10.11.2021 | 08:02
Áhrif bylgjunnar koma víða fram.
Fyrir um fimm árum myndaðist kreppa í heilbrigðiskerfinu, sem lýsti sér meðal annars í því að ekki var hægt að halda uppi nauðsynlegum aðgerðum eins og skimunum og eftirfylgni í skoðunum á ástandi sjúklinga í áhættuhópum.
Þessi kreppa endaði með undirskriftaherferð Kára Stefánssonar af fágætri stærð.
Semm dæmi má nefna, að í oktober þraut fjármagn til meðferðar og skoðana varðandi gáttaflökt og frestuðust þær fram yfir áramót.
Síðuhafa var kunnugt um alvarlegar afleiðingar af þessu í formi heilablóðfalls, sem kostaði viðkomandi og heilbrigðiskerfið margfalt meiri fjármuni en leitastvar eftir að spara.
Síðuhafi upplifði sjö vikna töf á skoðun þar sem bíða þurfti í von og óvon eftir niðuststöðum, sem bráðnauðsynlegt var að fá sem allra fyrst.
Nú herjar ákveðin kreppa vegna ofurálags á heilbrigðiskerfið af völdum stærstu smitbylgju heimsfaraldursins.
Áhrifa manneklu, fjárskorts og takmarkaðra innviða koma víðar fram en sést í fljótu bragði.
Tölurnar um skort á gjörgæslurýmum og fækkun sjúkrúma síðaðsta áratug eru sláandi í ljósi mikillar fjölgunar elstu árganga þjóðarinnar, sem hefur verið fyrirsjáanleg í 75 ár.
![]() |
Yfirvofandi skortur á sprautum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2021 | 20:43
Ekki batnar það.
Í heila öld fullveldis hefur ýmislegt gerst í kosningum til Alþingis og á ferli þingmanna, sem hefur raskað kjörum þings og stjórnvalda. Meðan flest kjördæmi voru einmeningskjördæmi kom fyrir þingmenn létust meðan þeir gengdu þingsetu, og þurfti að halda aukakosningu í kjördæminu.
Síðuhafi er orðinn nógu gamall til þess að muna eftir kosningu í Vestur-Ísafjarðarsýlu af þessu tagi.
Það olli ekki vandræðum, því að valdahlutföll á þingi breyttust ekki.
Þetta tiltölulega góða ástand breyttist ekki, en þessa dagana kemur í ljós talningarmálið í Borgarnesi og nú líka á Ísafirði, sem er eins víðsfjarri öðrum kosningum til þings og hugsast getur.
Ef kosið verður að nýju í Norðvesturkjördæmi er svo að sjá, að það geti riðlað á annan tug þingmanna.
Nú er heitið "talningarmálið í Borgarnes" orðið úrelt og verður að bæta Ísafirði við. Ekki batnar það.
![]() |
Reikningsskekkja á Ísafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2021 | 07:49
"Eftirlíking er einlægasta form hróss"?
Hernaðarsagan, já saga framleiðslu og þróunar er full af dæmum um það sem forðum var reynt aðð orða með titilorðum þessa bloggpistils.
Á árum Kalda stríðsins sáu njónsadeildir stórveldanna um það að fylgjast með því besta, sem mótherjinn var að gera og nýta sér það.
Það blasti til dæmis við öllum, sem það vildu sjá, hve keimlíkar nýju hljóðfráu farþegaþotur Vestuveldanna og Sovétmanna voru, Corcorde og TU-144.
Var sú síðarnefnda uppnefnd Concordski af þessum sökum.
Hitler dáðist mjög að og öfundaði Breta af heimsveldinu og hinum gríðar sterka flota þeirra.
Til að halda friðinn á því sviði gerði hann flotasamning við Breta 1935 þar sem Bretar fengu að viðhalda yfirburðum sínum í fjölda herskipta af ýmsum stærðum og gerðum.
Í staðinn nýttu Þjóðverjar ekki aðeins reynslu sína úr Fyrri heimsstyrjöldinni til að að smíða endurbætt herskip, heldur fylgdust grannt með því besta sem apa nátti eftir hjá Bretum, og síðast en ekki síst, vað svindla eftir föngum á ýmsum atriðum varðandi stærð skipanna, sem komið gæti sér vel í komandi ófriði ef hann brysti á.
