5.11.2021 | 19:07
Svipað og að kenna hitamælinum um sótthitann?
Það er stundum notað sem hliðstæða við vafasamar aðgerðir að líkja þeim við það að henda hitamælinum, sem sjúklingur fær of háan hita.
Nú má sjá á samfélagamiðlum allt inn í raðir ríkisstjórnarinnar þá skoðun, að gefa eigi helst allar aðrar sóttvarnaraðgerðir upp á bátinn nema þær að "beina tilmælum til fólks" um að hver sjái sjálfur um sínar sóttvarnir.
Það séu spítalarnir, sem séu "fyrirstaða eðlilegs lífs.
Láta eigi það nægja að sýna þolinmæði og bíða eftir því að spítalarnir eflist í framtíðinni.
Þetta er ótrúverðugt sé litið til þróunarinnar undanfarinn áratug, þegar minnstu framlög þjóða í okkar heimshluta til heilbrigðis hefur orðið til þess að gjörgæslurýmum hefur fækkað úr 18 í 14 og sjúkrarúmum úr 900 niður í 640.
Nú þegar er neyðarástand skollið á á Landsspítalanum á sama tíma og dómsmálaráðherra segist geta dregið á svipstundu þær kanínur upp úr hattinum að spítalinn geti hafi burði til þess að "vera ekki fyrirstaða eðlilegs lífs."
![]() |
Spítalinn megi ekki vera fyrirstaða eðlilegs lífs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2021 | 14:03
Framboð Þjóðernissinna fékk aldrei flug né tilgang hér á landi.
Ef öflugur uppgangur þjóðernissinna undir merkjum nasista á fjórða áratugnum hefði orðið hér á landi í stíl við það sem hann var víða erlendis hefði það hugsanlega verið m0gulegt undir stjórn áhrifamikils ræðumanns og "leiðtoga" og andúðar í garð afmkarkaðs minnihluta eða jaðarhóps.
Á þessum síðasta áratug fyrir stríð var sterkur þjóðernislegur straumur í íslenskri pólitík og Sjálfstæðisflokkurinn fékk það nafn til að leggja áherslu á að Íslendingar slitu sig frá tjóðri Sambandslaganna.
Menntakerfi landsins og til dæmis sögukennsla í skólum var mjög lituð af sjálfstæðisbaráttunni og fékk þar hljómgrunn.
Íslenski Þjóðernissinnaflokkurinn hafði einfaldlega ekkert fram að færa, sem þurfti sem viðbót við þetta ástand.
Á síðustu árunum fyrir stríð voru landflótta Gyðingar reknir úr landinu án þess að atbeina íslensku nasistanna þyrfi til.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, Agnar Koefoed-Hansen fékk því framgengt meðan á hernámi Íslands stóð að mega beita fullu lögreguvaldi til jafns við setuliðið. Þetta mun hafa verið einsdæmi, sem og það að Agnar hafði þjálfað sig til þessa embættis hjá Gestapo í Þýskalandi!
![]() |
Þjóðræknin aftrar þjóðernisöfgum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2021 | 22:28
Það verður að nota réttar tölur um endurnýjanlegu orkuna.
Þessar vikurnar er þulin hér á landi nær stanslaust síbyljan um það að öll sú orka, sem Ísland framleiðir, sé hrein og endurnýjanleg.
Söngurinn hófst í heimsókn danska krónprinsins, hélt áfram á Arctic Circle og hefur stigmagnast í tengslum við loftslagsráðstefnuna í Glasgow.
Skoðun aðeins helstu atriðin í sögu þessa máls.
1. Samt hefur legið fyrir opinberlega allt frá árinu 1978 að þessi tala er alltof há, og í raun varla hærri en 60-70 prósent.
2. Í frægum hanaslags sjónvarpsþætti með Vilmundi Gylfasyni og´Jóni G. Sólnes 1978 kom fram að þá þegar hafði verið stórlega vikið frá því módeli, sem Guðmundur Pálmason, helsti sérfræðingur landsins á þessu sviði, hafði sett upp við nýtingu jarðvarma og byggðist á því að beita skyldi ítrustu varfærni við byggingu gufualfsvirkjana.
