjandi þversum undir aftursætunum og drifið að aftan, og fyrir bragðið verður bíllinn hærri en ella, setið þrengra í aftursætinu og farangursrými full lítið.
Á móti kemur að beygjuhringurinn er sá minnsti í bransanum, því að rými losnar við að fara með vélina aftur í bílinn.
Twingo er sams konar bíll og Smart Fourfour, sem nú er búið að gera að rafbíl eingöngu, og þar með er hinn bensínknúni Twingo úr sögunni.
2
![]() |
Kveðja senn Twingo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)