3.9.2022 | 09:02
Náttúrugerðir útsýnispallar hafa verið og eru til.
Útsýnispallurinn, sem gerður hefur verið á Bolafjalli vestra felur í sér frábæra hugmynd, sem þakkarvert er að hafi verið hrint í framkvæmd.
Hann býður upp á afbragðs aðgengi og aðdráttarafli.
Það er hins vegar ekki rétt sem kom fram í frétt um hans að hann eigi sér ekki samsvörun erlendis eða hérlendis.
Einn þekktasti ferðamannastaður Noregs og mesta aðdráttaraflið í nágenni Stafangurs er Prækestolen eða Prédikunarstóllinn, enda um náttúrugerðan útsýnispall að ræða með meira en 600 metra lóðréttri hæð, sem er álíka mikil hæð og Bolafjall.
Síðan má líka minnast á svipaða náttúrugerða útsýnispalla í Tröllakrókum á Lónsöræfum, sem fyrst voru sýndir í sjónvarpi upp úr 1970 í tónlistarmyndbandi, sem gert var fyrir þjóðsönginn í lok dagskrár.
Það voru loftmyndir teknar úr flugvél um allt land á einum degi, og vöktu myndirnar af Tröllakrókum, Herðubreið og Hraundranga einna mesta athygli.
Tröllakrókar eru afar afskekktir og því fáir, sem geta notið þeirra, og Hraundrangi er ekki árennilegur til uppgöngu.
![]() |
Pallurinn vakti lukku hjá ráðherrunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2022 | 12:58
Fosfór ein af þverrandi auðlindum jarðar?
Fyrir áratug var fluttur fróðlegur fyrirlestur um þverrandi auðlindir jarðar á Degi íslenskrar náttúru í Öskju. Í honum birti Kristín Ragnarsdóttir sláandi tölur um þær af helstu auðlindum jarðarinnar, sem stæðu frammi fyrir því að verða útrýmt vegna skefjalausrar rányrkju.
Sum nöfn þeirra, eins og olía og kol, komu ekki á óvart, en önnur komu á óvart, eins og fosfór.
Ástæðurnar voru nefndar í fyrirlestrinum, svo sem hin fjölmörgu not af fosfór í fjölbreyttum tilgangi, sem væru viðhafðar fyrirhyggjulaust.
Eitt atriðið voru not fosfórs í landbúnaði, meðal annars í notkun áburðar, sem hefur vreið notaður kappsamlega til að auka afköst í landbúnaði.
Það hringja því bjöllur nú og spurningar vakna, áratug síðar, að heyra minnst á fosfór á ný.
![]() |
Svandís veitir undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2022 | 15:32
Enn einn aukasnúningurinn á Löngusker.
Þrjósku andstæðinga Reykjavíkurflugvallar virðist lítil takmörk sett og fjölbreytnin í málflutningi endalaus.
Í samantekt um málið í Morgunblaðinu í dag eru Löngusker eina ferðina enn komin upp á borðið, þótt meginatriði málsins séu einföld.
Málið snýst um tvo möguleika, þar sem gerningarnir eru þrír í öðrum en aðeins einn í hinum. .
MÖGULEIKI A.
1. Að rífa núverandi flugvöll.
2. Að að reisa íbúðabyggð i staðinn.
3. Að gera nýjan flugvöll á nýjum stað á Lönguskerjum.
Möguleiki B.
1. Að reisa íbúðabyggð á Lönguskerjum.
Niðurstaða: Tveir möguleikar með jafnmiklum árangri, en annar er þrefalt dýrari en hinn;
Möguleiki A með þrjá dýra gerninga.
Möguleiki B með einn gerning.
![]() |
Neikvæðni gagnvart uppbyggingu í kjölfar eldgoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)