Þetta atriði, sem aðal fréttin í þættinum fólst í, drukknaði hins vegar í hamaganginum út af öðrum atriðum við gerð Kröfluvirkjunar, svo sem túrbínukaupum og stórfelldum umframkostnaði við virkjunina.
3. Þegar árin liðu fór þetta vandamál smám saman að minna meira á sig, og þegar Jóhannes Zoega var að láta af störfum hjá Hitaveitu Reykjavíkur, skrifaði hann blaðagrein þar sem hann varaði alvarlega við ofnýtingu jarðvarmans sem ylli því að orkuþurrð yrði á virkjunarsvæðunum.
4. Eftir aldamótin fóru að heyrast fleiri raddir um þetta og til varð hugtakið "ágeng orkuöflun".
5. Farið var að tilgreina þá forsendu fyrir gufuaflsvirkjunum að orka virkjunar- eða vinnslusvæðis entist í 50 ár. Slík ending orkulindar, til dæmis kola, er fjarri því að vera sjálfbær; í raun er um rányrkju að ræða.
6. Hellisheiðarvirkjun var höfð 300 megavött, langt umfram það sem svæðið þolir til að geta afkastað þeirri orku áfram, enda hefur ríkt þar orkuskortur.
7. Svipað hefur átt við um Heillisheiðar-Nesjavallasvæðið almennt og einnig gufuaflsvirkjanirnar á Suðurnesjum.
8. Fyrir um áratug skrifuðu Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson fróðlegar greinar um beislun jarðvarmaorkunnar í Morgunblaðið. Þar töldu þeir, að til þess að hægt væri að tala um að jarðvarmavirkjanir væru með endurnýjanlega orku og stæðust kröfur um sjálfbæra þróun, þyrfti að gæta þess í upphafi að virkja fyrst í smáum mæli, og fylgjast vel með stöðu svæðisins og sjá til hvort og hvernig þyldi stækkun.
9. Á þetta atriði minnsist Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar við gangsetningu Þeystareykjavirkjunar þegar hann sagði, að í staðinn fyrir að fara strax af stað með miklu stærri virkjun, yrði látið nægja að byrja á 90 megavatta stærð.
10. Ofan á þetta bætist síðan að margar virkjanir i jökulfljótum eru með virkjanalón, sem fyllast af auri þannig að miðlunin verður ónýt. Nefna má Sultartangalón sem dæmi, en einnig er viðbúið að Hálslón Kárahnjúkavirkjunar geti fyllst á þessari öld vegna miklu meiri framburðar en var þegar slíkt var mælt á síðustu öld og loftslag var kaldara en er og verður sennilega á þessari öld.
![]() |
Sigmundur Davíð: Ég brást þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2021 | 09:42
Sorgarsaga hins mikla lands og þjóðar.
Eþíópía er stórt land, tvöfalt stærra en Frakkland, með 100 milljóna manna þjóð, sem á sér afar merka sögu langt aftur í aldir og er nú jafn fjölmenn og Frakkar og Bretar samanlagt.
Eþíópía gerðist kristin mörgum öldum á undan Íslendingum og svonefnd Koptatrú stendur þeim enn mjög nærri tengd tengslum við Salómon konung.
1935 gerði hinn ítalski Mussolini innrás í landið og steypti Haile Selassi keisara Eþíópíu af stóli.
Mussolini hóf ýmsar framkvæmdir í landinu, meðal annars gerð mikils þjóðvegar til suðurs og austurs frá höfuðborginni.
Núna er vegurinn að mestu veðraður burtu en þjóðleiðin farin á jeppum eftir rúst hanseða meðfram honum.
Eftir heimsstyrjöldina var keisaranum aftur komið til valda, en síðar var honum steypt í kommúniskri byltingu.
Keisarinn hafði verið harðstjóri en kommarnir reyndust engu skárri og misstu síðar völdin.
Við tók stjórn ráðamanna, sem vinguðust við Bandaríkjamenn og fengu þá meira að segja til að gera loftárás á sjóræningja og múslimska hryðjuverkamenn, sem réðu ríkjum í nágrannaríkinu Sómalíu.
Bandaríkjamenn aðstoðuðu við fyrirhugaða flugvæðingu landsins með Ethiópian Airlines sem flaggskip, en þegar síðuhafi fór tvísvegis um landið akandi og fljúgandi 2003 og 2006, var hægt að telja flugvélar landsmanna á fingrum handa sinna, því að valdstjórnin lét flottan flugvöll og flugstöð í Arba Minch grotna niður í flugbanni, sem komið var á innanlands til að viðhalda alræðisvaldi stjórnarinnar.
Allan tímann vingaðist hún þó við Bandaríkjamenn og hélt uppi millilandaflugi þjóðarflugfélagins.
Það var spánný Boeing 737 MAX þota félagsins, sem var önnur tveggja þotna af þeirri gerð sem fórst skömmu eftir flugtak til suðurs frá Addis Ababa fyrir þremur árum.
Áratugum saman hafa stjórnvöld landsins notað yfirlýst hernaðarástand vegna átaka við Eritreumenn sem skálkaskjól fyrir raunverulegt alræði í landinu.
Og síendurtekin hungursneyð leikur landsmenn hvað eftir annað grátt.
Landið er ríkt af jarðvarmaafli og fleiri aðlindum, en fátæktin er svo mikil, að þjóðarframleiðslan er lítið meiri en hjá okkur Íslendingum, þótt í Eþíópíu búi 300 sinnum fleira fólk við hörmuleg kjör.
Nú er ríkisstjórninni ógnað af uppreisnarmönnum í norðanverðu landinu, en af fregnum af þeim hernaði má ráða, að áframhaldandi ógnarstjórn verði áfram hlutskipti þessarar merku og miklu þjóðar, sem býr yfir svo glæstri sögu fornaldar.
![]() |
Þrír Íslendingar staddir í Eþíópíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dánartíðnin af völdum COVID-19 í Færeyjum og í Svíþjóð gætu verið íhugunarefni hjá okkur.
Hér á landi hafa 34 látist, eða um 100 á hverja milljón íbúa.
Í Svíþjóð hafa 15000 látist, eða um 1500 á hverja milljón íbúa.
En ástandið í Færeyjum er margfalt verra um þessar mundir, fjórir látnir í þar á þessu ári samsvara því að 28 hefðu látist hér á landi bara á þessu ári, sjö sinnum fleiri en raunin hefur orðið hér.
Ástandið í Færeyjum fer enn versnandi, og versnandi ástand víðar um lönd sýnir að farsóttin og bylgjur hennar hafa ekki verið kveðnar niður.
![]() |
Fjögur dauðsföll í Færeyjum í faraldrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.11.2021 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2021 | 19:29
Æ fleiri munu finna rafbíl fyrir sig.
Fádæma sókn í framleiðslu og framboði æ fjölbreyttari rafbílum er nú í uppsiglingu.
Gott gengi nýrra lúxusbíla svo sem Mercedes-Benz EQS, Kia EV6 og Texla Y sýnir mikla framþróun dýrustu bílanna, en einnig er í gerjun stóraukin fjölbreytni í framleiðslu "rafbíla litla mannsins."
Fyrir fimm árum var oft minnst á tveggja sæta svissneska bílinn Microlino hér á síðunni, en það er ekki fyrr á næsta ári, sem búast má við fyrstu bílunum á göturnar af þeirri gerð.
Fyrir tveimur árum var frumgerðin tekin alveg í gegn og endurbætt stórlega og söluverðið innan við tvær millur íslenskar.
Í frásögn í Fréttablaðinu í gær sást, að meginatriðin, 17 hestafla vél, 14,4 Kwst rafhlaða og 90 km hámarksrhaði eru áfram við lýði, en hægt verður að fá ódýrari gerð með 5 Kwst rafhlöðu, sem væntanlega verður ætluð fyrir 45 km hámarkshraða og þar með heiumild fyrir 14 ára unglinga í Frakklandi og víðar til að aka bílnum án prófs.
Á þeim vettvangi eru komnir bílar erlendis, svo sem Citroen Ami, Tazzari Zero og Renault Twizy.
En uppgefin drægni margra af þessum bílum; upp á 230 kílómetra hjá Microlino; felur hins vegar í sér miklar ýkjur. Síðuhafi á tveggja sæta rafbíl, Tazzari Zeró, sem er með 12,8 Kwst rafhlöðu og eftir fjögurra ára reynsluakstur er drægnin 90 km á sumrin og um 80 á veturna. Sett verður inn nmynd með honum í notkun í gær.
Microlino er líklega aðeins léttari en Tazzari Zero, en drægnin er varla meiri en 100 km við íslenskar aðstæður.
Invicta DSZ er tveggja sæta rafbíll, sem nú er kominn í sölu hjá BL fyrir 2,4 millur, og er 100 kílóum þyngri en Tazzari, en með stærri rafhlöðu, 17 Kwst, sem hefur í reynsluakstri síðuhafa gefið 110-115 km drægni.
Þótt 20 km viðbót sýnist ekki stór tala, munar mikið um hana hér við sunnanverðan Faxaflóann, því að hún gefur færi á að komast á einni hleðslu fram og til baka austur til Hveragerðis, Reykjanesbæjar og jafnvel Selfoss eða Borgarness.
Og hjá BL bíða menn spenntir eftir Dacia Spring, sem er 4 sæta rafbíll og gæti orðið ódýrasti rafbíllinn í flokki 4 sæta bíla.
Farin er sú leið að láta 44 hestafla vél nægja og að með áherslu á sparneytni megi létta bílinn og skapa sér betri drægni en er á Smart rafbílum.
Síðan er þess að geta, að með hverju árinu stóreykst úrval notaðra rafbila af fullri stærð fyrir viðráðanlegt verð.
![]() |
Hitnar undir samkeppni um rafbíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2021 | 10:57
Stjórnarskráin setur ekki tímamörk á flokkaskipti.
Ein helsta röksemd þeirra, sem kært hafa vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk er sú, þau hafi gerst á methraða miðað við fyrri vistaskipti þingmanna.
Það kann að vera rétt útaf fyrir sig, en sé svo, hvar á þá að draga tímamörkin?
Ekki er að sjá að neitt sé sagt fyrir um það í stjórnarskránni varðandi það efnisatriði hennar að þingmenn séu einungis bundnir eigin sannfæringu og mati í þeim efnum.
Umrætt ákvæði er sett af gildum ástæðum til þess að koma í veg fyrir að utanaðkomandi öfl geti fyrirfram bundið hendur þingmanna.
Þetta umræðuefni kom upp fyrir kosningarnar 2009 þegar Borgarahreyfingin var stofnuð.
Á undirbúningsfundi sem samþykkti stefnuskrá flokksins var ákvæði um það, að allir frambjóðendur flokksins skyldu skuldbinda sig fyrirfram til þess að hlýða vilja flokksins í einu og öllu ef þeir yrðu kosnir á þing.
Áður en þetta var samþykkt kom fram ábending um það, að svona ákvæði stangaðist á við stjórnarskrána og þann eið, sem þingmenn ynnu þegar þeir tækju við starfi sem þingmenn, þegar þeir ynnu eið að stjórnarskránni, sem kvæði á um það að þeir væru í starfi aðeins bundnir af eigin sannfæringu.
Var minnt á það að frá fjórða áratug síðustu aldar hefði í Þýskalandi verið lögfest, að menn þyrftu að vinna eið að skilyrðislausri hollustu við leiðtga landsins, "Foringjann", og að það hefði ekki gefist vel og því aldrei verið sett í lög að nýju.
Á undirbúningsfundi Borgaraflokksins voru þessi rök látin nægja fyrir því að falla frá hugmyndinni um eiðsvarna hollustu í hvívetna við stefnu flokksins.
![]() |
Birgir vísar í stjórnarskrána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2021 | 00:08
Eltingarleikur við nágrannalöndin það besta í sóttvörnum?
Það hefur reynst eðli kórónaveirubaráttunnar, að áhrifin af aðgerðum hafa ekki komið fram fyrr en það löngu eftir að þær hafa verið framkvæmdar, að staðan í baráttunni hefur oft orðið að eins konar eltingarleik dýrs við skottið á sjálfu sér.
Nú virðist slíkur sveiflugangur vera að vaxa í nágrannalöndunum og þá er það spurningin, hvort það besta hjá okkur sé að standa í langvarandi eltingarleik af þessu tagi með vaxandi og minnkandi sóttvörnum á víxl.
![]() |
Ástandið versnar á Norðurlöndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2021 | 19:10
Er eðlilegt að vaxandi hætta fylgi því að fara á bráðamóttöku?
Einfalda myndin af því umhverfi, sem við lifum í hvað varðar hættu, til dæmis í umferðinni, er sú að hætta fylgi ferðum gangandi og akandi fólks, en ef út af bregði, sé hinum slösuðu "forðað hættum frá" svo vitnað sé í gamlan leik á götunni,
En nú er svo að sjá, að sjúklingum sé stefnt í hættu og það jafnvel vaxandi hættu með því að þeir komist inn á bráðamótttöku.
Að mati samtaka sem ættu að vita hvað þau segja, Sjúkraliðafélags Íslands, er "sjúklingum stefnt í hættu" á þessum griðastað, sem móttakan á að vera.
Áður hafa kynni síðuhafa í gegnum tíðaina af bráðamóttökunni verið rakin hér á síðunni, þar sem við hefur blasað í öll skiptin, að vegna allt of mikils álags hefur hið góða starfsfólk þar orðið að þola afleiðingar óboðlegra aðstæðna af völdum aðgerðaleysis við að bæta úr þessu.
Í ferilskrá síðuhafa er meðal annars þetta: "Keyrður niður á rafreiðhjóli á hjólastíg af sólblinduðum bílstjóra, lemstraður á sex stöðum m.a. á ökkla, - gekk á brotnum ökklanum í sex vikur þar til brotið greindist og var þá settur í gips."
Þetta atvik gerðist á tíma þar sem augljóst var að starfsálagið á deildinni var allt of mikið og skapaði aukna hættu fyrir sjúklinga.
![]() |
Segja sjúklingum stefnt í hættu á bráðamóttökunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2021 | 13:24
Eitt margra dæma um það að covid sé gjörólík svinaflensunni?
Fimm milljónir manna hafa nú látist af kórónuveikinni COVID-19 en samt sást því haldið fram á dögunum, að gangur svínaflensunnar hér um árið sýndi að engin ástæða væri fyrir því að viðhalda núverandi sóttvarnaraðgerðum hér, heldur bæri að aflétta þeim.
Sóttvarnarlæknir hefur hins vegar gerólíka sýn á málið í ljósi reynslunnar af þessum tveimur sjúkdómum, sem hann segir bera þess vitni, að um tvo ósambærilega sjúkdóma sé að ræða hvað snertir eiginleika, meðferð og afleiðingar.
Reynala Sigga Gunnars, Jóns Ársæls og margra fleiri af covid eru tvö af ótal dæmum um illvíga eignleika farsóttarinnar, sem hefur sett mannkynið á hliðina á árunum 2020 og 2021.
Þegar þessi mjög svo misvísandi ummæli ráðherrans og sóttvarnarlæknisins eru skoðuð, vaknar spurningin hvort meira mark beri að taka á sóttvarnarlækninum eða stjórnmálamanninum.
![]() |
Siggi Gunnars: Ég hef aldrei orðið svona lasinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)