11.5.2022 | 10:16
Frumkvæði og trygg samningsstaða aðalatriðið hjá Pútín?
Það er mikilvægt atriði í hernaði að hafa frumkvæði og láta andstæðingana sífellt þurfa að bregðast við. Þótt rætt sé um opinberlega eða á bak við tjöldin að semja um vopnahlé, ræður samningsstaðan hverju sinni miklu um það hvort samið sé.
Selensky talar jafnan um það að það skilyrði af hálfu Úkraínumanna að láta ekki þumlung eftir af landi, en með því skapast sjálfkrafa þörf fyrir Pítín að ráða yfir sem mestu landi.
Með því að draga stríðið á langinn eftir föngum og nýta sér sterka samningsstöðu í krafti þess, aukast líkurnar á því að Úkraínustríðið verði æ hörmulegra og verra fyrir heimamenn, sem ævinlega þurfa að sæta því að mestöll eyðileggingin verði þeim megin landmæranna.
![]() |
Telja Pútín stefna á langt stríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.5.2022 | 22:50
Nöfn á meðmælendalistum þýða ekki það að viðkomandi kjósi listann.
Undanfari almennra kosninga er að safna saman undirskriftum tilskilins fjölda kjósenda á svokallaða meðmælendalista.
Sumir halda að með því lýsi viðkomandi kjósandi yfir því að hann ætli að kjósa listann, en það er misskilningur.
Kosningin sjálf er leynileg og þegar atkvæði er greitt er ekki hægt að rekja það, hvernig hver kjósaandi um sig ráðstafaði því.
Nafnið á meðmælendalistanum þýðir því aðeins það, að sá, sem það ritar, er meðmæltur því að viðkomandi flokkur eða hópur fái að bjóða fram.
Enginn má þó mæla með fleiri framboðum en einu, og meðmælandinn verður að eiga lögheimili í kjördæminu.
Þessu eru margir ekki klárir á eða gleyma því að hafa mælt líka með því að annað framboð bjóði fram.
Af þessu leiðir að það er erfiðara en sýnist í fljótu bragði að safna gildum meðmælendum, og geta ógildar undirskriftir verið allt að fjórðungur allra nafna á listunum þegar kjörstjórn fer yfir þá til samþykktar.
![]() |
Framboð Birgittu stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2022 | 08:02
Sögulegt lágmark í ljósi langrar sögu.
Sjálfstæðisflokkurinn og fyrirrennarar hans höfðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og borgarstjórann þar með lungann af síðustu öld 1920-1994 að árunum 1978 til 1982 undanskildum.
Flokkurinn fékk 57 prósent atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 15, og í stjórnartíð Davíðs Oddssonar náði Sjálfstæðisflokkurinn jafnvel enn meira fylgi.
16 prósent núna er aðeins rúmlega fjórðungur þessa fylgis og óralangt frá því sem áður var.
Vangaveltur um það að á Eurovisionkvöldi muni Píratar skila sér illa á kjörstað eru lítil huggun fyrir hið fyrrum stórveldi í borginni.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni skreppur saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2022 | 15:35
Fyrirbærið "að kjósa með fótunum." Þarf ekki nýja nálgun?
Á árunum 1945 til 1961 var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands, af því að í hinni tvískiptu Berlín var járntjaldið svonefnda ekki fyllilega mannhelt.
Þessu fylgdi mikill atgerfisflótti fólksins austan við tjaldið í gegnum tjaldið í vesturátt, sem var á skjön við atriði eins og ágætt velferðarkerfi og frábært íþróttafólk Austur-Þýskalands.
Það var sagt vestan megin, að enda þótt á pappirnum ætti að vera sæluríki kommúnismans í austurhluta landsins, "kysi fólkið með fótunum," þ.e. flýði á þann hátt, að Vestur-Þýskaland hefði betur í keppninni um hylli þýsku þjóðarinnar.
Sú keppni var brotin á bak aftur frá 1961 til 1989 með gerð Berlínarmúrsins illræmda.
Það getur líklega verið ágætis hjálpargagn í staðarvali fólks að bjóða upp á "gagnvirka reiknivél" eins og þá sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is, en á endanum gildir lögmálið um það að "fólkið kjósi með fótunum", í íslenska tilfellinu "með hjólunum", þ.e. hjólum samgöngutækjanna.