Afreksturinn varð flokkur orrustubeitiskipa á borð við Prins Eugen, Shernhorst og Greisenau og Admiralskipanna svonefndu, sem reyndust skæð þegar út í stríðið var komið, þótt flotasamningurinn takmarkaði fallbyssustærð.
Ekki má svo gleyma lang öflugustu orrustudrekum Þjóðverja, Bismarck og Tirpitz, sem urðu slík ógn, að Bretar gerðu út stanslausa leiðangra til að granda Tirpitz lungann úr stríðinu.
![]() |
Smíða eftirlíkingar af bandarískum herskipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2021 | 12:42
Gott er að alvarlegt vandamál í fyrstu hefur minnkað mikið.
Í upphafi notkunar Landeyjahafnar blés ekki byrlega fyrir rekstri hennar. Um svipað leyti gaus í Eyjafjallajökli og mikið af aurframburði barst niður farveg Markarfljóts og ríkjandi hafstraumur til vesturs meðfram suðurströndinni bar stóran hluta hans inn í í hafnarmynnið og inn í höfnina.
Hefði gosið nokkrum árum fyrr er hugsanlegt að hætt hefði við höfnina eða gerð hennar frestar.
En menn sátu uppi með gerðan hlut og ákváðu að taka slaginn við að reka höfnina og bæta hana og búnað allan.
Nýtt og hentugra skip var keypt auk hvers kyns búnaðar, sem hægt var að nýta til að auka nýtingarhlutfall hafnarinnar smám saman svo mjög að nú er staðan miklu betri en leit lengi út fyrir.
Eftir stendur, að ekki má gleyma því hlutverki sem flugsamgöngur við Eyjar leika og skapa þeim og fólkinu þar einstakar aðstæður sem samfélagið verður að bæta upp eftir föngum, ekki síst vegna þess stóra framlags til þjóðartekna og gjaldeyrisöflunar sem Eyjamenn leggja.
![]() |
Alltaf nýjar upplýsingar um dýpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2021 | 20:20
Leitun að bæ, sem ekki er "krúttlegur" eða vinalegur.
Það má setja spurningarmerki við það að reyna að velja svokallaða "krúttltegustu bæi landsins."
Ef litið er á þá bæi sem hafa verið nefndir á Ferðavefnum, þarf oft ekki annað en að líta á næstu bæi til þess að fyllast efa um val af þessu tagi.
Seyðisfjörður er til dæmis valinn af Austurlandi, en hvaða atriði á að taka til skoðunar? Bæinn sjálfan einan og sér? Eða taka næsta nágrennið með, eða jafnvel allt upp í voldugan sjóndeildarhring eins og prýðir bæjarmyndina á Höfn á Hornafirði?
Er alveg víst að Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður komi ekki til greina?
Sem betur fer státar Ísland af fjölmörgum "krúttlegum bæjum" um allt land.
Hvað um næstu nágranna Stykkishólms, Grundarfjörð og Ólafsvík?
![]() |
Þetta eru krúttlegustu bæirnir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2021 | 17:28
Best að taka á á kvöldin?
Í gagnum tíðina um margra áratuga skeið hafa verið reyndir alls konar tíma dagsins til þess að taka þær 50 mínútna löngu æfingar, sem síðuhafi hefur notað til að viðhalda bærilegu líkamlegu formi og þyngd.
Aldrei var þetta þó gert á morgnana, og aðeins í um áratug í hádeginu í formi innanhússfótbolta.
Hádegisspriklið gafst ekki vel til lengdar.
Það fer áreiðanlega mikið eftir misjöfnum aðstæðum hjá iðkendunum hvaða form er best.
Iðkandinn í þessu dæmi hefur alla ævi verið með mun minni blóðþrýsting og hægan púls en fólk hefur að meðaltali, sem virðist hafa verið orsök þess, að syfju- og þreytu einkenni síðdegis sem fylgir slíku líkamasástandi, urðu verri en ella.
Með árunum hefur tíminn fyrir æfingartímann færst æ meira yfir á kvöldin, minnst tveimur tímum eftir kvöldmáltíð.
Eftir hina stífu æfingu, sem krefjst að hluta til fyllstu áreynslu á viðbragð, snerpu, hraða, kraft og úthald er alveg einstaklega gott að detta á koddann og sofna strax þegar þreytan líður burtu.
![]() |
Byrjaði að lyfta og hætti á svefnlyfjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2021 | 23:29
Villta vestrið með hin mörgu "heilögu vé" Bandaríkjanna.
Það sem fólk hér á kannast við undir heitinu "villta vestrið" felst fyrst og fremst í friðuðum svæðum og þjóðgörðum, sem Bandaríkja skilgreina sem "heilög vé" lands síns, sem þyrmt verði um aldur og ævi við því, sem virðist um þessar mundir vera efst í huga okkar Íslendinga, að efna til hvers kyns mannvirkjagerðar í þágu áframhaldandi svölunar á orkuþorsta mannkynsins.
Að vísu má sjá einstaka virkjanir á þessu stórkostlega þjoðgarðasvæði, svo sem Glen Canyon virkjunina, Hoover stífluna og Flaming gorge, en tími slíkra virkjana leið undir lok fyrir hálfri öld.
Tímamót urðu í kringum 1970 þegar til stóð að taka stóran hlut af svonefndu Marmaragljúfri, sem er í raun efsti hluti Miklagljúfurs, reisa þar stóra stíflu með 80 kílómetra löngu miðlunarlóni og virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun.
En við þetta hætt og sömuleiðis er fyrir löngu er ákveðið að ekki verði snert við neinum af tíu þúsund hverum í Yellowstone og þar að auki engar boranir leyfðar á svæði í kringum þjóðgarðinn, Great Yellowstone, sem er á stærð við Ísland.
Umræðan á Íslandi um þessi mál er á svipuðu stigi hér á landi og hún var fyrir 1960 í Bandaríkjunum, og má til dæmis fræðast um það í bókinni Cadillac desert eftir Marc Reisner.
![]() |
Nú getur þú skoðað Villta vestrið úti á Granda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2021 | 17:38
Einhver myndrænasta minnkun jökuls á Íslandi.
Á loftmynd Þorsteins Þorsteinssonar af Múajökli í viðtengdri frétt á mbl.is af skriðjökli sem gengur suður úr Hofsjökli, er tæplega helmingur myndflatarins marauður grunnur jökulsins eins og hann var áður en hann byrjaði að hopa og lækka.
Vegna þess hve Múlajökull er og hefur ætíð verið afar fallegur séður úr lofti, fyrir sakir einstaklega fagurlega lagaðrar og bogadregnar jökulrandar,
Vel hefur sést móta fyrir upprunalegrr stöðu jökulsins áður en hann byrjaði að hörfa og liggur sú lína á boga þvert yfir neðsta hluta myndarinnar.
Múlajökull er afar afskekktur og þvi miður fáir sem þekkja sögu hans. Þess vegna er Sólheimajökull þekktari en hann.
Síðuhafi hefur átt flugleið yfir þennan jökul mörgum sinnum árlega í sextíu ár, og í enn fleiri ár yfir Breiðamerkurjökul þar sem áhrif loftslagshlýnunar hafa orðið enn meiri, raunar tröllslegar á alla lund.
Í ferð með ömmu á æskuslóðir hennar í Svínafelli í Öræfum árið 1985, en hún hafði alist þar upp frá árinu 1903 og 80 árum síðar lýsti hún því skilmerkilega hve langt Svínafellsjökull hefði náð fram í hennar ungdæmi og hve ótrúlega mikið hann hefði rýrnað.
Minnkun jöklanna hefur orðið enn meiri í kílómetrum talið á Grænlandi fyrir austan Illulissat / Jakobshavn.
Ofangreindir jöklar eru nefndir hér, vegna þess að hér á landi er harðsnúinn hópur manna, sem ýmist véfengir að jöklarnir minnki eða bæta í og tala um að allt tal um rýrnun þeirra séu blekkingar og bull og jafnvel notaðar falsaðar myndir og mælingar.
Einn þeirra skrifaði grein um þessa kulnun nú nýlega í Morgunblaðið og annar hélt því fram í hitteðfyrra að ljósmyndir frá Grænlandi sýndu, að jökullinn þar væri ekki að hopa og búinn að hopa á annað hundrað kílómetra, heldur væri hann að sækja fram¨!
![]() |
Hofsjökull hefur rýrnað mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á síðasta áratug aldarinnar, sem leið, fóru sjónir danskra vísindamanna að beinast að hættu úr óvæntri átt ef hlýnandi loftslag hrinti af stað keðjuverkun í straumakerfi Norður-Atlantshafi sem komið gæti á staðbundinni og aftdrifaríkri kólnun veðurfars í Norður-Evrópu, nokkurs konar lítilli ísöld.
Þetta helgast af því að nyrsti hluti Golfstraumsins er hluti af hringrásarakeðju hafstrauma sem hlykkjast bæði um Norður-Atlantshaf, Suður-Atlantshaf og Indlandshaf.
Golfstraumurinn, sem viðheldur miklu hlýrra loftslagi á Norður-Atlantshafi og í Norður-Evrópu en hnattstaðan segir til um.
Nyrst í Atlantshafi gerist það að hinn salti og þungi Golfstraumur sekkur niður og streymir neðarlega í djúpinu til baka í suðurátt sem hluti af því, sem Danirnir kölluðu "hið kalda hjarta hafanna."
Dönsku vísindamennirnir setta fram þá tilgátu, að það gerist að gríðarlegt magn af nýbráðnuðum ís streymdi frá Grændlandi út á Atlantshaf, yrði þetta ferska leysingavatn léttara en Golfstraumurinn og leggðist því yfir hann með þeim afleiðingum að hann sykki fyrr en hann gerir nú á norðurleið sinni.
Þetta gæti valdið þeirri kólnun í veðurfari, að það gæti haft víðtæk áhrif og valdið miklu tjóni á efnahag Bretlandseyja og Norðurlandanna.
Um málið var gerður danskur sjónvarpsþáttur sem bar heitið "Hið kalda hjarta hafanna" og í framhaldi af því fengið leyfi fyrir því að gera hann að þungamiðju í íslenskum þætti um málið.
Bæði þáverandi forsætisráðherra og einnig þáverandi nýkjörinn forseti Íslands gerðu efni þessa sjónvarpsþáttar að umtalsefni í nýjársávörpum sínum 1997 og voru algerlega ósammála um efni hans.
Davíð Oddsson sagði að "skrattinn væri lélegt veggskraut" en Ólafur Ragnar tók undir aðvörunarorð Dananna um hættuna á nýrri ísöld.
Sú aðvörun byggist á því að það sé í hæsta lagi óráðlegt fyrir mannkynið að standa fyrir stórfelldu fikti með jafn áríðandi fyrirbæri og náttúru jarðarinnar og veðurfar.
![]() |
Mikil bráðnun á Grænlandi eykur flóðahættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2021 | 00:40
Íslenska loftslagsbókhaldið eitt af mörgum dæmum um "grænþvottinn".
Orðið "grænþvottur" hefur komist á kreik í sambandi við COP-26 sem tákn fyrir hið flókna og að mörgu leyti óskiljanlega bókhaldskerfi, sem þjoðir heims leggja stund á til að hagræða hlutum sér í vil.
Í hitteðfyrra hlaut það aðhlátur, að í evrópska loftslagsbókhaldinu fælist að Ísland framleiddi megnið af orku sinni með kjarnorku og mengandi orkugjöfum, en það fylgdi líka sögunni að þetta gerði ekkert til fyrir orðstír landsins, því að allir vissu að í raun væri orkuframleiðsla Íslendinga 100 prósent hrein og endurnýjanleg orka.
Í pistli í gær hér á síðunni var rakið hvernig með stanslausri síbylju þetta 100 prósent tala er lamin inn í hausinn á hverjum einasta útlendingi af öllum stigum, þótt talan 60 til 70 prósent væri nærri lagi.
![]() |
Greta Thunberg segir COP26 eitt stórt klúður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)