4.10.2022 | 20:31
"Við lifum ekki lífið af, - er það, - eða hvað?"
"Þökkum það, sem guð oss gaf,
við gleði´og sorg
og söng og skraf.
Við lifum ekki lífið af,
er það?
Eða hvað?
Einhvern veginn svona hefst ljóð sem ber heitið "Vangaveltur í óendanleikanum" og fjallar um lífið og tilveruna.
Strax í upphafi ljóðsins er tæpt á því einfalda atriði, sem mætti orða á þann veg, að ekkert eitt atriði í tilveru fólks sé eins lífshættulegt og það að fæðast.
Dauðinn er það eina sem er fullkomlega víst fyrirbæri hjá hverri lifandi veru, líka hjá konungbornu fólki eins og Elísabetu annarri Bretadrottningu.
Í allri umfjöllun um hverja lifandi manneskju eru það tvær viðmiðunarpunktar sem marka hana, fæðingin og dauðinn, og setja mörkin fyrir lífshlaup eða ævi viðkomandi mannveru,
Það að elli hafi orðið 96 ára gamalli mannveru að aldurtila þykir frétt, en er það kannski ekki í raun og veru, heldur óhjákvæmilegur fylgifiskur samspils lífs og dauða.
![]() |
Upplýst um dánarorsök drottningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2022 | 22:15
"Stúlkan með silkimjúku röddina"?
Þeir sem muna enn nokkuð vel eftir vinsælustu dægurlagasöngvurunum um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og voru þá um fermingaraldur muna enn vel eftir auglýsingaherferð í útvarpi þegar Erla Þorsteinsdóttir var kynnt til sögunnar sem "stúlkan með silkimjúku röddina."
Þetta voru afar óvenjulegar auglýsingar á þeim tíma og notaðir til að auglýsa söng hennar á samkomustað við Elliðavatn.
En minni manna getur verið fallvalt þegar langur tími líður og fróðlegt væri að vita nánar um hið rétta í þessu máli og sömuleiðis um það, að Freymóður Jóhannsson hafi verið aðalmaðurinn á bak við það koma Erlu á framfæri og þar með söng hennar á lögum 12. september.
Það sem gerir erfiðara að muna rétt þessi atriði er það nafn sem notað var síðar við gerð platna Erlu, "Stúlkan með lævirkjaröddina."
![]() |
Andlát: Erla Þorsteinsdóttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2022 | 23:53
Gott að hafa skilgreiningu á rafbílum á hreinu.
Sú árátta undanfarin ár að skilgreina 100 prósent rafbíla, tengiltvinnbíla og hybrid bíla sem rafbíla í tölum um sölutölur hefur valdið margvíslegum misskilningi, bjagað mat margra á þessum þremur mismunandi flokkum og jafnvel valdið vandræðum.
Mörg dæmi eru um eigendur nýrra hybrid bíla, sem trúðu því að "bíllinn býr til sitt rafmagn sjálfur og notar sama rafmagnið aftur og aftur", og enduðu með því að það drapst alveg á nýja fína bílnum.
Og það var ein elsta bilun í heimi: bensínlaus.
Setningin "hann notar sama rafmagnið aftur og aftur" var útskýrð þannig, að eftir að bíllinn hefði ekið upp brekku og eytt til þess rafafli, notaði hann endurvinnslu rafaflsins á leiðinni niður brekku á eftir til að safna hinni eyddu orku saman. Og sú orka sem hann notaði í að fara af stað endurheimtist þegar dregið væri úr hraða og staðnæmst.
Yfirgnæfandi meirihluti af mótstöðunni, sem vélin þarf að yfirvinna í akstri bílsins er fólgin í loftmótstöðu, en næst á eftir kemur viðnámsmótstaða við veginn, sem ekinn er.
Þetta, að sama rafmagnið sé notað aftur og aftur er aðeins hluti af hinu rétta, sem er það að að meðaltali endurvinnast aðeins 8 prósent af notaðri orku með endurheimtingarbúnaði bílanna.
Og loftmótstaða og viðnámsmótstaða endurvinnst alls ekki.
Líka er vitað um marga eigendur tengiltvinnbíla, sem vegna samsetningar aksturs þeirra í þéttbýli og dreifbýli hafa lent í því að þurfa að kaupa svo mikið bensín í akstrinum, að ávinningurinn af möguleikanum til aksturs fyrir rafmagni varð lítill sem enginn.
Ástæðan er sú, að rafhlöður tengiltvinnbílanna eru yfirleitt mjög litlar vegna þess, að allur vélbúðanur bílsins er þungur af því hann er tvöfaldur, bensíndriflína og rafdriflína. Drægnin á rafaflinu einu er því afar takmörkuð í praxis, örfáir tugir kílómetra hjá mjög mörgum.
Örfáir tengiltvinnbílar hafa tæplega 19 kílóvattstunda rafhlöður svo sem Toyota RAV 4 og Suzuki Across systurbíll hans, en flestir hafa tengiltvinnbílarnir mun minni rafhlöður.
![]() |
Rafbílar vinsælastir það sem af er ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.10.2022 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2022 | 22:57
Þrennar kosningar voru haldnar á hernumdu Íslandi 1942 og 1944.
Það hefur verið mikið rætt um hinar eistæðu kosningar í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að stórum hluta á valdi Rússa, og þær sagðar óvenjulegastar fyrir þá sök að vera haldnar undir byssukjöftum innrásarliðs.
Og víst er um það að engar kosningar fóru fram í Víetnam þegar stríðið þar stóð sem hæst né heldur í Kóreu.
Hins vegar er það staðreynd að þegar tvennar Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi 1942 og þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun 1944 stóð Seinni heimsstyrjöldin sem hæst og um 50 þúsund hermenn Bandaríkjamanna og Breta réðu yfir landinu og háðu grimmilegt stríð á höfunum við landið.
En þar endar samsvörunin við hernám Rússa í Úkraníu. Engin hernaðarátök fóru fram á Íslandi á stríðsárunum, en Þjóðverjar gerðu tvær loftárásir með einni flugvél í hvort sinn og ein þýsk flugvél var skotin niður.
En á hafinu geysuðu einhver mannskæðustu átök styrjaldarinnar og var orrustan mikla þar sem flaggskipum Breta og Þjóðverja var sökkt þeirra mest, en kafbátahernaðurinn og árásirnar á skipalestir kostuðu hundruð þúsunda mannslífi.
Í kosnningunum tvennum 1942 var ekki að finna vott af neinum tilraunum hersins til að hafa áhrif, en í lýðvaldiskosningunum 1944 kom Bandaríkjaforseti því áleiðis til íslenskra ráðamanna, að flýta sér ekki of mikð í því máli.
Ljóst mátt vera að í því máli, þótt leynt færi, að stofnun lýðveldisins yrði að vera með þöglu samþykki Bandamanna.
Þrátt fyrir að tæknilega megi segja að í afmörkuðum atriðum sé að finna einhverja samsvörun með kosningum hér á landi á stríðsúrunum og kosningunum í Úkraínu nú, eru himin og haf á milli "rússnesku" kosninganna og hinna íslensku þegar allt er vegið saman.
![]() |
Segir þriðju heimstyrjöldina löngu hafna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)