Undanfarinn áratug hefur verið dæmalaus mannfjölgun í Árborg og öðrum nágrannabyggðum og úthverfum Reykjavíkur, sem eru á atvinnusvæðinu, sem kallað hefur verið höfuðborgarsvæðið.
Það bendir til þess, að rannsaka þarf og skilgreina upp á nýtt þá nálgun, sem nota þarf í byggðamálum á suðvesturhorni landsins.
![]() |
Hvar er best að búa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkvæmt lýsingu eins vinar síðuhafa á hinum dæmalausa hávaða, sem viðgengst hefur á næturnar í gamla miðbænum í Reykjavík, kemur hann þeim, sem þangað koma til að kynna sér málið, verulega á óvart, bæði vegna þess hve mikill hann er og hve lengi hann er.
Þessi gestur í miðbænum í Reykjavík, sem vildi kynna sér "skyldudjammið" taldi ekki hægt að finna aðra borg í okkar heimshluta, þar sem þvílíkur dómadagshávæði og skrílslæti væru liðin í svona miklum mæli.
Raunar er til staður í borginni, þar sem margir aldraðir búa í blokk, þar sem aðeins einn bíll veldur hávaða frá því um átta á morgnana og fram yfir miðnætti.
Bíllinn er með mjög háværu pústkerfi og hefur eigandinn sérstaka ánægju af því að aka sama nokkur hundruð metra langan götukaflann tvisvar sinnum eða jafnvel oftar á hverjum klukkutíma með því að gefa bílnum botngjöf og þeyta vél og pústkerfi með sem mestum hávaða alveg upp bið blokkina.
Stundum er hann vel fram yfir miðnætti við þessa iðju og það jafnvel allt fram undir hálf fjögur! Lögregla hefur verið látin vita af þessu, en til einskis og þetta fyrirbæri heldur því velli árum saman.
Þetta er svosem ekkert einsdæmi hér á landi. Í áratugi viðgekkst það á Akureyri að eigendur tryllitækja þeyttu vélar þeirra í sömu beygjunum aftur og aftur heilu næturnar, og voru kvartanir til lögreglu gagnslausar.
Ekki skal um það sagt hvort þetta er svona enn, en haustið 2009 þegar ég hélt upp á 50 ára afmæli sem skemmtikraftur úti á landi, þurfti ég að gista í hóteli á Akureyri á leiðinni til Ólafsfjarðar.
Var það í tilefni afmælisferðar til að minnast þess á Ólafsfirði, að fimmtíu árum fyrr hafði ferillinn minn á landsbyggðinni á héraðsmótum hafist nákvæmlega þar sumarið 1959.
Þetta var erfið og krefjandi ferð í slæmu veðri og færð og heilmikið mál að setja sýningarnar upp.
Var því bráðnauðsynlegt að fá góða hvíld á Akureyri, en í staðinn varð nóttin að andvökunótt vegna stanslauss hávaða í tryllitækjum, sem spyrnt var linnulaust alla nóttina framhjá hótelinu.
Þýðingarlaust var að láta lögregluna vita af þess og það var því steinþreyttur hótelgestur sem reis úr reykkju eftir þessi ósköp.
Þá minntist ég landsfrægrar vísu, sem Flosi Ólafsson leikari gerði um árið þegar hann horfði yfir staðinn í kveðjuskyni eftir brösuglegt leikstjórastarf þar.
Á Akureyri um það bil
ekki neins ég sakna, -
jú, þar er fagurt þangað til
þorpsbúarnir vakna.
Af því að vísa Flosa miðast við það að skipta sólarhringnum í tvennt, var gráupplagt að klára sólarhringinn með vísu eftir hávaðalátanóttina 2009.
Á Akureyri um það bil
ást mín fer að dofna, -
jú, þar er ólift þangað til
þorpsbúarnir sofna.
![]() |
Eftir eitt ei heyrist neitt! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2022 | 22:24
Rússar afvopnuðu Úkraínumenn að miklu leyti þegar Sovétríkin féllu.
Þegar Sovétríkin féllu og fyrrum sovétlýðveldi fengu sjálfstæði hvert um sig, áttu Úkraínumenn þriðjung af öllum kjarnorkuvopnum Sovétsins og hernaðarflugvélarflota upp á meira en hundrað stórar sprengjuflugvélar og orrustuflugvélar.
Rússar fengu því framgengt að Úkraínumenn eyddu öllum kjarnorkuvopnunum og ýmist afhentu Rússum sprengjuflugvélaflotann, sem var búinn stórum og hrapskreiðum þotum, auk þess sem stórum hluta herflugvélaflotans var fargað.
Þetta er ein ástæða þess, hve illa Úkraínumenn voru búnir til þess að verjast flugflota Rússa í innrás þeirra inn í Úkraínu 24. febrúar 2022, þar sem þeir höfðu fyrir bragðið yfirburði í lofti.
Þessi hróplegi munur varð líka til þess að Rússar og umheimurinn bjuggust við því að í krafti algerra yfirburða í lofti myndi það taka aðeins nokkra daga fyrir rússneska herinn að taka Kænugarð og ná mestallri Úkraníu á sitt vald.
Og þetta var líka helsta ástæða þess, hve oft og mikið Úkraínumenn sárbáðu Vesturveldin um að senda sér orrustuþotur og herflugvélar.
Úkraínumenn höfðu fórnað helsta sóknarmætti hers síns til þess að egna hvorki né ógna rússneska birninum á nokkurn hátt.
Á móti kom, að Úkraínumönnum tókst að nota sem best ýmsar varnaraðferðir og varnarvopn, sem komu Rússum á óvart og slógu þá út af laginu.
![]() |
20 milljarða hernaðaraðstoð til Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2022 | 13:23
Skrýtið að finnast "toppurinn" vera lægð.
Þótt jafnan sé talað um að Grænlandsjökull sé rúmlega 3000 metra hár, verður þess ekki vart á leiðinni þegar jökulinn er þveraður, vegna þess að allan tímann eftir að komið er það langt upp á jökulinn að hvergi sést út fyrir hann, veldur hið gríðarlega hvíta birta, sem kastast af jöklinum í heiðskíru veðri því, að hún gerir himininn hvítbláan og bjagar sjóndeildarhringinn þannig í augum jöklafarans, að honum finnst hann ferðast lítillega upp í móti, jafnvel þótt hæðarmælir sýni annað.
Sýnist hann vera lægst í víðri lægð og horfa upp í mót í allar áttir í stað þess að vera "á toppnum."
Þeir, sem fara yfir jökulinn úr austri til vesturs, eiga eftir að koma niður á autt svæði inn af Kangerlussuaq, sem Danir og lengst af Íslendingar kölluðu Syðri-Straumfjörð, og er einstaklega fallegt yfirferðar, niður yfir úfinn skriðjökul sem er stærri en allir jöklar Íslands samanlagt og þar á eftir um hið auða svæði, sem einstaklega lítil úrkoma og hiti í ágúst upp á 16 stig yfir daginn tryggja tilvist.
Við fjarðarbotn er alþjóðlegur millilandaflugvöllur, sem Bandaríkjamenn gerðu i heimsstyrjöldinni, og loftlínan þaðan til meginstrandarinnar er 180 kílómetrar.
Grænlandsjökull er 20 sinnum stærri en allt Ísland, landið nær sunnar, vestar, norðar og austar en Ísland, og gríðarlegur munur á loftslagi, 16 stigin í ágúst í Kangarlussuaq, en aðeins 3,5 stig á veðurstöðinni í Tingmiarmiut á austurströndinni.
![]() |
Íslenskt koníak-teiti á toppi Grænlandsjökuls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2022 | 22:20
"Hve marga hermenn hefur páfinn?" spurði Stalín.
Sagan geymir margar sögur af þeim forneskjulegu hugmyndum, sem fyrirferðarmiklir valdamenn setja oft fram.
Áhrif kaþólsku kirkjunnar bæði austan og vestan járntjaldsins í Kalda stríðinu voru ráðamönnum Sovétríkjanna oft þyrnir í augum.
Þessi áhrif voru til dæmis mikil í Póllandi og um tíma var pólskur páfi í Róm.
Í eitt skiptið þegar ráðgjafar Stalíns ráðlögðu honum að fara að með gát í einu máli, er sagt að Stalín hafi spurrt. "Hvers vegna ætti ég að gera það. Hve marga hermenn hefur páfinn?"
Um þessar mundir tíðkar Pútín það að ógna beint eða óbeint með kjarnorkuvopnum Rússa, Kim Jong-Ung gortaði yfir eldflaugum, sem Norður-Kóreumenn væru að smíða og myndu draga til Bandaríkjanna og Donald Trump svaraði með því að ef slíkt gerðist myndi hann ekki hika við að gereyða Norður-Kóreu með kjarnorkuárás.
Nú bætist það við að Trump hefði sýnt áhuga á að beita eldflaugum til árása á Mexíkó vegna ágreiningsmála við það land.
Og hann hefur þá líklega haft það til hliðsjónar, að þegar ágreiningurinn var mestur við Íran, var tilbúin stórárás á það land, og munaði aðeins tíu mínútum að hann árás Bandaríkjahers færi í gang.
![]() |
Trump vildi gera eldflaugaárásir á Mexíkó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2022 | 07:56
Kínverjar koma æ víðar sterkir inn.
Í Úkraínustríðinu og heimsfarsóttinni hefur komið æ betur fram hve mikið atriði er hvar svonefndir íhlutir eru framleiddir.
Þegar litið er á nýjustu yfirlitsrit um bíla og vélhjól er sláandi, hvernig kínversk bílmerki á borð við BYD leggja undir sig æ fleiri síður svo að það blasir við augum.
En samt er þetta alls ekki öll sagan, því Kínverjar standa að baki fjölda bílaverksmiðja um allan heim, til svo nálægt okkur sem Volvo í Svíþjóð.
Í Kína er mesta bílaframleiðsla í heimi og til dæmis framleiddir miklu fleiri bílar af gerðinni Buick en í Ameríku.
Stærstu bílaframleiðendur heims keppast við að auka framlreiðslu sína í Kína, svo sem Volkswagen og Toyota.
Og á vélhjólamarkaðnum eru Tævanir í allra fremstu röð og sækja fram.
Fyrsta rafknúna hjól síðuhafa, rafreiðhjól, var komið til´Íslands frá sölufyrirtæki í Bretlandi, og sérstaklega var þess getið að það væri framleitt fyrir bandarískan markað.
En síðan kom í ljós að við þetta bættist sú staðreynd, að hjólið er hreinræktað kínverskt, ein af ótal gerðum af kínverskum hjólum af gerðinni Dyun!
Vegna þess að það er gert fyrir bandarískar aðstæður er það með 32ja km hámarkshraða í vélknúnum fasa og þar að auki alveg einstaklega nytsamlega handgjöf.
Helstu seljendur léttbifhjóla í 50 cc flokki hér á landi flytja inn kínversk hjól, sem eiga markhóp í fermingardrengjum en geta alveg eins nýst fullorðnum.
Og nú má heyra í útvarpi, að fimmtungur af bómullarframleiðslu sé frá norðvesturhéraði í Kína, þar sem kínversk stjórnvöld stunda stórfelld mannréttindabrot til þess að stunda þá gerð af þjóðarmorði að breyta skipulega hundruðum þúsunda fólks af kynþætti heimamanna með heilaþvotti og nauðungarvinnu sem gerir það að hreinræktuðum Kínverjum.
Í þættinum 60 mínútur var farið með stjórnanda Volkswagen á staðinn, og kom í ljós að hann hafði aldrei farið inn á hið illræmda svæði, enda gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi þar sem er hin mikla framleiðsla Volkswagenbíla í Kína.
![]() |
Vatt með söluumboð fyrir BYD á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar litið er á það hve stór hluti af íslenskri byggð og atvinnustarfsemi er á Reykjanesskaga er það ekki bara fróðlegt, heldur getur það beinlínis haft áhrif á skipulag og framkvæmdir á þessum mikilvægasta hluta landsins, eins og nú standa sakir.
Í byggðakosningunum núna er til dæmis mikið rætt um Hvassahraunsflugvöll, sem sumir hafa gert að einskonar trúaratriði hvað varðar það að hann skuli gerður.
Það segir sitt að nafn flugvallarstæðisins er með orðmyndinni "hraun" og að næsta nágrenni hans eru bæði eldstöðvar og hraun, sem létu til sín taka fyrri eldgosahrinum á skaganum, eins og tiltölulega nýrunnin hraun eru í næsta nágrenni hans.
Eina flugvallarstæðið, þar sem er enginn hætta á slíku, er núverandi Reykjavíkurflugvöllur, og Keflavíkurflugvöllur er aðeins um tíu kílómegra frá nýrunnu hrauni úr meira en tíu kílómetra gígaröð, Eldvörpum.
![]() |
Gas olli líklega landrisinu 2020 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)