Grænlendingar um sumt eins og við á dögum Jóns forseta.

Eitt helsta baráttumál Jóns Sigurðssonar forseta var að gefa verslun frjálsa á Íslandi. 

Þótt árangur næðist um miðja 19. öld var leiðin löng þar til að algert frelsi fengist í raun. 

Íslendingar, sem hafa unnið að ýmsum málum á Grænlandi hafa orðið undrandi við það að uppgötva, að á ýmsum sviðum í verslun og þjónustu hafa Danir viðhaldið hálfgerðu einokunarfyrirkomulagi í formi þess að Grænlandsverslun hefur orðið að fara í gegnum Álaborg í Danmörku. 

Hér á landi eimdi lengi af fyrri kjörum í formi þess að Danir náðu til sín einkaleyfum á útflutningi stórra erlendra fyrirtækja á borð við bílaframleiðendur til Íslands, Færeyja og Grænlands. 

 


mbl.is Grænlendingar þurftu ekki leyfi Dana í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannavarnagöngur og félagsleg fjarlægð, íslenskt tækifæri.

Vonarglæta hefur birst síðustu dægur í formi nýrrar sýnar á heimsfaraldurinn. Nú sigla önnur lönd fram úr Íslandi hvað snertir útbreiðslu veikinnar og dánartíðni og ef okkur tekst að ná svipuðum árangri og náðist í vor og slá á veikina á sama tíma, mun kannski fjölga þeim erlendu miðlum, sem mæla með Íslandsferðum. 

Nú sjást fyrirsagnir á borð við almannavarnagöngur og félagsleg fjarlægð, sem búa til smá vonarglætu um hægt verði, reynslunni ríkari, að leggja grundvöll að skaplegra ástandi. 

Í sumar var uppi gagnrýni að of snemma hefði verið gripið til slökunaraðgerða, en síðar kom í ljós að frekar hefði átt að gera það enn fyrr, áður en nýtt afbrigði veirunnar slapp inn í landið.  


mbl.is Hvetja fólk í almannavarnagöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tékkland: Þessi lifi - þessi deyi - þessi lifi - þessi deyi?

Í upphafi kórónuveikifaraldursins í fyrravetur varð til óhugnanlegt ástand í nokkrum löndum sem fólst í því að heilbrigðisstarfsfólk varð óvinnufært vegna veirunnar. 

Þá gat myndast ástand sem lýsti sér meðal annars þannig, að ákveðnir heilbrigðisstarfsmenn, sem enn voru uppistandandi veldu úr þá sem ættu að lifa og þá sem ekkert yrði gert fyrir. 

Á tímabili í Svíþjóð varð ástandið þannig á sumum hjúkrunarheimilum. 

Í New York voru ræstir út kælitrukkar til þess að hrúga líkum í sem ekki var pláss fyrir annars staðar, ekki einu sinni í kirkjugörðunum. 

Er virkilega alvara og raunsæi í því, sem margir hvetja til hér á landi, að gefast upp fyrir veirunni og fá fram slíkt ástand?

Ein andmælin gegn sóttvarnaraðgerðum, sem duga, eru þau, að núna séu dauðsföllin mun færri en áður vegna batnandi læknismeðferðar. 

En hvað, ef það vantar fólk til þess að annast sjúklingana?


mbl.is Unglingar til bjargar hrundu heilbrigðiskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna þarf að vanda sig og "spila rétt" með kassana.

Hvernig er háttað fjarlægð og grímunotkun þeirra, sem spila á spilakassa?  Alltaf grímur og tveir metrar plús?  Og sama í gildi varðandi leiðina að þeim? 

Þessar spurningar hljóta að vakna ef það er talið, að hlutverk spilakassanna sé svo bráðnauðsynlegt að það þurfi að snúa við tilmælum sóttvarnarlæknis varðandi þá. 

Raunar eru afleiðingarnar af spilafíkn þess eðlis, að spurning er undir venjulegum kringumstæðum þeir kosti ekki miklu meira fjártjón og heilsutjón í peningum og þjáningum heldur nemur þeim peningum, sem þeir skila til ríkisins í formi fjárveitinga til lýðheilsu. 


Þarna þarf að vanda sig og spila rétt með kassana.

Hvernig er háttað fjarlægð og grímunotkun þeirra, sem spila á spilakassa?  Alltaf grímur og tveir metrar plús?  Og sama varðandi leiðina að þeim? 

Þessar spurningar hljóta að vakna ef það er talið, að hlutverk þeirra sé svo bráðnauðsynlegt að það þurfi að snúa við tilmælum sóttvarnarlæknis. 


mbl.is „Þetta er okkur óskiljanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband