Pútín liggur ekkert á. Oft byggist hernaður á að taka sér nægan tíma.

Vetrarstríð Rússa og Finna tók rúma þrjá mánuði. Rússar fóru hrakfarir fyrstu tvo mánuðina en síðan varð liðsmunurinn, bæði hvað snerti fjölda hermanna og hergögn, smám saman til þess að Finnar voru ofurliði bornir eftir einstaklega hetjulega baráttu. 

Bandamenn réðust inn í Normandy í júníbyrjun 1944 í stærstu innrás sögunnar af sjó. 

Lítið rak eða gekk fyrstu vikurnar alveg fram í ágúst. Bandamenn þurftu sinn tíma til að gera höfnina í Cherburg í stand og safna liði og búnaði. 

Þegar því var lokið eftir harða baráttu Bandamanna við að halda velli, var komið að því að vaxandi yfirburðir í lofti og snjöll sóknaráætlun hleyptu af stað sókn þar sem allar flóðgáttir opnuðust. 

Montgomery gerði sig líklegan til þess að brjótast í gegn, en það var gert til að draga sem mestan herafla Þjóðverja þangað, og á á réttu augnabliki geystus brynsveitir Pattons fram til suðurs og siðan austur í hálfhring, sem ógnaði Þjóðverjum með umkringingu. 

Í Vetrarstríðinu voru upphugsaðar ýmsar hugmyndir hjá Bretum og Frökkum um að taka hernaðarlegan þátt í stríðinu með Finnum, en það strandaði allt á óhönduglegri aðstöðu til að framkvæma slikt, auk þess sem þá var hætta á því að aðalatriðið, að standast yfirvofandi áhlaup Þjóðverja á Frakkland og Niðurlönd yrði vanrækt. 

Ljóst var að stigmögnun Vetrarstríðsins myndi einungis gera málið enn verra og hættulegra. 

Svipað er uppi nú. Stigmögnun Úkraínustríðsins yrði glæfraspil og yrði sennilega til þess að allir aðilar biðu enn meira tjón en nú blasir ið. 

Það er sagt að Pútín dragi lappirnar varðandi það að ganga til vopnahléssamninga. 

Það er skiljanlegt í ljósi aðstöðumunar, sem minnir á aðstöðumuninn milli Rússa og Finna 1939-1940.  

Tíminn vinnur líklega með Pútín, og hann mun ekki ganga til vopnahléssamninga nema að hann sé kominn í betri stöðu en nú. 

Hann mun stefna að því að svelta og umkringja Úkraínsku borgirnar hægt og bítandi. 


mbl.is „Ekki einn blettur sem sýnir ekki merki stríðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Togstreita hugmyndakerfa síðan fyrir aldamót.

Á þessari öld hefur togstreita hugmyndakerfa milli Vesturlanda og ýmissa annarra kerfa verið næsta samfelld víða um lönd þar sem Vesturlönd hafa verið áberandi oft í stóru hlutverki. 

Ágætis pistill um þetta var fluttur í hádegisútvarpi RÚV nú áðan, þar sem rakið var, hvernig hugmyndafræði Pútíns og Rússlands hefur um aldir mótast af ólíkum viðhorfum Rússa í stjórnmálalegum og trúarlegum efnum. 

Í Rússlandi hefur Pútín farið fyrir andófi gegn vestrænnni hugmyndafræði um frjálslynt og opið lýðræði með mannréttindi ofarlega á blaði, sem hefur meðal annars stuðlað að mikilli alþjóðasamvinnnu í viðskiptum. 

Rekja má þessa togstreitu ólíkrar heimsmyndar og hugmyndafræði allt aftur til þess tíma þegar íslenskir víkingar voru meðal þeirra, sem voru þátttakendur í stofnun ríkja, borga og trúardeilda fyrir nær þúsund árum. 

Í ljósi þessa er nauðsynlegt að kafað verpi dýpra ofan í þá staðreynd, hve víða inngrip og stefna vesturlanda víða um heim hefur oft misheppnast eða verið hluti af hörmungum.  

Má þar nefna innrásina í Írak og hið svonefnda Arabíska vor, þar sem stöðumat Vesturlanda reyndist alveg misheppnað, sem og innrásin í Afganistan. 

Í kjölfarið kom meiri flóttamannastraumur til Evrópu en dæmi eru um áður, og þjóðernissinnaðir flokkar úti á jaðri stjórnmálalitrófsins komust til áhrifa. 

Ferill Donalds Trumps í Bandaríkjunum er eitt afbrigði að þessu. 

Nú þarf að skoða vandlega þau líkindi með stefnu Vesturlanda í Austur-Evrópu annars vegar og í Arabalöndunum hins vegar, að vel meint framsókn NATO og vestrænnar hugmyndafræði og lýðræðis hefur enn eina ferðinga endað í stríði og átökum.  

 

 

 


mbl.is Stríðið knúið áfram af brjálæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn myndi græða, heldur allir tapa á Tævanstríði.

Nú þegar blasir við að Úkraínustríðið mun valda gríðarlegu tjóni, ekki bara í Austur-Evrópu, heldur um allan heim.  

Þar með er viðfangsefni þjóðarleiðtogaanna að reyna að minnka tjónið og forðast að efna til æsinga. 

Kínverjar reyndu að fela það sem mest þegar þeir leyfðu svokölluðum sjálfboðaliðum að streyma yfir landamæri Kína og Kóreu þegar hætta var orðin á því að her Sþ næði allri Kóreu undir sig. 

Það tókst að forðast beina stríðsþátttöku Kínverja og semja harðsótt vopnahlé.  


mbl.is „Enginn græðir á þessu stríði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörbrot heimsveldisstefnunnar? Nei, GAGA skal það vera.

Þegar landafundir hófust fyrir um fimm hundruð árum, hófst jafnframt kapphlaup svonefndra nýlenduvelda um yfirráð og áhrif á hinum nýnumddu svæðum. 

Nýlendustefnan varð til og birtist í mörgum myndum. Monroe-kenningin svonefnda 1823 var í raun birtingarmynd af heimsveldastefnu, sem átti að tryggja, að báðar amerísku álfurnar yrðu sneyddar íhlutunum eða áhrifum evrópsku stórveldanna en hins vegar hefðu Bandaríkin þar áhrifasvæði sitt. 

Síðari hluta 19. aldar gerðist það stundum að stórveldin skiptu með sér svæðum, og eru samningar Breta og Frakka um Afríku gott dæmi um það. 

Ein af vonum Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöldinni var óánægja þeirra með skarðan hlut í Afríku. 

Þær vonir urðu að engu í styrjöldinni og tvö heimsveldi, það tyrkneska og hið austurríska, hrundu. 

En áfram hélt heimsveldisstefnan að birtast, og Mussolini dreymdi um að endurreisa Rómaveldi. 

Það fór í vaskinn, en afar þjóðernissinnuð stefna hans minnir á stefnu Pútíns nú. 

Griðasamningur Stalíns og Hitlers byggðist á hreinni útfærslu gamallar heimsveldisstefnu að marka sér og semja um áhrifasvæði. Járntjald féll um Evrópu þvera, Breska nýlenduveldið liðaðist í sundur nema að nafninu til í svonefndu Samveldi. 

En allan tímann var alltaf verið að spila eftir áhrifasvæðastefnu heimsveldisstefnunar. 

Bandaríkin hafa haldið uppi ákveðinni útfærslu, sem hefur leitt af sér fjölda ígrípa þeirra af málefnum ríkja um allan heim, eins og Kóreustríðið, Vietnamstríðið, Afganistan, Írak og "Arabíska vorið" bera vitni um. 

Þessi stefna hefur orðið fyrir áföllum, og marga dreymir um að heimsveldisstefnan fari að renna sitt skeið á enda. 

En nú hefur þessi stefna, sem gat birst í svona mörgum myndum eins og því að fela í sér ákvæði um hlutleysi ríkja, svo sem Austurríkis, Júgóslavíu og Finnlands virst eiga möguleika að komast á lokastig. 

En Vladimir Pútin leggur nú í raun út í þann leiðangur að nota hervald til þess að þvinga fram áfamhaldandi gildi skiptingu heimsálfa í áhrifasvæði með gamla laginu, og líkindin á milli hans og Mussolinis eru sláandi, vitnað í forna frægð og veldi rússnesku keisaranna og síðar Sovétríkjanna og stjórnarfar og stefna þeirra dýrðartíma gerð að keppikefli sem öll heimsbyggðin verði að beygja sig fyrir. 

Stóri munurinn á Pútín og Mussolini er hins vegar sá, að Pútín er í þeirri klikkuðu aðstöðu að geta hleypt af stað gereyðingarstríði allra jarðarbúa. Það er trúarsetningin MAD, á íslensku GAGA (Gagnkvæm Altæk, Gereyðing Allra.) 


mbl.is Rússar hættir við umdeilda ályktunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafreiðhjól á negldum dekkjum hefur reynst öruggast í hálkunni.

Síðuhafi hefur í tæp sjö ár notað negld dekk á rafreiðhjólinu Náttfara með svo góðum árangri, að komið hafa dagar þar sem þetta 30 kílóa reiðhjól var með lang öruggasta gripið í því færi, sem þá var. Náttfari í Elliðaárdal

Mestu munar um það, hve mjóg og löng gjörðin er, þannig að með hjálp gróinnar reynslu frá æskuárum er stýring hjólsins sérlega auðveld og stöðugleiki og rásfesta oft lygileg.  

Mótbárur gegn notkun negldra dekkja á bílum eiga ekki við á svona léttum hjólum, sem vega með knapa aðeins um 5 prósent af þunga myndarlegs rafbíls með farþega. 

Þar að auki eru hjólin að mestu notuð á hjóla- og göngustígum í stað þess að vera á götunum sjálfum. DSC00090

Á samgöngutækjum síðuhafa eru tvö léttbifhjól, sem líka er hægt að negla, en er bæði dýrara og gefur ekki jafn mikinn stöðugleika og rásfestu og rafreiðhjóladekkin. 

Þegar svo ber undir að nota þurfi stærra rafknúið tæki er tveggja sæta rafbíll, umhverfistvænsti bíll landsins, með 70 prósent þungans á drifhjólunum að aftan, tiltækur, og er með nógu mikilli veghæð og drifgetu á ónegldum hjólbörðum.   


mbl.is Allar rafskúturnar negldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur blasað við í áratugi.

Sú tala, að nagladekk slíti götunum minnst 20 sinnum meira en önnur, sem nú er birt, hefur í raun blasað við borgarbúum í áratugi tvisvar sinnum á hverju ári. 

Ef fólk verður duglegt við að taka skipta nagladekkjunum út nú í vetrarlok minnkrar svipryksmyndunin og þar með slitið svo hratt, að þeir sem aka til dæmis í austanverðri borg, verða þess varir á mjög áberandi hátt; allt í einu verða ökutæki ekki löðrandi í tjöru að framanverðu. 

Og síðan kemur breytingin í hina áttina alveg lygilega hratt þegar nagladekkin eru sett á í vetrarbyrjun. 

Í öllum tölum um meira grip nagladekkjanna en hinna er aldrei mælt né minnst á hve hemlunar- og gripgeta minnkar mikið yf8r allan ökutækjaflotann við það að bæði gatnakerfið og bílarnir verða löörandi í sleipri tjörunni þegar votviðri er. 

Í slíkum skilyrðum vex slysa- og árekstrartíðni. Gott dæmi er það þegar jöklabílstjórar stansa á leið sinni til fjalla út af malbikaða vegakerfinu. 

Þá er stansað og tjaran hreinsuð af dekkjunum með tjöruhreinsi til þess að auka grip hinna tjörulöðruðu dekkja.  

Í viðtengdri frétt er því lýst ágætlega hve mikill eltingaleikur við skottið á sér er í gangi hjá þeim borgarstarfsmönnum, sem reyna að minnka slit og svifryk á gatnakerfinu. 

Síðuhafi hefur prófað það undanfarna vetur að vera á ónegldum góðum vetrardekkjum á veturna og aldrei lent í neinum vandræðum.  

Þótt viðurkennt sé að fyrir suma, sem þurfa að aka út frá borginni geti negld dekk verið nauðsynleg í vissum aðstæðum, hefur lengi legið fyrir, að notkun negldra dekkja innan borgar er að mestu óþörf. 

 


mbl.is Nánast vonlaust að sópa á nagla­dekkja­tíma­bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt hefur verið einstakt hjá Pútín.

Þegar Rússland segir nú skilið við Evrópuráðið sem er sérstök stofnun og í tengslum við Mannréttindadómstól Evrópu, kemur fram að á þessum aðildartíma sínum hefur ekkert land í Evrópu komist með tærnar þar sem Rússar hafa haft hælana í málsóknum vegna mannréttinda.  

Ef rétt var heyrt og munað eru mál Rússanna jafn mörg og hjá öllum hinum þjóðunum til samans. 

Í þáttum um Pútín sem verið hafa á dagskrá Sjónvarpsins er rakin röð af morðum, banatilræðum og eitrunum, sem er stráð í feril Pútíns, og er nákvæmt valið á fórnarlömbunum athyglisvert, leiðtogar andófsfólks og það fjölmiðlafólk, sem helst hafði pirrað alræðisherrann.  

 


mbl.is „Aldrei séð neitt þessu líkt í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í vopnahlésumræðum þarf sem mest að að vera uppi á borðinu.

Það er gömul og ný saga úr veraldarsögunni að stórveldi gangi oft langt í að nýta sér afl sitt og aðstöðu. Þetta hefur ævinlega þótt ljóður í heimsstjórnmálunum, sem losa þyrfti þau við, en atburðir síðusttu vikna sýna, að seint verður hægt að losa jarðarbúa við þennan draug. 

Monroekenning Bandaríkjamanna á 200 ára afmæli á næsta ári, og hún snýst aðallega um það, að í krafti afls og aðstöðu áskilja Bandaríkin sér rétt til að skerast í leikinn ef eitthvert stórveldi annað en þau vogi sér að láta til sín taka í báðum amerísku heimsálfunum. 

Í vopnahlésviðræðum hvers konar standa deiluaðilar frammi fyrir ákveðnum orðnum veruleika, þar sem sum atriðin eru kannski óhagganleg, að með því þyrti að snúa við því sem orðið er. 

Vera hers Rússa í Úkraínu er staðreynd núna, þrátt fyrir að verr gangi hjá þeim en æt vonir þeirra stóðu til. 

Úkraínumenn hafa líka staðið sig betur en almennt var búist við og það skapar heim ákveðna stöðu á hverri þeirri stundu sem samningar yrður gerðir. 

Í lok Seinni heimsstyrjaldar leit framtíðin ekki vel út fyrir Finna. Þeir höfðu álpast til þess að fara gagn Rússum í innrás Hitlers inn í Sovétríkin til að eindurheimta töpuð landsvæði í Vestrarstríðinu 1939-1940. 

Augljóst var að þau svæði yrðu aldrei endurheimt og að eina vörn Finna væri að mælast til þess að halda fullveldi, en þó með tryggðu hlutleysi í tengslum við ákveðinn íhlutunarréttar hins volduga nágranna. 

Um þetta tókst Finnum að semja og enda hin svonefnda Finnlandisering þætti oft erfið til að kyngja tókst þeim með því að viðhalda fullu trausti Stalíns og eftirmanna hans að ávinnna sér undra mikið frelsi til samvinnu við vestræna nágranna sína. 

Þar hjálpaði mikið til að Svíar höfðu í gegnum báðar heimsstrjaldirnar getað viðhaldið hlutleysi sínu og bjuggu með því til ákveðinn stuðpúða ásamt Finnum eftir 1945. 

Eitthvað svona hlýtur að verða meðal þess sem komið geti inn á borð í vopnahléssamningum í Úkraínu. 

Í slíkum samningum er því miður oft aðeins um tvennt að velja, og áframhalandin blóðbað getur varla staðið til boða. 


mbl.is Svíþjóð gæti orðið fyrirmynd Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíklegt að Kína græði á því að ráðast á Tævan.

Það er 73ja ára gamall draumur ráðamanna Kína aðsameina Tævan meginlandinu. Ástæðan er sú að Tævan og meginlandið voru innan sama ríkis, þar til kommúnistar í Kína sigruðu í borgaarastríði við þáverandi æðstráðanda í Kína, Shang Kai Chek, formann þjóðernissinnaflokks landsins, og hrakti hann á flótta til Tævans. 

Bandaríkjamenn höfðu stutt Kínverja í styrjöld þeirra við Japani 1937 til 1945 og studdu stjórn Shang Kai Cheks áfram, meðal annar með því sú stjórn færi með umboð Kína hjá Sþ og í öryggisráðinu þar. 

Eitt af pólitískum afrekum Henry Kissingers, öryggismálaráðgafa Nixon, var að gangast fyrir ferð Nixons til Kína 1970 og friðmælast við Maó og Chou-En Lai utanríkisráðherra hans. 

Farinn var vandrataður meðalvegur í samskiptum BNA og Kína eftir þetta, og enn standa tvær gagnstæðar yfirlýsingar Kína og Kana óhaggaðar; Kína stefnir að því að sameina Tævan og Kína, en Bandaríkjamenn hafa enn þá yfirlýsingu í gildi að verja Tævan, verði á eyjuna ráðist. 

Þótt við fyrstu sýn virðist æ líklegra að Kína ráðist til atlögu, og fari í svipaðan leiðangur og Pútín í Úkraínu, Téténíu og Georgiíu, er þetta ekki svona einfalt. 

Hér eru nokkrar ástæður fyrir hinu gagnstæða, að Kína muni forðast að flækja sig um of í deilur af þessu tagi eins og nú er komið málum: 

1. Eins og hjá Rússum í Úkraínu geta áformin um glæsilegan sigur farið í vaskinn á þann hátt, að allir tapi á því stríði, ekkert síður Rússar en Úkraínumenn, sem eru þegar komnir með stríð, sem leiðir erfiðleika og tjón yfir báðar þjóðir.

Tævanir hafa staðið sig vel sem sjálfstæður aðili í alþjóðlegum viðskiptum og tækniframleiðslu, og eru samhentir í því að hafa hrundið þar í framkvæmd mjög tæknivæddu og vel reknu þjóðfélagi.  

2. Kína verður að ráðast inn í Tævan af sjó, og á þá við mesta sjóveldi heims að eiga, og þegar litið er á vígstöðu flotanna andstæðu, sést, að Kanarnir eru með mun opnari og þægilegri vígstöðu. Það er þessi vígstaða sem Kanar reyna  að halda með því að hamla sem mest gegn útþenslustefnu Kínverja á Suður-Kínahafi.

Tævanir hafa sýnt lægni í samskiptum sínum, bæði á sviði verslunar og tækni, og er þar um gríðarlega mikið fjármagn að ræða hvað snertir samskipti Kína og Tævan. Hvers vegna að hætta því og berast á banaspjótum?

Kínverjar hafa, þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingu við Rússa, farið mjög varlega í því að flækja sig um of inn í gönuhlaup hans. Það bendir til þess að þeir stefni að því að komast í þá stöðu eftir Úkraínustríðið, að hafa í raun grætt á yfirvegaðri utanríkissstefnu og tekið endanlega og örugglega hlut Sovétríkjanna sálugu sem annað að tveimur risaveldum heimsins.  

 


mbl.is Hrædd um að Kína feti í fótspor Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andófsaðgerðir alltaf vandasamar.

Komið hafa fram bæði kröfur og tilmæli af ýmsu tagi um að skella öllu í lás varðandi samskipti Íslands og Rússlands. 

Varasamt er að henda allar slíkar óskir á lofti, því að í raunveruleikanum eru margar af þessum ýmist illframkvænanegar, órökréttar eða fala í sér ósanngjarnan skaða hjá þeim sem aðgerðirnar framvæma. 

Íslendingar létu teygja sig ansi langt 2014 þegar við urðum sjálfir fyrir margfalt meiri hlutfallslegum skaða af því að loka á viðskipti við Rússa en nokkur önnur þjóð í EES.  

Nú er þess krafist að við slítum stjórnmálasambandi við Rússa, en í stöðunni gerir það ekkert nema að gera stöðu málsins verri. 

Búið er að loka fyrir leyfi rússneskra skipa til að koma í íslenskar hafnir, en Norðmenn hafa hafnað slíkum aðgerðum með öllu, og fært að því rök að í fyrsta lagi sé aðgerðin hæpin lagalega og í öðru lagi myndi hún skaða fiskveiðar allra þjóða, sem eiga aðild að veiðum í Barentshafi. 


mbl.is Komi ekki til greina að loka á rússnesk skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband